Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 77 „Ég fékk strai ótrú á þessum manni (Anker Jörgensen, forsætisráðherra Dana,) og virtist hann harla skuggalegur og varhugaverður. Þá var nú einhver munur að sjá Gunnar okkar, verndara lífeyrissjóðanna, sitja keikan með hreinan svip, ósnortinn af þessum freistingum." menningur getur mætavel talast við án milligöngu allra þessara fulltrúa. Þjóðin er meðhöndluð eins og börn og óvitar. Þetta var ef til vill skiljanleg afstaða áður en almenn skólaskylda var fyrir hendi. En nú eru aðrir tímar. Þjóðin er vel menntuð og upplýst og verðskuldar að komið sé fram við hana sem slíka. Almenningi í þessu landi er fullkomlega treyst- andi fyrir eigin hag.“ Þessir hringdu . . . Mannvirki á Straumnesfjalli: í eigu Sölunefnd- ar varnarliðseigna Jón Gauti Jónsson, fram- kvæmdastjóri Náttúruvernd- arráðs, skrifar 25. ágúst: „I sambandi við fyrirspurn Sigurjóns Hjaltasonar um mannvirki á Straumnesfjalli er birtist í Velvakanda 15. ágúst sl., óska ég undirritaður að eft- irfarandi komi fram: Mannvirki þau á Straumnes- fjalli, sem um er spurt, eru í eigu Sölunefndar varnarliðs- eigna, og rétt er hjá Sigurjóni, að hér er um friðlýst land að ræða. Fljótlega eftir friðlýsingu Hornstranda árið 1975 var óskað eftir því við Sölunefnd- ina að hreinsun færi fram. Var vitnað í því sambandi í 15. gr. náttúruverndarlaganna, en þar segir m.a.: „Hafi byggingar, skip í fjöru, bifreiðir eða áhöld eða mann- virki, þ.á m. girðingar verið skilið eftir í hirðuleysi og grotni þar niður, svo að telja verði til lýta eða spjalla á nátt- úru, er eiganda skylt að fjar- lægja það.“ I framhaldi af því stóð Nátt- úruverndarráð fyrir hreinsun í Aðalvík sumarið 1978, en þar voru þá ýmsir lausamunir frá veru hersins. Greiddi Sölu- nefndin kostnað sem var hreinsun þessari samfara. Hreinsun á sjálfu Straum- nesfjalli hefur hins vegar ekki farið fram, en Náttúruvernd- arráð hyggst nú í vetur taka upp viðræður við Sölunefndina um það, og er vonandi að hægt verði að hefjast þar handa um hreinsun strax næsta sumar, en hér er um mikið verk að ræða og kostnaðarsamt." Fyrirspurnir til Heilbrigðis- eftirlitsins Ingibjörg Sigfúsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til þess að bera fram fyrir- spurnir til Heilbrigðiseftirlitsins vegna umræðna undanfarið um rannsóknir sem gerðar hafa verið á íslensku drykkjarvatni og flúor- blöndun í því sambandi: Hver hef- ur látið gera þessar rannsóknir? Hver hefur framkvæmt þær? Ætl- ar Heilbrigðiseftirlitið ekki að kynna niðurstöður þeirra fyrir al- menningi? Til þess eru rennurnar Kristinn hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Ég var að lesa klausu í þættinum hjá þér, þar sem einhver 3287-9128 er að fjargviðrast út af skyrpingum í Sundlaugunum. Ég stunda nú laugarnar mikið, bæði vesturfrá og inni í Laugardal, og mér þætti vænt um að fá að vita það hjá þessum aðila, hvar fólkið á að losa sig við þetta. Það er að fara í laugar til þess að losa slím úr lungum og innan úr sér yfirleitt, og ég veit ekki betur en rennurn- ar séu einmitt til þess að taka við slíku. Fólk skyrpir í rennuna og skvettir svo vatni á eftir, svo að allt saman renni niður í niðurfallið og út í sjó. Ég hef aldrei séð fljóta þarna yfir renn- urnar. Svo kom það illa við mig þegar sami 3287-9128 fer að tala um að hann hafi aldrei séð út- lendinga gera þetta — eins og þeir séu til svo mikillar fyrir- myndar. Ég veit hins vegar ekki betur en baðverðirnir eigi oft í mesta basli með að fá þá til að fara úr sundskýlunum og þrifa sig almennilega áður en þeir fara út í laugina. Þetta þarf aldrei að nefna við okkur. Það er leiðinlegt þegar verið er að gefa í skyn að íslendingar séu ein- hverjir dragbítar og sóðar. Ég er nýkominn frá útlöndum og þar blöskraði mér að sjá aðstæðurn- ar á þessum sundströndum og sóðaskapinn. Um flúorblönd- un og forsetann María Markan skrifar: „Vonandi fara íslendingar ekki að eyðileggja okkar góðu guðsgjöf, vatnið okkar, með flúor eða öðru. Halda þeir virkilega að unga ísland og fleiri landar hætti við að borða sitt prins-póló, drekka kók og láta í sig önnur sykurefni og fari allt í einu að drekka vatn af því að búið sé að blanda flú- or í það? Ég trúi því alls ekki. Auk vatnsins megum við vera þakklát fyrir forsetann okkar. Allir okkar forsetar hafa verið landsins heiður og sómi, en hún Vigdís slær öll heimsins met. Hvaða land í heimi hefur nokkurn tíma átt svo fagran forseta, fyrir nú utan gáfurnar, menntunina og allt hitt? Ef hægt væri að springa af stolti, myndi ég lík- lega gera það.“ GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Þeir þekkja hvorn annan. Rétt væri: Þeir þekkja hvor annan. Oft færi best: Þeir þekkjast. Bendum börnum á þetta! SIG6A V/öGA £ 1/LVtRAW FjðlskyldutOboð á Esjubergi Við bjóðum áfram sérstakt fjölskylduverð um helgar. Þríréttaður hádegisverður á kr. 125 og þríréttaður kvöldverður á kr. 145. Bömin fá sinn hamborgara ókeypis. Á sunnudögum síðdegis, bjóðum við upp á hlaðið borð af kökum. Töframaðurinn kostulegi Ian Charles skemmtir börnunum jafnt sem þeim fullorðnu á laugardags- kvöldið og bæði í hádeginu og um kvöldið á sunnudag. Einnig fjölbreyttur sérréttaseðill #HOfEL« =isiiyjin Aning í alfaraleið ALLTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM URSLITIN í 1. DEILDINNI í KNATTSPYRNU ENSKA OG ÞÝSKA KNATTSPYRNAN MBL. HEIMSÆKIR REAL SOCIEDAD MÓTHERJA VÍKINGS í EVRÓPUKEPPNINNI ítarlegar og spennandi íþróttafréttir SXSuáGht xa m «vi/ttA xlÉtíflA \IÚiWU c xluQMu W9 & 0Áfeow/ K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.