Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 Umsjón: Séra Karl Sigurbjömsson Séra AuÖur Eir Vilhjálmsdóttir AUDRÖTTINSDEGI Bœn um frið Frá því að sprengjan sprakk yfir Hiroshima í ágúst 1945, þegar 300.000 manna borg breyttist í einni andrá i rjúkandi rúst með ólýsanlegum hörmungum fyrir þá sem af lifðu, jafnvel í margra kilómetra fjarlægð frá borginni sjálfri, hefur mannkyn lifað undir sortaskýi helsprengjunnar. Sú ógn má aldrei verða að raunveruleika. Drottinn, við erum fólk, sem þekkir vel angist daganna undir skuggaskýi hel- sprengjunnar. Við lifum í forsælu óttans, án sólaryls í sálum okkar. Drottinn, jörðin þín hefur kulnað. Við erum að gleyma því, að friður hefur í för með sér hamingju, vellíðan, eining. Menn vilja fá okkur til að trúa því, að friður sé hið sama og ógnarjafnvægi. Okkur er ætlað að trúa því að það að lifa af sé hið sama og að lifa. Drottinn, það er orðið áliðið. I eitraðri hversdagstilveru okkar eru til kjarnorkuvopn, sem nægja til að afmá okkur öll tuttugu sinnum. Þó eigum við aðeins eitt líf. Drottinn, það er örðugt að horfast í augu við sjálfan sig. Það er með öllu ómögulegt að líta í augu barnsins. Hvers vegna? spyrjum við. Hvers sök er þetta? Drottinn, við viljum helst trúa því að það séu hinir, sem eru vitfirrtir. Þó vitum við vel, að í okkur sjálfum er það fólgið. Það er skelfileg staðreynd en þó okkar eina von, því við hljótum að viðurkenna, að baráttan fyrir friði hefst hjá okkur sjálfum til að breiðast síðan út eins og gárur á sléttum haffleti uns henni skolar inn yfir Pentagon og Kreml. Drottinn, manstu eftir því að spámenn þínir boðuðu þann frið sem engan enda tekur? Hvenær, spyrjum við, verða smíðuð plógjárn úr sverðunum og brýr úr bombunum? Hvenær mun úlfurinn ganga með lambinu? Drottinn, manstu eftir því, að þú hefur talað frið til lýðs þíns? Hvenær, spyrjum við, mun trúfesti og sannleikur mætast? Hvenær munu réttlæti og friður kyssast? Drottinn, minnstu loforða þinna! Við sleppum þér ekki fyrr en þú blessar okkur. Drottinn, sælir eru friðflytjendur. Gef okkur eld þinn, svo við getum tendrað ljós í myrkrinu. Ljá okkur rödd þína svo við getum yfirgnæft hávaðann og hrópað gegn skarkalanum að við verðum að voga að treysta hver öðrum. Drottinn, gef okkur kærleika þinn, að við getum heilgað hið sundraða og brætt hatrið. Einn sneri aftur 14. sunnudagur eftir trinitatis Lúkas 17, 11—19 Guöspjallið í dag segir frá hinum 10 líkþráu mönnum, sem Jesús læknaði af líkþrá. Við munum það mætavel að aðeins einn þeirra snéri aftur til að þakka Jesú. Hvílíkt vanþakklæti, segjum við og meinum það svo innilega. En æ, því miður erum við nú svona vanþakklát sjálf. Einu sinni átti þessi þjóð í stríði við fátækt, kulda og hungur. Það er liðin tíð, Guði sé lof. Sú fátækt, sem margir áttu við að stríða á fyrri hluta aldarinnar, er meira að segja úr sögunni. En við vitum það vel að fáir einir hafa snúið sér til Drottins til að þakka honum framfarirnar og velgengnina. öll erum við sek um vanþakklæti við Drottin okkar og öll líðum við vegna þessa vanþakklætis. Það gerir okkur óánægð og smá í sniðum. Við megum til með að taka guðspjallið til okkar strax í dag og fara tafarlaust að æfa okkur i þakklæti. Við skulum taka okkur tíma til þess fyrir kvöldið að telja upp gjafir Guðs til okkar, sérdeilis þær, sem hann hefur gefið okkur núna í síðustu viku. Það er ekki að efa að við verðum hýrari á brúnina og hlýrri í hjarta þegar við sjáum allt það, sem Guð hefur gefið okkur. Þá fáum við að vera í sporum hins eina, sem kom til Jesú og þakkaði honum lækninguna. Við fáum þá eins og hann að lofa Jesú hárri raustu og þakka honum. Og við fáum að heyra Jesúm segja við okkur: Trú þin hefur bjargað þér. I dag byrjar ný vika. Við megum nú æfa okkur ( þakklæti á hverjum degi alla þessa viku. Og á laugardaginn kemur skulum við muna eftir því að líta inn í huga okkar og sjá hvort þar er ekki bjartara eftir þessa nærveru okkar við Drottin okkar og Frelsara, gjafara alls, Hka þess þakklætis, sem við eigum oft svo erfitt með að höndla. Friðar- og þakkar- gjörðardagur í dag sameinast kirkja íslands i þakkargjörð fyrir ástgjafir Guðs, mildi hans og hlifð yfir lýði og landi. og jafnframt í bæn fyrir friði og sáttargjörð milli manna og þjóða. I ályktun Prestastefnunnar 1982 segir svo í III kafla: „Vér hvetjum söfnuði landsins til þess að leggja aukna áherslu á uppeldi til friðar með því að: a) Ástunda slíkt uppeldi innan fjölskyldunnar sjálfrar og í sam- skiptum milli heimila á þann hátt m.a. að sýna sáttfýsi, sann- girni, hógværð og umburðarlyndi. b) Vekja menn til vitundar um skaðsemi ofbeldis í fjölmiðlum, myndböndum, leikföngum og á fleiri sviðum. c) Vekja til umhugsunar um sáttaleiðir í deilumálum, stórum og smáum, og minnast gildis hins fórnandi kærleika. d) Byggja upp gagnkvæmt traust milli einstaklinga og hópa og vinna gegn fordómum með því að hvetja menn til þess að virða skoðanir annarra. framtíð — og gef okkur trú, að við getum saman flutt þau fjöllin öll, sem tálma för okkar til friðar. Drottinn, hjálpa okkur að vera salt jarðar sem ber henni frið þinn. Gef okkur von, svo við getum búið börnum okkar Drottinn, heyr þá bæn. AMEN (ílr dönsku) I stíl Lúðvíks 15. Hágæðahúsgögn sem eiga sér ekki hliðstæðu. Húsgögn fyrir fólk með hágæðakröfur Opið í dag, sunnudag, frá kl. 1.30-6. húsgögn Ármúla 44, símar 32035 — 85153.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.