Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 65 Gregori Rasputin í hátindi frtegðar sinnar. Militsa stórhertogafrú, sem safnaði að sér dulspekingum og tók Rasputin upp á sína arma. Keisarinn ásamt Alexej syni sínum sem þjáðist af dreyrasýki. Youssopov fursti, morðingi Rasputins og kona hans Irina, sem notuð var sem tál- beita til að ginna Rasputin til fundar við samsærismennina. Rasputin í höfuðborg- inni Upp úr 1890 lifði Rasputin ró- legu lífi í fæðingarþorpi sínu. Hann kvæntist árið 1895 og ári síðar fæddist honum sonur, en hann andaðist eftir fáeina mán- uði. Rasputin yfirgaf þá heimili sitt og fór í pílagrímsför þar sem hann dvaldi m.a. um tíma í Verk- oturyi-klaustri. Hann var að heiman í þrjú ár en svo skaut hon- um skyndilega upp aftur í heima- bæ sínum og þá sá hann í fyrsta skipti annað barn sitt, dóttur, sem hafði fæðst í fjarveru hans. Rasp- utin lifði nú um hríð rólegu og tíðindalausu heimilislífi og á næstu tveimur árum eignuðust þau hjón tvö börn í viðbót. Frægð hans færðist þó sífellt í vöxt og árið 1903 skýtur honum skyndi- lega upp í höfuðborginni St. Pét- ursborg. Hróður hans hafði borist kirkjuyfirvöldum til eyrna og hann var nú kynntur fyrir öllum helstu biskupum og kirkjuleiðtog- um á meðan á fimm mánaða dvöl hans í höfuðborginni stóð. Tveimur árum seinna er Rasp- utin aftur kominn til höfuðborgar- innar og í þetta sinn hafa sögu- sagnirnar brotið honum leið inn í innsta hring hirðarinnar. Fyrir- fólkið í höfuðborginni hafði tekið ástfóstri við allu er laut að dul- rænum fyrirbærum og kukli og var það einkum vegna áhrifa frá Militsu stórhertogafrú, sem sank- aði að sér dulspekingum, krafta- verkamönnum og andatrúar- mönnum og brátt var Rasputin tekinn í safnið. Margt virðist þó benda til, að það hafi ekki verið tilviljum sem réð komu hans heldur hafi hér verið um skipulagðar aðgerðir að ræða af hálfu þjóðernissinnaðra samtaka, sem vildu nota hann sem verkfæri til að hafa áhrif á æðstu stöðum. Þeir, sem hér áttu hlut að máli, grunuðu þá ekki, að „óarga- dýrið", sem þeir ræddu um að skapa, myndi seinna vaxa þeim yf- ir höfuð. í boði, sem Golovina greifafrú, sem gift var hirðmar- skálki keisarans, hélt í fjölskyldu- höllinni var lagt á ráðin um að fá aðstoð jarteiknamanns, til að hafa áhrif á keisaradrottninguna.sem varð æ bilaðri á taugum, og þann- ig á sjálfan keisarann, til að þjóna hagsmunum íhaldsmanna og þjóð- ernissinna. Og einn daginn stóð Rasputin þar skyndilega í dyra- gættinni, með úfið hárið og hann virti viðstaddar aðalskonur fyrir sér með brennandi girndaraugum og glotti hæðnislega. Kraftaverka- maðurinn frá Síberíu, hinn helgi djöfull, var kominn að hjarta keis- aradæmisins. Sjúkdómur erfðaprins- ins Það ríkti mikil gleði í gervöllu Rússlandi þegar tilkynnt var þann 30. júlí 1904, að keisarahjónunum hefði fæðst sonur og þjóðin hefði eignast ríkisarfa. Gleðin var þó skammvinn því nokkrum vikum siðar uppgötvaðist, að Alexej litli þjáðist af dreyrasýki, en sá sjúk- dómur er algengur með mörgum þjóðhöfðingjaættum í Evrópu. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig, að minnsta sár eða jafnvel ómerki- legasta rispa, getur orðið banvæn, því blóðið storknar ekki. Drengur- inn hafði erft sjúkdóminn frá móður sinni, er hafði hann frá ömmu sinni, Viktoríu drottningu. Ráðstafanir voru gerðar til að vernda prinsinn og stórvaxinn lífvörður hafði það hlutverk að fylgja honum hvert fótmál og grípa hann, ef hann skyldi hrasa. En ógerningur er að vernda lítinn dreng fyrir meiðslum og fyrr eða síðar hlaut ógæfan að dynja yfir. Ríkisarfinn hrasaði á hlaupum í keisarahöllinni og blóðhlaupnir hnútar mynduðust á öðrum fætin- um. Keisarahjónin krupu í bæn við rúm hans og færustu læknar stóðu ráðþrota á meðan skuggi dauðans færðist yfir andlit Alex- ejs litla. Það var þá, sem Anna Vyrubova greifafrú, fráskilin hirðmær drottningar, greip inn í atburða- rásina og hvíslaði nafn Rasputins. Það er ef til vill tilviljun, en engu að síður staðreynd, að Anna Vyrubova var í hópi þeirra, sem sóttu teboðin hjá Golovinu greifa- frú, sem áður er getið, enda voru þær systur. I örvæntingu sinni vegna veikinda sonarins voru keis- arahjónin albúin að prófa þetta úrræði og gert var boð eftir Rasp- utin, sem þá var orðinn hátt skrifaður í dulspekisöfnuði Mil- itsu stórhertogafrúar. Rasputin fannst meðal sígaun- anna við Nevu þar sem hann dans- aði nakinn og dauðadrukkinn í tjaldbúðum þeirra. Hann var fluttur rakleiðis í höllina og þar snerti hann enni litla prinsins, — og kraftaverkið varð. Alexej litli brosti, andardrátturinn varð eðli- legri og innan skamms lækkaði hitinn. Þakklát móðirin greip um óhreinar hendur þessa merkilega manns og bað hann um að dveljast hjá þeim áfram. Valdastaöa og kynsvall Eftir þetta jukust mjög áhrif Rasputins í St. Pétursborg og eldsnemma á morgnana söfnuðust stórir hópar fyrir utan heimili hans, sem leituðu lækninga eða heilræða eða langaði til að sjá þennan merkilega mann. Prúð- búnar hefðarmeyjar voru tíðir gestir í teboðum hjá hinum „helga manni" enda þótti það nú orðið fínt að sækja slík boð. Sumir reyndu að kaupa hylli hans en svo virðist sem Rasputin hafi lítt sóst eftir veraldlegum auðæfum. Hann veitti fólki móttöku, jafnt háum sem lágum og hirti ekki um hvort gestirnir gátu borgað eða ekki og yfirleitt gaf hann aftur þær gjafir sem honum bárust. Metnaður hans beindist ekki að veraldlegum gæðum heldur virðist það hafa dugað honum að svala hégóma- girnd sinni og kynhvöt. Og hann lét fá tækifæri ónotuð til að for- færa konur. Nóttunum eyddi hann yfirleitt í svallveislum eða í einhverju vænd- ishúsi borgarinnar, en á hverjum morgni var hann aftur tilbúinn til að tala á móti þeim sem biðu og leituðu hjálpar hans. Þessi tvö- feldni í lifnaðarháttum Rasputins og framkomu fór brátt að orka tvímælis og áður en varði hafði myndast hópur svarinna fjand- manna hans og fór sá hópur ört vaxandi, ekki síst innan hirðar- innar, sem þótti virðingu sinni stórlega misboðið. Sögur komust á kreik um óheyrilegt kynsvall Rasputins og lærisveina hans, sem ef til vill mætti frekar kalla lærimeyjar, því konur voru í miklum meirihluta í hópi aðdáenda hans. Sögur gengu um að greifafrúr og hefðarkonur keyptu hylli hans með blíðu sinni til að öðlast aukin áhrif innan hirðarinnar og ein sagan greinir frá því að hann hafi nauðgað nunnu að lokinni djöfullegri sær- ingarathöfn. Þess ber þó að gæta, að margar þessar sögur eru ef- laust upplognar í þeim tilgangi að sverta hann í augum keisara- fjölskyldunnar, þar sem hann hafði smám saman skapað sér valdaaðstöðu sem var traustari en aðstaða allra ráðherra, hirðem- bættismanna og þingsins. Keis- aradrottningin trúði þó aldrei neinu misjöfnu um Rasputin og þegar ríkisarfinn veiktist aftur af hinum hræðilega sjúkdómi sínum, var Rasputin fluttur til höfuð- borgarinnar i sérlest, en hann hafði farið í nokkurra daga heim- sókn til fæðingarbæjar síns. Og enn gerðist kraftaverkið og upp frá því var valdaaðstaða hans inn- an keisarahallarinnar traustari en nokkru sinni. AtburÖirnir í Spala Arið 1911 hafði andstaða gegn Rasputin aukist mjög og greinar, sem voru honum afar fjandsam- legar, fóru að birtast í dagblöðum í St. Pétursborg. Margir af fyrri aðdáendum hans höfðu opinber- lega snúist gegn honum og má þar nefna Nicholas stórhertoga og Militsu stórhertogafrú. Kirkjuyf- irvöld höfðu einnig snúist gegn honum og klerkar fordæmdu hann úr stólnum. Þegar hér var komið ákvað Rasputin að fara í píla- grímsför til landsins helga, en sú ferð breytti engu. Keisaradrottn- ingin barðist þó hetjulegri baráttu fyrir mannorði hans, en þrátt fyrir það tókst pólitískum ráðgjöf- um keisarans að sannfæra hann um, að nærvera „hins helga manns" við hirðina væri afar óheppileg og einungis til þess að grafa undan máttarstoðum ríkis- ins. Rasputin var nú skipað að yf- irgefa St. Pétursborg og halda til fæðingarþorps síns, Pokrovskoe. A meðan fór keisarafjölskyldan í sumarfrí til sveitaseturs síns við Spala, sem nú tilheyrir Póllandi. í fyrstu lék allt í lyndi. Alex- andra keisaradrottning virtist hafa skilið allar áhyggjur sínar eftir í St. Pétursborg og undi hag sínum hið besta þrátt fyrir fjar- veru kraftaverkamannsins. En þá dundi ógæfan enn yfir. Alexej, sem nú var átta ára gamall, rann til er hann var að stiga upp úr árabát og fékk þungt högg. Sjúk- dómurinn tók sig upp og innan tið- ar lá drengurinn milli heims og helju. Færustu læknar voru kvaddir til og beðið fyrir lífi prinsins í kirkjum um gjörvallt Rússland en allt kom fyrir ekki. Þegar öll von virtist úti um að lífi drengsins yrði bjargað sneri Alex- andra sér til Rasputins. Simskeyti var sent 200 mílna leið til Pokrov- skoje og svarið barst um hæl: — „Guð hefur séð tár yðar og heyrt bænir yðar. Látið ekki hugfallast. Sá litli mun ekki deyja aðeins ef þið haldið læknum í hæfilegri fjarlægð.“ — Skömmu eftir að símskeyti Rasputins barst til Spala stoppaði blæðingin og Alex- ej litli fór óðum að hressast. Eftir þetta setti keisaradrottningin allt sitt traust á Rasputin og tók aldr- ei ákvörðun án þess að leita ráða hjá honum fyrst. Áhrif hans við hirðina urðu nú slík að jafnvel keisarinn sjálfur féll í skuggann og nú, í fyrsta skipti, virðist áhugi Rasputins hafa vaknað fyrir að taka sér pólitísk völd í hendur. Aukin völd og andstaða Þegar hér var komið sögu höfðu þeir stjórnmálamenn og þjóðern- issinnar, sem upphaflega ætluðu sér að nota Rasputin sem „verk- færi“ innan hirðarinnar, gert sér ljóst, að þeir höfðu ekki lengur stjórn á því sem þeir höfðu hrund- ið af stað. Vald Rasputins var nú meira en þeirra allra til samans og ofan á bættist að hann fór nú að beita því á stjórnmálasviðinu. Lagt var á ráðin um að konia honum fyrir kattarnef, í fyrstu voru þær tilraunir fálmkenndar og óskipulagðar. Litlu munaði þó eitt sinn, þegar Rasputin fór í heimsókn til fæðingarbæjar síns, er ung vændiskona stakk hann með hnífi í brjóst og maga. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.