Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 Hnífstungan hefði orðið flestum öðrum að bana, en Rasputin hélt lífi. Aldrei varð uppvíst, hver hefði fengið stúlkuna til verksins, og voru uppi ýmsar kenningar um það. Ilún varð vitskert eftir árás- ina og var sett á hæli, en þaðan hvarf hún í glundroða byltingar- innar. Rasputin lá í nokkrar vikur milli heims og helju og hafði sam- særið verið gert að undirlagi stjórnmálamanna, náðu þeir takmarki sínu að nokkru leyti. Mótspyrna Rasputins gegn þátt- töku Rússa á heimsstyrjöldinni var að engu gerð. Meðan hann lá rænulaus eftir árásina, undirrit- aði keisarinn hervæðingarskipun- ina, sem sendi rússneska heri út í styrjöldina og varð upphafið að endalokum rússneska keisara- dæmisins. Eftir að styrjöldin braust út færðist Rasputin allur í aukana og vald hans var meira en nokkru sinni. Framkoma hans varð að sama skapi ruddalegri og svalllíf- erni hans taumlausara og hann virðist einungis hafa lifað fyrir líðandi stund. Hann er sagður hafa farið hamförum á knæpum og næturklúbbum, — flett sig klæðum og gumað af því að þannig gengi hann um sali keisarahallar- innar. I eitt skipti var hann hand- tekinn eftir að hafa nauðgað ungri Anna Vyrubova, sem hvíslaði nafn Kasputins í eyra keisarahjónanna við sjúkrabeð erfðaprinsins. konu í næturklúbbi að öllum gest- um ásjáandi. Hann var látinn laus eftir að hafa gist í fangelsinu eina nótt, en lögregluvarðstjórinn, sem var ábyrgur fyrir handtöku hans var rekinn. Slúðursögurnar um líferni hans urðu nú æ háværari og meðal ann- ars var því haldið fram, að hann væri ekki aðeins elskhugi Önnu Vyrubovu heldur einnig Alex- öndru keisaradrottningar og fjög- urra dætra hennar. Þá gengu einnig sögur um að keisarinn sjálfur hefði tekið þátt í kynsvalli hans. Þótt sannað sé að sögur þessar voru uppspuni, voru þær úrbreiddar meðal almennings og margir trúðu þeim. Á hinn bóginn er vitað að Rasp- utin reyndi að draga Rússland út úr styrjöldinni, meðal annars með leynilegum samningum við Þýska- land fyrir meðalgöngu Svía, en ráðamenn í Rússlandi álitu samn- ingamakk þetta drottinsvik. Þeir töldu það skyldu sína við fóstur- jöröina að vinna á þessum helga djöfli og nákvæmar áætlanir um að ráða hann af dögum voru gerð- ar í byrjun desember 1916. Samsærið Áætlun var samin og voru þar að verki fimm menn: Dimitri Pavlovic stórhertogi, Purichkevich þingmaður hægri manna, liðsfor- ingi að nafni Sochotin, læknirinn Lasovert, sem átti að útvega eitr- ið, og Felix Felixovich Youssopov, sem var af einni auðugustu og elstu aðalsætt Rússlands. Yousso- pov fursti hafði nokkrum sinnum hitt Rasputin og er sagt að Rasp- utin hafi kunnað vel við þennan glæsilega og gáfaða aöalsmann og Youssopov fursti játaði síðar, að hann hefði ekki getað varist nokk- urri aðdáun á þessum einkenni- lega Síberíumanni. Youssopov fursta var falið að ginna Rasputin í gildru sem egnd var í höll furstans í Péturs- borg, Rasputin fagnaði heimboði furstans, ekki síst þar sem honum átti að gefast kostur á að hitta furstafrúna, sem var orðlögð fyrir fegurð. Anna Vyrubova og fleiri úr hópi aðdáenda Rasputins reyndu að fá hann ofan af því að þiggja heimboðið enda farið að gruna margt, en Rasputin varð ekki haggað. Youssopov fursti kom í eigin persónu til að sækja Rasputin um miðnætti hinn 29. desember. Hann leiddi síðan Rasputin niður { mannlausan kjallara hallar sinnar og tók nú til við að skemmta hon- um með söng og hljóðfæraslætti á meðan þeir biðu eftir fursta- frúnni, sem í raun var víðs fjarri. Veitingar voru bornar fram, — te og kökur, sem höfðu í sér marg- falda skammta af eitri Lasoverts læknis. Furstanum til skelfingar afþakkaði Rasputin bæði te og kökur en fór þess í stað að tala um orðróm sem honum hafi borist til eyrna um að einhverjir væru að brugga samsæri gegn honum. Skelfilegur dauðdagi Þegar Rasputin hafði rætt þetta nokkra hríð lætur hann til leiðast og þiggur tebolla og fær sér köku með. Honum finnst kakan ber- sýnilega góð og fær sér nokkrar í viðbót. Samkvæmt frásögn Laso- verts læknis á eitriö að hafa taf- arlaus áhrif, en ekkert gerist. Það hefur heldur engin áhrif, þegar Rasputin grípur glas og tæmir innihaldið, eitrað vín, í einum teyg. í stað þess að deyja stendur hann á fætur og kvartar undan aðgerðarleysi. Hvað dvelur fursta- frúna? — Hann stingur jafnvel upp á því við furstann að þeir laumist út á næturklúbb. Furstinn biður nú Rasputin um að hafa sig afsakaðan og kveðst ætla upp að sækja konu sína. Þar hittir hann félaga sína og þeir ákveða að Youssopov verði að Ijúka verkinu með því að skjóta hinn helga djöful. Furstinn snýr til baka og notar tækifærið þegar Rasputin snýr baki í hann og hleypir af. Rasputin rekur upp ógurlegt vein, sem bergmálar í kjallarahvelfingunni. Hinir sam- særismennirnir koma hlaupandi niður og þeir sannfærast um, að maðurinn sé dauður. Þeim er léttara um hjartaræt- urnar, þegar þeir fara aftur upp til að ræða í smáatriðum hvernig koma skuli líki Rasputins út úr húsinu. Nokkru síðar fer Yousso- pov aftur niður í kjallarann, en þegar hann beygir sig yfir líkið til að vefja það inn í ábreiðu uppgötv- ar hann sér til skelfingar að Rasp- utin er ekki dauður. Og þá gerist skelfilegur atburður. Rasputin reisir sig upp til hálfs með ofur- mannlegu átaki. Hann grípur um furstann sem þó tekst að losna og hlaupa aftur upp. Þegar þeir fé- lagar koma niður aftur hefur Rasputin tekist að komast út í garðinn og stefnir í átt að hliðinu. Þar skjóta þeir hann aftur og aft- ur og Rasputin hnígur loks niður við vegginn. Fórnardýrið var síðan vafið inn í teppi og hent í vök á ánni Nevu, þar sem samsærismennirnir von- uðust til að líkið fyndist ekki fyrr en með vorleysingum. Morguninn eftir fannst önnur skóhlíf Rasput- ins við ána, og lögreglan, sem vissi þegar um atburðinn, hóf leit með þeim árangri, að hroðalega leikið líkið náðist upp úr fljótinu. Krufn- ing leiddi í ljós að dánarorsökin var drukknun. Kæra var borin fram á Yousso- pov, þótt sterk öfl reyndu að koma í veg fyrir það, en ekki var látið að kröfu drottningar, sem vildi láta hengja furstann. Hann var „rek- inn í útlegð" til eins ættarseturs síns. Rasputin hafði eitt sinn sagt, að keisaraveldið rússneska myndi að- eins standa á meðan hann héldi lífi og honum rataðist satt á munn. Þremur mánuðum síðar var keisarinn neyddur til að segja af sér og fá Mikael bróður sínum völdin. Rúmu ári síðar var keisarafjölskyldan síðan drepin á bændabýli einu við Jekaterien- burg. (Samantekt: Sv.G.) Westinghouse hitavatnsdunkar Höfum fyrirliggjandi Westinghouse hitavatnsdunka í 4 stærðum: TR 221 20 gallon - 80 lítrar TL 522 52 gallon - 200 lítrar TL 622 66 gallon - 250 lítrar TL 822 82 gallon - 300 lítrar Vandlátir veljaWestinghouse KOMIÐ-HRINGIÐ-SKRIFIÐ —:""im allar nánari upplýsingar. Kaupfélögin um allt land Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900 NG plast bakrennur * norsk gæóavara NC plast-þakrennur eru sérhannaðar íyrir breytilegt veðuríar og standa því auðveldlega aí sér harða íslenska vetur. ° Sérlega létt og einföld uppsetning gerir þér kleift að ganga frd rennunum sjdlfur dn mikillar fyrirhaínar. NC plast-þakrennur eru skynsöm fjárfesting GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 53333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.