Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR l’að fer ekki illa á að bjóða upp á gott brauð og góða súpu saman. Kn þó þetta tvennt fylgist hér að í dag, þá er ekki úr vegi að útbúa það hvort í sínu lagi. I»ið hafið ykkar hentisemi, en brauðið og súpan svíkja ekki. Súpan er göfug kræklingasúpa, búin til úr nýjum kræklingi ásamt hörpudiski. Súpan er auðlöguð, mild á bragðið og ilmandi. Brauðið er nokkuð sérstakt. Venjulegt ger- deig er soðið, áður en það er bak- að. Og árangurinn er frábær, enda er brauðið engin nýjung, heldur gamalt og hefðbundið brauð víða um Kvrópu. Góða skemmtun! Bagels eða Beugeln Þetta brauð er einkum kennt Gyðingum, þykir hefðbundið Gyðingabrauð. Það er ekki ósennilegt að þeir hafi lært brauðgerðina af Mið-Evrópu- búum, sem kunna ýmislegt fyrir sér í baksturslist og brauðgerð. Nafnið er á reiki, sbr. þessi tvö hér að ofan, en ýmsir vilja tengja það lagi brauðanna, við gætum kannski kallað þau beyglubrauð upp á íslensku. Fyrst er búið til létt og loft- mikið gerdeig. Yfirleitt er það haft úr hvítu hveiti eingöngu, en mér finnst heilhveitiviðbótin bæta brauðið mjög, eins og flest önnur brauð, gerir það einhvern veginn léttara og sætara. Eftir að deigið hefur lyft sér, er það hnoðað aftur og mótað í kúlur eða bollur, sem síðan er gert gat á með puttanum eða öðru hand- hægu verkfæri. Lagið minnir þá á kleinuhringi. Einnig er stund- um ráðlagt að búa til lengjur, sem eru síðan lagðar í kringlu. Eftir að mótuð brauðin hafa lyft sér, eru þau sett stutta stund í sjóðandi vatn, svona um 5 sek. meðan þau eru að tútna út. Síð- an er gott að láta þau lyfta sér aftur í um 15 mín. á plötunni, méðan þau eru bökuð. Eins og með allar aðrar brauðuppskriftir er hægt að breyta þessari á ýmsa vegu. Ég hef þegar nefnt heilhveiti. Ýmislegt krydd gefur brauð- inu gott bragð. Kúmen, heilt eða steytt, fennelfræ, heil eða steytt, steytt fenugreek, grænar krydd- jurtir, allt gefur þetta gott bragð. Ef þið viljið, getið þið haft brauðin heldur sætari en er gert hér, annaðhvort sætt þau með hunangi eða sykri. Kardi- mommur gefa sætabrauðum mjög gott bragð. í ósætt brauð er frábært að blanda rifnum osti, t.d. um 50—100 gr í upp- skriftina hér á eftir. Slík osta- brauð er tilvalið að krydda, t.d. með grænum kryddjurtum. Ofan á brauðin er gjarnan stráð kúm- enfræjum eða sesamfræjum, þar sem þau heyra til matarhefð- inni. Ekki má gleyma að ses- amfræ gefa brauði mjög gott bragð, ef þau eru sett í brauðin, ekki síður en á þau. Það má því spreyta sig á ýmsum útgáfum þessa létta og loftkennda brauðs. Uppskriftin hér á eftir er mið- uð við 2‘k dl af vökva, en þið getið auðvitað tvöfaldað upp- skriftina. 2 msk. smjör eða olía 2'/i dl mjólk I msk. hunang eða sykur um 20 gr ger 1 eggjahvíta 1 rauða, takið þó frá um 1 msk. af henni, áður en henni er blandað í deigið 2 dl heilhveiti 4 dl hveiti 1. Bræðið smjörið, ef þið notið það. Ef brauðið á að lyfta sér hrátt, velgið þá mjólkina. Bland- ið saman mjólk, feiti, hunangi eða sykri og geri. Látið gerið leysast upp. 2. Bætið hvítunni og megninu af rauðunni í. 1 msk. af rauðunni er tekin frá til að pensla brauðin með á eftir. Hellið heilhveitinu og mestu af hveitinu í og hnoðið deigið vel. Bætið meira hveiti í ef með þarf. Deigið er slétt og sprungulaust, þegar það hefur verið hnoðað vel. Látið nú deigið lyfta sér þar til það hefur tvö- faldazt að ummáli, eða svona nokkurn veginn. 3. Mótið deigið í bollur, og stingið siðan gat á bollurnar. Látið þær lyfta sér í um 15—30 mín. 4. Hitið vatn í rúmgóðum potti. Þegar suðan kemur upp, látið þá vatnið malla og setjið 2—3 bollur í í einu. Setjið ekki BRAUÐ OG SÚPA fleiri en svo, að vatnið haldi áfram að sjóða. Þegar brauðboll- urnar hafa tútnað ærlega út, takið þær þá upp, gjarnan með fiskspaða eða einhverju götóttu, svo vatnið renni vel af þeim. Setjið þær á smurða plötu. Hafið ekki áhyggjur, þó þær virðist krumpast þegar þær eru settar á plötuna, þær rétta ærlega úr sér í ofninum. Ef þið hafið tíma til, er gott að þær fái nú að lyfta sér aftur í um 15 mín. 5. Setjið ofninn á 250°. 6. Blandið eggjarauðuslett- unni í 2—3 msk. af mjólk og penslið brauðin með þessari blöndu. Það er gert svo þau líti betur út, en er ekki strangnauð- synlegt. Ef ykkur lízt svo, getið þið stráð kúmeni eða sesamfræj- um á brauðin eftir að þau hafa verið pensluö. Bakið brauðin í miðjum ofninum í um 15 mín. eða þar til þau eru orðin fagur- gyllt og girnileg. Þau eru frábær volg og frystast vafalaust vel, en mér hefur aldrei haldizt nógu lengi á þeim til að prófa þá geymsluaðferð ... Kræklinga- og hörpudiskssúpa (llanda fjórum) Skelfiskur þykir með göfugra hráefni og skelfisksúpur eru auðvitað eftir því göfugar súpur. Þetta er því varla hvunndags- matur, en einkar glæsilegur for- réttur, þegar þið hyggist lyfta ykkur verulega á kreik við mat- borðið. Súpan er einföld eins og vera ber með svo gott hráefni, bara fiskurinn og soðið af hon- um, rjómi og ögn af víni, og gott krydd, þó í hófi. Ef ykkur sýnist svo, gefur ögn af saffrani súp- unni einkar gott bragð, en að- eins ögn, því saffranbragðið má ekki bera fiskinn ofurliði. Nýr kræklingur er auðvitað undirstaða velheppnaðrar kræklingasúpu. Auk þess sem það er einfalt að tína sjálfur krækling, ef þið hittið á góðan stað, þá hefur stundum verið hægt að kaupa hann nýjan, t.d. í Reykjavík í Forðabúrinu, og e.t.v. víðar. Ef þið tínið ykkur krækling sjálf, fáið þið væntanlega nóg í heila kræklingamáltið. Þá er bara að skafa skeljarnar vel, setja þær í pott, t.d. með svolitlu af lauk og kryddjurtum eftir smekk, hella e.t.v. ögn af þurru hvítvíni eða þurru, frönsku ver- múti yfir, og sjóða á fullu, þar til skeljarnar hafa opnað sig. Borð- ið aðeins fiskinn úr þeim skelj- um sem opnast af sjálfsdáðum við suðuna. Bæði fiskurinn úr skeljunum og soðið er borðað, gjarnan með góðu brauði. Það sem þið torgið ekki af kræklingi er einfalt að sjóða og frysta síðan, og látið soðið ekki fara til spillis, frystið það líka. Fiskinn má svo nota heitan eða kaldan, í salöt, í hlaup, fiskrétti, -súpur og -sósur. Alls staðar hlýtur hann að vera til bóta ... Og svo eru þeir til sem eru ekkert að bíða með að njóta hnossgætisins þar til heim er komið, heldur opna sér skeljar í flæðarmálinu og sjúga fiskinn hráan úr skelinni, líkt og gert er t.d. við ostrur þar sem þær finn- ast. Ef þannig viðrar, er ekkert því til fyrirstöðu að búa til hlóð- ir í fjörunni og setja skeljarnar á grind yfir kolin. Það er einfalt að elda skeljarnar á þann hátt á staðnum. Það slær sennilega allt annað út... 1 súpuna er einnig notaður hörpudiskur, sem er afar ljúf- fengur skelfiskur, og það er mik- ill fengur að geta gengið að hon- um í frystiborðum víðast hvar. Galdurinn við suðuna er eins og alltaf með fisk að sjóða hann ekki of lengi, heldur láta hann rétt aðeins ná að skreppa sam- an. Annars þornar hann og verð- ur seigur eins og gúmmí. Mér finnst langbezt að setja hörpu- diskinn frosinn í pott og sjóða hann án vatns, því það kemur svo mikið og gott soð af honum. Soðið er svo sjálfsagt að nota í viðkomandi rétt, eða frysta, ef hann er t.d. notaður í salöt, eða á annan hátt þar sem soðið nýtist ekki. Soðið er mikil bragðbót í fisksúpur og -soð og -sósur. En hér kemur súpan sem kom þessum vangaveltum af stað ... 500 gr nýr kræklingur í skel !/21 vatn 2 tsk. bouquet garni eða örlítið af þurrkuðum, grænum krydd- jurtum 2—4 msk. þurrt, franskt vermút (eða þurrt hvítvín eða þurrt sérrí) 1. Hitið saman vatnið, vínið og jurtirnar. Þvoið skeljarnar vel og skrúbbið þær. Þegar suð- an kemur upp, setjið þá skelj- arnar út í og sjóðið þar til þær opnast. Það tekur stutta stund. Síið soðið frá skeljunum, gætið þess að ekkert af því fari til spillis, og tínið fiskinn úr skelj- unum. Um 3 dl frosinn hörpudiskur 2. Setjið frosinn hörpudiskinn í pott og hitið. Þegar fiskurinn þiðnar kemur soð af honum, sem fiskurinn soðnar í. Þegar fiskur- inn er orðinn hvítur í gegn, er hann soðinn og þá takið þið hann upp úr soðinu. 3. Það sem áður er komið er hægt að gera daginn áður eða fyrr um daginn, áður en súpan sjálf er löguð. 4. Blandið saraan kræklings- og hörpudiskssoðinu í pott. Bæt- ið í 1—2 dl af rjóma, eftir smekk. Ef ykkur sýnist svo, getið þið nú bætt agnarögn af steyttu saffr- ani í. Bezt er að steyta saffran með örlitlu af sykri. Látið fiskinn hitna í soðinu, en ekki sjóða, hellið súpunni á diska fyrir hvern og einn (eða í skál sem hver og einn tekur sér úr) og setjið e.t.v. skeið af þeyttum rjóma á hvern disk. Stráið sax- aðri steinselju og/eða söxuðu nýju fennel yfir um leið og súpan er borin fram. Skelfiskbragðið er svo gott af súpunni, að þið nánast finnið þanglykt og heyrið öldugjálfur þegar hún flýtur yfir bragðlauk- Samtíningur Það kemur ekki ósjaldan fyrir að prentvillupúkinn bregður nokkuð á leik hér í þættinum. Sjaldnast er ástæða til leiðrétt- inga, því flestir geta séð um þær sjálfir. Um daginn var ég að tala um ameriska súkkulaðiköku sem kallast Devil’s food cake og nefndi að til væru konur sem kynnu ekki við að nefna svo góða köku svo leiðu nafni. Kölluðu kökuna því anzansköku. En í staðinn fyrir anzans stóð anan- as, sem er kannski svolítið lang- sótt... I þágu framsóknar gróðursins starfar merkur skóli hér á landi, sem er Garðyrkjuskólinn í Hveragerði. Þar geta menn m.a. orðið sér úti um menntun í grænmetisrækt, og þar eru gerð- ar margvíslegar tilraunir með grænmetisrækt. Þar starfa fróð- ir og ráðagóðir menn, sem miðla öðrum af reynslu sinni, t.d. með fréttabréfum, sem er hægt að verða áskrifandi að, með nám- skeiðum og ráðgjöf. Þar eru ræktaðar margar þekktar og aðrar lítt þekktar grænmetisteg- undir og einnig ýmsar tegundir krydd- og tejurta, og þrífast vel. Það væri óskandi að grænmet- isbændur fylgdu í fótspor læri- meistaranna, ræktuðu sem flest- ar þær tegundir grænmetis, sem eru ræktanlegar hér, og gleymdu ekki kryddjurtunum. Það er afar gaman að heim- sækja skólann og sjá það sem verið er að gera þar. A vorin er yfirleitt haldin myndarleg sýn- ing, sem er vægast sagt mjög forvitnileg og skemmtileg. Það er vonandi að skólinn njóti góðs af auknum áhuga á grænmeti og hollu mataræði og fái tækifæri til að dafna og eflast. Það hlýtur að mega líta á slíkt sem lið í _ fyrirbyggjandi heilsugæzlu, sem er mikið talað um núuppásíð- , kastið ... Bandarískur píanó- leikari heldur tónleika Á VEGUM Félags tónlistarkennara er staddur hér á landi bandaríski píanóleikarinn og fyrirlesarinn Jos- eph Bloch. Mun hann halda fyrir- lestra og leiðbeina í píanóleik dag- ana 11.—16. september. Meðan Joseph Bloch dvelst hér á landi mun hann halda eina opin- bera tónleika. Verða þeir á Kjar- valsstöðum mánudagskvöldið 13. september klukkan 20.30. Fyrir hlé verða eingöngu flutt verk eftir Scriabin, þ.e. 5 preludíur op. 74, sónata nr. 9, þrír Morceaux op. 45 og sónata nr. 5. Eftir hlé mun hann leika 2. heftið af preludíum Debussys. Joseph Bloch kom fyrst fram sem einleikari í Town Hall í New York árið 1950. Síðan hefur hann ferðast víða um heim, haldið ein- leikstónleika og komið fram sem einleikari með hljómsveitum. Hef- ur hann hlotið einróma lof gagn- rýnenda í öllum heimsálfum. Síðan 1948 hefur Bloch kennt píanótón-bókmenntir við Juilliard tónlistarskólann í New York. Vinsældir þessara kennslustunda hafa spurst víða og því hefur Jos- eph Bloch verið fenginn til þess að kenna sem gestur við ýmsar virtar tónlistarstofnanir og háskóla víða um heim auk þess sem hann hefur haldið fyrirlestra í útvarpi og sjónvarpi. Rithöfundakynning ! Mosfellssveit MÁNUDAGINN 13. september nk. kl. 20.30 gangast Leikfélag Mos- fellssveitar og Héraðsbókasafn Kjósarsýslu fyrir rithöfundakynn- ingu í héraðsbókasafninu (til húsa í Gagnfræðaskólanum í Mosfells- sveit). Að þessu sinni verður Ingólfur Margeirsson, rithöfundur, kynnt- ur. Lesið verður úr nýrri bók hans, Erlend andlit, sem kemur út hjá bókaútgáfunni Iðunni í næsta mánuði og ennfremur mun Ingólf- ur kynna sjálfan sig og verk sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.