Morgunblaðið - 23.09.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.09.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 7 Leikfimi 10 vikna námskeiö hefst mánudag- inn 27. september í Austurbæjar- skóla. VERD KR. 600.- Kennt veröur mánudaga og fimmtudaga. Kennarí verður Jóhanna Áe- mundsdóttir. Innritun og upplýsingar í símum 14087 og 29056. íþróttaféleg kvenna Já, það er von þú hváir. En líttu á: Viö bjóöum upp á meira en 500 titla! Þaö gerir samtals 50.493 mín. dagskrá. Fyrir VHS, BETA og 2000. Opið frá ki. 12.00- 21.00 virka daga. 12.00 — 18.00 laugardaga. Lokaö á sunnudögum. VIDEOMIÐSTÖDIN Laugavegi 27 — Sími 14415 Og hvað nú? Hndir þessari fyrirsögn ritsr Sverrir tlermannsson, alþingismaóur, forystu- grein í l'ingmúla, blað SjálfsUeðisfélags Fljóts- dalshéraðs, sem út kom fyrir skömmu. Forystu- greinin er þannig: „Vikum og mánuöum saman mátti þjóöin horfa og hlusta á samningamakk valdhafanna og endalaus hrossakaup. A þriggja mánaöa fresti, allan feril þessarar ríkisstjórnar, hafa framsóknarmenn rokiö upp meö andfælum og þrástagast á nauösyn þess að alvarlega yrði tekiö til höndum í landsstjórnar- málum. Og allar hafa þær upphrópanir cndað í sama skötulíkinu. Vissulega væntu allir þess, aö myndarlega yrði tekist á nú og markveröar tilraunir geröar til að stemma stigu viö verðbólg- unni og hindra þann ófarn- að, sem atvinnuvegirnir búa viö og fer dagvaxandi. En vonbrigöin uröu þeim mun meiri sem menn töldu nú, aö óhjákvæmilegt væri aö leggjast af öllu afli á togin. Bráöabirgöalög ríkis- stjórnarinnar eru litils viröi og langt frá því að vera nálægt þvi nægjanleg til aö sporna við óðaverðbólg- unni. Samtök sjávarútvegs- ins hafa tilkynnt um alls- herjarstöövun nú þegar þe’ssi pistill er skrifaður hinn 4. september. Og hvað nú? Hin furöulcga skraf- skjóöa sem kallar sig sjáv- arútvegsráöherra stendur ráðþrota uppi meö innan- tómar yfirlýsingar. Hann lýsti yfir að nauösyn væri að lækka olíuverð til fiski- skipa um 20% fyrir tveim mánuöum. í framkvæmd- inni hefir olía hækkaö um 2,5% á sama tíma. Kíkisstjórnin hefir frest- að skuldadögum sínum til næsta vors. Hræöslan við kosníngar og dóm kjós- enda þjappar þessum herr- um saman. I>að veröur dýrt spaug fyrir þá og þjóðina því miöur. Oskiljanlegt er framferöi forsætisráöherra og fylgisveina hans úr Sjálfstæöisflokknum. Hvers vegna í ósköpunum hættu þeir ekki þessum hráskinnaleik og lýstu því yfir sem blasir við að óhugsandi er að leysa mál- in í samvinnu viö þá flokka sem þeir sænga meö? Gunnar Thoroddsen mynd- aði ríkisstjórnina af per- sónulegri valdafikn sinni og engu öðru og teymdi góöa drengi afvega. Franskur málsháttur segir: KriwA» foontóur IJl : Urðum aö sætta okkur við þetta vegna takmarkaðrar getu ríkisstjórnarinnar 4 til 5% halli stendur enn eftir f/P & [IWfi Miðvikudagui 22 aaptamber 215 »W - 66. arg D Hkis.tjdmarinnar: , STÖÐVUN FLOTANS AFLETT TIL AÐ FORÐA KLOFNINGI HJA LIU ™ 1 "llíííverösh*hhun e"ns o* Þeim hafði verið boðið Hörö átök Ríkisstjórnin og útgerðarmenn takast ekki lengur á undir þeim þrýstingi sem leiddi af stöðvun fiskveiðiflotans. En bæði talsmönnum útgerðarinnar og ríkisstjórnarinnar kemur saman um, aö lausnin sem leiddi til þess að skipin voru leyst frá bryggju er ekki til neinnar frambúðar og raunar ekki ástæöan fyrir því, að sjómenn hófu veiðar að nýju. Á forsíðu Tímans í gær segir í fyrirsögn, að stöövun flotans hafi verið aflétt til að forða kiofningi innan Lands- sambands íslenskra útvegsmanna. Og hér í blaðinu kemur fram í fyrirsögn á viötali viö Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ, að útgerðarmenn hafi orðið að sætta sig viö þá niöur- stöðu sem fékkst vegna „takmarkaörar getu ríkisstjórnar- innar“. Nú eins og endranær í tíð þessarar ríkisstjórnar er hlaupist frá vandanum en hann ekki leystur. Að skilja allt er aö fyrir- gefa allt ()g sjálfsagt er aö fyrirgefa mannlegan brcyskleika. Kn aö hafa heila þjóö aö handkerru sinni og hankatrogi til þess eins aö svala metnaöi sín- um tekur engu tali. Ofan í kaupiö eru svo kommar þjónustaðir með úrslita- valdi í utanríkismálum. Svona getur þetta ekki gongið lengur. Sá sem þetta ritar hefir reynt aö hafa þolinmæði meö Thoroddsen og (ó. frá því sem reiöidögunum í febrú- ar 1980 sleppti. Kn nú er nóg komið. Manni óar viö þeim dómi, sem sagan mun upp kveöa um tilurð og feril þessarar ríkis- stjórnar. Og hvað nú? Stjórnin hefur misst völdin og mun velkjast i ósjóum stjórn- leysis fram til næsta vors. Viöskilnaður hennar mun veröa níöangurslegri en nokkurrar annarrar sem setiö hefir aö völdum á fs- landi. Sv.H.“ Staðan óbreytt Kins og fram komur rit- aöi Sverrir Hermannsson pLstil sinn í l'ingmúla hinn 4. september. Síðan hefur orrusta verið háö milli sjáv- arútvegsráöherra og út- geröarmanna, hlé er á átökum í bili en öllum er Ijóst, að enn stendur sjáv- arútvegsráðherra „ráö- þrota uppi með innantómar yfirlýsingar". Staðan er óbreytt aö þvi leyti og mun ekki hreytast á meðan ráðherrarnir þora ekki að leggja gjörðir sínar undir dóm kjósenda i því skyni aö endurnýja umboö sitt til „frekari átaka“! Staöan er þó ekki meö öllu óbreytt því aö hálfkák ríkisstjórnarinnar í öllum málum, þar sem reynt er aö fara bil beggja og stunda jafnframt atkvæöa- snap meö lýösknimi, leiðir ekki til þess aö heilbrigðari forsendur skapist í efna- hagslífi þjóöarinnar — þvert á móti er stefnt í öfuga átt. Með millifærsl- um, gengiskúnstum og uppbótum er veriö að brjóta þaö efnahagskerfi niöur sem skapaö hefur skilyröi fyrir framförum i landinu undanfarna tvo áratugi. Samtímis því sem stjómarherrar stofna til óbærilegra skulda í útlönd- um hafa þeir skorast und- an því hlutverki aö mynda auösuppsprettuna til að greióa skuldirnar — enda veróur þaó ekki gert af mönnum sem hafa ofurtrú á „frumkvæöi" ríkishítar- innar og vilja spilla öllu eölilegu samstarfi okkar í orkufrekum iónaói við er- lenda aóila. Þetta er mikilvæg spurning þegar leiðum til þess að verðtryggja fé hefur fjölgað og hægt er að velja mis- munandi ávöxtun. Leiðin sem hentar þér gæti m.a. verið: Verðtryggð spariskírteini Ríkissjóðs. Verðtryggð veðskuldabréf. Óverðtryggð veðskuldabréf. Happdrættisskuldabréf Ríkissjóðs. Allir sem vettlingi geta valdið prjóna með MILWARD prjónum Við höfum víðtæka reynslu í verðbréfaviðskiptum og fjármálalegri ráðgjöf og miðlum þeirri þekkingu án endurgjalds. Viljir þú ávaxta sparifé þitt munum við ráðleggja þér hagkvæmustu ráðstöfun þess. Verðbréfemarkaóur Fjárfestingaifélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsinu Sími 28566 enda er heilnæmt að hafa ávallt eitthvað á prjónunum. MII.WARI) bvður uppá hringprjona. fimmprjóna, tvíprjóna, heklunálar og margt, margt annað. Og nú er einmitt rétti tíminn að hafa eitthvað á prjónunum með MILWARI). ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.