Morgunblaðið - 23.09.1982, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982
Óhróðri um fjárhagsstöðu
ísafjarðarkaupstaðar svarað
Eftir Gudmund H.
Ingólfsson
Kftir sveitarstjórnarkosningarnar
í vor var myndaóur nýr meirihluti
vinstriflokkanna, þ.e. einn alþýöu-
bandalagsmaóur, einn fulltrúi
óháóra borgara, einn framsóknar-
maóur og tveir alþýðuflokksmenn,
um bæjarmál á ísafirði.
Forusta þessa meirihluta er í
höndum Alþýðubandalagsins, og aó
undanförnu hefur alþjóð verið kynnt
sérstaklega fjárhagsstaöa ísafjarðar-
kaupstaðar með yfirlýsingum full-
trúa þessara flokka i fjölmiðlum á
þann veg, að allar fjárreiður bsjar-
félagsins séu í óreiðu og vanskil slik
að nánast engum vörnum verði við
komið.
Pessurn óhróðri um bæjarfélagið
er beitt í sérstökum útvarpsviðtölum
og með dreifingu sérstakra fréttatil-
kynninga.
llndirritaður vill leitast við að
svara þessum niðurlægjandi óhróðri
stjórnenda ísafjarðarkaupstaðar, ef
það mætti verða til þess að almenn-
ingsálit á höfuðstað Vestfjarða yrði
ekki jafn dökkt og áróður og uppgjöf
þessara meirihlutafulltrúa gefur til-
efni til.
Mikil og hröð upp
bygging síöustu ára
Allir, sem til ísafjarðar hafa
komið á undanförnum árum, hafa
með eigin augum getað séð hversu
miklum stakkaskiptum kaupstað-
urinn hefur tekið vegna þeirra
Guðmundur H. Ingólfsson.
miklu framkvæmda sem bæjar-
sjóður hefur staðið fyrir ásamt
öðrum framkvæmdaaðilum og
samhentu átaki íbúanna.
Þessar framkvæmdir allar
höfðu verið rækilega undirbúnar
af sérhæfðu starfsliði kaupstaðar-
ins, og undir samhentri forustu
bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda
bæjarfélagsins var unnið skipu-
lega og markvisst að lúkningu
framkvæmda á síðasta kjörtíma-
bili.
Allir bæjarbúar voru hvetjandi
þátttakendur í framgangi þessara
verkefna, og bæjarfulltrúar þess-
ara ára báru gæfu til þess að hafa
fulla samstöðu um þessar nauð-
synlegu framkvæmdir.
Allir gerðu sér ljóst að fram-
kvæmdakostnaður væri mikill, og
oftlega stóðu bæjarfulltrúar
frammi fyrir miklum vandamál-
um í þeim efnum. En ávallt tókst
að leysa þau mál farsællega, og
kom þar fyrst og fremst til vin-
samleg afstaða og fullur skilning-
ur allra viðskiptaaöila bæjarsjóðs,
og þá ekki síst viðskiptabanka og
annarra hliðstæðra stofnana sem
leitað var til um fjármagn á þess-
um tíma.
Helstu framkvæmdaliðir þessa
umrædda tímabils eru:
Varanleg gatnagerð, bygging
dvalarheimilis aldraðra, íþrótta-
mannvirki, sjúkrahús og
heilsugæslustöð, dagvistunar-
stofnanir, hafnarframkvæmdir og
svo einnig stóraukinn rekstur fé-
lagslegrar þjónustu. Allt þetta
hefur kostað mikla peninga, og að
sjálfsögðu hefur hluti þeirra verið
tekinn að láni.
ísafjörður er sá kaupstáður á
íslandi sem hvað dýrastur er í
rekstri, það kemur m.a. til af því
að kaupstaðurinn samanstendur
af þremur aðskildum byggða-
kjörnum, og eru landfræðilegar
aðstæður þannig að um samfellda
byggð þeirra á milli er ekki að
ræða. Þetta fyrirkomulag kallar á
mun meira rekstrarfé en annars
væri, og í sumum tilfellum á tví-
þættar framkvæmdir í sama
málaflokki.
Framkvæmdir síðustu ára hafa
líka tekið mið af þessu. Nýbygging
íbúðarhúsa hefur kallað á fram-
kvæmdir í gatnagerð, holræsi,
vatnsveitu bæði í Holtahverfi og
Hnífsdal þar sem byggingarlóðir
hafa verið fyrir hendi.
Þegar allar þessar staðreyndir
eru settar saman í eina mynd, og
hún skoðuð gaumgæfilega án allra
öfga, þá sjá þeir sem vilja sjá að á
ísafirði hefur tekist að vinna stór-
virki á umliðnum árum.
Áróður nýja meirihlutans
Nú eru því haldið fram af áróð-
ursmeisturum nýja meirihlutans á
ísafirði að viðskilnaður meiri-
hluta sjálfstæðismanna og óháðra
borgara, sem starfaði síðasta
kjörtímabil, hafi verið slíkur að
ástæða sé til að lýsa yfir nánast
gjaldþroti kaupstaðarins, og
hrópa á hjálp yfir alþjóð þess
vegna.
Engin dæmi þekki ég um meiri-
hluta sveitarstjórnar sem hefur
lýst eigin uppgjöf og vanmætti
jafn áhrifamikið.
Skilningur þessara manna á
hlutverki sínu sem sveitarstjórn-
armenn er svo takmarkað að þeir
gæta þess ekki hvort þeir gera
gagn eða ógagn. að því er best er
vitað á óhroður þeirra um fjár-
hagsstöðu bæjarsjóðs ísafjarðar
að hafa þann megintilgang að
niðurlægja okkur sem veittum
fyrrverandi bæjarstjórn forustu,
og er þá ekkert skeytt um þeirra
eigin aðild að því samstarfi.
En áróður þeirra, sem borinn er
fram í útvarpi og blöðum, er miklu
víðtækari. Framsetning hans hef-
ur verið með þeim hætti að hér er
um ósvífinn áróður gegn bæjarfé-
laginu í heild að ræða, sem er
beinlínis fallinn til að hefta eðli-
lega uppbyggingu og búsetuþróun
kaupstaðarins.
Það er hörmulegt að þessi ósam-
ræmdi hópur, sem hefur haslað
sér völl við verkefni sem honum
eru ofviða, skuli ekki láta sér
nægja að sýna vanþekkingu sína
og ábyrgðarleysi í störfum heima-
fyrir heldur líka auglýsa það þjóð-
inni allri.
Skýrin^ar á fjárhags-
stöðu Isafjarðar
Til skýringar fyrir þá sem ekki
þekkja til mála vil ég greina frá
nokkrum staðreyndum um fjár-
hagsstöðu ísafjarðarkaupstaðar.
Heimildir sem ég styðst við eru
þessar:
A. fjárhagsáætlun ísafjarðar fyrir
árið 1982.
B. Bókhald bæjarsjóðs ísafjarðar
pr. 31. ágúst sl.
C. Umsögn endurskoðunarskrif-
stofu Svavars Pálssonar sf. dags.
26. ág. ’82.
1. Fjárhagsáætlun ísafjarðarbæj-
ar fyrir árið 1982 var unnin í
nóvember og desember 1981, og
afgreidd til síðari umræðu á
bæjarstjórnarfundi um miðjan
desembermánuð 1981. í febrú-
armánuði 1982 var áætlunin síð-
an tekin til endanlegrar af-
greiðslu og náðist full samstaða
um þá afgreiðslu.
Á milli umræðna hafði bæjar-
stjóri venjubundna heimild til
ráðstöfunar fjármuna úr bæj-
arsjóði.
í fjárhagsáætluninni er tekið á
fjárhagsstöðu bæjarsjóðs af
raunsæi og fullri alvöru. Við af-
greiðslu hennar komu bæjar-
fulltrúar Alþýðuflokks fram með
fullyrðingar um að áætlunin væri
óraunhæf um greiðslur afborgana
og vaxta, og gerði bæjarstjóri þá
sérstaka úttekt á þeim málum. Við
þá skoðun reyndist það rétt vera
að afborganir ársins og vaxta-
greiðslur yrðu meiri en gert var
Kammertónleikar UNM
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Á kammertónleikunum að
Kjarvalsstöðum á mánudaginn,
var flutt tónlist eftir ung tón-
skáld frá Norðurlöndunum
fimm. Óhreinu börnin hennar
Evu, Grænlendingar, Færey-
ingar og Álandseyingar eiga ef
til vill ekki von á að fá að vera
með í slíku tilstandi, er menntuð
tónlistaræska þingar, eða eru
ekki starfandi tónskáld á þess-
um afmörkuðu menningarsvæð-
um. íslendingarnir áttu elsta og
yngsta fulltrúann, Hjálmar H.
Ragnarsson, sem er fæddur 1952,
og Hróðmar Inga Sigurbjörns-
son, fæddan 1958. Tónleikarnir
hófust á Mue-zan eftir Lars-Ove
Börjesson. Verkið er ritað fyrir
sex blásturshljóðfæri og eitt
cello. Það verður að segjast eins
og er, og í rauninni gildir það
fyrir öll verkin á þessum tónleik-
um, að auk byrjendabragsins
kemur fram fátt nýtt og yfir öll-
um verkunum var „akademisk"
ládeyða. Fyrir 30—40 árum voru
svona tilraunir ögrun og stríðs-
yfirlýsing gegn hefðbundnu
helsi, en í dag eru þessar aðferð-
ir kenndar og útskýrðar af
skólaspekingum, sem hafa þegar
afrekað það, að njörfa alla
tónsköpun fastar í kenningar,
sem, ef þær eru réttar, ættu að
sannast í þvi að enginn lifandi
maður ætti að hafa gaman af
tónlist sem rituð var fyrir alda-
mótin síðustu. Stengjakvartett
1980, eftir Steen Pade var sama
skólalærða ládeyðan og hjá
Börjesson. Þau verk sem mörk-
uðu útiínur tónleikanna voru
Duetto fyrir lágfiðlu og harmón-
ikku, eftir Nevaninna og Le
Tombeau des naiades, fyrir sópr-
anröd og kammersveit', eftir Cec-
ilie Ore. í Duetto er notuð nokk-
uð óvenjuleg hjóðfæraskipan og
farið út til ystu marka í tón-
myndunartækni, sem nokkrum
sinnum var trufluð með eigin-
legri tónum. Hugsanlega hefði
heild verksins verið sterkari ef
hljóðmynstrin hefðu verið byggð
á hljóðum, án tóna ákveðinnar
tónhæðar eða sveifluvirkni. í Le
Tombeau des naiades, eftir Cec-
ilie Ore, var tónlínan ráðandi og
var söngurinn í einskonar aba-
formi. Verkið er ekki rismikið en
sætt og þægilegt áheyrnar. Síð-
asta verk tónleikanna var svo
Rómansa eftir Hjálmar H.
Ragnarsson, sem hefur verið
uppfærð nokkrum sinnum og
verður að segjast eins og er, að
þrisvar sinnum er of oft, því það
„agressiva" í verkinu missir
takfestu sína við hverja nýja
hlustun. Hróðmar I. Sigur-
björnsson kemur hér fram sem
tónskáld í fyrsta skipti, með til-
brigðaverk fyrir tvo gítara. Verk
þetta stóð hálf á skakk við önnur
verk á þessum tónleikum. Það er
tónalt, lag- og hljóðfallsbundið
og öðrum þræði „figúratíft",
frjálslega unnið og lausleg „mús-
isering", sem ekki nægir til að
segja nokkuð til um hæfileika
Hróðmars sem tónskálds.
Busavígsla
í Verzló
BUSAVÍGSLA fór fram í Verzlun-
arskóla íslands siðastliðinn fimmtu-
dag. Hún er með talsvert öðrum
hætti en busavígsla annarra fram-
haldsskóla.
Með nýnemunum halda hinir
eldri nemendur kynningarkvöld og
kynna þeim félagsstarfsemi innan
skólans og fá busarnir kökur og
kóladrykk. Á busavígslunni á
fimmtudag var hátt í 300 manns
og voru undirtektir mjög góðar að
sögn nemenda Verzlunarskólans.
Enginn fór heim af busavígslunni
með rifin föt eða útbíuð í máln-
ingu, heldur aðeins með úttroðinn
maga af kökum.
Gamla „rokk“-laga
tímabilið endur-
vakið á nýrri plötu
250. platan á leiðinni hjá SG-hljómplötum
NÝLEGA er komin út hljómplata
frá SG-hljómplötum þar sem tekin
eru fyrir nokkur vinsæi „rokklög“
frá sjötta áratugnum.
Björgvin Halldórsson sá um
útgáfu á plötunni fyrir
SG-hljómplötur. Hann valdi
lögin og fékk kunna textahöf-
unda til að gera við þau texta.
Þá sá hann og um allar útsetn-
ingar og hafði yfirumsjón með
hljóðritun. En undirleik annað-
ist Magnús Kjartansson, Ásgeir
Óskarsson, Tómas Tómasson,
Björn Thoroddsen, Kristinn
Svavarsson, Árni Scheving og
Björgvin Halldórsson. Auk þess
leikur strengjasveit úr Sinfóníu-
hljómsveit Islands með í nokkr-
um lögum.
Söngvarar ásamt Björgvini á
plötunni eru Helga Möller, Jó-
hann Helgason, Sigurður Dag-
bjartsson úr hljómsveitinni
Upplyftingu, Erna Gunnars-
dóttir úr söngflokknum Erna-
Eva-Erna, Ólafur Þórarinsson,
sem kunnur er úr hljómsveitinni
Mánum, og Haraldur Sigurðs-
son, sem er annar helmingur
þeirra Halla og Ladda, en það er
einmitt Haraldur sem syngur
titillag plötunnar „Við djúkbox-
ið“. Önnur lög eru m.a.: „Rabba-
bara-Rúna“, „Páll og Pála“, og
„Bara í kvöld", en annars eru
lögin ellefu á plötunni.
Þetta er fimmta platan sem
SG-hljómplötur gefa út á þessu
ári en á rúmlega átján ára ferli
fyrirtækisins hefur það gefið út
248 hljómplötur og gat Svavar
Gests þess er fréttamaður
blaðsins ræddi við hann að tvö
hundruð og fimmtugasta platan
kæmi út í byrjun nóvember —
hún myndi áreiðanlega vekja at-
hygli þó hann vildi ekki að svo
stöddu segja nánar frá henni.
LITGREINING MEÐ
CROSFIELD
540
LASER
LYKILLINN AO VANOAÐRI LITPRENTUN MYNDAMOT HF.