Morgunblaðið - 23.09.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 13
ráð fyrir í frumvarpinu, og voru
að sjálfsögðu bornar fram breyt-
ingartillögur til leiðréttingar,
enda enginn ágreiningur þar um.
Fjárhagsáætlun ársins er
raunhæf, og þar er tekið á þeim
vanda sem leiðir af miklum fram-
kvæmdum síðstu ára.
Meirihluti núverandi bæjar-
stjórnar fæst ekki til að skoða
fjárhagsstöðu bæjarfélagsins á
grundvelli samþykktar áætlunar.
Meirihlutinn neitar alfarið að
endurskoða áætlun ársins miðað
við núverandi stöðu mála.
Margítrekað hefur fulltrúi
sjálfstæðismanna bent á að nauð-
synlegt væri að endurskoðun áætl-
unarinnar færi fram þannig að sú
áætlun sem unnið væri eftir bæri
með sér stefnur og markmið nú-
verandi meirihluta. Þetta hefur
meirihlutinn ekki viljað hlusta á,
heldur er því útvarpað yfir alþjóð
að engar framkvæmdir verði á
vegum bæjarsjóðs næstu ár.
Meirihlutinn hefur enga skoðun
framkvæmt á fjárhagsstöðu bæj-
arsjóðs sem réttlætir slíkar yfir-
lýsingar. Þeir hafa ekki einu sinni
viljað framkvæma eðlilega skoðun
á gildandi fjárhagsáætlun, þannig
að bæjarfulltrúum gefist kostur á
að fjalla um þennan vanda.
Yfirlýsingar meirihluta bæjar-
stjórnar er því ekki hægt að túlka
á annan hátt en sem algjöra upp-
gjöf og ráðþrot, enda er það í fullu
samræmi við það sem búast mátti
við af þessum sundurleita hópi
fjögurra ólíkra stjórnmálahópa.
En hvað um það, ég get tekist á
við ranga stefnu þessara manna
hér heimafyrir. Mér er meira í
mun að koma á framfæri sýnis-
horni af rangri túlkun þeirra á
fjárhagsstöðu bæjarsjóðs, og mun
ég því nefna hér nokkur dæmi.
1. Teknaáætlun bæjarsjóðs ísa-
fjarðar . fyrir árið 1982 stenst
fyllilega, og vel það, þar sem út-
svör og aðstöðugjöld gefa um 2,3
m/kr. meiri tekjur en gert var
ráð fyrir.
2. Fastur rekstrarkostnaður verð-
ur eigi meiri en áætlunin segir
til um, þó tilfærsla milli ein-
stakra liða sé nauðsynleg. Hins
vegar er ljóst að útgjöld vegna
gjaldfærðrar fjárfestingar
verða allt að 4 m/kr. lægri en
áætlunin segir til um.
3. Samkv. úttekt endurskoðun-
arskrifstofunnar pr. 1. júlí þarf
10,8 m/kr. til að greiða afborg-
anir og vexti ársins. I fjárhags-
áætluninni er þessi upphæð 9,2
m/kr. Nauðsynleg tilfærsla inná
þennan lið er því 1,6 m/kr.
4. Það er fullljóst nú, þegar þessi
árstími er kominn, að ýmsir
framkvæmdaliðir sem ráðgert
var að vinna á þessu ári koma
ekki til framkvæmda. Tilsvar-
andi fjármagn sem þar er ónot-
að er því hægt að nota til að
mæta enn frekari lækkun
skulda, umfram það sem fjár-
hagsáætlun gerir ráð fyrir.
5. Innheimta bæjargjalda og ann-
arra tekna bæjarsjóðs má vera
betri. ísfirðingar eru þó þekktir
fyrir annað en vanskil, og tíma-
bundnir erfiðleikar í innheimtu
bæjargjalda á fyrrihluta þessa
árs, sem m.a. stöfuðu af verk-
falli og verkbanni útgerðar, eiga
eftir að jafna sig síðar á árinu.
Ef atvinnuástand í útgerð og
fiskvinnslu helst óbreytt þá er
engin ástæða til að kvíða í þess-
um efnum.
6. Á sl. árum höfum við byggt 57
íbúðir fyrir láglaunafólk, og í
þessum framkvæmdalið höfum
við orðið að binda mun meira
fjármagn en ráð var fyrir gert.
Þessum framkvæmdum lýkur
nú á þessu ári, og koma þá inn
fjárhæðir sem bæjarsjóður hef-
ur orðið að lána væntanlegum
kaupendum til skamms tíma. í
þessum efnum er þörf vissra að-
gerða og miklum mun nánari
samvinnu húsnæðisstofnunar
ríkisins og bæjaryfirvalda en nú
er.
Að framansögðu er ljóst að
vandi okkar Isfirðinga vegpia fjár-
hagsstöðu bæjarsjóðs er ekki
meiri en svo að skynsamlegt að-
hald í framkvæmdum og rekstri er
nægjanlegt tii að við getum staðið
við allar okkar skuldbindingar.
Hér er ekkert vandamál á ferðinni
sem við getum ekki ráðið við sjálf,
ef okkur brestur ekki kjark eins og
virðist vera með núverandi meiri-
hluta. Ráðandi menn bæjarstjórn-
ar verða að vera gæddir þeim eig-
inleikum að vilja og þora að takast
á við yfirstandandi vanda hverju
sinni, og sigrast á honum.
Heigulsháttur og pólitískt níð um
andstæðinga sína og samstarfs-
aðila er ekki affarasæl leið til
lausnar vanda.
Lokaorð
Á Isafirði býr þróttmikið og at-
hafnasamt fólk, fólk sem vill upp-
byggingu bæjarfélagsins sem
mesta. Allt þetta fólk var þátttak-
endur í þeim miklu framkvæmd-
um sem bæjarfélagið hefur staðið
fyrir á liðnum árum.
Með yfirlýsingum núverandi
valdhafa ísafjarðar um niðurfell-
ingu allra framkvæmda næstu ár,
og yfirþyrmandi vanskil bæjar-
sjóðs er beinlinis vegið að sam-
stilltu átaki íbúanna.
Á fyrsta fundi bæjarstjórnar,
þar sem nýi meirihlutinn var
kynntur, buðum við fjórir bæjar-
fulltrúar Sjálfstæöisflokksins,
sem erum í minnihluta, nýja
meirihlutanum samstarf um úr-
lausn þýðingarmestu mála. Marg-
ítrekað hefur fulltrúi okkar í bæj-
arráði óskað nánari samvinnu
milli meiri- og minnihluta, en jafn
oft hefur meirihlutinn sýnt í verki
að hann vill ekki starfa með
minnihluta um lausn bæjarmála.
Við erum þó ekki úrkula vonar
um að okkur takist að sveigja
vinnubrögð meirihlutans inná
hefðbundnari og æskilegri leiðir,
að fenginni reynslu er það ljóst að
það verður barátta að fá þetta fólk
til að vinna eðliiega og drengilega
að stjórn bæjarmála.
Sú barátta verður háð, og ég vil
vona að niðurstaða hennar verði
sú að upp verði tekin jákvæðari
vinnubrögð sem verði til þess fall-
in að uppbygging tsafjarðar haldi
áfram með jákvæðri afstöðu bæj-
arbúa.
Til þess höfum við öll skilyrði
okkur hliðholl, ef stjórnendur
vilja og þora.
Óhapp við NATOæfingar:
Tvær konur
týna lífi eftir
árekstur
Wertheim, 21. september. Al*.
TVÆR óbreyttar vestur-þýzkar konur
biðu bana þegar ökumaður flutninga-
vagns bandaríska herliðsins i V-
■>ýzkalandi missti stjórn á bifreið
sinni og ók á tvær aðrar bifreiðir við
æfingar herja Atlantshafsbandalags-
ins í smáborginni Kembach i dag.
Að sögn lögreglu er forsaga
málsins sú, að tvær flutningabif-
reiðir rákust saman í Kembach.
Voru hermenn að Ijúka við að girða
árekstrarstaðinn af þegar þriðja
flutningabifreiðin kom þar að.
Náði ökumaðurinn ekki að stöðva
bifreið sína, og hafnaði á tveimur
kyrrstæðum bifreiðum handan
vagnanna tveggja. önnur bifreið-
anna, sem flutningabifreiðin ók á,
kastaðist inn á næstu lóð og urðu
tvær konur, sem stóðu utandyra,
undir henni og létust samstundis.
Þær voru 46 og 69 ára. Eiginmaður
yngri konunnar varð einnig fyrir
bifreiðinni og slasaðist alvarlega.
Loks hafnaði flutningabifreiðin á
nærliggjandi byggingu og sluppu
ökumennirnir með litla áverka.
Talið er að tjónið, sem varð í
óhappinu, nemi jafnvirði 1,2 millj-
óna króna.
Slysið er hið fjórða, sem tengist
þeim æfingum NATO, sem nú
standa yfir á svæði, sem nær frá
Noregi til Miðjarðarhafs. Á föstu-
daginn var biðu tvö v-þýzk ung-
menni bana er áhöfn vestur-þýzks
skriðdreka skaut á „óvinaflugvél"
og drengina af misgáningi.
Fyrr í síðustu viku fórust a.m.k.
fimm bandarískir hermenn þegar
þyrla þeirra nauðlenti undan
strönd Danmerkur, og í næstsíð-
astliðinni viku fórust tveir banda-
rískir hermenn þegar flutninga-
bifreið ók á jeppabifreið þeirra á
hraðbraut nálægt Mannheim.
ER
HÖFUÐPRÝÐI
HÚSSINS
PLEGEL
PLEGEL
PLEGEL
PLEGEL
þakstáliö fæst í 5 mismunandi
plötulengdum: 1.10 — 2.15 ___
2.50 — 3.20 — 4.25.
er heitgalvaniserað stál, lakkað
með PVF 2 lökkun, sem er fyrsta
flokks. Litir: Rautt og svart.
neglist beint á pappaklætt þak og
þarf ekki lektur.
fæst í 2 grófleikum (stærð á
bárum) og er yfirleitt til á lager.
,í-u/uJL>±
iiHi íirnmmr
pii.v
*****
Einnig opnanlegir
þakgluggar með
tvöföldu gleri.
r?
Vinsamlega sendiö myndalista af Plegel
-n
I
Nafn
PARDUS
Box 98 — Keflavík — Sími 92-3380.
Ath.: Höfum opnað nýja söluskrif-
stofu aö Smiðjuvegi 28, Kópavogi,
sími 79011.
Heimili
L______—
il