Morgunblaðið - 23.09.1982, Page 16

Morgunblaðið - 23.09.1982, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 Norræn ljóð þýdd á ensku Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Martin Allwood er breskt skáld sem hefur lengi búið í Svíþjóð. Hann hefur þýtt Ijóð eftir mörg stensku- mælandi skáld á ensku og unnið að kynningu þeirra í enskumælandi löndum. Fyrir meira en þrjátíu árum kom út safnritið 20th Century Scandinavian Poetry og var Martin Allwood ritstjóri þess. Nú er eins konar framhald þessa safns komið út á vegum Allwoods: Modern Scandinavian Poetry 1900—1975, útg. Anglo-American Center, Mullsjö, Svíþjóð. Bókin er um fjögur hundruð blaðsíður og í henni eru verk samískra skálda, grænlenskra, færeyskra, ís- lenskra, danskra, norskra, sænskra og finnskra. Inngangur fylgir um skáldskap hverrar þjóð- ar og eru þýðendur margir. Modern Scandinavian Poetry mótast að sjálfsögðu af smekk og þekkingu ritstjórans, en hann hef- ur leitað til margra manna í því skyni að fá góð ráð um val skálda í bókinni. Magnús Árnason mun hafa haft töluverð áhrif á val ís- lensks efnis, en auk hans eru nefndir Robin Fulton, Halldór Pálsson, (Hermann Pálsson?), Al- an Boucher, Inge Knutsson og Sig- urður A. Magnússon, en hinum síðastnefnda er sérstaklega þakk- að fyrir hlutdeild hans. Kynn- ingarorð íslenska kaflans ritar Kristinn Jóhannesson í Gauta- borg. Val efnis er nokkuð handahófs- kennt, en mun að öllum líkindum hafa mótast af því sem til er þýtt eftir norræn skáld, ekki beinlínis vetið leitað til þýðenda að þýða sérstaklega fyrir þetta safn. Hvað Svíþjóð varðar kemur val efnis mest á óvart. Þar er mikið af ljóð- um eftir skáld sem eru nær óþekkt, en Martin Allwood telur ástæðu til að gera verðuga full- trúa sænsks skáldskapar meðal enskumælandi þjóða. Ég þykist hafa fylgst sæmilega með sænskri Ijóðlist, en í Modern Scandinavian Poetry rekst ég á skáld sem ég hef ekki áður heyrt nefnd. Einna best hefur tekist að koma saman danska kaflanum sem hefst á Sophus Claussen og endar á Dan Turell. Islenski kaflinn er alls ekki for- kastanlegur. Aftur á móti hlýtur það að þykja dálitið sérkennileg kynning aðeins eitt ljóð skuli birt eftir Tómas Guðmundsson en þrjú eftir Örn Arnarson svo dæmi sé nefnt. Um þýðingarnar ætla ég að vera fáorður. Sumar þeirra eru vel heppnaðar, aðrar ekki meira en endurskin frumkvæða. Þetta gild- ir fyrst og fremst um íslenska kaflann, en getur líka átt við ljóð hinna þjóðanna. Modern Scandinavian Poetry er ein þeirra mörgu bóka sem minnir á að skáldum er ekki alltaf gerður greiði með þýðingum. Það er mik- ilvægt að vandað sé til þeirra og þeim ekki fleygt í prentverk fyrr en góður árangur hefur náðst. En þetta safnrit mun eflaust ná þeim tilgangi sínum að vekja áhuga einhverra á skáldskap nor- rænna þjóða. Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert. Auðvitað vakir það fyrst og fremst fyrir mönnum eins og Martin Allwood að auka hrókur norrænna skálda. J.J. Cale bregst ekki Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson J J. Cale „Grassbopper“ Mercury „Grasshopper" heitir nýjasta plata söngvarans, lagasmiðsins og gitarleikarans J.J. Cale. Þetta mun vera sjöunda platan sem hann sendir frá sér, en öllum ætti að vera kunnugt um plötur eins og „Really", „5“, „Trouba- dour“ og „Shades". Állt plötur sem skilyrðislaust ættu að vera í hverju plötusafni. Annars er það þannig að plötur J.J. Cales eru ekki eins þekktar og sum laga hans. Ekki veit ég hvort margir þekkja áðurnefndar plötur en án efa þekkja nú allir lög eins og „Cocaine" og „Early in the Morn- ing“, en þessi lög hefur Eric Clapton gert ódauðleg í útsetn- ingum sínum og má finna þau bæði á stórkostlegri hljómleika- plötu hans „Just One Night“. Eitt af því sem einkennt hefur plötur J.J. Cales er „sándið“. Sumar þeirra hafa verið teknar upp við ákaflega frumstæð skil- yrði og hefur það bitnað nokkuð á hljómgæðunum. Hins vegar hefur þetta einkennilega „sánd“ gefið þeim ákaflega sérstæðan blæ, gert þá tónlist sem hann flytur enn meira heillandi. Að vísu breyttist þetta nokkuð á síð- ustu plötu hans „Shades“ en á henni er „sándið" gott og meira að segja jafn gott yfir alla plöt- una. Því er eins farið með nýj- ustu plötuna „Grasshopper". „Sándið“ er gott og er ástæðan sú að það er ekki Cale sjálfur sem stjórnar upptökunni eða hljóðblönduninni. Hann hefur þó eitthvað að segja við flest lögin en þau eru annað hvort aðeins hljóðfæraleikur eða söngur og kassagítar, svo stíll hans við hljóðblöndun heyrist ekki svo glöggt. Alls eru 14 lög á „Grasshopp- er“ og flokkast þau öll undir það að vera dæmigerð J.J. Cale-lög. Flest eru þau frekar róleg eða þá þau tilheyra svokölluðu „soft“- rokki. Rólegu lögin eru 'öll ein- staklega góð og skilar tilfinn- inganæm rödd Cales sér vel. Hvert af öðru eru þau frábær og nægir þar að nefna „Don’t wait“ og „Does your Mama like to reggae“. „Soft“-rokkararnir eru og verða eflaust hans sterka hlið. Annars er ekki gott að festa tónlistina við neitt ákveðið. Sumir finna til svokallaðrar „laid back“-tilfinningar þegar þeir hlusta á Cale og öðrum finnst hann vera kominn út í „country“-tónlistina á „Grass- hopper“. Hvernig svo sem þessu er varið þá verða allir að lokum sammála um að „Grasshopper" sé frábær plata og það er það mikilvægasta. Allt spil er óað- finnanlegt og sjálfur kemst J.J. Cale mjög vel frá plötunni. Gít- arleikurinn er heillandi og sömuleiðis söngurinn sem skilar vel innihaldsríkum textum á sinn sérstæða hátt. Bestu lögin eru (það var erfitt val): „Drifters Wife“ og „Downtown L.A.“. Frá stofnfundinum i Færeyjum. „Verkalýðshreyfingin í Norður-Atlantshafi c itu • Samstarfsnefndin, frá vinstri: Ásmundur Stefánsson, Jens Lyberts og Óli Jacobsen. Verkalýðssamtökin á íslandi, Grænlandi og Færeyjum stofnuðu síðastliðinn fóstudag, 17. septem- ber 1982, með sér formleg samtök til að efla samstarf og samskipti verkalýðshreyfingarinnar í löndun- um þremur. Stofnun samtakanna var lokaáfanginn á ráðstefnu ASÍ, Alþýðusambands Grænlands (SIK) og færeysku verkalýðsfélag- anna, sem haldin var í Þórshöfn dagana 13.—17. þessa mánaðar. í Færeyjum eru engin heildarsam- tök launafólks, en stofnaðilar þessara nýju samtaka eru Föroya Arbeidarafélag, Föroya Fiski- mannafélag og Föroya Handverk- arafélag, auk SIK og ASÍ. Nafn hinna nýju samtaka er „Verkalýðshreyfingin í Norður- Atlantshafi", sem á færeysku er „Verka- og veiðumannafylkingin í Norðuratlantshavi" og á græn- lensku „Nunat atlantikup avannaaniittut sulinermik in- ussutissarsiuteqartuisa suleqat- igiiffiat". Tilgangur samtakanna er, eins og áður sagði, að efla samstarf og samskipti verkalýðssamtak- anna í löndunum þremur. I því skyni munu samtökin miðla upp- lýsingum sín á milli um þá þætti þjóðlífsins sem mikilsverðir telj- ast fyrir hagsmuni launafóiks í löndunum, hvort sem um er að ræða kjarasamninga, félagslega löggjöf eða nýtingu fiskimiða. Þá er stefnt að gagnkvæmum heimsóknum trúnaðarmanna á vinnustöðum og sameiginlegri nýtingu fræðsluefnis. Sérstak- lega er tekið fram í starfsáætlun samtakanna, að aðildarfélögin séu skuldbundin til að taka ekki að sér verkefni sem stöðvast hafa vegna verkfalla í einhverju landanna. Einnig er stefnt að menningarlegum samskiptum og hafa þau þegar hafist, með yfir- litssýningu 30 verka í eigu Lista- safns ASÍ, sem haldin var ráð- stefnudagana í Þórshöfn. Rétt er að geta þess að Flugleiðir sýndu þann velvilja að flytja lista- verkin til og frá Færeyjum án endurgjalds. Á ráðstefnunni var ákveðið að næsti ársfundur samtakanna verði haldinn á Grænlandi í ág- úst 1983. Þriggja manna sam- starfsnefnd mun fara með mál- efni samtakanna milli ársfunda og er Jens Lyberth, formaður SIK, formaður hennar. Aðrir í nefndinni eru óli Jacobsen, formaður Föroya Fiskimannafé- lags, og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Af hálfu ASÍ sóttu ráðstefn- una í Þórshöfn þau Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ; Guð- mundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambands íslands; Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambands ís- lands; Þórunn Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri Verka- kvennafélagsins Framsóknar, og Snorri Konráðsson, starfsmaður Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Þorsteinn Jónsson, for- stöðumaður Listasafns ASÍ, annaðist uppsetningu yfirlits- sýningarinnar í Þórshöfn. Frá opnun yfirlitssýningar á 30 verkum íslenzkra listmálara í Þórehöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.