Morgunblaðið - 23.09.1982, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982
----------------------------—Í-S--^-----------
Hjartanleya þakka ég öllum þeim, fjölmöryu sem sýndu
mér hlýhuy med heimsóknum, yjöfum oy heillaskeytum
á afmæli mínu H. september s.l.
Guö blessi ykkur öll.
JÓNA SVEINBJARNARDÓTTIR,
HAMRAFELLI.
Löggjafarvaldið
á undanhaldi
Innileyar /nikkir til barna, barnabarna, tengdabarna oy
allra œttinyja oy vina, sem ylöddu miy med heimsókn-
um, yjöfum, blómum oy heillaóskum á 90 ára afmæli
mínu 11. september.
Guö blessi ykkur um ókomin ár.
RAGNHEIÐUR K. PÉTURSDÓTTIR,
HRAFNISTU.
23. þing SÍBS
Þingiö veröur sett aö Reykjalundi, laugardaginn 25.
september kl. 10.00.
Rútuferöir frá Suöurgötu 10, Reykjavík, laugardag kl.
9.15, um Hlemm kl. 9.30 og Hótel Esju kl. 9.35 aö
Reykjalundi.
Þinghaldsnefnd.
Komnir
aftur
Vinsælu dönsku
herra og dömu
leðurinniskórnir
aftur fáanlegir.
Hagstætt verö.
Póstsendum.
GEISIBS
Vinsælt
ímmtilegt
konubeat
Konubeat-tímarnir hafa
notiö mikilla vinsælda
undanfarin ár
— holl og góö hreyfing
fyrir konur á öllum aldri.
Kennslustaðir
Reykjavík
Brautarholt 4,
Drafnarfell 4,
Ársel
(Árbæ).
Hafnarfjöður
Gúttó
INNRITUN OG UPPLYSINGAR
KL. 10—12 OG 13—19
■RnSSNÉII
Símar
20345, 24959,
38126, 74444.
31^
eftir Birgi ísl.
Gunnarsson alþm.
Ég hef í tveimur greinum hér í
Mbl. fjallað nokkuð um mörkin
milli löggjafarvaldsins og fram-
kvæmdavaldsins í landinu. í þeim
greinum hefur verið fjallað um
rétt ríkisstjórna til útgáfu bráða-
birgðalaga, vaxandi tilhneigingu
til að skipa mikilvægum málum
með reglugerðum, þingsetu ráð-
herra auk þess sem almennt var
fjallað um þá meginreglu í stjórn-
skipulagi okkar að ríkisvaldið
greindist í þrjá þætti, þ.e. löggjaf-
arvald, framkvæmdavald og
dómsvald. í þessari grein verður
fjallað um nokkur fleiri atriði,
sem máli skipta, þegar fjallað er
um valdmörk milli handhafa jæss-
ara þriggja greina í stjórnskipun
okkar.
I»ingrofsréttur
Eftir danskri fyrirmynd voru
þingrofsákvæði tekin upp í stjórn-
arskrána árið 1874. Samkv.
ákvæðum stjórnarskrár er skylt
að rjúfa þing, þegar breyting á
stjórnarskránni hefur náð sam-
þykki eða þegar Alþingi hefur
samþykkt að víkja frá Forseta ís-
lands með % atkvæða og sú frá-
vikning hefur ekki náð samþykki í
þjóðaratkvæðagreiðslu. A þetta
síðarnefnda ákvæði hefur ekki
reynt, en í 24. gr. stjórnarskrár-
innar er einnig heimild til að rjúfa
þing og í framkvæmd hefur sú
heimild reynst allviðtæk.
Forsætisráðherra hefur rétt til
að rjúfa þing, en alllengi hefur það
tíðkast að samið hafi verið um það
við myndun ríkisstjórna að þing
verði ekki rofið nema allir aðilar
ríkisstjórnar séu því samþykkir.
Þingrofsrétturinn hefur þannig í
raun færst til ríkisstjórnarinnar
allrar. Það er mín skoðun að þessi
réttur sé of víðtækur. Ástæða
kann að vera til þess, að halda
þingrofsrétti, en þann rétt á að
flytja frá ríkisstjórn til Alþingis.
Eins og þessi réttur er núna getur
komið upp mjög óeðlileg aðstaða.
Við skulum taka dæmi: Árið 1979
kom upp sú staða, að meirihluti
Alþingis vildi rjúfa þing og efna
til kosninga. Þáverandi forsætis-
ráðherra vildi það ekki. Þess
vegna varð að skipta um ríkis-
stjórn til að ná fram þessum vilja
þingsins.
Á hinn bóginn getur forsætis-
ráðherra rofið þing eftir að ríkis-
stjórn hefur misst meirihluta á
Alþingi án þess að meirihluti Al-
þingis vilji í raun rjúfa þing og þó
að möguleiki geti verið á myndun
nýrrar ríkisstjórnar. Ég tel því
naðusynlegt að taka þetta atriði
með þingrofsréttinn til gaumgæfi-
legrar athugunar við endurskoðun
stjórnarskrárinnar og flytja þenn-
an rétt frá forsætisráðherra og
ríkisstjórn til Alþingis. Hér má
geta þess til fróðleiks að í Noregi
tíðkast ekki þingrofsréttur. Rök
Norðmanna eru þau, að það stuðli
VJterkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Birgir ísl. Gunnarsson
að stöðugara stjórnarfari að
leggja þá ábyrgð á þingið að það
verði að sjá landinu fyrir stjórn á
milli kosninga án þess að hægt sé
að rjúfa þing á miðju kjörtímabili.
Starfstími Alþingis
Umræður um samskipti ríkis-
stjórnar og Alþingis snúast oft
upp í deilur um starfstíma þings-
ins. Þegar rætt er um það efni,
hafa tvö meginsjónarmið vegist á.
Annars vegar að þingmennska
eigi ekki að vera fullt starf, þing-
menn eigi að geta fengið tækifæri
til að sinna öðrum verkefnum í
þjóðfélaginu og þeir megi ekki um
of rofna úr tengslum við uppruna
sinn. Hins vegar eru þeir, sem
benda á vaxandi umfang þing-
mennskunnar, hvort sem mönnum
líki betur eða verr og menn verði
að fá laun í samræmi við það, og
eigi þá að stunda þingmennsku
sem aðalstarf. Annars verði hætta
á því, að einungis efnameiri menn
treysti sér til þingsetu og slík
þróun sé hættuleg. Reynslan hefur
sýnt að hægt og sígandi hefur síð-
ara sjónarmiðið orðið ofan á.
Þingmennskan er nú launuð sem
fullt starf og af þeim sökum er
hægt að gera þá kröfu að þing sitji
lengur en tíðkast hefur. Auðvitað
verða þingmenn að hafa góðan
tíma til að sinna sínum kjördæm-
um, en öll aðstaða til ferðalaga er
að öllu jöfnu allt önnur nú en hún
var. Þingtímann á því tvímæla-
laust að lengja frá því sem nú er.
Það er líklegra til að tryggja betri
vinnubrögð.
Afgreiðsluhættir Alþingis ein-
kennast alltof mikið af því, að
málum sé hespað í gegn á miklum
hraða rétt fyrir jóla- eða sumar-
leyfi þingmanna. Mörg dæmi má
nefna um það, að mikilvægir og
miklir lagabálkar hafi farið í gegn
á Alþingi án þess að þingmenn
hafi fengið tækifæri til að kynna
sér þá nægilega vel. Það vantar og
líka mikið upp á það, að Alþingi
taki til umræðu ýmis almenn mál,
sem ekki tengjast beint löggjaf-
arstarfi, eins og utanríkismál, en
þjóðþing annarra landa taka sér
yfirleitt góðan tíma til slíkra um-
ræðna. Alþingi á að vera spegil-
mynd þeirra hræringa sem eru úti
í þjóðfélaginu í mikilvægum mála-
flokkum.
Það er gömul saga og ný, að
ýmsar valdastofnanir hafa ytri
tákn til að undirstrika vald sitt og
virðingu. Sumir kalla slíkt hég-
óma, en engu að síður er það stað-
reynd, sem ekki verður framhjá
gengið. Stundum er slíkt reyndar
meira tákn, því er ætlað að auð-
velda störf og festa ákveðnar at-
hafnir í formi. Á Alþingi eru ýms-
ar slíkar athafnir, sem hafa á sér
virðulegan hátíðarblæ, eins og t.d.
þingsetning. Hinsvegar er staða
forseta Alþingis ekki nægilega
virt. Er t.d. mikill munur á kjör-
um og aðstöðu forseta þingsins og
ráðherra? Þetta þarf að taka til
athugunar.
Helstu niðurstöður
Hér verða að lokum dregin sam-
an helstu atriðin úr því, sem fram
hefur komið í þremur greinum hér
í Mbl. um stöðu Alþingis gagnvart
framkvæmdarvaldinu.
1) Þrískipting ríkisvaldsins í
löggjafarvald, framkvæmda-
vald og dómsvald er engan veg-
inn svo afgerandi samkv.
stjórnarskránni eða fram-
kvæmdavenjum, að ekki sé
nauðsynlegt að taka þessa
valdskiptingu til athugunar við
og við, til að tryggja að eðlilegt
jafnvægi verði á milli þessara
meginþátta.
2) Vaxandi^jjjjnejgjngar gaetir
hjá ríkisstjórnum til að gefa út
bráðabirgðalög og því á mæta
með því að takmarka mun
meira en nú er gert vald til út-
gáfu bráðabirgðalaga. Núver-
andi heimild er alltof rúm og of
mikið vald fært frá Alþingi til
ríkisstjórnar.
3) Lengja á starfstíma Alþingis.
4) Lengri starfstími ætti að
tryggja vandaðri vinnubrögð í
löggjafarstarfsemi og gera síð-
ur nauðsynlega þá hraðaf-
greiðslu, sem nú tíðkast fyrir
þinghlé. Alþingi ætti þá og
auðveldara með að taka til
meðferðar önnur mikilvæg
mál, sem snerta ekki beint
löggjafarstarf, t.d. almennar
umræður um mikilvæga mála-
flokka eins og utanríkismál.
5) Stöðu æðstu embættismanna
þingsins á að taka til endur-
skoðunar og staða og embætt-
iskjör forseta Sameinaðs þings
og deilda eiga að verða fyllilega
sambærileg við ráðherra.
6) Þingið á ekki að halda áfram á
þeirri braut að afsala sér of
miklu valdi í hendur fram-
kvæmdavaldinu með of rúmum
heimildum til að skipa málum
með reglugerðum.
7) Þingrofsréttinn á að flytja frá
forsætisráðherra og ríkisstjórn
í hendur Alþingis sjálfu.
8) Þingmenn sem taka sæti í rík-
isstjórn eiga að láta af þing-
mennsku og láta varamenn
taka þingsæti sitt meðan þeir
gegna ráðherrastöðu.
Bæjarstjórn Garðabæjar:
Jafn atkvæðisrétt-
ur verði tryggður
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt í bæjarstjórn Garðabæj-
ar 16. sept. sl. með atkvæðum
allra bæjarfulltrúa:
Bæjarstjórn Garðabæjar,
skorar á Alþingi, að beita sér nú
þegar fyrir breytingum á stjórn-
arskrá og kosningalögum, sem
tryggi landsmönnum sem jafn-
astan atkvæðisrétt.
Það misvægi atkvæða sem nú
ríkir, er með ðllu óviðunandi.
Bæjarstjórn Garðabæjar minnir
jafnframt á loforð allra stjórn-
málaflokkanna um úrbætur í
málinu, á þessu kjörtímabili.