Morgunblaðið - 23.09.1982, Page 19
...r JHfttgiitiliIfifrftÞ
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982
Dr. Kristján Eldjárn
fyrrverandi forseti íslands
Við óvænt fráfall Kristjáns Eldjárns,
fyrrum forseta, langar mig að tjá í nokkr-
um kveðjuorðum þakklæti mitt fyrir
ánægjuleg og lærdómsrík kynni.
Samskipti okkar voru að sjálfsögðu nán-
ust á árunum 1974—1978, þegar ég veitti
ríkisstjórn forstöðu og við áttum oft ítar-
legar samræður um landsins gagn og
nauðsynjar. Þær viðræður og samstarf,
bæði fyrr og síðar, er mér eftirminnilegt
og leiddi í ljós hve heilsteyptan mann
Kristján Eldjárn hafði að geyma.
Hann var einnig fjölhæfur maður og var
honum margt til lista lagt. Slíkum
mönnum verður oft minna úr gáfum sínum
en skyldi; hverfa úr einu í annað, án ár-
angurs, er þá skortir nauðsynlega stað-
festu. En Kristján Eldjárn hafði þá skap-
festu til að bera, að hann skaraði fram úr
þar sem hann haslaði sér völl.
Þrátt fyrir glæsilegan sigur í forseta-
kjöri 1968, er því ekki að leyna, að ýmsir
báru nokkurn kvíðboga í brjósti um vænt-
anlegt starf Kristjáns Eldjárns sem for-
seta íslands. En skemmst er frá því að
segja, að hann eyddi sjálfur öllum slíkum
efasemdum og tortryggni þegar í byrjun
forsetaferils síns. Kristján Eldjárn var
mikill Islendingur, vandur að virðingu
sinni og embættis síns og gegndi því með
látlausri reisn, sem jók hróður lands og
þjóðar. Naut hann þar eiginkonu sinnar,
frú Halldóru Ingólfsdóttur.
Þegar sótzt var eftir Kristjáni Eldjárn í
forsetaframboð, lét hann í ljós þá skoðun,
að sami maður ætti ekki að gegna því emb-
ætti um langan aldur. Samkvæmur sjálf-
um sér íhugaði hann eftir átta ára forseta-
feril að láta af störfum, því hann vildi
gjarnan sinna öðrum hugðarefnum meðan
líf og heilsa leyfðu. En dr. Kristján var
þeirrar gerðar, að hann vildi í engu bregð-
ast þeim trúnaði, sem honum hafði verið
sýndur. Hann sagði mér þá, að sér fyndist
menn geta með nokkrum rétti sakað hann
um að hlaupast frá skyldum sínum eftir
átta ár, en bætti við, að það væri ekki unnt
eftir tólf ára forsetaferil. Mér er samt eng-
in launung á því, að ég gerði tilraun til að
telja Kristjáni Eldjárn hughvarf, þegar
hann ákvað að draga sig í hlé frá forseta-
störfum fyrir nálega þremur árum.
Menn gera sér raunar ekki fulla grein
fyrir þeim kröfum, sem gerðar eru til for-
seta íslands, og þeim fórnum sem sá færir,
er því embætti gegnir og hans nánustu.
Þess vegna var auðvitað ástæða til að sam-
fagna frú Halldóru og Kristjáni Eldjárn,
að þau nytu verðskuldaðra launa verka
sinna í þjóðarþágu og gætu nú enn á góð-
um aldri sinnt fjölskyldu sinni meira en
áður og öðru því, sem hugur þeirra stóð til.
En það varð þeim saman auðið of skamm-
an tíma.
Islendingar standa í þakkarskuld við
Halldóru og Kristján Eldjárn. Megi þjóð-
arsamúð verða frú Halldóru og fjölskyldu
styrkur. Megi fordæmi hins látna forseta
verða íslendingum til eftirbreytni.
Golden Colorado, 21. sept.
Geir Hallgrímsson
Skjótt hefur sól brugðið sumri,
því séð hef ég fljúga
fannhvíta svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri.
J.H.
Það hygg ég, að Kristján Eldjárn hafi
unnað og dáðst mest að frænda sínum Jón-
asi Hallgrímssyni allra íslenzkra skálda
og ljóð Jónasar verið honum nákomnari en
flest eða allt í íslenzkum skáldskap, sem
hann var þó gjörkunnugur frá ungum
aldri, enda sjálfum gefin skáldatunga.
Vinum Kristjáns Eldjárns mun hafa
farið líkt og Jónasi við fráfall Bjarna
Thorarensen. Sumarið virtist skyndilega á
brott með lit sinn og ljóma, og svartir
bólstrar hylja sólu er andlátsfregn hans
barst 14. september síðastliðinn. Svo lif-
andi var þessi starfsglaði maður í hugum
þeirra, að aldurtili hans varð sem
ógnargjá á beinum vegi, þar sem enginn
átti von torfæru.
Að baki Kristjáns Eldjárns stóðu
sterkar norðlenzkar bænda- og einkum
prestaættir langt aftur í aldir, lærdóms-
menn góðir, búhöldar miklir, glaðlyndir
menn og gestrisnir, ræðumenn og skáld-
mæltir. Þeir undu ævi sinni í norðlenzkum
fjalldölum, þar sem víða finnst skjól gott
fyrir Dumbhafskælu. í slíkum dal girtum
hnjúkafjöllum fæddist Kristján Eldjárn
og færðist á legg á setri ættar sinnar. Fað-
ir hans var bóndi og kennari og frændlið
allt um kring. Hann spratt upp í íslenzku
bændasamfélagi eins og það gerðist bezt
og bar alla tíð uppruna sínum og góðu
uppeldi fagurt vitni. Hann bar með sér
hróður dalsins, hvar sem leiðir hans lágu.
Vafalaust var Kristján Eldjárn til foringja
fallinn, hvaða vettvang sem hann hefði
valið. Hann var sívakandi, árrisull og
starfsamur. Þörf athöfn var guðspjall
hans. Það var eðli hans samkvæmt að
vinna margra manna verk og leysa þau af
hendi með glæsibrag að því er virtist án
áreynslu. Menntun hans og uppeldi var af
rammíslenzkum rótum. Alla strengi ís-
lenzks máls hafði hann á valdi sínu, bjarta
og dökka, frá gleði og gáska til djúprar
alvöru. Ritað mál hans og tungutak var
gulls ígildi. — Kristján Eldjárn var líka
heimsmaður, tungumálagarpur, víðsýnn
og glöggur á það sem gerðist með öðrum
þjóðum. Hann kaus sér að starfi verndun
og gæzlu íslenzkra menningarverðmæta
frá liðnum öldum og rækti það með þjóð-
kunnum ágætum, þar til hann var kallaður
til æðsta embættis í þessu landi og varð
forseti íslenzka lýðveldisins. Alþjóð eru
störf hans kunnari en frá þurfi að segja.
Eðliskostir hans nutu sín til hlítar. Al-
hliða gáfur, íhygli, yfirgripsmikil þekking
á fjölmörgum sviðum, meðfædd kurteisi og
alþýðleg framkoma og umgengniskunn-
átta við háa sem lága, tandurhreinir ís-
lenzkir eðliskostir, vörðuðu veg hans og
öfluðu honum trúnaðar og fylgis almenn-
ings í þessu landi alla hans embættistið.
Kristján Eldjárn lagði aldrei niður starf
sitt í þágu íslenzkrar þjóðmenningar,
þrátt fyrir strangar embættisskyldur, sem
hann fylgdi af festu, og eftir að hann lét af
forsetaembætti urðu annir hans miklar.
Hann hafði mörg járn í eldi, og vinir hans
glöddust af því, — en kallið kom í miðri
önn að flestum óvörum eða lítt vörum.
Það er ein af góðum gjöfum þessa lífs
að hafa átt því láni að fagna að fylgjast
með athöfnum og áhugamálum Kristjáns
Eldjáms og skipta við hann orðum um
þau, jafnvel eiga um þau einhverja sam-
vinnu við þennan skarpgreinda og víðsýna
mann, sem bæði var mikill íslendingur og
„heimsins góður borgari", ætíð uppörvandi
í viðræðum, einn þeirra manna, að við-
mælendum finnst sér vaxa ásmegin eftir
hvern fund með honum.
Hér er þá við leiðarlok að kveðja félaga
og tryggan vin alla tíð frá æskudögum.
Þetta er raunar orðið allmikið ferðalag og
margs að minnast af stundum og stöðum,
sem yfir gengu og um var gengið. Eftir á
finnst mér ferðinni hefði átt að halda
áfram, — kannski verður það svo, þegar
vaknað er úr lífsins draumi.
Eiginkona Kristjáns Eldjárns, frú Hall-
dóra Ingólfsdóttir, stóð jafnan við hlið
manns síns trygg og styrk í miklu, ósér-
plægnu starfi. Hjá henni, sem mest hefur
misst, börnum þeirra og öðrum ástvinum,
dvelur nú hugur minn. Þeim votta ég inni-
lega samúð í hörmum þeirra og kveð með
trega góðan dreng og sannan Islending.
Andrés Björnsson
Við fráfall dr. Kristjáns Eldjárn hefur
íslensk þjóð misst einn hinn öruggasta og
göfugasta leiðsögumann íslenskrar menn-
ingar frá fortíð til nútíðar.
Þeim íslendingum fer nú óðum fækk-
andi, sem eru „alþjóðlegir" á sama hátt og
Kristján Eldjárn. Sem kunna skil á lífs-
háttum og störfum þjóðar sinnar, jafnt í
strjálbýli og þéttbýli og til sjávar og
sveita, og íáta sér þess vegna ekkert
mannlegt óviðkomandi, hámenntaður við
hina bestu skóla sinnar tíðar og vandvirk-
ur nemandi í skóla lífsins. Slíkir menn eru
líklegri en aðrir til þess að vera skyggnir á
heill og hag þjóðar sinnar. Það held ég líka
að öllum megi ljóst vera, sem hlýddu á mál
Kristjáns EÍdjárn, um hvað svo sem hann
ræddi.
Kristján Eldjárn sinnti margháttuðum
störfum um dagana og öllum á einn veg af
þeim trúnaði, sem gerir sérhvert starf að
góðu starfi og árangursríku. Ég mun ekki
rekja starfsferil hans hér en mig langar að
minnast hans lítillega sem forseta íslands.
Það hrærði jafnan hjarta mitt að heyra
hann tala til þjóðarinnar með því tungu-
taki sem bar af að fegurð og vitsmunum.
Og það hrærði hjarta mitt að sjá hann og
heyra meðal annarra þjóðhöfðingja og
skynja, að fjölþætt lífsviska hans og
menntun settu hann jafnfætis þeim ef ekki
skör ofar.
Það væri vissulega andstætt vilja og
hógværð Kristjáns Éldjárn að hlaða hon-
um háan lofköst. Þó vil ég minnast þess, að
við siðustu forsetakosningar voru margir
spurðir á förnum vegi hvernig þeir vildu
hafa næsta forseta. Oft á tíðum hljómaði
svarið á þá leið, að hann ætti helst að
líkjast Kristjáni Eldjám. Meira lof er ekki
hægt að bera á nokkurn mann en að hann
sé slíkur þjóðhöfðingi af sjálfum sér að
aðrir megi vera honum líkir.
Blessuð sé minning hans.
Ásgerður Jónsdóttir
Skjótt hefur guð brugðið gleði
góðvina þinna,
ástmögur íslands hinn trausti
og ættjarðar blóminn.
Áður sat ítur með glöðum
og orðum vel skipti;
nú reikar harmur í húsum
og hryggð á þjóðbrautum.
Svo mælti Jónas Hallgrímsson fyrir lið-
lega 140 árum eftir Bjarna Thorarensen
látinn. Þetta eru einnig sannyrði, sem nú
eiga vel við um Kristján Eldjárn og hið
sviplega fráfall hans. Þó að reiðarslagið sé
þyngst fyrir frú Halldóru og skyldulið
þeirra hjóna, er öll þjóðin harmi lostin.
Við, sem eftir lifum af stúdentsárgangin-
um frá Akureyri 1936, eigum á bak að sjá
æskuvini ogóviðjafnanlegum félaga í blíðu
og stríðu. Hann kunni vel að gleðjast með
glöðum. Og þó að á honum hvíldu vanda-
söm ábyrgðarstörf nær því alla ævi, var
SJÁ NÆSTU SÍÐUR