Morgunblaðið - 23.09.1982, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982
Kristján Eldjárn og frú Halldóra taka á móti Kekkonen fyrrverandi forseta Finn-
lands.
undravert, hvað hann gat gefið sér mikinn
tíma til að sinna sjúkum og sorgmæddum.
Hjá honum fóru saman sannir mannkost-
ir, miklir hæfileikar og listrænt orðfæri í
ræðu og riti. Allri framkomu hans og við-
móti fylgdi torgætur þokki, sem erfitt er
að lýsa með orðum, en fór ekki framhjá nein-
um í návist hans. Okkur vinum hans er
það lítt bærileg tilhugsun að finna aldrei
framar hlýtt og þétt handtak hans né
heyra hljómþýðan raddblæ hans. Náðar-
gáfur hans og persónutöfrar unnu honum
sívaxandi vinsældir, sem einnig leiddu til
þess, að honum var falið hvert trúnaðar-
starfið öðru meira. Því meiri kynni sem
menn höfðu af Kristjáni, því meira traust
báru þeir til hans, enda brást það ekki, að
hann innti af hendi hvert það starf, sem
honum var falið, með sérstökum glæsi-
brag. Hann var handgenginn forsögu og
sögu íslendinga á öllum öldum og þekkti
kjör og hagi þjóðarinnar frá yztu strönd
til innstu dala. Hann tók ótrauður að sér
margháttuð störf, sem hann taldi horfa til
heilla þjóð sinni, fræðum hennar og menn-
ingu. Eins og títt er um mikilhæfa menn,
óx hann með hverju því verkefni, sem
hann tókst á hendur.
Kristján Eldjárn var fæddur á Tjörn í
Svarfaðardal hinn 6. desember 1916, næst-
elzta barn foreldra sinna, Þórarins Krist-
jánssonar Eldjárns og Sigrúnar Sigur-
hjartardóttur, sem þann garð sátu frá
1913 til 1959. Áður en þau hófu þar búskap,
var Þórarinn kennari í sveit sinni og hélt
því starfi áfram til 1955. Jafnframt gegndi
hann fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir
sveit sína og hérað. Þórarinn var sonur
séra Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar,
sem var síðastur prestur á Tjörn í Svarf-
aðardal, og konu hans Petrínu Soffíu
Hjörleifsdóttur prests á Skinnastað og
Tjörn Guttormssonar, en Sigrún var dóttir
Sigurhjartar bónda á Urðum í Svarfaðar-
dal, fornu höfuðbóli og höfðingjasetri, Jó-
hannessonar og konu hans Soffíu Jóns-
dóttur. í ættum Kristjáns er margt mik-
ilhæfra manna, bænda, klerka, fræði-
manna og skálda. Systkini Kristjáns eru
Þorbjörg, húsfreyja í Reykjavík, Hjörtur
bóndi á Tjörn og Petrína, húsfreyja á Ak-
ureyri.
Kristján ólst upp á Tjörn, rómuðu
myndarheimili, við mikið ástríki foreldra
og frændliðs, en gekk snemma að ýmsum
störfum, sem títt er um unglinga í sveit og
við sjó. Fjórtán ára að aldri tók hann próf
upp í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri,
vorið 1931. Sigurður Guðmundsson skóla-
meistari veitti því snemma athygli og lá
ekki á því, að óvenjumargt góðra náms-
manna og vænlegra ungmenna kom í skól-
ann úr Svarfaðardal. Ekki setti dalurinn
ofan í augum skólameistara við komu
Kristjáns í skólann, enda varð brátt ljóst,
að Kristján var ágætum hæfileikum og al-
hliða námsgáfum gæddur, en mest bar þó
frá, hversu hagur hann var á íslenzkt mál
og næmur á erlendar tungur. Þegar fram í
sótti, mátti vart á milli sjá, hvort honum
lét betur að nema íslenzku, Islandssögu,
latínu eða ensku. Á skólanámi hans voru
örugg tök, þó án allra erfiðsmuna, enda fór
saman trútt minni, hugkvæmni og glöggur
skilningur. Allt frá upphafi naut hann
sérlega mikillar hylli félaga sinna og
bekkjarsystkina. Hann var manna prúð-
astur í háttum, glaður í vinahópi á góðum
stundum og hafði þá oft á hraðbergi létt
gamanmál, en tillögugóður og ráðhollur í
öllum vanda. Stúdentsprófi lauk hann með
mjög hárri fyrstu einkunn, næstyngstur 19
bekkjarsystkina, og var hið yngsta þó að-
eins níu dögum yngra en hann, en miseldri
var þá meira með menntaskólanemum,
a.m.k, á Akureyri, en nú tíðkast, enda
sundurleitur undirbúningur manna undir
skóla í þá daga.
Haustið 1936 sigldi Kristján til Kaup-
mannahafnar og lagði fyrst í stað stund á
ensku og latínu við Hafnarháskóla. Brátt
hvarf hann þó frá því námi, en sneri sér
þess í stað að fornleifafræði. Sumarið 1937
dvaldist hann í Grænlandi og vann með
dönskum fornleifafræðingum að uppgrefti
rústa í hinum fornu íslendingabyggðum
þar. Enn betur bar þó í veiði árið 1939,
þegar norrænir fornleifafræðingar í sam-
vinnu við Þjóðminjasafn íslands gerðu út
sameiginlegan leiðangur til rannsókna og
uppgraftar fornra minja í Þjórsárdal, sem
legið hafði orpinn vikri og foksandi frá því
um 1100. Það féll í hlut Kristjáns að vinna
um sumarið að uppgrefti hinna frægu
rústa í Stöng undir yfirstjorn danska forn-
leifafræðingsins Age Roussels.
Heimsstyrjöldin batt svo enda á frekara
nám Kristjáns í Kaupmannahöfn. Hafði
hann þó lokið þar fyrrihlutaprófi í forn-
leifafræði. Haustið 1939 gerðist hann
kennari við Menntaskólann á Akureyri.
Gegndi hann því starfi tvo vetur, en hóf
síðan nám í íslenskum fræðum í Reykjavík
og lauk þar meistaraprófi vorið 1944. Kom
nú í góðar þarfir nám hans í fornleifa-
fræði, því að kjörgrein hans var íslands-
saga, og fjallaði meistaraprófsritgerð hans
um minjar úr heiðnum sið á Islandi. Dokt-
orsritgerð hans, Kuml og haugfé úr heiðn-
um sið á íslandi, sem hann varði 1957, er
aukið og fullkomnað framhald meistara-
prófsritgerðarinnar.
Skemmtilegt er að minnast þess, að það
skuli einmitt hafa verið á stofnári lýð-
veldisins sem Kristján gekk alvæddur
fram á völl þjóðlífsins. Varð nú skjótur
frami hans. Hann gerðist starfsmaður
Þjóðminjasafns íslands 1945 og var
skipaður þjóðminjavörður 1. desember
1947. í öndverða embættistíð hans voru
Þjóðminjasafninu búin stórlega bætt skil-
yrði í nýjum húsakynnum. Aðrir mér fær-
ari verða að sjálfsögðu til þess að minnast
hins heillaríka starfs hans á þeim vett-
vangi. Sama er að segja um störf hans sem
forseta Islands, enda munu allir vera sam-
dóma um þau. Það féll í minn hlut að rita
um hann kynningargrein fyrir kosning-
arnar 1968. Eg bar þá á hann mikið lof, þó
án alls samanburðar og metings við mót-
frambjóðandann. Mér finnst nú, að Krist-
ján hafi staðið undir öllu því, sem þar var
sagt, og þó dýpra hefði verið í árinni tekið.
Það er fornt mál, að allt oflof sé háð, og
það vjssi ég að engum var ljósara en
Kristjáni sjálfum.
Mér þykir leitt, að hér gefst ekki tóm til
að minnast ritstarfa hans og ræðu-
mennsku að verðleikum og nokkru gagni.
Þurr upptalning ritverka mundi líka lítið
bæta um mál mitt og hefði ekki verið í
anda Kristjáns. Það er ærið verk venju-
legum fræðimanni að draga saman efni í
ritgerð eða bók með viðeigandi elju,
gaumgæfa efnið, skipa því síðan niður á
haganlegan hátt og varpa á það ljósi frá
ýmsum hliðum. Allt eru þetta undirstöðu-
atriði, sem ekki má má vanrækja. Þetta
skildi Kristján einnig mætavel og gat látið
við það sitja, ef hann skrifaði fyrir fræði-
menn eina. En yfirleitt lét hann ekki stað-
ar numið við þessi vinnubrögð ein, heldur
kostaði hann einnig kapps um að gæða mál
sitt, hvort sem var í ræðum eða ritum, lífi
og litum með því fimlega orðfæri, sem
virtist vera runnið honum í merg og bein,
því að hann forðaðist einnig óþarfa
skrúðmælgi. Vitaskuld átti hann mikið að
þakka ásköpuðum hæfileikum, en enginn
skyldi þó ætla, að Kristján hafi náð þeim
tökum á máli og stíl, sem raun varð á, án
strangrar tamningar og sjálfsögunar. Sú
er einmitt skýringin á því, hversu mikinn
hljómgrunn hann fékk hjá þjóð sinni með
bókum sínum, tímaritsgreinum og þáttum
í útvarpi og sjónvarpi.
Ég get ekki látið hjá líða að minnast
þess, hversu mikið verk hann vann af óeig-
ingirni og fórnfýsi með því að sjá um út-
gáfu Árbókar Hins íslenzka fornleifafé-
lags áratugum saman í hjáverkum með
annasömum störfum. Einnig bar það átt-
hagaást hans fagran vott, að hann gaf sér
tíma til að koma á prent ritinu Svarfdæl-
ingar í tveimur þykkum bindum eftir Stef-
án Aðalsteinsson, sem þá var fallinn frá.
íslenzka þjóðin hefur átt því láni að
fagna, að margir beztu lærdómsmanna
hennar í þjóðlegum fræðum hafa gert sé
far um að tjá sig þannig um vísindi sín,
að leikmenn í fræðunum og áhugasamur
almenningur geti haft af þeim not og and-
lega nautn og orðið þannig að nokkru
marki þátttakendur í íslenzkri vísinda- og
fræðistarfsemi. Kristján skipaði sér ungur
í flokk þeirra vísindamanna, sem héldu
þessu merki hæst á loft. Þessi afstaða
Kristjáns var ákaflega mikilvæg, því að
fátt er betur til þess fallið að stuðía að því,
að íslenzku þjóðinni í heild, fólkinu í borg
og byggð, megi auðnast að varðveita sam-
hengið í íslenzkri menningu, tungutak og
þjóðerni, þó að ytri menningar- og samfé-
lagshættir séu breytingum háðir og þeim
allhröðum, eins og dæmi síðustu áratuga
sanna bezt.
Ritstörfin veittu Kristjáni unað og gleði,
voru honum lífsnautnin frjóa. Hann hafði
þó aðeins stopular tómstundir frá miklu
annríki til að sinna þeim. Hvíldartíma
skammtaði hann sér naumt og þekkti
sumarleyfi meira af orðspori en eigin
reynslu. Vera má, að kyrrsetustörf hans
hafi verið meiri en heilsu hans var hollt,
þó að engan grunaði, að svo færi sem fór.
Að maklegleikum var Kristjáni marg-
víslegur sómi sýndur innanlands og utan
um dagana, þó að hér sé of langt upp að
telja, bæði meðan hann var þjóðminja-
vörður og vitaskuld enn meiri í forsetatíð
hans. Voru það einkum háskólar og vís-
indafélög, sem þótti heiður að því að hafa
hann innan vébanda sinna.
í einkalífi sínu var Kristján gæfumaður.
Árið 1947 kvæntist hann Halldóru Ing-
ólfsdóttur frá ísafirði. Foreldrar hennar
voru Ingólfur framkvæmdastjóri þar
Árnason og Ólöf Jónasdóttir. Frú Halldóra
Eldjárn er mikilhæf kona að gerð og gáf-
um, enda var hún styrk stoð eiginmanni
sínum í vandasömum störfum. Eftir for-
setatíðina að Bessastöðum bjuggu þau sér
vistlegt heimili í veglegum húsakynnum
að Sóleyjargötu 1 hér í borg. Vinir þeirra
vonuðu, að þau fengju notið þar samvista
og góðra daga um langt árabil. En nú hef-
ur skjótt skipazt á annan veg, og er nú
þess eins að biðja, að máttarvöldin leggi
líkn með þraut.
Börn Kristjáns og Halldóru eru fjögur,
öll uppkomin. Þau eru: Ólöf cand. mag.,
Þórarinn bókmenntafræðingur og skáld,
Sigrún myndlistarmaður og Ingólfur stúd-
ent.
Við bekkjarsystkini Kristjáns og fjöl-
skyldur okkar vottum frú Halldóru Éld-
járn, börnum hennar og fjölskyldum
þeirra sem og systkinum Kristjáns og fjöl-
skyldum þeirra dýpstu samúð okkar. Að
skilnaði þökkum við Kristjáni óbrigðula
vináttu og hinar mörgu og ánægjulegu
samverustundir með þeim hjónum fyrr og
síðar. Við erum þess fullviss, að þjóðin
mun öldum saman geyma minninguna um
dr. Kristán Eldjárn, hinn mikilhæfa og
ástsæla forseta sinn.
Bjarni Vilhjálmsson
Laugardaginn 28. ágúst bankaði ég uppá
á Sóleyjargötunni til að ræða við Kristján
um það sem ég var að gera og kveðja áður
en ég héldi utan. Við höfðum mælt okkur
þetta mót á fornleifafræðingaráðstefnunni
á Laugarvatni viku áður. Þá vissi hvorugt
okkar, að hann væri á förum til Ameríku í
uppskurð þennan sama dag. Hann gaf sér
samt tíma til að taia við mig og fræðast
um þær rannsóknir sem ég var að stunda,
og það endaði með því að ég lofaði honum
grein í næsta hefti af Árbók fornleifafé-
lagsins. Hann var ákaflega hress og gerði
lítið úr þessum uppskurði. Lítið grunaði
mig þá, að þetta yrði í síðasta sinn, sem ég
ætti eftir að hitta hann á lífi.
Kristján hefur verið ákaflega góður
heim að sækja varðandi mín fræðistörf
undanfarin ár. Hann vildi alltaf fylgjast
með því sem ég var að gera, var áhugasam-
ur og uppörvandi. Þetta var mér ómetan-
legt, ekki síst þar sem ég hef undanfarið
reynt að vinna að íslenskum verkefnum á
erlendri grund. Fráfall Kristjáns, svo
ótímabært og óvænt, kom sem reiðarslag,
og er erfitt að sætta sig við það. Fornleifa-
fræði á íslandi á eftir að sakna starfs-
krafta hans sem vonir voru bundnar við
um ókomin ár. Fjölskyldu hans votta ég
innilega samúð mína.
Guðrún Sveinbjarnardóttir,
fornleifafræðingur.
Nú þegar dr. Kristján Eldjárn fer af
þessum heimi, sjá íslendingar ekki aðeins
á bak þriðja forseta lýðveldisins, heldur og
andans höfðingja í fremstu röð. Ég tek
mér nú blað og penna í hönd til þess eins
að kveðja dr. Kristján fáeinum vinarorð-
um. Ég kynntist honum á seinni æviárum
hans, og vel að ég hygg. Það var sannkall-
að iífslán. Tryggð hans og elskusemi við
mig og mína er fjársjóður sem ég bý að
meðan ævin endist.
Ég held ég rjúfi engan trúnað þótt ég
láti vitnast, að dr. Kristján sendi mér „til
gamans" eða „til athugunar" (eins og hon-
um var tamt að orða það) ýmsar bragsmíð-
ar úr fórum sínum, frumkveðnar og þýdd-
ar. Þau blöð og margt fleira frá hans hendi
geymi ég sem dýra dóma. Eitt sinn bárust
mér tvö erindi með eftirmálsorðum. Þar
segir meðal annars: „Vísurnar þær arna
orti ég 17. mars 1978 af sérstöku tilefni."
Önnur þeirra hljóðar svo:
Það hallar degi og húmar að,
þó held ég að mestu áttum,
ég veit um bæinn á vísum stað
og vona ég komist þar í hlað:
ég held að ég nái háttum.
Fyrir því gríp ég upp þessar línur, að
mjög fáum mönnum hef ég kynnzt sem
betur „héldu áttum" en höfundur þeirra,
né vissu sem hann hvar „bæjarins" skyldi
leita. Af þeim sökum var ómetanlegt að
eiga hann að málvini og förunaut um hug-
arins heima.
Margsinnis komu þjóðskáldin okkar í
tal, en ekkert þeirra oftar en Jónas. Hann
er líka nær óþrotlegt umhugsunarefni.
Héðan frá Innnesjunum kynntist hann
fyrst Snæfellsjökli, skólapiltur á Bessa-
stöðum. Og því Ieyfi ég mér að kveðja dr.
Kristján Eldjárn með vísu sem Jónas orti
ungur — og hafði fyrir innri sjónum jökul-
inn fagra:
Fyrr man inn ljósi
af landtöngum
fjallafoldar
fósturjarðar
vörður víkja
en ég, vinur, þér
hjartafólgnum
úr hug sleppi.
Hannes Pétursson