Morgunblaðið - 23.09.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 23.09.1982, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 um orðræðum og góðlátlegri gamansemi. Ófáir eru þeir, bæði hérlendir og erlendir, sem eiga ógleymanlegar minningar frá heimsóknum sínum að Bessastöðum með- an Kristján og Halldóra bjuggu þar. Þótt Kristján Eldjárn dæi fyrir aldur fram, þá hafði hann þegar skilað tveimur miklum æviverkum, auk margra smærri verka. Hann hafði gert Þjóðminjasafnið að lifandi menningarstofnun og stjórnað því með mikilli prýði langa stund. Síðan hafði hann axlað þunga byrði forsetaembættis í þrjú kjörtímabil. Þjóðin hefði viljað hafa hann lengur á forsetastóli, og hugur hans var á hvörfum hvað gera skyldi. En hann taldi, að þótt lög leyfðu, ætti enginn að verða mosavaxinn á forsetastóli Islands; og það vissu kunnugir að hann langaði líka til að fá betra tóm til fræðistarfa og rit- starfa. Það var furða hve hann kom miklu í verk jafnframt annasömu forsetastarfi. Auk margra ritgerða samdi hann og rit- stýrði sem fyrr Árbók Fornleifafélagsins, hann fullkomnaði og birti þýðingu sína á Norðurlandstrómet eftir Peter Dass, og hann gaf út Svarfdælingabók, feikilegt elju- og nákvæmnisverk, fyrst sem aðstoð- armaður, en síðan einn eftir fráfall höf- undar. Nú átti hann skilið að fá mörg og góð ár til að starfa í friði að hugðarefnum sínum. Og hann hefði getað gert svo margt! Hann hefði getað skrifað margar bækur — skemmtileg fræðirit úr sinni sérgrein eða um sögu Islands — nálega um hvað sem vera skyldi, fjölhæfnin var svo mikil. Hann hefði getað auðgað bókmenntir okkar með þýðingum erlendra ljóða, það sýnir best snilldarþýðing hans á Norður- landstrómet. Menn beri íslensku gerðina saman við frumtextann, það er ótrúlegt að um þýðingu sé að ræða. Minnir helst á bestu þýðingar séra Matthíasar, en þann þýðanda mat Kristján mest af öllum — og er ekki einn um það. Það er þungbært lítilli þjóð, þegar slíkir menn falla í valinn á góðum aldri. Okkur munar svo mikið um einn slíkan afreks- mann! Þetta segir höfuðið — en hjartað kennir til með öðrum hætti, og í svipinn finnst okkur, þúsundum einkavina, óbæri- leg sú tilhugsun að eiga aldrei framar eftir að hitta þennan yndislega dreng. Aldrei að setjast við fótskör hans og hlýða á hans fróðlegu og skemmtilegu frásagnir, aldrei að sækja til hans holl ráð, virða fyrir okkur hýran og heiðríkan svip hans og verða nýir menn og betri af því að þekkja hans eftirdæmi. Þyngstur er þó harmurinn kveðinn að ástvinum hans, konu hans og börnum og barnabörnum. Við allir Kristjáns vinir biðjum þann sem sólina hefur skapað að styrkja þau í þessari miklu raun. Og von- um svo öll til annars lífs. Jónas Kristjánsson Kveðja frá Stúdentafélagi Reykjavíkur Integer vitae scelerisque purus non eget mauris iaculis neque arcu Þjóðin er samhuga í dag við börur dr. Kristjáns í þökk, samúð og söknuði, þá er hann er fallinn um aldur fram. Sérstaka þökk berum vér fram stúdentar og samúð- arkveðjur, en dr. Kristján var jafnan merkismaður stúdenta og menntamanna. Hann var mikill áhugamaður um félags- mál stúdenta og var formaður Stúdentafé- lags Reykjavíkur 1948—1949. Vann hann þá og síðar mjög í vora þágu. Hans verður ekki betur minnst en með ofangreindu broti úr ljóði Hórasar um hið flekklausa líf. Megi minning hans og eftir- dæmi lengi lifa með þjóð vorri. Jón E. Ragnarsson Kveðja frá Listasafni íslands Á kveðjustund hefur starfsfólk Lista- safns íslands margs að minnast. Kynni okkar Kristjáns Eldjárns hófust á árunum 1950—51 er Listasafnið fluttist í nýbyggt hús Þjóðminjasafnsins. Þau 17 ár sem við störfuðum samtímis í safnhúsinu hlutum við að hafa mikil dag- leg samskipti af ýmsu tilefni. Starfsfólk safnanna var þá svo fátt að heita mátti að við værum eins og ein lítil fjölskylda. Á þessum árum bjó Kristján í safnhús- inu ásamt fjölskyldu sinni. Reyndi þá oft á þolinmæði og velvild hans bæði sem emb- ættismanns og einstaklings vegna starf- semi Litasafnsins en margvíslegt ónæði fylgdi oft listsýningum og undirbúningi þeirra, jafnvel að kvöld- og næturlagi. Þrátt fyrir þetta bar aldrei skugga á sambýli safnanna og má fyrst og fremst þakka það einstakri lipurð og ljúfmennsku Kristjáns og fjölskyldu hans. Ekki dvínaði vinátta Kristjáns í garð Listasafnsins og starfsmanna þess þó hann tæki við embætti forseta íslands. Hann hafði lifandi áhuga á starfsemi safnsins og viðgangi. Heimsóknir hans, hvort heldur var í embættis- eða einkaer- indum, voru ávallt gleðiefni því að frá hon- um stafaði óvenjulegri hlýju og skemmtan sem hafði jákvæð og hvetjandi áhrif jafnt við hátíðleg tækifæri sem í önn dagsins. Að lokinni samfylgd vill starfsfólk Listasafnsins þakka af alhug vináttu Kristjáns Eldjárns og tryggð. Við kveðjum hann með söknuði og sendum frú Halldóru og öðrum ástvinum hans innilegar samúð- arkveðjur. Selma Jónsdóttir „Mjök erum tregt tungu að hræra" Þannig hefst kvæði Egils Skallagríms- sonar, Sonatorrek, en með því vann hann lífsvilja sinn aftur eftir missi tveggja sona. Það er efalaust í of mikið ráðist að byrja svona, vel vitandi að maður getur ekkert sagt, sem mildað gæti staðreyndina um lát Kristjáns Eldjárns. Fréttin kom flestum að óvörum, menn vissu ekki um erfiðleika hans og læknisleit. Andlátsfregnin mun hafa komið yfir hvert heimili í landinu sem sorgartíðindi, eins og hvert heimili hefði misst einn úr fjölskyldunni — föður, son, afa, vin. Þessi viðbrögð og hljóðir þankar sorgarinnar í huga hvers manns mætti kalla nokkurskonar Sonartorrek þjóðarinnar, sem misst hefur frábæran son, og er þá komið samhengi við byrjun- i ina og ætti að vega nokkuð á móti Agli ' einum. Við embættistöku sína 1968 sagði Kristján m.a.: „Ég vona og bið, að mér auðnist að eiga gott samstarf við stjórn- völd iandsins og hafa lífrænt samband við þjóðina, sem mig hefur kjörið til þessa embættis. Hjá fólkinu í landinu mun hug- ur minn verða.“ Þetta tókst honum sann- arlega og tókst að skapa hið gagnkvæma: Hugur fólksins i landinu var hjá honum og með honum. Allir dáðu hann, mátu hæfni hans hvort sem var í skrifuðu eða töluðu orði, embættisfærslu eða framkomu. Hina bestu missir maður oftast fyrir aldur fram. Það liggur í eðli málsins, maður vill hafa þá sem lengst. Við höfum öll misst mikið með Kristjáni Eldjárn og fjölskylda hans þó mest. Maður frábær að hæfileik- um og mannkostum. Honum voru einnig falin trúnaðarstörf hin mestu, gæzla og úrvinnsla menningararfs okkar gegnum aldirnar, svo og æðsta embætti þjóðarinn- ar. Einnig fjölda mörg önnur störf, sem of langt yrði upp að telja. Við höfum átt mikið og misst mikið, þó ekki allt. Persónuleiki hans, starfsafrek, vinsemd og vinátta mun lifa áfram meðal okkar og getur orðið okkur leiðarljós á ýmsan hátt. Okkar kynni urðu um 50 ára skeið. Fyrst í Menntaskólanum á Akureyri á hinum erfiðu kreppuárum fyrir stríðið. Síðan gjarna á þjóðminjasafni vegna teikninga og uppmælinga gamalla bæja, sem við báðir höfðum mikinn áhuga á, eða á vegum úti í slíkri leit. Nánust urðu þó tengsl okkar heimila við mægðir. Dóttir hans Ólöf og sonur minn Stefán Örn voru gefin saman í kirkjudeild Þjóðminjasafns 1967. Síðan hefur orðið meiri samgangur okkar heimila, bæði á Bessastöðum og í Sóleyj- argötu og í Auðarstræti. Margs er að minnast. Ánægjulegt heimili að þekkja, björt og fjölmenn fjölskylda, bæði að útliti og allri gerð. Þá er að geta samstarfs okkar að heimil- isiðnaðarmálum um áratuga skeið, þ.e. samvinnu Kristjáns við Heimilisiðnaðar- félag íslands. Það var stofnað 1913 en endurskipulagt eftir stríðið sem eitt lands- félag, þar sem áður voru mörg smærri fé- lög um land allt er höfðu misst að mestu gildi sitt vegna nýrra kennsluhátta, upp- töku viðfangsefna handavinnu í hús- mæðra- og kvennaskólum, svo og aukinnar handavinnukennslu i skólum almennt. Þetta dugði þó skammt, nema fyrir þá er til skólanna sóttu. Félagið vildi „opna Þjóðminjasafnið" til allra, gera hina fornu kunnáttu aðgengilega fyrir alla, bæði þá er heima sitja og fyrir þá er gera vilja sér að fullri atvinnu. Til þess þurfti sölustaði og leiðbeiningastaði samtímis. Þetta hefur verið gert, þó enn sé að mestu bundið við höfuðstaðinn. Sem sagt, félagið taldi sig eiga erindi inní íslenzkt athafnalíf og fræðslumál, þ.e. hinn gamli íslenzki heim- ilisiðnaður skyldi í heiðri hafður, aðhæfð- ur nýrri notkun en með rót sína í hinum. gamla þjóðlega menningararfi. Þarna fóru nokkuð saman sjónarmið og stefnuskrá Þjóðminjasafns og Heimilisiðnaðarfélags- ins, þar sem safnið varðveitir hina gömlu muni er félagið byggir á kennslu sína með námskeiðum og skóla, svo og munum safnsins, en vinnur úr þeim til nýrra nota. Kristján skildi þetta vel og tók samvinnu opnum örmum. Eiginlega var þetta starf félagsins og stefnuskrá framhald á hans fornminjafræði og gæzlu safnsins. Hann lagði einnig um langt skeið til greinar í blað félagsins, Hugur og hönd, um marg- vísleg atriði úr Þjóðminjasafni. Einnig tók hann þátt í norrænu heimilisiðnaðarþingi árið 1977 með vandaðri framsögu um þessi mál öll, samhengi þeirra við fortíðina, gildi þeirra fyrir framtíð eins og hér hefur verið drepið á. Hann og hans starfsfólk hefur þannig veitt veigamikinn og merkan stuðning fyrir starf Heimilisiðnaðarfé- lagsins. Vil eg fyrir hönd þess þakka af heilum hug. Þetta eru aðeins nokkrir punktar frá mínum hljóðu þönkum á degi minninga, sorgar, kveðju. Gætu átt heima í sameig- inlegu sonartorreki þjóðarinnar allrar. Fjölskyldu hans allri sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Stefán Jónsson arkitekt í hópi hinna fjölmörgu, sem nú harma fráfall dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrverandi forseta Islands, eru margir innlendir og erlendir fræðimenn og vísindamenn, sem misst hafa mætan starfsbróður og vin. Hann gekk í fararbroddi við rannsókna- störf og var leiðandi meðal fræðimanna og vísindamana. Hann var virtur og dáður rithöfundur og eftirsóttur fyrirlesari, sem færði frásagnir og fræði sín í glæsilegan búning málsnilldar. Dr. Kristján Eldjárn eignaðist marga vini víða um heim. Meðal annars þá, sem hann átti í bréfaskiftum við vegna áhuga þeirra á fornminjum og ýmsu er varðar íslenzkt þjóðlíf og menningu. Sumir þessir bréfavinir kynntust honum aðeins af skrifum hans og mátu hann mikils fyrir ljúfmannleg svör, fræðandi upplýsingar og fyrirgreiðslur. Eins þáttar skal sérstak- lega getið hér. I hópi bréfavina hans var frú Ása Guð- mundsdóttir Wright, er búsett var á Trini- dad í Vestur-Indíum. Hún hafði hug á, að Þjóðminjasafnið fengi til varðveizlu nokkra ættargripi, sem voru í hennar eigu. Tók dr. Kristján við þessum hlutum fyrir safnið og aðstoðaði við að ráðstafa fjár- munum, sem hún gaf árið 1968 til stofnun- ar tveggja sjóða. Ánnar þeirra á að stuðla að aukinni þekkingu á fornleifafræði, en hinn að vera verðlaunasjóður og veita ís- lenzkum vísindamönnum viðurkenningu. Er annar þeirra tengdur Þjóðminjasafn- inu, en hinn Vísindafélagi íslendinga. Var. dr. Kristján mjög virkur aðili í stjórn þessara sjóða allt frá stofnun og lét sér annt um velgengni þeirra. Veitti hann Ásusjóði Vísindafélags íslendinga styrka stoð og vernd. Munu hinir mörgu verðlaunaþegar og aðrir, er að sjóðnum standa, minnast dr. Kristjáns með virðingu og meta mikils þann þátt, sem hann átti í að móta störf sjóðsins og gera verðlaunaveitinguna að hátíðlegri og eftirminnilegri athöfn. Fyrir hönd Verðlaunasjóðs Ásu Guð- mundsdóttur Wright þakka ég hin hollu og traustu ráð hans og farsæl störf í þágu sjóðsins. Frú Halldóru og fjöiskyldu er vottuð einlæg samúð. Sturla Friðriksson Kveðja frá Prestafélagi íslands Dr. Kristján Eldjárn, fyrrverandi for- seti íslands, var bóndasonur, en af klerk- legri rót, ef svo má að orði kveða, — alinn upp á gömlu prestsetri og kirkjustað, er föðurafi hans sat síðastur presta. Honum var lagið að ljúka upp leyndar- dómum liðins tíma og gerði sér ljósa grein fyrir hlut kirkjunnar í íslenskri menning- ararfleifð. Hann var málvinur margra presta og í forsetatíð hans komu þeir oft að Bessa- stöðum — áttu helgar stundir í húsi Guðs og á heimili forsetahjónanna var þeim tek- ið af yfirlætislausri alúð og íslenskri gestrisni, eins og hún gerist best. Þetta allt er okkur prestum ljúft og skylt að þakka nú, þegar dr. Kristján hverfur af vettvangi svo miklu fyrr en vænst hafði verið. Þar sem hann fór var í lyftingu þjóðar- skútunnar látlaus maður og hófsamur, heill og traustur, tengdur hinu besta úr reynslu og menningu fortíðarinnar, jafn- framt því sem hann horfði fram, eigandi næman skilning á framvindu tímans. Þegar hann tók við forsetaembætti, höfðu einhverjir áhyggjur af því, að hann skorti kunnugleik á völundarhúsi stjórn- málanna, en það kom lítt að sök — svo ríkur var hann að raunsæi, réttsýni og heilbrigðri dómgreind. Víst er og, að honum farnaðist vel í því meginhlutverki forsetans að vera fulltrúi þjóðarinnar — samnefnari þess heilbrigð- asta og besta, er hún býr yfir. Heiðríkja bjó í hug hans og svip — hann var samein- ingartákn, er menn gátu heilshugar virt og treyst. Oft hefir réttilega verið á það bent, að í straumkasti tímans fái íslenskt þjóðerni því aðeins staðist, að fyrir hendi sé lifandi áhugi á að halda hér uppi sjálfstæðri menningu og menningarstarfi. Óhætt er að fullyrða, að á forsetastóli var Kristján Eldjárn þeirri viðleitni mikill styrkur. Hann sóttist ekki eftir þeirri vegsemd, er því fylgir að gegna hinu virðulega for- setaembætti, heldur varð við beiðni, svar- aði kalli, sem hann hafði fulla ástæðu til að ætla, að væri komið frá þjóðinni sjálfri. Og honum auðnaðist að leggja opinberri ásjónu hennar til nýjan og ferskan svip með þeim hætti, að landsmönnum var sæmd og styrkur. Við ferðalok er honum þakkað — um leið og íslenskir prestar votta eftirlifandi eiginkonu hans og öðrum ástvinum inni- lega samúð. Þorbergur Kristjánsson Þriðjudagskvöldið 14. september kom sú fregn, sem ég hafði mest kviðið að heyra, andlátsfregn míns góða vinar, velunnara og samstarfsmanns, dr. Kristjáns Eld- járns. Fyrr um daginn hafði borizt frétt um, að skyndilega hefði dregið mjög til hins verra um batahorfur hans eftir upp- skurð, sem fyrstu dagana virtist hafa lán- azt svo vel. Því komu tíðindin þennan dag eins og reiðarslag. Síðan hef ég rifjað upp með sjálfum mér ýmislegt úr viðburðarás síðustu áratuga og kynnin við Kristján Eldjárn. Það er ekki óeðlilegt, þegar skyndilega er skorið á taugar nær 30 ára kynna og náinnar vin- áttu. Það var 1953 er ég kynntist Kristjáni fyrst, hafði þó einhvern tíma hitt hann áður. Ég hafði fengið í hendur forna, kúpta nælu, sem kom úr kumli fyrir norðan og fór mað hana á safnið á laugardegi. Þá kynntist ég fyrst gleði safnmannsins og fræðimannsins yfir góðum feng, sem ein- hverri birtu gæti brugðið á dimmu forn- aldar. „Hvar fékkstu þetta?“, hrópaði hann upp með óbeizlaðri gleði og fórnaði höndum, kallaði síðan á Gísla Gestsson, sem var nærstaddur og sagði:„ Sjáðu, hvað hann færir okkur!" Þar með hafði myndazt kunningsskapur. Næstu árin kom ég nokkrum sinnum á skrifstofuna til Kristjáns, fann mér stund- um smáerindi til að mega líta þar inn og sitja skamma stund. Ævinlega voru við- tökur hans hinar sömu, þótt ég væri ungur og óráðinn skólapiltur, hann önnum kaf- inn embættismaður. Hann spurði tíðinda, hvernig gengi í skólanum, lét ýmis skemmtiyrði falla, kannske dró hann fram einhvern nýfenginn grip eða hluti, sem hann var að fást við þá stundina, sem hann sýndi síðan og útskýrði. Kristján hafði einstakt lag á að kynnast fólki og komast í samband við það og fór aldrei í manngreinarálit. Hér í Þjóðminjasafninu varð megin- starfsvettvangur Kristjáns Eldjárns. Hann kom hingað sem aðstoðarmaður Matthíasar Þórðarsonar árið 1945, en 1. desember 1947 var hann skipaður þjóð- minjavörður. Þegar hann kom að safninu hafði það lengst af búið við þrengsli, fá- tækt og verið nánast haldið í svelti alla tíð, og þótt Matthías væri sístarfandi eljumað- ur, voru allar ytri aðstæður með fádæmum erfiðar. Ný fyrst fór að rofa til, er Alþingi ákvað að gefa lýðveldinu í morgungjöf nýtt hús handa Þjóðminjasafni íslands. Kristjáni féll það í skaut að annast flutning safnsins ofan af lofti gamla safnahússins við Hverfisgötu og í nýja húsið suður á Melum og sjá um uppsetn- ingu þess þar. Þar var unnið stórvirki sem tókst með afbrigðum vel miðað við hvernig aðstæður voru, litlir peningar, fábreyttar fyrirmyndir og lítill skilningur margra, sem enn töldu þá söfn sóunarstofnanir í þjóðfélaginu. En Kristján hafði sér við hlið góða samstarfsmenn og má þar eink- um nefna Gísla Gestsson safnvörð og Stef- án Jónsson teiknara, síðar arkitekt, sem áttu sinn mikla þátt í endurskipan safns- ins. Enn er flest með sömu ummerkjum hér innan veggja safnsins og var í árdaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.