Morgunblaðið - 23.09.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.09.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 27 Olof Palme fagnar sigri er úrslit lágu fyrir. Svipmynd af Olof Palme Loks langþráður kosninga sigur eftir fjóra ósigra Stokkhólmi. Frá (.udfinnu Kagnar.sdóltur, TrétUriUra Mbl. OLOF PALME, verðandi forsætisráðherra Svíþjóðar, er þekktasti stjórn- málamaður landsins. Eftir fjóra kosningaósigra vann hann loks langþráð- an sigur. En hver er hann Olof Palme, maðurinn og stjórnmálamaðurinn? Fullu nafni heitir hann Sven Olof Joachim Palme, fæddur í Stokkhólmi 30. jánúar 1927 og er því 55 ára gamali. Hann er alinn upp í borgaralegu, fínu heimili í einu af fínni hverfum Stokk- hólms. Faðir hans, Gunnar Palme, var forstjóri trygginga- fyrirtækis, dó þegar sonurinn var 6 ára en móðirin, Elísabeth, var af baltneskum aðalsættum og kaus Hægri flokkinn. Hún var kvenréttindakona og barðist fyrir rétti kvenna til atvinnu. Olof Palme byrjaði fimm ára gamall í Beskowska-skólanum, sem einnig var kallaður prinsa- skólinn. Hann lauk svo stúd- entsprófi sautján ára gamall með hæstu einkunn. Eftir tveggja ára herþjónustu þar sem hann var gerður að laut- inant var honum veittur styrkur til náms í Ohio í Banda- ríkjunum. Þaðan lauk hann phil. mag prófi. Lögfræðiprófi lauk hann svo 1951. Hann vann um tíma sem blaðamaður á Sænska dagblað- inu, var formaður stúdentaráðs frá 1952 til 1953 og varð svo rit- ari og aðstoðarmaður Tage Erlanders, fyrrverandi for- manns Jafnaðarmannaflokksins 1954. 1958 sat hann þing í fyrsta sinn og var síðan aðstoðarráð- herra frá 1963 til 1965. 1965 til 1967 var hann sam- göngumálaráðherra og 1967 til 1969 menntamálaráðherra. For- sætisráðherra varð hann svo 1969 og fram að falli stjórnar- innar 1976. Hann hefur svo verið formaður sænsku stjórnarand- stöðunnar síðan. Olof Palme er giftur. Kona hans heitir Lisbet og er 51 árs. Þau eiga þrjá syni, Joakim 24 ára, Mártin 21 árs og Matthías 14 ára. Samkvæmt upplýsingum þén- ar Olof Palme nálægt 300.000 sænskra króna á ári og býr í litlu raðhúsi í einni af útborgum Stokkhólms. Olof Palme þykir óhræddur og duglegur stjórnmálamaður og fáir núlifandi sænskir stjórn- málamenn er jafnþekktir erlend- is og hann. 1968 vakti Olof Palme athygli um allan heim þegar hann tók þátt í mótmælagöngu í Stokk- hólmi ásamt sendiherra N-Víet- nama til að mótmæla aðgerðum Bandaríkjamanna í Víetnam. Margir spáðu þá að það yrði stjórnmálalegur dauði hans, en kröfugangan varð í staðinn til að auka mjög hróður hans erlendis. Undanfarið hefur Olof Palme einnig unnið sem sáttasemjari í deilunni milli Iran og íraks. Kína: Ziyang fordæmir ísraela í ræðu á fundi með Thatcher Peking, 22. seplcmber. AP. ZHAO ZIYANG, forsætisráðherra Kína, fordæmdi ísraela harkalega í dag fyrir „fjöldamorð á saklausum palestínskum borgurum“ og krafðist þess, að ísraelar drægju herlið sitt strax til baka frá Líbanon. Ziyang flutti ræðu sína í hádeg- isverðarboði, sem haldið var Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, til heiðurs í dag. Þetta er lang harðorðasta yfirlýs- ing Kínverja í garð ísraela fram til þessa. Thatcher lagði við þetta sama tækifæri áherslu á að berjast gegn útþenslustefnu Sovétmanna og flutti langt erindi um gildi þess að vera í NATO. Ziyang ásakaði á hinn bóginn Bandaríkjamenn jafnt sem Sovétmenn. Ummæli hans í garð stórveldanna voru þó nánast kurteisleg í samanburði við þá útreið er Israelar fengu. Ziyang sagði um stórveldin, að togstreitan á milli þeirra væri orsök alls umrótsins í heiminum. Ókyrrðin í Líbanon kæmi í fram- haldi af hræðilegum styrjöldum í Kampútseu og Afhanistan og ef svona héldi áfram væri þess skammt að bíða að stórveldin færu í hár saman. Þau Thatcher og Ziyang ræddu saman í tvær klukkustundir í morgun um samskipti austurs og vesturs og heimsmálin almennt. Þau munu ræða saman um Hong Kong í fyrramálið. Bíræfnir „lík- kisturæningjar“ Kockhampton, Ástralíu, 22. september. AP. FIMM menn vom í dag ákærðir fyrir aó reyna aó stela seólakössum í vörslu flugfélags með þvi að koma sjálfum sér fyrir innan um varning í farangursrými þotu þess. Tilraun þeirra til að verða sér úti um tæplega 600.000 Banda- rikjadali var stöðvuð í gær þegar starfsmaður vöruafgreiðslu á flugvelli sá hvar hönd kom út úr stórum trékassa um borð í þotu ástralska flugfélagsins Trans Australian Airlines þegar verið var að ferma hana. Reyndist við- komandi vera orðinn nokkuð súrefnisþurfi og opnaði því kist- una. Lögreglan var strax kölluð á vettvang. Eftir yfirheyrslur yfir manninum og samráð við fleiri banka og flugfélagið var starfs- mönnum á þremur öðrum flug- völlum gert viðvart. Fundust þá þrjár líkkistur til viðbótar og í þeim menn, sem ætluðu um borð í vélarnar í sama tiigangi. Fimmti maðurinn var handtek- inn á flugvelli þar sem hann var að sækja um gám til leigu. STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI ULLARLEISTAR DÖKKBLÁIR (LOÐNIR INNAN) • VINNUFATNAÐUR LEÐURHANSKAR GÚMMÍHANSKAR VINNUFATNAÐUR SJÓFATNAÐUR REGNFATNAÐUR • KLOSSAR SVARTIR OG BRÚNIR KULDASKÓR REIMAÐIR, FÓÐRAÐIR GÚMMÍSTÍGVÉL HANDLUKTIR meö rafhlöðum VASALJÓS fjölbreytt úrval • OLÍUHANDLUKTIR OLÍULAMPAR 10, 15, 20 LÍNA • ARINSETT FÍSBELGIR VIÐARKÖRFUR • GÚMMÍSLÖNGUR ALLAR STÆRÐIR PLASTSLÖNGUR GLÆRAR MEÐ OG ÁN INNLEGGS SLÖNGU- KLEMMUR nota hinir vandlátu. Stæröir frá ’A“—12“. Einnig úr ryöfríu atáli. • SMERGELSKÍFUR STÁLSTEINAR VERKFÆRABRÝNI • HESSIANSTRIGI BÓMULLARGARN SÍSALTÓG HAMPTÓG VÍR- OG BOLTAKLIPPUR ÞJALIR MIKIÐ ÚRVAL TRÉRASPAR ÞJALABURSTAR TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL LOÐBOLTAR LÓÐBYSSUR, LÓÐTIN VELATVISTUR í 25 KG BÖLLUM HVÍTUR OG MISL. GRISJUR í RÚLLUM SKÓFLUR alla konar JÁRNKARLAR 3 atærðir JARÐHAKAR SLEGGJUR • SNJÓSKÓFLUR SNJÓÝTUR KLAKASKÖFUR • SMUROLÍU- KÖNNUR RÖRAKÍTTI RÖRAÞÉTTIBÖND TJÖRUHAMPUR PLÖTUBLÝ • MODEL GIBS í 25 kg. pk. AXAR- HAKA- HAMARS- SLEGGJU SKÓFLU HICKORY- SKÖFT BILSKURSLAMIR, GALV. HLIÐLAMIR, GALV. HLIÐLOKUR, GALV. DRAGLOKUR, GALV. KOPARSKRÁR KOPARHÚNAR YALE KRAFT- BLAKKIR % TONN Vh TONN 3TONN VIRKÖRFUR PLASTKÖRFUR Ananaustum SÍMI 28855. Opið laugardag 9—12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.