Morgunblaðið - 23.09.1982, Page 30
30
'MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982
Biskup íslands á samúðarstund vegna Líbanon: %
Lausnin er gagnkvæm
afvopnun stórþjóðanna
Stríð eða vald leysir ekki deilur Araba og Israelsmanna
Hér á eftir fer ávarp biskups-
ins yfir Islandi, herra Péturs Sig-
urgeirssonar, á samúóarstund
sem stjórnmálaflokkarnir geng-
ust fyrir við Alþingishúsið, síð-
degis í gær, vegna nýlegra at-
burða í Líbanon.:
Kæru áheyrendur!
Þenar fulltrúar þingflokka Al-
þingis fóru þess á leit við mig, að
ég hefði hér orð fyrir okkur á þess-
ari stuttu samúðarstund, komu orð
Guðmundar skólaskálds þegar upp
í huga minn:
Friðarins Guð, in hæsta hugsjón
mín,
höndunum lyfti eg í bæn til þín!
Tilefni þess, að við söfnumst hér
saman, er þjóðarsorgin, sem í dag
ríkir suður í Líbanon, í því fagra
landi, þangað sem menn fyrr leit-
uðu hvaðanæva til hvíldar og
hressingar.
Nú ríkir þar böl og sorg. Þaðan
berast kveinstafir af völdum morð-
ingja og árásarmanna, sem heyr-
ast um heim allan.
Hér stöndum við til þess að láta
í ljós samstöðu okkar með líbönsku
þjóðinni og til að votta samúð öll-
um þeim, sem orðið hafa að ganga
í gegnum ósegjanlegar þjáningar.
Hvað veldur þessum ósköpum,
spyrjum við og erum sökum tækni
og fjölmiðla daglega heyrnar- og
sjónarvottar að því, sem er að ger-
ast. Einn er það í dag og annar á
morgun, sem yfirgengur skilning
okkar í því að beita ofbeldi og
valda blóðsúthellingum. Nú kemyr
ógnin og skelfingin frá ísrael, sem
okkur hefur áður virst, að ætti í
vök að verjast.
I Biblíunni er oft tekið svo til
orða: Þeir gerðu það, sem illt var í
augum Drottins. Það, sem nú síð-
ast hefir gjörst illt í Líbanon og
Beirút með valdi hernaðarátaka
ríkisstjórnar ísraelsmanna, hefur
snúið samúð með þeim í andúð
gegn þeim. Fjöldamorðin í flótta-
mannabúðum, sem er endurtekin
sorgarsaga þessarar hrjáðu ver-
aldar, eru ódæðisverk, sem vakið
hafa óhug og hryggð um heim all-
an.
Hvers vegna eru þessi illvirki
framin?
Nú spyr allur heimurinn þessar-
ar spurningar. Ég stend ekki hér
til þess að dæma einn eða neinn,
hvorki menn eða þjóðir. En sár er
tilfinning hjartans með þeim, sem
misþyrmt er, og einörð andstaðan
gegn þeim, er slíku valdi beita.
Að fordæma böl og synd heims-
ins er einfalt mál, en lækningin til
friðar og farsældar hefur reynst
þeim mun torveldari.
„Stríð eða vald getur aldrei leyst
deilu araba og Israelsmanna,"
sagði friðarsinninn og píslarvott-
urinn Anwar Sadat. Hann var
hetja friðar og sátta og sá tvennt í
vandamálinu fyrir botni Miðjarð-
arhafs.
I Að ofbeldi ieysti ekki vandann.
II Að arabar þyrftu frið til þess
að byggja upp efnahagskerfi sitt.
Eitt færir þessi sorgardagur
stríðandi þjóðum og mönnum heim
sanninn um: Á vandamáli araba og
Israelsmanna er engin önnur lausn
til, en að þeir fái að lifa saman og
friðmælast í landinu, sem þeir báð-
ir „hálfbræðurnir" hafa átt í sam-
einingu. Þeir geta gert það, eins og
komið hefur í ljós að bestu og
reyndustu manna yfirsýn. Sá Guð,
sem eigi fer í manngreinarálit,
hefir birt þar vilja sinn, sem tekur
af öll tvímæli.
Þá opinberun fékk postullinn, er
hann var staddur hjá „heiðingjan-
um“ Korneliusi er hann skírði í
Sesareu og sagði:
„Sannlega skil eg nú, að Guð fer
ekki í manngreinarálit. Hann tek-
ur opnum örmum, hverjum þeim,
sem óttast hann og ástundar rétt-
læti, hverrar þjóðar sem er. (Post.
10, 34, 35.)
Megi þetta forna sannmæli, sem
leyst getur óvild og deilur þjóð-
anna, verða nýr sannleikur til eft-
irbreytni á tuttugustu öldinni eins
og þeirri fyrstu.
Oft var þörf, en nú er nauðsyn að
menn taki sinnaskiptum, og heims-
drottnar þessa myrkurs hætti að
láta aðra kenna á valdi sínu.
Það er kominn tími til þess, að
menn sjái, að illvirkin eru keðju-
verkandi rétt eins og góðverkin.
Svarið við spurningu listaskáldsins
góða, hvort við göngum götuna
fram til góðs, veltur á því hvort
það er illt eða gott sem í dag bind-
ur okkur fortíð og framtíð.
Heimurinn þarf að losna úr þeim
vitahring, sem hann er kominn í
með vigbúnaðarkapphlaupi sínu.
En hann losnar aldrei úr þeim
heljargreipum nema friðarsátt og
afvopnun verði gagnkvæm milli
stórþjóðanna, og hvar sem menn
hervæðast með kjarnorku og ann-
arri drápstækni. Mannkynið hefir
of lengi verið á villimannastigi til
þess að halda enn áfram á sömu
braut. Hvað ógnir stríðs og her-
væðingu snertir má engum leyfast
það, sem leitt getur af sér þær
ógnir og skelfingar, sem líbanska
þjóðin verður nú að þola.
í Líbanon örlar á sátt og sam-
lyndi, sem er vonarneisti í öllu því
böli sem þar gengur yfir. Hin stríð-
andi öfl gátu sameinast um kjör
hins nýja forseta, sem þar var kos-
inn í gær. Og hanu bað stuðn-
ingsmenn sína, að bregða út af
þeirri venju að skjóta af byssum
sínum upp í loftið.
Ef í stað byssuskota stíga bænir
upp til Guðs, þá er skrefið stigið í
áttina til hjálpar. Sýnt er, að
mannlegur máttur megnar ekki að
koma þeim friði á, sem þarf að
verða og menn af öllum þjóðum og
kynkvíslum þrá.
Við skynjum það, að þörf er á sam-
stillingu í ákalli ti! hins hæsta höf-
uðsmiðs himins og jarðar, hverju
nafni, sem við nefnum hann, Guð
ilerra biskup Pétur Sigurgeirsson
hins góða vilja. Hann lætur okkur
lífi halda.
Með þeirri bæn vil ég í Jesú
nafni enda þessi orð mín og samúð-
arkveðju til líbönsku þjóðarinnar
og lýsa um leið samstöðu með öll-
um sem þjást af völdum stríðs,
ofbeldis og haturs í Guðs fögru
veröld. Að kristnum skilningi biðj-
um við bæði fyrir ofsækjendum og
undirokuðum, þeim sem ógæfu
valda og sem hana verða að þola.
Biðjum um frið, réttlátan varan-
legan frið á jörðu.
Friðarins Guð, in hæsta hug-
sjón mín
höndunum lyfti eg í bæn til þín.
Við munum nú að lokum eiga
hér þagnar og bænarstund í tvær
mínútur þar sem við hugsum og
biðjum um líkn öllum hrjáðum og
hryggum — með samúðarkveðju til
þeirrá hvar sem þeir eru staddir.
Það er íhugunarefni á þessari
þagnarstund, sem séra Matthías
Jochumsson orti í sálminum Faðir
andanna:
Sælu njótandi
sverðin brjótandi
faðmist fjarlægir lýðir.
Guðsríki drottni
dauðans vald þrotni
komi kærleikans tíðir.
Ingvaldur Asgeirsson, formaður Utvegsmannafélags Hornafjarðar:
Síldarverðið bókstaf-
lega alveg óviðunandi
Á SAMEIGINLEGUM fundi útgcrðarmanna og sjómanna á Höfn í
Hornafirði i gær var ákveöið að halda til veiða í kjölfar þess, að síldarverð
var ákveðið á þriðjudag. 38 fundarmanna greiddu atkvæði með því að
haldið yrði til veiða, 17 voru á móti og 40 sátu hjá. Síldveiðar í reknet
mátti hefja þann 15. september síðastliöinn, en sjómenn ákváðu að halda
ekki til þeirra veiða fyrr en verð
hringnót þann 20. þessa mánaðar,
af fullum krafti.
Ingvaldur Ásgeirsson, formaður
Útvegsmannafélags Hornafjarðar,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að jafnframt hefði fundurinn mót-
mælt nýákveðnu síldarverði, sem
fundarmönnum fannst bókstaf-
lega alveg óviðunandi. Það sýndi
sig bezt í því, að til að fiska upp í
hásetatryggingu með orlofi þyrfti
101 lest á mánuði, en á síðustu
vertíð hefði þurft 86 lestir til hins
sama. Því þyrfti 15% meiri afla nú
en í fyrra til að ná hásetatrygg-
i verið akveðið. Þa hofust veiðar i
þannig að nú eru síldveiðar að hefjast
ingu. Ef laun sjómanna og verka-
fólks í landi væru síðan borin
saman, kæmi í ljós að verkafólk
við síldarverkun í landi hefði feng-
ið 41% hækkun á launum, en þessi
síldverðshækkun kæmi sem 31%
launahækkun til sjómanna og út-
gerðarmanna. Hjá yfirnefnd verð-
lagsráðs sjávarútvegsins væri gef-
ið upp, að verðið hefði hækkað um
37%, en inni í því væri breytt
stærðarflokkun, það er að stærsti
flokkurinn hækkaði úr 32 senti-
Fyrirlestur um raftónlist
HOLLENSKA tónskáldið Ton de Leeuw heldur fyrirlestur í Norræna húsinu
klukkan 17.00 í dag. Mun hann meðal annars fjalla um elektróníska tónlist,
sem kölluð hefur verið raftónlist á íslensku. Þá verður verk hans „Clair
Obscur" flutt af segulbandi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
Ton de Leeuw er velþekkt tón-
skáid. Hann hefur lengi kennt
tónsmíðar við Tónlistarháskólann
í Amsterdam og var skólastjóri
skólans 1971 til 1973. Þrír íslend-
ingar hafa lært hjá honum tón-
smíðar, þeir Gunnar Reynir
Sveinsson, Jónas Tómasson og
Snorri Sigfús Birgisson.
metrum í 33. Þessi breyting þýddi
6% lækkun fyrir sjómenn og út-
gerðarmenn, þess vegna kæmi að-
eins 31% til þeirra. Þá mætti
benda á það, að almennt fiskverð
hefði hækkað um 67% á sama
tíma.
„Okkur finnst undarlegt, að
kaupendur skuli ekki geta tekið
gengismálin inn í sína ákvörðun.
Til dæmis komu þau mál þannig
út hjá þeim í fyrra, að dollarinn
lækkaði um 31% á tímabilinu frá
því að byrjað var að selja síldina
og þar til síðasta tunnan var farin.
Þetta þýddi því 24,8% hækkun að
jafnaði á hverja tunnu í íslenzkum
krónum.
Fyrir utan þetta er reknetakvót-
inn skertur verulega. í fyrra vor-
um við með 43% af heildarafla, en
nú eru teknar af okkur 4.000 lestir,
við vorum með 18.000 en fáum að-
eins 14.000 nú. Þannig að þar er
líka verið að ráðast á okkur. Síðan
er 450 lesta hámarksafli á hvern
reknetabát, þannig að ef báta-
fjöldanum er deilt í kvótann koma
aðeins 200 lestir í hlut hvers báts.
Það er lítil afkoma af því, bæði
fyrir sjómenn og útvegsmenn,
þegar það tekur kannski rúma
viku að standsetja bát og ganga
frá í lok vertíðar," sagði Ingvald-
ur.
Tónleikar
1 Neskirkju
TÓNLEIKAR á vegum Ung Nordisk
Musik Festival verða í Neskirkju í
kvöld og hefjast klukkan 20.30.
Þessi verk verða flutt: Trio fyrir
tvær klarinettur og víbrafón eftir
Anders Brödsgaard, String Song,
fyrir strengjakvartett, eftir John
Frandsen, Húm, fyrir óbó, básúnu
og selló eftir Hilmar Þórðarson,
Equale, fyrir fjögur horn og
áslátt, eftir Tapani Lánsiö, Fysisk
forvirring, fyrir messósópran og
kammersveit, eftir Anders Nord-
entoft, og Impromptu, fyrir tvo
sóprana, messósópran og kamm-
ersveit, eftir Rolf Wallin.
Upplagstalan
óákveðin
I Morgunblaðinu í gær var skýrt
frá útgáfu nýrra frímerkja, sem
gefin verða út í sérstakri blokk til
styrktar m.a. frímerkjasýningu,
sem fyrirhugað er að halda hér-
lendis. í fréttinni var frá því skýrt
að upplag merkjanna væri ein
milljón. Svo er ekki, heldur er upp-
lagið óákveðið. Merkin verða seld
fram til 1. apríl 1983, en þá verður
sá hluti upplagsins, sem óseldur
verður, eyðilagður.
Oheimil
myndbirting
SÍÐASTLIÐINN miðvikudag birt-
ist í Mbl. þýddur greinarstúfur um
rafmagnstroll, sem Vestur-Þjóð-
verjar hafa verið að reyna að und-
anförnu, og fylgdu honum tvær
myndir, báðar teknar upp úr bók-
inni Veiðar og veiðarfæri eftir
Guðna Þorsteinsson, sem Al-
menna bókafélagið gaf út 1980.
Þar sem ekki var leitað leyfis fyrir
myndbirtingunni vill þýðandinn,
af gefnu tilefni, biðja hlutaðeig-
endur velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Sveinn Sigurðsson.
Haust- og
vetrar-
tízkan í
Blómasal
FYRSTA kvöldskemmtun
haustsins \ Blómsal Hótel
Loftleiða verður næstkom-
andi föstudagskvöld, 24.
september.
Módelsamtökin munu sýna
nýjustu haust- og vetrartízk-
una frá Kjólaversluninni Elsu
og glæsilegan náttfatnað frá
Artemis. Herradeild P&Ó
kynnir nýjustu karlmanna-
tízkuna. Þá verður einnig
snyrtivörukynning í forsal
Blómasalarins.
Sigurður Guðmundsson mun
leika létt lög á píanó.
Gestum er boðið upp á hið
vinsæla kalda borð Blómasal-
arins en að sjálfsögðu geta
þeir sem vilja valið sér rétti af
matseðli hússins.
Efnt verður til happdrættis
meðal matargesta og dregið
um glæislega vinninga.
Kynnir og stjórnandi
kvöldsins verður Hermann
Ragnar Stefánsson. *
(Fréttatilkynning.)