Morgunblaðið - 23.09.1982, Page 35

Morgunblaðið - 23.09.1982, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1S82 Minning: Jóna Þorbjgrnar- dóttir frá Ulfarsá Fædd 1. nóvember 1897 Dáin 14. september 1982 Mín kæra frænka, Jóna Þor- bjarnardóttir, eða Jóna á Úlfarsá eins og ég þekkti hana löngum, er látin, og verður útför hennar gerð í dag frá Lágafellskirkju. Jóna Þorbjarnardóttir var fædd að Lágafelli í Mosfellssveit hinn 1. nóvember 1897, og var hún því tæpra 85 ára, er hún lézt. Foreldr- ar hennar voru hjónin Þorbjörn Finnsson, ættaður frá Álftagróf í Mýrdal, og Jónía Jónsdóttir, fædd í Elliðakoti í Mosfellssveit, en móðurætt sína rakti hún austur á Síðu. Þorbjörn Finnsson var löng- um kenndur við Ártún við Elliða- ár, þar sem hann bjó um margra ára skeið, eða frá 1906 til 1930, og þar ólst Jóna upp í foreldrarhús- um fram yfir tvítugsaldur. Ártún var á þeim árum nokkurs konar biðstöð fjárrekstrarmanna austan úr sveitum, sem ráku fé til slátr- unar í Reykjavík. Voru Elliðaár- hólmar gjarnan notaðir til geymslu fjárins og hefur þá oft verið þröngt setinn bekkurinn í Ártúni. Kom það ósjaldan fyrir, að heimilisfólkið allt vék úr rúm- um sínum fyrir örþreyttum ferða- mönnum, sem þar gistu og þáðu beina og ærinn starfi var þeim þá á höndum, húsfreyju og heima- sætum í Ártúni. Jóna Þorbjarnardóttir var glæsileg og falleg kona, og ís- lenzka búninginn, sem hún klædd- ist alla tíð, bar hún af slíkri reisn og þokka, að þar hafa aðrar ekki gert betur. Og ekki mun hún síður hafa verið fögur og heillandi ung stúlka með sitt fallega bros og hlýja viðmót. Hef ég fyrir satt, að þau hafi verið ófá hjörtu ungra bændasona, ekki aðeins úr Mos- fellssveitinni heldur einnig af Kjalarnesi og úr Kjós, sem tóku að slá hraðar þegar Jóna birtist, og víða að komu ungu mennirnir á ungmennafélagsböllin í Lestrarfé- lagshúsinu að Lágafelli í þá tíð, er Jónu var von þangað. En hugur og hjarta Jónu voru þá þegar bundin og framtíð henn- ar ráðin. Þorbjörn í Ártúni byggði hús á jörðinni skömmu eftir komu sína þangað, og stendur enn íbúð- arhús það, er hann lét reisa fyrir rúmum 70 árum. Að smíði þessa húss vann þá ungur og glæsilegur smiður, Jón Guðnason, bóndason- ur frá Breiðholti í Mosfellssveit. Þau Jóna og Jón felldu hugi sam- an og voru gefin saman í hjóna- band hinn 24. desember 1920. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau Jóna og Jón í Reykjavík, þar sem Jón stundaði smíðar. Þar fæddust elztu synirnir tveir: Þor- björn, bifreiðarstjóri, kvæntur Vi- beke Jónsson, og Sverrir, járn- smíðameistari, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur. Árið 1926 ventu þau hjón kvæði sínu í kross og hófu búskap að Úlf- arsá í Mosfellssveit, og var sá staður alla tíð síðan tengdur nafni þeirra. Þar bættust þrjú börn í' hópinn: Páll, járnsmíðameistari og framkvæmdastjóri Meitilsins í Þorlákshöfn, kvæntur Jóhönnu Þorbjarnardóttur, Sólveig, gift Páli Bjarnasyni prentara, og Guðni Gunnar, trésmíðameistari, kvæntur Ingibjörgu Gunnarsdótt- ur. Árið 1930 brugðu þau Þorbjörn og Jónía búi í Ártúni og fluttust til dóttur sinnar og tengdasonar að Úlfarsá. Hafði Jón þá aukið við og endurbætt húsakynnin á staðn- um, og var þar rúmt um alla á þeirra tíma mælikvarða. Dvöldust þau hjónin hjá þeim Jónu og Jóni það sem eftir var ævinnar, um 18—19 ára skeið, og var þeim búið róiegt og þægilegt ævikvöld hjá umhyggjusamri og ástríkri dóttur og tengdasyni. Þorbjörn frá Ártúni var orð- lagður dugnaðarmaður og honum var allt annað en iðjuleysi í hug, er hann fluttist að Úlfarsá. Tók hann til óspilltra málanna við bústörfin og létti þannig mikið undir með Jóni, sem brátt tók aft- ur til við smíðastörfin að hluta og sótti þau til Reykjavíkur. Fór svo að lokum, að þau Jóna og Jón sáu sér hag í því að bregða búi og flytjast á ný til Reykjavíkur. Árið 1944 festu þau kaup á húseign að Langholtsvegi 67 og bjuggu þar allan sinn búskap eftir það. Heimili jæirra Jónu og Jóns, bæði að Úlfarsá og við Lang- holtsveginn, einkenndust af glað- værð og fjöri, sem þau hjónin bæði ásamt börnunum sínum öllum voru samtaka um að skapa. Og þegar barnabörnin og barna- barnabörnin komu, áttu þau hauka í horni og góða félaga þar sem voru amma og afi. Var hrein unun að koma í heimsókn á Lang- holtsveginn á hátíðastundum, þeg- ar öll fjölskyldan var saman kom- in. Þar var kynslóðabilið aldrei til og þar ríkti hin sanna hamingja. Jóna missti mann sinn í janúar 1968 og eftir það bjó hún ein í íbúðinni á Langholtsveginum. En ástvinirnir voru aldrei langt und- an, því að í kjallara hússins er lítil íbúð, sem barnabörnin hafa haft til afnota. Naut Jóna þess alla tið að hafa þau í nánd við sig. Þorbjörn, elzti sonur Jónu, lézt um aldur fram á síðasta ári, að- eins 59 ára að aldri. Var það mikið áfall fyrir móðurina, en hún bar harm sinn í hljóði eins og fólki af hennar kynslóð er tamt. Jóna var svo lánsöm alla ævi að halda óskertri sinni skýru hugsun og óskeikula minni. Furðaði ég mig oft á því hve vel hún fylgdist með öllu, sem gerðist í kringum hana, til hins síðasta, jafnvel er ég heimsótti hana fyrir örfáum dög- um í sjúkrahúsið, þar sem hún lá helsjúk sína hinztu legu. Og nú er Jóna frænka mín öll. Henni var vel ljóst síðustu mánuð- ina, hvert stefndi, og hún var sátt við sitt hlutskipti. Hún hafði skil- að giftudrjúgu ævistarfi og bros- andi tók hún örlögum sínum. Og áreiðanlega dvaldist hugurinn löngum hjá hennar ástkæra eig- inmanni, Jóni, því að myndin af honum stóð alltaf á náttborðinu, hvort sem hún var heima á Lang- holtsvegi, á hjúkrunarheimilinu eða á sjúkrahúsinu. Nú hafa þau sameinazt aftur handan þessa lífs. Mig langar með þessum fáu orð- um að kveðja frænku mína og þakka henni samfylgdina. Eftirlif- andi börnum hennar, þeim Sverri, Páli, Sólveigu og Gunnari, börnum þeirra og barnabörnum votta ég mína innilegustu samúð. Þorbjörn Karlsson MITSUBISHI Sýningartími á hverjum stað verður auglýstur í útvarpinu Akranes Borgarnes Vegamót - Snæfellsnesi Ólafsvík Stykkishólmur Skriöuland í Saurbæ Búðardalur Staðarskáli Hvammstangl Víðlhlíð Skagaströnd Blönduós varmahlíð Sauðárkrókur HOfSÓS Siglufjörður Ólafsfjörður Dalvík Akureyri Reykjahlíð Húsavík Seyðisfjörður Egilsstaðir Reyðarfjörður Neskaupstaður Eskifjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Hornafjörður Fagurhölsmýri Kirkjubæjarklaustur Vík Hvolsvöllur Hella Selfoss Flúðir Hveragerði Þorlákshöfn Crindavík Keflavík ísafjörður Bolungarvík PAJERO JEPPI L-200 PICK-UP BILHLJOMTÆKI TIL SÝNIS í BÍLUNUM IhIHEKIAHF bJ 170 -172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.