Morgunblaðið - 23.09.1982, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.09.1982, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 Ast er... ... ad gleyma skrefataln- ingunni. TM R*o U S Pal Off —»11 rights reservod • 1962 Los Angetes Tunes Syndicate llvað er þetta. — Ég hélt að konan mín hefði komið hingað vegna gallsleinaka.st.s? HÖGNI HREKKVISI • i?A& tlNS 60TT AÐ (//£) SETTUM SPREH6JU i fMFA/A/eMyUNlp.» „Þegar síldin var drepin upp og fiskur stórféll í verði erlendis, í tíð viðreisnarstjórnarinnar, þí tók stjórnin þá gæfuríku ákvörðun að virkja Þjórsá við Búrfell og nota vatnsflaum árinnar til að mala gull i þjóðarbúið, sem hún hefir gert með miklum glæsibrag alla tíð síðan. Ekki vantaði þó hrakspárnar í íshræðslukjaftæðið frá úrtölumönnum vinstriflokkanna.“ Náttúruvernd á villigötum Ingjaldur Tómasson skrifar: „Hér á landi hefir náttúruvernd verið rækt um árabil og Náttúru- verndarráð var stofnsett með lög- um frá Alþingi. Með þeim lögum má segja að ráðið fái stöðvunar- vald yfir öllum meiriháttar fram- kvæmdum er spilltu umhverfi að áliti ráðsins. Náttúruverndarráð hefir sýnt valdsvið sitt yfir flest- um stærri virkjunarframkvæmd- um. Líka hefir það ásamt heilsu- verndarstofnunum ríkisins ham- ast árum saman gegn meintri stórmengun frá Alverinu í Straumsvík. Svonefnd náttúruverndarsam- tök, bæði hér á Faxaflóasvæðinu og þó sérstaklega norðanlands, hafa unnið það helst til síns ágæt- is að stöðva eða draga á langinn um árabil alla orkuvirkjun norðan fjalla. Stjórn Laxárvirkjunar var neydd til þess, bæði með ofbeldi og ofbeldishótunum, að hætta við virkjun III. Fyrir þetta voru norð- anmenn verðlaunaðir með því að skylda alþjóð til að gefa þeim fokdýran laxasiiga. Þetta var orsök þess að ráðist var í Kröflu- virkjun. Hún brást vegna náttúru- hamfara sem enginn ga.t séð fyrir. Og nú er verið að fikta við rándýr- ar boranir þarna með lakasta ár- angri frá upphafi borana hér. Það er engu líkara en Krafla eigi að verða tilraunastöð eða eint konar atvinnubótavinna fyrir Norðlend- inga. Og svo hamast orkuyfirvöld við að leggja fokdýra langhunda um landið, þar sem óhemjuorka tap- ast í flutningi (spennufall). Þessi langhundapest er áreiðanlega bú- in að kosta þjóðina eins mikið og 3—4 stórvirkjanir. Öll afskipti nú- verandi og fyrrverandi vinstri- stjórna af orkumálum eru stór- hneyksli og ættu engum að koma á óvart, því að bæði Framsókn og Alþýðubandalag hafa ætíð barist af hörku gegn allri orkubeislun hérlendis. Þegar síldin var drepin upp og fiskur stórféll í verði erlendis, í tíð viðreisnarstjórnarinnar, þá tók hún þá gæfuríku ákvörðun að virkja Þjórsá við Búrfell og nota vatnsflaum árinnar til að mala gull í þjóðarbúið, sem hún hefir gert með miklum glæsibrag alla tíð síðan. Ekki vantaði hrakspárnar og ís- hræðslukjaftæðið frá úrtölu- mönnum vinstriflokkanna. Nátt- úruverndarráð og svonefnd nátt- úruverndarsamtök eru líka sami grauturinn í sömu skálinni. Þetta er kommúnisminn sem er búinn að gjörspilla öllu þjóðlífi íslend- inga gegnum ríkisfjölmiðlana, listamanna- og rithöfundasamtök- in og öskurtónlistina, til að múg- sefja yngri kynslóðina. Allir eiga að hætta að hugsa, aðeins kok- gleypa „fagnaðarboðskap" komm- únismans hráan. Og segja má að þjóðin finni nú andblæ hans leika um sig, því að fátt ber sig fjár- hagslega nema þá helst brenni- vínsskemmtanir og sölumennsku- æðið út um heim allan. Það er annars skrýtið þjóðfél- agsástand, sem vinstristefnan er búin að skapa. Ef við færum að nota okkar innlendu orku, t.d. í samgöngum, og bensínnotkun yrði lítil, þá myndi ríkið missa hinn mikla bensín- og olíuskatt, sem nú rennur beint í ríkissjóð. Ríkishítin er orðin svo útbelgd af nefnda-, ráða- og stofnanafargani, að hinar gífurlegu tolltekjur og svimháu skattar duga hvergi til, svo að stórfelld og stöðugt vaxandi er- lend lán þarf að taka til að brúa bilið. Þessu ástandi mætti helst líkja við fjallgöngumann í ógöng- um, sem hvorki kemst upp né niður. Svo ég víki aftur að náttúru- verndarmálum, þá sé ég ekki ann- að en þau séu bæði hápólitísk og á villigötum. Til dæmis fuglafriðun- armál. Eg er nýkominn frá æsku- stöðvum mínum í Flóanum. Það má segja að þar hafi verið stöðug farfuglahljómkviða um varptím- ann, þegar ég var ungur. Nú er varla hægt að segja að nokkurt fuglalíf sé þar. Fækkun „vorboð- ans Ijúfa", heiðlóunnar, er hrika- leg, varla að nokkur sjáist nú. Það mátti segja að hún fyllti hvern sleginn túnblett og feiknastórir hópar svifu um loftin, þegar hún var að búa sig undir brottförina. Svipað má segja um fjölmargar aðrar fuglategundir. Ég er nærri viss um að bæði fuglafræðingum og stórum hluta hinnar skemmtanasjúku íslensku þjóðar er nákvæmlega sama hvort nokkur heiðlóa lifir á okkar landi eður ei. En það eru til ránfuglar, sem fjölgar gífurlega. Það er bæði svartbakur ( sem er vel alinn á fiski og sláturúrgangi) og sílamáv- urinn. Þegar talað er um nauðsyn þess að fækka svartbaknum er fyrst eins og komið sé við hjarta fuglafræðinga og ýmissa náttúru- verndarmanna. En sjálfsagt er talið að gera út heilan her byssu- manna vélvæddan bæði torfæru- bílum og vélsleðum til að strá- drepa „vetrarperlu" hálendisins, rjúpuna. Og nú er rósin í hnappagati bændaforustunnar, minkurinn, kominn í hverja einustu sveit á Islandi. Tveimur samtölum við fuglafræðing man ég eftir í út- varpi. Spurt var um það, hvort minkurinn eyddi ekki öllu lífi ef hann kæmist í æðarvarp, og svarið var: Jú, hann drepur hvern einasta fugl, en það gerir bara ekkert til þótt æðarfuglinn venjist af þeim ósið að hópast saman en dreifi heldur úr sér um varptímann. Síð- ar var spurt hvort minkurinn væri ekki ofveiddur. Svarið var að hann væri ofveiddur við Mývatn! Ýmsir náttúrufræðiforustumenn telja að minkurinn hafi unnið sér þegnrétt í landinu, rétt eins og erlendir menn sem fengið hafa íslenskan ríkisborgararétt. Mikið ramakvein var rekið upp, þegar ákveðið var að stemma stigu við offjölgun sela vegna orma í þorskfiski. Mjög var átalið að sel- urinn var ekki nýttur og jafnvel talin hætta á að blessaður örninn væri í hættu vegna ofáts úldinna selskrokka. En ekki er minnst á hin gífurlegu verðmæti sem kast- að er frá togurum (lifur, hrogn). Eða hið mikla magn hrognkelsa, sem kastað er. Minni á allt óhreinkað frárennsli Faxaflóa- svæðisins, sem ýmist blandast sjónum eða liggur í rotnandi haugum við útföllin. Geta mætti olíubrákarinnar sem blasir við öll- um, er ganga um ströndina á góð- viðrisdögum. Okkur er kennt að maðurinn eigi að stjórna lífríki jarðar og koma í veg fyrir að nokkru dýri offjölgi svo mjög að önnur séu í útrýmingarhættu. Það er vissu- lega engin skemmtun að aflífa jafnvel húsdýr, sem okkur þykir vænt um. En við hér á norður- hjara getum ekki án þess lifað." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðcina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Nérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.