Morgunblaðið - 23.09.1982, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 23.09.1982, Qupperneq 48
rs _ ^skriftar- síminn er 830 33 ""^Viiglýsinga- síminn er 2 24 80 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 Dr. Kristján Eldjárn jarð- sunginn í dag Sjónvarpad og útvarp- að beint frá athöfninni I)K. KRISTJÁN Kldjárn. fyrrver- andi forseti íslands, verður jarð- sun)>inn frá llómkirkjunni í Reykja- vik í dag og hefst alhöfnin klukkan I4.IM1 Kiskup fslands, herra Pétur Si|furjreirsson, jarðsyngur, séra Þórir Stephensen dómkirkjuprestur flytur rilningarorð og dómprófastur, séra Olafur Skúlason, flytur bæn. I>á munu aðrir prestar Keykjavíkurpró- fastsdæmis verða víðstaddir útför- ina. Sjónvarpað og útvarpað verður beint frá athöfninni. Sjónvarp hcfst klukkan 13.55, en þá mun Magnús Bjarnfreðsson flytja formála, þar sem athöfninni verð- ur lýst. Mun hann kynna hvaða sálmar verða sungnir og hvernig athöfninni verður hagað á allan hátt. Framleiðsla hófst í gær hjá Siglósíld Siglufirði, 22. maí. FRAMLEIÐSLA á gaffalbitum i Siglósíld hófst í dag og er nú fram- leitt fyrir Kússlandsmarkað. Nú hef- ur meiripartur þeirrar rækju sem keypt var hingað á sínum tíma verið seldur. Rækjan fór til Akureyrar og Reykjavíkur, en hér eru um 50 tonn eftir. — Matthias „Illvirkin eru keðjuverkandia * — sagði biskup Islands í ávarpi sínu á samúðarstund vegna atburðanna í Líbanon 1.500 til 2.000 manns komu, að sögn lögreglunnar, á samúðar- stund, vegna nýlegra atburða í Líb- anon sem stjórnmálaflokkarnir gengust fyrir við Alþingishúsið síð- degis i gær. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, flutti ávarp. Hann sagði m.a.: „Tilefni þess að við söfnumst hér saman er þjóðar- sorgin sem í dag ríkir suður í Líb- anon, i þvi fagra landi, þangað sem menn fyrr leituðu hvaðanæva til hvíldar og hressingar. Nú ríkir þar böl og sorg. Þaðan berast kvein- stafir af völdum morðingja og árásarmanna, sem heyrast um heim allan. Hér stöndum við til þess að láta í Ijós samstöðu okkar með líbönsku þjóðinni og til að votta samúð öllum þeim, sem orðið hafa að ganga í gegnum ósegjan- legar þjáningar.** Síðar í ávarpi sínu sagði bisk- up: „Það er kominn tími til þess að menn sjái að illvirkin eru keðjuverkandi, rétt eins og góð- verkin,“ og einnig „heimurinn þarf að losna úr þeim vítahring, sem hann er kominn í með víg- búnaðarkapphlaupi sínu. En hann losnar aldrei úr þeim helj- argreipum nema friðarsátt og afvopnun verði gagnkvæm milli stórþjóðanna og hvar sem menn hervæðast með kjarnorku og annarri drápstækni." Biskup endaði ávarp sitt með því að vitna í sálm séra Matthí- asar Jochumssonar, Faðir and- anna, og bað menn að eiga tveggja mínútna þagnar- og bænarstund þar sem hugsað og beðið yrði um líkn öllum hrjáð- um og hryggum — með samúð- arkveðju til þeirra, hvar sem þeir eru staddir. Fylkingin efndi til mótmæla- göngu af fundinum að banda- ríska sendiráðinu og fóru nokkr- ir fundarmenn í þá göngu. Við sendiráðið var afhent mótmæla- yfirlýsing. Ávarp herra Péturs Sigurgeirs- sonar er birt í heild á bls. 30 í Mbl. í dag. Síldveiðar hafnar frá Hornafirði SJOMENN og útgeröarmenn á Höfn i liornafirði ákváðu á fundi sínum í gær að hefja reknetaveiðar eftir að síldarverð hafði verið ákveðið. At- kvæði með því að halda til veiða greiddu 38, 17 voru á móti og 40 sátu hjá. Jafnframt voru fundarmenn sammála um að verðið væri alveg óviðunandi og fæli í sér verulega kjaraskerðingu fyrir útgerðarmenn og sjómenn. í samtali við Morgun- blaðið sagði Ingvaldur Ásgeirsson, formaður lltvegsmannafélags Horna- fjarðar, að nú þyrfti hvert skip að afla 101 lestar á mánuði í stað 86 á síðustu vertíð til að hafa fyrir háseta- tryggingu og orlofi. Sjá viðtal við Ingvald Ás- geirsson á bls. 30. Fiskvinnslunni var heitið 2% gengissigi „ÞESSI 4% fiskverðshækkun verður ekki bætt á nokkurn annan hátt en með gengislækkun, sem nemur um 2% eða sambærilegri kostnaðarlækkun. Við teljum okkur hafa loforð fyrir gengissigi og það mjög fljótlega. Okkur var lofað því að þessi hækkun yrði bætt að fullu og það verður ekki gert á annan hátt,“ sagði einn af fulltrúum fiskvinnslunnar er Morgunblaðið innti hann eftir því, hvernig fiskverðshækkunin yrði bætt. Viðmælandi blaðsins sagði ennfremur: Eins og málinu hefði verið stillt upp fyrir fiskvinnsluna, var um mjög alvarlegan vanda að ræða og ríkisstjórnin hafði ákveðið að leysa hann með fiskverðs- hækkun. Við vorum því spurðir, hvort við myndum ekki láta það óátalið, ef fisk- Búist við 6% kaupmátt- arsamdrætti á næsta ári ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur að kaupmáttur dragist saman um 6% á næsta ári að meóaltali og er það álit byggt á framreikningi, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Hallgrími Snorrasyni, hagfræð- ingi hjá Þóðhagsstofnun, í gær. í riti frá Þjóðhagsstofnun, um framvindu efnahagsmála 1982, kemur fram að kaupmáttur á síðasta fjórðungi þessa árs verði minni að mati stofnunarinnar, en meðaltal ársins. Hallgrímur sagði að framfærsluvísitala og kauptaxt- ar hefðu verið framreiknaðir með venjuiegum hætti og niður- staða framreikninganna fyrir næsta ár benti til samdráttar í kaupmætti sem næmi um 6%. Spurning væri hvernig tekjur breyttust þar umfram og væri óljóst og erfitt að spá um tekju- breytingar aðrar en kauptaxta, en ætla mætti að í einhverjum hópum hækkuðu tekjur minna heldur en taxtahækkun næmi og í öðrum hópum gæti hækkunin orðið meiri. Hann sagði einnig að það væri ekki gott að segja til um hver kaupmáttur tekna gæti orðið, en þeir reiknuðu með á þessu stigi að hann breytist svipað og kaup- máttur kauptaxta, a.m.k. á með- an þeir sjá ekki hvernig atvinnu- samdráttur kemur niður á tekj- um og vinnutíma. vinnslunni yrði bætt hækk- unin að fullu. Eg held að það hefði fyrst og fremst verið túlkað sem svo, að við værum að taka fram fyrir hendurnar á til þess kjörnum fulltrúum þjóðarinnar, ef við hefðum farið að mótmæla þessu, þeg- ar því var stillt upp með þess- um hætti. Því sáum við enga ástæðu til mótmæla af okkar hálfu." Morgunblaðið innti Stein- grím Hermannsson, sjáv- arútvegsráðherra, eftir því hvort þetta væri rétt. Steingrímur vildi ekki stað- festa það, en er hann var spurður hvort gengislækkun hefði ekki venjulega komið í kjölfar fiskverðshækkana, benti hann á það, að upp á síðkastið hefði dollarinn hækkað um rúmlega 1,30% og væri þar kannski eitthvert borð fyrir báru. Eins og hann hefði sagt, hefði fiskvinnsl- unni verið lofað því að hún færi skaðlaus út úr þessu, þannig að fylgst yrði vand- lega með því að fiskverðs- hækkunin hefði ekki áhrif til tekjulækkunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.