Morgunblaðið - 26.09.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.1982, Blaðsíða 1
Sunnudagur 26. september - Bls. 49-80 Rætt við dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóra, um efnahags- og skuldamál í heiminum eftir ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Toronto. Jóhannes Nordal í banltaráfaberbergi SeAlabankans. Morgunbla»ií/RAX „Ekki tilefni til bjartsýni“ Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn í Toronto í Kanada í byrjun þessa mánaðar. Rétt fyrir fundinn lét Dennis Healy, einn af leiðtogum breska Verkamannaflokksins og fyrrum fjármálaráðherra, þau orð falla, að í Toronto gæfist síðasta tækifærið til að bjarga veröldinni frá efnahagshörmungum sem yrðu jafnvel enn verri en kreppan mikla á fjórða áratugnum. Helsta hættu- merkið núna er gífurleg skuldabyrði ýmissa ríkja og bresti gjaldþol þeirra kann það hafa sömu áhrif og þegar spil hrynur í borg, hún fellur öll. í Toronto létu stjórnmálamenn og bankastjórar í Ijós vilja til að rétta verst settu þjóðunum hjálparhönd. Þó sér enginn fyrir endann á skuldafarginu og áhrif- um þess á heimsbúskapinn. En hvernig lítur fundurinn í Toronto út frá íslenskum sjónarhóli? Morgunblaðið leitaði svara við þessari spurningu hjá dr. J6- hannesi Nordal, seðlabankastjóra, sem hefur verið varamaður Norð- urlanda í stjórnarnefnd Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins undanfarin tvö ár. Hann hefur þó oftar en einu sinni orðið að hlaupa í skarðið fyrir aðalmanninn, Mauno Koi- visto, sem nú er orðinn forseti Finnlands. Næsta ár situr Jóhann- es sem aðalmaður í stjórnarnefnd- inni. Undanfarin tvö ár hefur Jón Sigurðsson setið í framkvæmda- stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington og lýkur starfstima hans þar um næstu áramót, þegar Jón tekur aftur við forstöðu Þjóð- hagsstofnunar. Samhliða ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er efnt til ársfundar Alþjóðabankans og hann sóttu að þessu sinni ráðherr- arnir Tómas Arnason og Ragnar Arnalds. — I blöðum má lesa nöfn þeirra ríkja, sem talin eru verst komin vegna skulda: Mexíkó, Pólland, Rúmenía, Ungverjaland, Kúba, Arg- entína, Brazilía, Venezúela og Chile. Voru vandamál þeirra tekin sérstak- lega fyrir á fundi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins? „Vandamál þessara ríkja voru ekki beint á dagskrá fundarins í Toronto. Hins vegar er hér um að ræða svo stórkostlegan vanda á sviði alþjóðapeningamála, að hann hlaut að koma þar til umræðu. Greiðsluþrot margra ríkja varpar skugga á þróun peningamála um þessar mundir. Eins og sjá má af upptalningunni í spurningunni eru greiðsluvandamálin mest hjá tveimur ríkjahópum, Austur- Evrópu og rómönsku Ameríku. Austur-Evrópuríki komst fyrst í greiðsluþrot, Pólland. En Pólverj- ar hafa ásamt Rúmenum og Ung- verjum lagt í mikla fjárfestingu í því skyni að auka framleiðslu og útflutning og bæta lífskjör. Fjár- magnið hefur að meginhluta verið fengið að láni hjá bönkum á Vest- urlöndum. Þetta fjármagn hefur hins vegar ekki skilað þeim arði eða aukningu útflutnings, sem við var búist, og í stað framfara er nú efnahagsleg stöðnun eða afturför í þessum ríkjum. Mest var skulda- byrðin hjá Pólverjum og voru margir farnir að hafa áhyggjur af henni, áður en efnahagsástandið versnaði fyrir alvöru vegna átaka stjórnvalda og verkalýðs, sem hóf- ust sumarið 1980. Loks gátu Pól- verjar ekki lengur staðið í skilum og urðu að leita nauðungarsamn- inga. Erfiðleikar Pólverja veiktu lánstraust annarra Austur- Evrópuríkja t.d. Rúmeníu og Ungverjalands. Hafa þau bæði orðið að leita eftir aðstoð eða samningum við lánardrottna til að komast hjá greiðsluþroti. Þessir erfiðleikar Austur- Evrópuríkjanna komu mörgum á óvart og urðu til þess, að farið var að huga að skuldastöðu ýmissa ríkja annars staðar í heiminum. Athyglin beindist eðlilega að SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.