Morgunblaðið - 26.09.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 Allur hópurinn saman kominn; Fremsta röð f.v. Gunnar Freyr, Guð- björg, Steinunn, Gísli, Hrafnhildur, Sólveig og Halldór. Önnur röð f.v. Steinunn, Steinunn Ólína, Halldór, Arnar og Þorbjörn, Þriðja röð f.v. Ásrún Davíðsdóttir, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Signý Sæmundsdóttir, Marta Hall- dórsdóttir og Elísabet Waage. Efst trónar leikstjórinn Þórhildur Þor- leifsdóttir. (Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson) Fótboltanum fórnað fyrir óperuna Litið inn á æfingu á barnaóperu Brittens hjá Islensku óperunni Það var líf og fjör á sviði íslensku óperunnar í Gamla bíói þegar blm. leit þar við á dögunum og fékk að fylgjast með æfingu á barnaóperu Benjamin Brittens, Litla sótaranum, sem verður frumsýnd um næstu mánaðamót. Bæði er aö óperan er ákaflega líflegt verk, enda samin í þeim tilgangi að leiða yngstu kynslóðina inn í heim klassískrar tónlistar á sem skemmtileg- astan hátt, og svo eru flestir þeirra sem taka þátt í flutningi verksins yngri að árum en gengur og gerist um óperusöngvara, svo ekki sé meira sagt. En auk barnanna taka nokkrir af okkar bestu söngvurum af „eldri kynslóðinni" þátt í sýningunni. „Þetta er ofsalega gaman, en líka svolítið erfitt, það er svo margt sem maður þarf að muna," sagði ein tíu ára „prímadonna“ í þann mund sem hópurinn þusti niður af sviðinu til að taka sér leikhlé, en bætti svo við með atvinnumannssvip: „Annars gleymir maður nú eiginlega aldrei neinu á sviði.“ „... og svo mega engin aukahljóð heyrast á sviðinu", segir leikstjórinn, Þórhildur Þorleifsdóttir, sem hér er að undirbúa alvöruþrungið atriði. Eins og sjá má eru líka sumir þegar búnir að setja upp alvörusvipinn. „Líflegt á æfingum“ Meðan yngstu leikararnir hvíldu sig frammi á gangi eftir langt og erfitt atriði tók blm. leik- stjórann, Þórhildi Þorleifsdóttur, tali og spurði hana m.a. hvernig það væri að vinna að sýningu þar sem meirihluti leikenda er börn. „Það er a.m.k. mjög líflegt á æf- ingum,“ sagði Þórhildur, „það gengur mikið á og það má líka segja að það sé mikið á krakkana lagt. Söngurinn í verkinu er flók- inn og það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að fá börn til að einbeita sér lengi í einu." En þau eru snögg að læra og fyrir þeim er þetta sambland af leik og mikilli alvöru. Hlutverka- skiptingin er nokkuð jöfn en af eðlilegum ástæðum mæðir meira á fullorðna fólkinu í söngnum en börnunum. Það er tvísett í öll hlutverkin, þannig að ails taka tólf börn og tíu fullorðnir söngv- arar þátt í sýningunni, auk sjö manna hljómsveitar. En hún er mestmegnis skipuð ungu tónlist- arfólki, sem flest hefur nýlokið tónlistarnámi. Þó ekki þær Guð- rún Kristinsdóttir og Debra Gold frá Bandaríkjunum, en þær leika fjórhent á píanó. Sýningin er fyrst og fremst stíl- uð upp á börn og unga áhorfendur, enda taka þeir þátt í sýningunni. Fyrri hluti óperunnar gengur út á það hvernig ópera verður til. I seinni hlutanum eru svo sungin lögin sem verið var að semja í þeim fyrri. Þá er búinn til kór úr áhorfendum. Ein söguhetjan er lítill drengur, sem sætir illri með- ferð hjá sóturum, sem hann er í vinnu hjá, og hin börnin ákveða að bjarga honum úr klóm sótar- anna,“ sagði Þórhildur. Sótarana leika þeir John Speight, Stefán Gunnarsson, Sigurður Bragason og Arni Sighvatsson, en þeir voru ekki á æfingu þennan dag. Það voru söngkonurnar hins vegar, all- ar með tölu, þær Asrún Davíðs- dóttir, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Signý Sæmundsdóttir, Marta Halldórs- dóttir og Elísabet Waage. „I»au þurfa ekki að telja taktinn“ „Við leikum til skiptis Böggu, ráðskonuna, sem er ógurleg gribba," sögðu þær Elísabet Waage og Anna Júlíana og brostu við. Þær voru á því að það væri mjög gaman á æfingum og lær- dómsríkt að vinna með börnum. „Það er líka svo gaman að sjá hvernig börnin upplifa tónlistina. Þetta kemur allt svo eðlilega hjá þeim. Þegar við erum að telja taktinn er eins og þau séu með þetta allt innbyggt." Þær Elísabet Erlingsdóttir og Signý Sæ- mundsdóttir leika Rúnu, fóstru barnanna, sem er alger andstæða breddunnar Böggu, góð og vinveitt börnunum. Ásrún Davíðsdóttir og Marta Halldórsdóttir skipta svo með sér hlutverki Silju en hún er unglingur og brúar eiginlega bilið milli barna og fullorðinna í leikn- um. Söngkonurnar sögðust vera þeirrar skoðunar, að það hvernig óperan er byggð upp, gerði börn- unum léttara fyrir að „leika sig inn í verkið“, enda er einn undir- titill verksins „Let’s make an opera“, „Búum til óperu". „Þau lifa sig inn í þetta af öllu hjarta og eru ákaflega frjálsleg á sviðinu," sagði Signý Sæmundsdóttir og hinar tóku í sama streng. Og eins og áð- ur sagði koma áhorfendur til með að fá að taka þátt í því sem fram fer. „Við stefnum líka að því að hafa samvinnu við skólana," sagði Þórhildur og tónlistina í verkinu sagði hún verða afar skemmtilega og eins og alltaf þegar varanleg gæði væru annars vegar, þá batn- aði hún eftir því sem oftar væri hlýtt á hana. Barnaópera Brittens var frumflutt árið 1949 og hefur æ síðan átt miklum vinsældum að fagna. Textann, sem er eftir Erik Crozier, hefur Tómas Guðmunds- son þýtt. „Staðráðinn í að verða óperusöngvari“ Nú var kominn tími til að stíga aftur á fjalirnar og halda áfram æfingum undir röggsamri stjórn Þórhildar leikstjóra, sem krakk- arnir voru sammála um að væri „stundum svolítið ströng, en aldr- ei óréttlát". Út frá þeim fullyrð- ingum spunnust svo líflegar um- ræður um það hvað ætti að ganga langt í að hlýða fullorðnu fólki svona yfirleitt og hvort það færi eftir stærð fólks hvort tekið væri mark á því eða ekki. Nokkur í hópnum hafa nú reyndar fengið smjörþefinn af hvoru tveggja; að vera á sviði og að vera „stór“ því að þau léku í Óvitum Guðrúnar Helgadóttur í Þjóðleikhúsinu en þar léku börn fullorðna og öfugt — og eru því ekki alveg óvön leiksviðinu. Þar á meðal eru systurnar Ragnheiður og Steinunn Þórhallsdætur, 9 og 10 ára gamlar, en þær voru nú á því, að þetta væri ennþá erfiðara því nú þyrftu þær bæði að leika og syngja. Gísli Guðmundsson, tíu ára, gerði minna úr erfiðleikunum og fannst einfaldlega „voða gam- an“ og í þann streng tóku reyndar allir. „Númer eitt er að leika, svo kemur söngurinn," sagði Halldór Örn Ólafsson, 9 ára, sem var greinilega búinn að gera málin upp við sig. Einhver lét í ljós áhyggjur af því að það yrði kannski erfitt að einbeita sér þegar á hólminn væri komið og Þórhildur sagði sögur af hvíslurunum sem ættu að minna leikarann á ef hann gleymdi ein- hverju í miðri sýningu, en Ieikar- inn heyrði yfirleitt í síðastur allra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.