Morgunblaðið - 26.09.1982, Blaðsíða 23
Elín Þöll Þórðardóttir
„Alltaf haft
gaman af
að fara til
tannlæknis“
— segir Elín Þöll Þórðar-
dóttir, máladeildardúx,
sem nú er að hefja nám í
tannlækningum við Há-
skóla íslands.
Elín Þöll Þórðardóttir heitir
18 ára gömul stúlka úr Reykja-
vík. Hún er dóttir hjónanna
Þórðar Arnar Sigurðssonar,
kennara og Auðar Eir Vil-
hjálmsdóttur, prests.
Elín Þöll lauk stúdentsprófi
úr máladeild MR í vor, og er nú
að hefja nám í tannlækningum
við HÍ.
— Elín, nú ert þú dúx úr
máladeild, hvernig í ósköpunum
datt þér í hug að leggja út í nám
í tannlækningum?
„Það var einfalt, ég skoðaði
kennsluskrána í háskólanum og
þetta var það eina sem ég gat
hugsað mér að fara í.“
— Geturðu skýrt þetta svolít-
ið nánar. Eru tennur það eina
sem vekur áhuga þinn í háskól-
anum?
„Ég segi það nú ekki. En mér
líst vel á þá tilhugsun að starfa
sem tannlæknir. Svo hefur mér
alltaf þótt stórskemmtilegt að
fara til tannlæknis! Og kennari
nenni ég ekki að verða. En ef
maður fer í málanám er ekkert
hægt að gera annað en að kenna.
Annars ætlaði ég alltaf að
verða arkitekt, en það er ekki
kennt hér við háskólann. Ég
held að það sé þægileg tilfinning
að vita af eigin hugsun fullmót-
aðri í steinsteypu fyrir allra
augum. Stórbrotin listaverk
auðvitað. Það fannst mér a.m.k.
þegar ég var lítil.
— Hvernig gengur svo efna-
fræðin?
„Bara vel, ennþá.“
— Ertu ákveðin í að ná fyrsta
árinu í einni atrennu?
„Við erum 35 á fyrsta ári og
það er 8 hleypt upp á annað ár.
Svo þú sérð að þetta ætti að vera
leikur einn! Én án gríns, ég
reyni að gera mitt besta, án þess
að stressa mig upp úr skónum.
Ég er alveg tilbúin til að fara
aftur á fyrsta ár.“
— Hvernig er andinn í skól-
anum, Elín, spillir samkeppnin
fyrir?
„Við erum ekki farin að eyði-
leggja stílabækur fyrir hvort
öðru a.m.k."
— Hver eru helstu áhugamál
þín fyrir utan tennur og latínu?
„Ég á tólfstrengja gítar og
giamra á hann bítlalög í ein-
rúmi. Bítlarnir eru mínir
menn.“
Á heimsmet í lax-
veidum á stöng
Rætt við Þórarín Sigþórsson,
tannlækni, um laxveidar
Á efstu hæð í nýbyggingunni á Lækjartorgi stundar tannlæknir nokk-
ur iðju sína i nýtískulegri stofu. Þessi tannlæknir á sér tvö áhugamál
öðrum fremur, lax og bridge. Tannlæknirinn heitir Þórarinn Sigþórsson.
Nú er laxveiðitimanum að
Ijúka og bridgevertíðin að hefj-
ast, og tímamót eru alltaf ágætt
tilefni til að staldra við og líta til
baka.
— Þórarinn, hvað ertu búinn
að landa mörgum í ár?
„Um það bil 400. Þetta hefur
verið óvenju lélegt sumar."
— Ertu með karlagrobb?
„Nei, nei. Það er bara einföld
staðreynd að síðustu þrjú árin
eru þau einu sem ég hef veitt
minna en 500 laxa.“
— Hvað hefurðu veitt mest?
„812. Það var árið 1976“
— Er það ekki heimsmet?
„Ég get ekki ímyndað mér ann-
að.“
— Þú hlýtur að vera að mestan
part sumarsins, eða hvað?
„Það er rétt. Ætli ég veiði ekki
svona 60 daga að meðaltali á
sumri."
— Nú hafa heyrst um þig ýms-
ar tröllasögur; að þú rífir upp lax
á meðan aðrir í ánni verða ekki
Sigmar hefur sett i laxinn.
varir. Hvernig ferðu að þessu?
Hver er leyndardómurinn?
„Það er í sjálfu sér enginn
leyndardómur eða galdraformúla
sem liggur að baki góðri veiði-
mennsku. Laxveiðar eru flókin
fræði, og ég hef lagt mig eftir að
læra þessi fræði, og ég hef lagt
mig eftir þeim. Það er t.d. mikil-
vægt að þekkja hátterni fisksins.
Ég er alinn upp í Borgarfirði þar
sem faðir minn stundaði neta-
veiðar í Hvítá, þannig að ég
komst snemma í kynni við laxinn.
Svo er mikilvægt að þekkja
staðhætti vel. Ég er nú búinn að
stunda veiðar í 2 mánuði á sumri
um árabil og held að ég sé farinn
að þekkja flestar laxár eins og
lófann á mér.
Og auðvitað verða menn líka að
kunna að fara með sín verkfæri.
Það er flókin íþrótt sem tekur
langan tíma að læra.“
— Veiðileysið í sumar, Þórar-
inn; þú hefur ekki farið varhluta
af því frekar en aðrir, ekki komist
yfir 500 laxa; hvað veldur þessari
Þórarinn þreytir djöfsa.
Þórarinn einbeittur á svip.
fækkun í ánum að þínu mati?
„Það er samspil tveggja þátta.
Það eru köldu vorin undanfarið,
sérstaklega ’79, og svo er ég ekki í
nokkrum vafa um það að sjávar-
veiðin hefur haft mikil áhrif.
Við sjáum það að veiðar Fær-
eyinga hófust fyrir alvöru fyrir
3—4 árum, og það hefur sifellt
fækkað laxi í ám hér síðan. Og
einmitt sérstaklega á Norður- og
Austurlandi, en það er ástæða til
að ætla að fiskurinn i þeim ám
komi af þeim miðum sem Færey-
ingar veiða mest á.
Þórarinn hefur náð sporðtaki á lax-
inum og veður með hann f land.
Nú má ekki skilja orð mín svo
að ég sé að kenna Færeyingum
um þetta einum. Danir og Græn-
lendingar hafa verið stórtækir
við Grænlandsstrendur, og Norð-
menn við Noregsstrendur. En það
er eins og veiðar Færeyinga hafi
fyllt mælinn."
— En víkjum að öðru Þórar-
inn; kanntu ekki einhverja góða
veiðisögu frá sumrinu?
„Það gerist nú alltaf eitthvað
skemmtilegt í laxveiðitúrum. En
ég held að eftirminnilegasta at-
vik sumarsins sé það þegar ég
komst í tæri við þann sterkasta
lax sem nokkru sinni hefur orðið
á vegi mínum.
Þannig var, að við Sigmar
Björnsson, leigutaki Kjarrár,
vorum við veiðar þar í hylnum
Ólafíu og Sigmar setur í fisk. Ég
gaf þessu engan sérstakan gaum,
kona Sigmars var þarna líka og
við vorum að spjalla saman. Svo
líður nokkur stund og við tökum
eftir því að þetta virðist lítið
ganga hjá Sigmari. Fiskurinn
synti um í rólegheitum, eins og
hann væri að gæta sín á að
þreyta sig ekki.
Svo ég segi við Unni, konu Sig-
mars, að nú skulum við taka tím-
ann, því mér leist þannig á að það
gæti tekið drjúga stund að landa
honum þessum.
Jæja, við þreyttum hann svo til
skiptis og það var fyrst eftir tvo
tíma sem við sáum hann stökkva.
Ég hef nú ekki fengið orð á mig
fyrir að vera lengi að landa, en
það tók okkur samt fjóra tíma að
koma honum á land. Ég náði þá
sporðtaki á honum á grynningum
fyrir neðan hylinn, og þá átti
hann mikið eftir.
Við vorum farnir að halda að
þetta væri einhver rokna bolti,
yfir 30 pund, en svo reyndist
þetta vera 21 punds hrygna. Stór
fiskur auðvitað, en samt ótrúlega
sterkur. Ég get nefnt til saman-
burðar að í sumar hef ég komið
nálægt því að landa fimm löxum
sem voru yfir 20 pund, og það hef-
ur ekki tekið meira en 15—20
mínútur.
Við veiddum þennan 21 punds á
flugu, rauða Francis nr. 8. Flugan
festist í tungubakinu, en þegar
við loksins lönduðum honum
vantaði rúman millimetra á að
hún hefði rifnað út úr. Svo ekki
mátti það tæpra standa."
— Éin bjánaleg spurning í lok-
in, Þórarinn. Hvers vegna stund-
arðu laxveiðar?
„Ánægjunnar vegna, fyrst og
fremst. Svo er þetta góð heilsu-
rækt.*
VeiAimennirnir meA laxinn sterka.