Morgunblaðið - 26.09.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.09.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 65 Siguröur Valgeirsson, 28 ára gamall íslenskufræöingur, starfsmaöur hjá DV. Fékk taktinn í sig hjá Rigmor og spilar jazz ánægjunnar vegna. Heldur mest upp á Steve Gadd og er hrifinn af öllu sem hann spilar. spilaði hins vegar mikið sem ungl- ingur, en síðan hætti ég og svo byrjaði ég aftur. Ég var ekki neinn sérstakur jazzáhugamaður þegar við byrjuðum með þessa hljóm- sveit, enda var það ekki ákveðið í upphafi að fara út á þessa braut. En síðan eftir að við byrjuðum að spila jazz hef ég ánetjast og nú finnst mér jazzinn mun skemmti- legri og meira gefandi en önnur tónlist sem ég hef spilað. En það gefur augaleið, að maður gerir þetta aðeins fyrir sjálfan sig, ánægjunnar vegna. Um það hver sé uppáhalds- trommarinn minn læt ég nægja að nefna Steve Gadd. Hann er reynd- ar ekki síðri rokkari en jazz- trommari, en ég er hrifinn af öllu sem hann spilar." Tómas Þá snúum við okkur að Tómasi R. Einarssyni, 29 ára gömlum hús- verði og tónlistarnema, en hann er BA í sagnfræði og spænsku og leikur á kontrabassa í hljómsveit- inni. Við spyrjum hann fyrst hvers vegna hann taki kontra- bassa fram yfir rafbassa: — „Þetta er allt annað hljóðfæri, allt annað „bassasánd". í þessum heyrist ekki þetta „fret-hljóð“, sem kemur úr rafmagnsbassan- um. Kontrabassinn er í raun allt annað og meira hljóðfæri." Um tónlistarferil sinn sagði Tómas meðal annars: „Ég glingr- aði við orgel og píanó hér áður fyrr en kunni auðvitað ekkert. Svo fór ég að læra á harmónikku hjá Karli Jónatanssyni þegar ég var 19 ára.“ Félagar Tómasar reyna nú að koma því að, að hann hafi hér á árum áður verið rokkari og sungið í hljómsveit úti á landi sem nefnd var Saxar og Tommi, en hann vill sem minnst um það tala. „Ég snerti fyrst bassa fyrir fjór- um árum og ég eignaðist fyrst slikt hljóðfæri fyrir rúmum tveimur árum, en þá fór ég að taka í hann að ráði. Mín köllun kom þegar ég fór á jazzkonsert hjá tríói Niels Henning örsted Ped- ersen. Þá sá ég fyrst spilað á þetta hljóðfæri og þá var áhuginn vak- inn. Ég byrjaði að læra í Tónskóla Sigursveins og hef verið tvö ár í námi hjá Jóni Sigurðssyni ásamt því að spila í Nýja kompaníiu. Svo skúra ég gólf í klukkutíma á dag.“ Þess hefur áður verið getið, að Tómas er með BA próf í sagnfræði og spænsku og hann hefur meðal annars stundað kennslu í spænsku í Menntaskólanum í Reykjavík. Við krefjum hann því nánari skýr- inga á þessu með skúringarnar: »Ég er húsvörður hérna, sem reyndar er aðeins hálft starf, en því fylgir íbúð og þetta kemur sér nokkuð vel fyrir mig í augnablik- inu.“ Aðspurður kvaðst Tómas hafa verið forfallinn jazzisti frá árinu 1977: „Stan Getz kom mér á bragð- ið og síðan hefur jazzinn verið mér mjög hugleikinn. Ég skrifaði BA- ritgerðina mína í sögunni um jazz, en ritgerðin heitir „Fyrsta blóma- skeiðið í íslenskum jazzi“.“ Um uppáhaldsmenn og áhrifa- valda segir Tómas: „Númer eitt, tvö og þrjú er það Niels Henning 0rsted Pedersen. Síðan er það sí- felldum breytingum undirorpið hver skipar næstu sæti á eftir. í augnablikinu er það Milt Jackson víbrafónleikari.“ Sigurður yngri Sigurður Flosason er sá, sem er á „undanþágu fyrir bernsku sakir" í hljómsveitinni. Hann er aðeins 18 ára gamall, stundar nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð og Tónlistarskólanum í Reykjavík og leikur á altsaxófón og flautu í Nýja kompaníinu. Um tónlistar- feril sinn hafði hann m.a. þetta að segja: „Ég var fimm ára þegar ég fór fyrst í tónlistarskóla. Það var svona hefðbundinn forskóli og síð- an lærði ég á flautu í tíu ár. Á saxófón hef ég spilað síðan ég var 12 ára.“ Við spyrjum Sigurð hvað hafi vakið áhuga hans á saxófóninum: „Mjög trúlega sú tónlist sem ég heyrði leikna á saxófón. Ég var í Lúðrasveitinni Svan frá 12 til 15 ára aldurs og þeir voru með dixie- landband þar og ég heillaðist fyrst af því og gömlum jazzi, til að byrja með. Síðan hef ég stundað nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lýk væntanlega ein- leikaraprófi á saxófón þaðan í vor, en það mun vera í fyrsta skipti sem einleikari á saxófón útskrif- ast þaðan." Aðspurður um fordóma gagn- vart saxófóni sem „klassísku" hljóðfæri segir Sigurður m.a.: „Það er bull og vitleysa að halda því fram að þetta hljóðfæri geti ekki skipað sæti meðal annarra „klassískra“ hljóðfæra, en það er mikið um slíka fordóma gagnvart saxófóninum. Ástæðan er trúlega sú, að þetta er ungt hljóðfæri, kemur fyrst fram í kringum 1840 og þar af leiðandi var ekki um það að ræða að gömlu tónskáldin skrifuðu fyrir hljóðfærið, sem þau hefðu eflaust gert hefði það verið til staðar. Hins vegar, á þessari öld og seinni hluta síðustu aldar, var talsvert skrifað fyrir saxófón og hljóðfærið er að vinna sér fastan sess í klassíkinni. En ég tel það afskaplega mikla skömm hversu fólk hefur mikla fordóma gagnvart þessu hljóðfæri." Um eftirlætismenn sína í tón- listinni og áhrifavalda sagði Sig- urður: „Sá fyrsti sem hafði áhrif á mig var Sveinn Ólafsson, en hon- um kynntist ég í lúðrasveitinni. Siðan fór ég að hlusta á Louis Armstrong og fleiri, en í dag er það Charlie Parker sem saxófón- leikari og eins hef ég miklar mæt- ur á píanóleikaranum Bill Evans." Sveinbjörn Sveinbjörn I. Baldvinsson gít- arleikari er 25 ára gamall. Hann er að ljúka BA-prófi í bókmennta- fræði, með dönsku sem aukafag. Sveinbjörn hefur unnið talsvert að ritstörfum auk tónlistarinnar og liggja m.a. eftir hann tvær ljóða- bækur. Þá hefur hann starfað við blaðamennsku samhliða námi og ritað greinar í „blöð og tímarit" um bókmenntir, listir og jazz. Og eins og hina spurðum við Svein- björn um tónlistarferil hans: „Eg fór í gegnurh Barnamúsíkskólann og hef líklega verið 6 ára þegar ég byrjaði. Þegar ég var níu ára hóf ég að læra þar á gítar, sjálfsagt mest vegna áhrifa frá Bítlunum. Hefðu þeir John og Paul leikið á celló er líklegt að það hljóðfæri hefði orðið fyrir valinu. í upphafi var sem sagt alltaf ætlunin að leika tónlist eins og Bítlarnir." Um það hvort hann gæti ekki hugsað sér slíkt nú svarar Sveinbjörn: „Jú, ég gæti vel hugs- að mér það, en ég get enn frekar hugsað mér að spila jazz og þess vegna hefur það orðið ofan á.“ Og áfram með tónlistarferilinn: „Já, tónlistarnám mitt varð nokk- uð slitrótt eftir þetta. Ég hætti í Barnamúsíkskólanum og lærði siðan á gítar hjá Gunnari Jónss- yni í ein þrjú eða fjögur ár, með hléum. Ég var farinn að stofna hljómsveitir innan við tólf ára aldur og hef líklega verið, eins og svo margir aðrir á þessum árum, skilgetið afkvæmi Bítlatíma- bilsins hvað hljómsveitadelluna varðar. Að öðru leyti, hvað varðar tón- listarferil minn á opinberum vett- vangi, má nefna, að ég spilaði og söng ásamt öðrum á því tímabili sem FÁLM starfaði í Tónabæ, en það var frumsamið efni í þjóðlaga- stíl með enskum textum. Á menntaskólaárunum spilaði ég í hljómsveit sem nefndist „Sextett- inn“ og við spiluðum allvíða og komum meðal annars fram í sjón- varpi. Upp frá þessu fór áhuginn að beinast inn á þær brautir að skrifa og um leið gafst minni tími til tónlistariðkunar." Um það hvort einhver togstreita sé milli rithöfundarins og tónlist- armannsins segir Sveinbjörn: „Það má segja að búið sé að bera klæði á vopnin þannig að núna styðji þeir hvor annan. Ég hef reynt að sameina þetta tvennt og það kemur m.a. fram á plötunni „Stjörnur í skónum“.“ Um uppáhaldsmenn sína í tón- listinni og aðra áhrifavalda segir Sveinbjörn: „Ef undan eru skildir Bítlarnir, sem voru fyrstu áhrifa- valdarnir, ásamt annarri rokk- tónlist fram til 1974 eða svo, mun Stan Getz sennilega eiga heiður- inn af að beina áhuga mínum að jazzi, en hann opnaði augu mín fyrir því hvað hægt er að gera við lög og laglinur. Síðan hafa bæst við menn eins og gítarleikararnir Kenny Burrell, Jim Hall og Pilip Catherine." Söguleot yfirlit í framhaldi af pessari kynningu vildum við fá að vita hvernig það atvikaðist að þeir félagar stofnuðu hljómsveitina Nýja kompaníið og sagan er í stuttu máli þessi: — Sveinbjörn, Tómas og Sigurður eldri voru við nám í Kaupmanna- höfn árið 1979 og voru Sveinbjörn og Tómas jafnframt liðsmenn hljómsveitarinnar „Diabolus in Musica“. Utan vébanda þeirrar hljómsveitar fóru þeir tveir að spila jazz, að vísu mjög fálm- kenndan (að sögn hinna). Á leyni- legum fundi, undir skugga lauf- trjánna í Kongens Have, hittust þeir þrír, Sveinbjörn, Sigurður og Tómas, og ákváðu þá að stofna hljómsveit um haustið, en allir voru þeir þá á leið heim til ís- lands. Þessi þáttur í sögu hljóm- sveitarinnar er nefndur „þrífótur- inn“. Jóhann kom heim frá Svíþjóð um svipað leyti og um haustið 1980 var hljómsveitin stofnuð. í fyrstu lék Sigurbjörn Einarsson á saxófón, en rétt fyrir jólin kom Sigurður Flosason í hljómsveitina og Sigurbjörn hætti, en Sigurður og Tómas höfðu kynnst í Tónlist- arskóla FÍH. Síðan hafa þeir fé- lagar haldið saman og þróunin orðið sú, að þeir hafa að mestu leikið frumsaminn jazz. Allir semja þeir nema Sigurður eldri, sem hann útskýrir svo: „Ég byggi aðallega á danskunn- áttunni frá Rigmor, en hún kenndi ekki neina hljómfræði. Hins vegar hef ég lagt til mörg nöfn á lögin, sem er ekki svo lítið framlag, en að vísu hafa þær tillögur allar ver- ið felldar.“ íslenskur jazz eða svartur Um það hvort tónlist hljóm- sveitarinnar flokkist undir ein- hverja ákveðna tegund jazztón- listar eru ýmsar skoðanir innan hópsins. Þeir eru þó sammála um, að allmikil vídd sé í tónlistinni hjá þeim og að í gegnum árin hafi þeir komið við á ýmsum sviðum. Á “ tímabili hafi „bebop" verið nokkuð ráðandi, en síðan hafi þeir fært sig nær nútímanum með „léttum þreifingum", eins og þeir orða það. Er tónlist þeirra í Nýja komp- aníinu séríslenskt fyrirbæri eða verður jazz, vegna uppruna síns, alltaf „svartur og amerískur"? Enn eru nokkuð skiptar skoðan- ir hjá þeim félögum, en þó hallast þeir að því, að finna megi í tónlist þeirra ákveðið „íslenskt þel“ þótt vissulega hljóti upprunans alltaf að gæta að einhverju leyti. Sigurð- ur Flosason tekur síðan af skarið með eftirfarandi orðum: „Það er alveg augljóst af þessari plötu til dæmis, að þetta er ekki svört plata. Hún er miklu frekar skand- inavísk, en Skandinavar hafa þró- að með sér ákveðinn stíl í jazzi. Jazz er nú orðinn eins og hver önnur listgrein, sem allir geta tek- ið í sína þjónustu." Viðbót við gamla stofninn I framhaldi af þessu berst talið að íslensku jazzlífi: „Það verður ákveðin vakning hér um 1976, með starfi Jazzvakn- ingar. Þá fór Guðmundur Ing- ólfsson fyrstur manna að spila reglulega og síðan komu fleiri gamlar kempur í kjölfarið og opnuðu leiðina. En þá hafði jazz ekki verið spilaður hér á landi að marki í meira en tíu ár. Þessi vakning hafði ákveðin áhrif á okkur, en þó er enginn beinn þráð- ur á milli okkar og hinna eldri jazzleikara. Við erum fyrirbrigði sem hefur vaxið utan við gamla stofninn, eins konar viðbót við það sem fyrir var. Við höfum ekki þetta sama upp- eldi og hinir eldri íslensku jazz- leikarar. Við ólumst upp í rokk- tónlist, en þeir ólust upp með jazz- inum, sem þá var hin vinsæla dægurtónlist. Fyrir bragðið er „sveiflan" þeim eðlislægari. Hjá þeim er hún þýðari og hlýrri, sam- kvæmt þessum venjulega skilningi á „sveiflunni". En hins vegar þarf það ekki að þýða, að hún sé betri hjá þeim og þeir hafa aldrei reynt að gera hluti sem við höfum gert, eins og til dæmis með þessari plötu.“ Að lokum spyrjum við þá félaga hvort þeir gætu hugsað sér að gera jazzinn að lifibrauði sínu, ef slíkar aðstæður væru fyrir hendi: Sigurður Flosason og Tómas voru ákveðnir og stefna reyndar báðir að því að geta starfað sem tónlistarmenn í framtíðinni. Sig- urður Valgeirsson kvað tónlistina einungis vera tómstundagaman hjá sér, en þó væri hugsunin ekki fráleit. Sveinbjörn sagði að hann ætti bágt með að hugsa sér að hætta að spila, hvort sem það væri jazz eða einhver önnur tegund tónlistar, en hins vegar sagðist hann ekki mundu vilja fórna öllu fyrir tónlistina því hann vildi geta skrifað líka. Jóhann kvaðst vel geta hugsað sér að hafa tónlist sem lifibrauð, enda hefði hann það. Hins vegar liti hann á jazzinn sem tómstundagaman og raunar sem lið í sínu tónlistarnámi. Sí- gilda tónlistin sæti þar í fyrir- rúmi. Og með þessar upplýsingar skjalfestar á lausum blöðum í rassvasanum, hverfum við á braut úr kjallaranum, enda hafa þeir fé- lagar í Nýja kompaníinu í nógu að snúast við æfingar fyrir væntan- lega tónleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.