Morgunblaðið - 26.09.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.09.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 77 lftk?AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI 1! TIL FÖSTUDAGS *1r nyi/jsowaM'vu áhrif. Ég skil ekki hvaða tilgangi þetta þjónar. Svo sé ég það í sjónvarpinu, að hingað er kominn einhver spek- ingur frá útlöndum til að „kanna heppilegar rallakstursleiðir um landið“ fyrir einhverja stór- keppni með erlendum þátttak- endum auk íslenskra rallara. Hvers konar frekja er nú þetta? Ég segi og skrifa: Við höfum ekki efni á því að leyfa þessa vitleysu, með eyðileggingu lands og gróðurs, sem óhjákvæmilega fylgdi slíkum átroðningi. Ég skora því á Náttúruvernd- arráð og rétt yfirvöld að sjá svo um, að aldrei verði léð máls á að leyfa þessa keppni. Islendingar gengu fram fyrir skjöldu og bönnuðu hnefaleika á sínum tíma, vegna þess að þeir álitu íþróttina mannskemmandi og ofbeldiskennda, auk þeirrar hættu sem hún hafði í för með sér fyrir þátttakendurna. Ég legg til að eins verði farið að í sambandi við glannaaksturinn. Höfum vit fyrir þessu fólki og bönnum því að leggja sig og e.t.v. aðra í Hfshættu. Verndum fólkið og verndum landið." Æskulýðsráð Reykjavíkur: Viðræður að hefj- ast við stjórn KR Ómar Einarsson, framkvæmda- stjóri Æskulýðsráðs Reykjavík- ur, hafði samband við Vel- vakanda vegna fyrirspurna í þættinum 14. og 23. þ.m. um fé- lagsaðstöðu og félagsmiðstöð í Vesturbænum og upplýsti eftir- farandi: „Á fundi Æskulýðsráðs 8. september sl. var lagt fram bréf Knattspyrnufélags Reykjavíkur, þar sem óskað var eftir sam- vinnu við ráðið um uppbyggingu og rekstur á félagsmiðstöð í Vesturbænum. Æskulýðsráð samþykkti á þeim fundi sam- hljóða eftirfarandi tillögu for- manns Æskulýðsráðs, Kolbeins Pálssonar: „Æskulýðsráð Reykjavíkur samþykkir að mæla með því við borgarráð, að teknar verði upp viðræður við Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur um samvinnu um uppbyggingu og rekstur félagsmiðstöðvar í Vest- urbænum." Borgarráð fékk síðan þessa til- lögu til umfjöllunar og hefur heimilað Æskulýðsráði að taka upp viðræður við KR. Á fundi Æskulýðsráðs í gær (fimmtudag 23. september) voru tilnefndir þrír aðilar fyrir hönd ráðsins til að taka upp viðræður við stjórn KR.“ í jazzballett, tveir í almennum dönsum. Miðað er við 12 skipti. í jazzballettstöðunum virðist verð hlutfallslega hið sama, og svipuðu máli gegnir innan almenna dansins. Á einum kennslustaðanna kosta 12 skipti (60 mín. hvert) kr. 800. í öðrum 12 skipti (70 mín.) kr. 900. í hinum þriðja 12 skipti (1 klst. og 40 mín.) kr. 1300. í þessum sama skóla kosta hins vegar 12 skipti í almennum dansi kr. 345 (50 mín. hvert skipti). Það mun vera 115 kr. fyrir hverja fjóra tíma. Verðskrá síðari skólans i al- mennum dansi er 215 kr. á mánuði fyrir einstakling, fjögur skipti, eða 645 kr. fyrir tólf skipti. Hvernig stendur á þessu? Myndir frá NBA: Mundu stórlega auka áhuga á körfubolta hér á landi Körfuboltaáhugamaður skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar að taka undir bréf þriggja körfuboltaunnenda sem birtist í blaðinu síðastliðinn miðvikudag. Ég er þeim alveg sammála um að Bjarni Fel. um- sjónarmaður íþróttaþáttar sjón- varpsins ætti að sjá sóma sinn í því að sýna leiki frá bandaríska körfuboltanum og úrslitaleik HM í körfubolta sem hefur ekki enn verið sýndur þrátt fyrir gef- ið loforð, en ekki gera upp á milli íþróttagreina með því að sýna svo til eingöngu fótbolta í íþrót taþáttu nu m. Undanfarið hafa birst í Vel- vakanda bréf frá fimm eða sex körfuboltaunnendum þar sem þeir beina þeirri spurningu til Bjarna Fel. hvort ekki væri hægt að sýna frá bandariska körfu- boltanum N.B.A. Fyndist mér að Bjarni ætti að útvega, ef hann ekki á, myndir frá N.B.A., því að ef hann mundi sýna þessa leiki í íþróttaþætti hef ég mikla trú á að áhugi á körfuknattleik hér á landi mundi aukast stórlega, því þetta er tvímælalaust besti körfubolti í heimi. Með þökk fyrir birtinguna." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann réði þessu sjálfur. Rétt væri: Hann réð þessu sjálfur. S2F SIG6A V/öGA í ÍILVZQAU Hér er dæmi um góða samvinnu þjóðanna í körfuboltaíþróttinni. STEINSTEYPU- KAUPENDUR Nú fer vetur brátt í hönd og veöur kólnandi. Því er hætt viö frostskemmdum í steinsteypu. Fari hitastig steinsteypu niöur fyrir 10°C hægir mjög á hörönun hennar. Undir 5°C er hörönun svo til hætt. Stein- steypa veröur ekki frostþolin fyrr en hún hefur náö u.þ.b. '/3 af endastyrk sínum. Kísilrykblönduð steypa, sem nú er notuö, harönar hægar viö lágt hitastig en sú steypa er menn áttu aö venjast áöur en kísilryk- blöndun hófst. Óhörnuö steypa getur legið í dái dögum saman viö lágt hitastig og frosiö síöan og skemmst. Á vetrum er steinsteypa seld upphituö en mikilsvert er aö fyrirbyggja aö hún kólni. Eftirfarandi ráöstafanir eru því æskilegar. 1. Bleytiö ekki óhóflega í steypunni. 2. Byrgiö alla steypufleti. 3. Hitiö upp steypu í mótum fyrstu sólarhringana. Muniö aö steinsteypan er buröarás mannvirkisins. Stepstodin hl ALLTAF Á ÍRIÐJUDÖGUM ■mam MPMMl M n«opv —ttm— ALLT UM ISLANDS- MÓTIÐ í HANDKNATT- LEIK OG AÐRA ÍÞRÓTT A VIÐBURÐI HELGARINNAR Itarlegar og spennandi íþróttafréttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.