Morgunblaðið - 26.09.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.1982, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 Á fleygiferð um Austurlönd fjær Sri Lanka 4. grein í Grasagarðinum í Kandy og kvöldmáltíð hjá Shamali Texti Jóhanna Kristjónsdóttir Eftir að hafa reikaó um Grasagaróinn í Kandy í eina tvo þrjá klukkutíma hvarflaói að mér sú hugs- un, hvort ekki gæti verió aó aldingaróurinn Kden heföi veriö eitthvaö svipaður honum í þá tíö, þegar Adam og Eva bjuggu þar á árum áöur. Síöar kom í Ijós aó ein af mörgum goósögnum á Sri Lanka eru aö landió sé hinn forni aldingaróur. Vms örnefni á Sri Lanka tengjast þeim skötuhjúunum og þar er og Adamstindur, efst á honum er fótspor Adams og múhameóstrúarmenn trúa því, aó þarna hafi Adam lent, þegar himnafaóirinn kastaói honum út. I»að veróur ekki sagt annaó en Adam hafi lent á heldur vistlegum staö. Grasatjarðurinn í Kandy er um 150 ekrur að stærð og var byrjað að vinna við að koma honum upp fyrir fimm hundruð árum að minnsta kosti, en á síðustu öld hófst svo skipulagning hans fyrir alvöru. Þar munu vera 4000 teg- undir blóma og trjáa og það hefði verið gaman að vera náttúrufræð- ingur, þegar um þennan garð er gengið. En ég horfði bara á blóma- og trjáskrúðið og naut þess í rík- um mæli án þess að hafa hugmynd um, hvaða nöfn þessi fegurð hafði. Svo voru „gróðurhús", fyrir plönt- ur sem þurfa meiri svala. Það kom mér nokkuð spánskt fyrir sjónir að koma inn í „kælt“ gróðurhús. Á nokkrum stöðum í garðinum voru tré með laufkrónur sem breiddu úr sér og minntu á regnhlíf, undir þeim var komið fyrir bekkjum, þar sátu víða elskendur og héldust í hendur og horfðu hvort á annað með stjörnur í augunum. Musteri tannarinnar og trúarhátíðin í Kandy Við fórum í Musteri tannarinn- ar, þar sem geymd er tönn úr Búdda. Ég dró skó af fótum mér og fylgdi einhverjum sérskipuðum leiðsögumanni sem sýnir útlend- ingum musterið. Þetta er heilag- asti staður búddatrúarmanna, en ég verð að viðurkenna að tign og töfrar þess fóru ansi mikið fyrir ofan garð og neðan hjá mér eftir að hafa gengið um Grasagarðinn. Auk þess virðast búddamusteri ekki höfða til fegurðarskyns míns né tilfinninga. Þarna var hópur fólks sem kemur að jafnaði í musterið, en útlendinga sá ég ekki þessa stund sem ég var þar. Tönn- ina fær maður náttúrlega ekki að sjá, ég var sárfegin. Síðan ég upp- lifði að það setti að mér hlátur í Istanbul er mér var sýnt hár úr skeggi Múhameðs, hef ég ekki haft trú á mér til að taka slíkt hátíð- lega. Á hverju ári í tunglmánuðinum er haldin mikil trúar- og þjóðhátíð í Kandy. Hún var um garð gengin, þegar ég kom þangað, en mér var rækilega sagt frá henni og bent á að í næstu ferð til Sri Lanka skyldi ég hafa það bak við eyrað að koma á þeim tíma. Þá streymir fólk til Kandy úr öllum landshorn- um. Búddatrúarmenn minnast og fagna komu tannar meist- arans til landsins. Þó er talið að hátíðin eigi sér lengri sögu en síð- an tönnin væna var flutt til lands- ins, í stjórnartíð Kirti Sri Megha- vanna, kóngs sem ríkti á árunum 303—331 eftir Krists burð. Þá er guðum Hindi einnig vottað þakk- læti fyrir að halda verndarhendi yfir Sri Lanka og talið er að tunglmánuðurinn, Asala, hafi ver- ið valinn til hátíðarinnar í önd- verðu vegna þess að í honum er sagt að guðinn Vishnu hafi fæðzt. Ein kenning enn er að verið sé að minnast sigurs guða yfir djöflum. En hátíðin er margþættari og jarðbundnari; hún er einnig notuð til að biðja um regn til ræktunar en geta má nærri að rigningin er mikilvæg í þessu akuryrkjulandi. Hátiðin hefst á því að stjörnu- spekingur spáir með miklum kúnstum fyrir það hvenær skilyrði eru hentugust fyrir sáningu og hvenær megi planta hinu heilaga kapa í nýju tungli. Síðan hefst há- tíðin með litríkum dönsum og söngvum, fílar koma þar allmikið við sögu, þeir eru skreyttir pelli og purpura, gimsteinum og hvers kyns skrauti og farnar eru skrúð- göngur eftir ákveðnum lögmálum um borgina, og ná þær hámarki við Musteri tannarinnar. Mér skilst að allir sem vettlingi geti valdið streymi til hátíðarinn- ar, en einnig er víða annars staðar í landinu haldnar staðbundnar há- tíðir um svipað leyti, þótt Kandy- hátíðin muni bera af öllu. Við höfðum lagt snemma af stað til Kandy, mig minnir að frá Col- ombo til Kandy sé um 140 km. Leiðin sjálf var afar falleg og litskrúðug, við ókum í gegnum mörg lítil þorp, þar er akuryrkja alls staðar og í þorpunum sérhæfa menn sig í ákveðinni ræktun; við fórum í gegnum ananasþorp, ban- anaþorpin, bambusþorpin, teþorp- in og ég man ekki hvað. Auk þess voru alls staðar litlar sölubúðir, hróflað upp úr kassafjölum að því er virtist, og viðskiptavinir voru ekki fjölmennir, helzt virtist sem viðkomandi fjölskylda væri að mestu leyti ein í búðinni. Að vísu var dagurinn ungur og viðskiptin sjálfsagt ekki komin í fullan gang. Æ, fæ ég ábyggilega að giftast Á öðrum sólbjörtum degi erum við í Ratnapura, gimsteinaborg- inni. Þar er sagður vera gim- steinadalurinn sem þeir kannast við sem fylgdust með ævintýrum Sinbaðs sæfara. Ratnapura er in- dæll staður, stendur nokkuð hátt, suðaustur af Colombo. Ég hef aldrei haldið að gimsteinar hefðu nein sérstðk áhrif á mig, en ég get ekki neitað því að það var dálítið merkilegt að fara að námunum og fylgjast með því þegar verið var að finna steina, sem mér fannst vera eins og hvert annað griót og síðan er þetta unnið og slípað og Vijaya á eynni árið 554 fyrir Krist. Um þær mundir var Kýrus Persakeisari að leyfa herleiddum Gyðingum að snúa frá Babylon og heim til Jerúsalem og á Indlandi var Búdda að gefa upp öndina. Aðdragandi að för Vijaya til eyjarinnar var sá að amma hans hafði ung verið numin brott af ljóni, þegar hún var að fara í gegnum frumskóginn. Ljónið hélt henni fanginni og í fyllingu tím- ans ól hún ljóninu son og dóttur. Þegar þau spruttu úr grasi flýðu þau hellinn. Pilturinn varð kon- ungur í landi sem var kallað Lal- arata og Vijaya var næstelzti son- ur hans. Vijaya þótti ekki hegða sér svo virðulega sem konungssyni sæmdi og kvörtuðu þegnarnir ákaft við kóng undan hegðan hans. Á endanum var Vijaya rek- inn úr landi ásamt sjö hundruð fylgismönnum sínum. Þeir undu upp segl og sigldu á brott og komu aldrei til Laiarata framar. Þeir náðu landi á Sri Lanka, líklega einhvers staðar á austurströnd eyjarinnar. Vijaya sendi hann í land að afla vatns og vista. Sendi- boðinn kom ekki aftur og var ann- ar sendur á stað og fór á sömu leið. Er nú ekki að orðlengja, að útkoman verða einhverjir glitr- andi dýrindis steinar sem skart- konur um víða veröld prýða sig síðan með. í Ratnapura er mikið og merkilegt gimsteinasafn, sem þekktur sérfræðingur á þessu sviði, A.B. Amerasinghe, kom á fót. Þar var í sérstökum sal sýnt hvernig steinarnir eru skornir og unnir. Síðan fór Upali með mér í eina af mörgum gimsteinabúðum á staðnum og vingjarnleg stúlka, Kamini Jayasinghe, sýndi mér skartgripi og steina. Þetta endaði auðvitað með því að ég féll í býsna dýra freistingu og vonandi hefur Upali fengið prósentur af henni. Kamini sagði mér að hún væri 22ja ára og bætti því við að hún ætti þrjár systur og einn bróður sem væri yngstur þeirra. Þar sem það eru foreldrarnir sem koma í kring giftingum barna sinna víð- ast hvar á Sri Lanka, þó svo að tekið sé tillit til óska væntanlegra brúðhjóna, sagði Kamini mér að hún yrði víst ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að giftast í bráð, því að bróðir hennar yrði að ganga í hjónaband á undan þeim systrun- um. Hún hlakkaði mikið til að komast í hjónaband og eignast börn. Þó langaði hana hálft í hvoru að haida áfram að vinna úti, það þekkist að vísu en er ekki al- gengt, einkum og sér í lagi ekki úti á landsbyggðinni. Lengi var hald manna, að gimsteinanámur væri aðeins að finna í grennd við Ratnapura, en nú hafa fundizt gimsteinanámur víðar í landinu og Lankar hugsa sér gott til glóðarinnar, því að sótzt er eftir steinunum erlendis frá. Skartgripagerð er að aukast, en einnig flytja Lankar út stein- ana slípaða og unna og hafa af því drjúgar tekjur. Um uppruna þjóðar Sri Lanka Eins og kom fram í fyrri grein frá Sri Lanka er uppruni landsins horfinn inn í fjarlæga fortíð. Þó er vitað að eyjan hefur alltaf verið Lanka í augum innfæddra. En ótal sinnum var skipt um nafn á eynni. G ölumynd Muttori tannarinnar í Kandy. flestir þeir útlendingar sem her- tóku hana töldu ástæðu til að breyta því. Og eins og alkunna er hét eyjan svo lengi Ceylon og er það í munni margra enn. Saga Sri Lanka er þekkt 2.500 ár aftur í tímann og Sinhalesar rekja sig aftur þessar 25 aldir. Því er kannski ekki úr vegi að víkja að hver er sagður uppruni þeirra — hvort sem sú saga byggist nú á goðsögn að hluta ellegar stað- reyndum. Samkvæmt því lenti loks var Vijaya einn eftir. Þá ákvað hann að fara í land og reyna að rekja slóð manna sinna. Ekki hafði hann lengi farið er hann gekk fram á undurfagra konu að spinna á rokk. öll fótspor hurfu ( grennd við þokkadís þessa. Vijaya var ekki seinn á sér að skilja að hún myndi ábyrg fyrir hvarfi manna hans, greip hann nú kon- una og hótaði að drepa hana, nema hún vekti menn hans upp frá dauðum og héti því að beita

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.