Morgunblaðið - 26.09.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.09.1982, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 Umsjón: Séra Karl Sigurbjömsson Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir A U DROTTINSDEGI Fermingarundirbún- ingurinn — dýrmœtt tækifæri til boðunar Nú um mánaóamótin munu 9 af hverjum 10 unf'linf'um á 14. aldursári hefja fermingar- undirhúninf* sinn. Ilvaö kirkjuna áhrærir þá er fermingarfrædslan dýrmætt tækifæri til boóunar l'agnadarerindisins. Er vafasamt aó nokkur stofnun eöa félagsskapur nái til jafnmargra unglinga í einu. Ljóst er aö meö þessu sýna heimilin í landinu kirkjunni einstæöan trúnaö. „Fyrst þegar maður kemur í messu þá finnst manni þetta ósköp vitlaust. Alltaf verið að standa upp og setjast niður. Og svo stendur presturinn þarna og bablar ok blaðrar og maður skil- ur ekkert. En svo smám saman fer maður að skilja að þetta er ekkert blaður, heldur kemur manni við. Það verður líka meira gaman ef maður syngur með. Svo þegar allt er búið þá líður manni bara vel.“ Þannig lýsir fermingarbarn messu í kirkju sinni. Presturinn hafði beðið börnin að skrifa rit- gerðir um kirkjuferð. Það var áhugaverður lestur. Ferming- arbörnin voru ófeimin við að segja skoðanir sínar og lýsa til- finningum sínum og viðbrögð- um. Presturinn fékk svo sann- arlega ýmislegt að hugsa um. Og þegar ritgerðirnar voru ræddar í kennslustundinni þá gafst tæki- færi til að leiðrétta misskilning, viðra hugmyndir og skoðanir. Það kom prestinum á óvart, að flestir unglinganna kunnu vel að meta friðinn og kyrrðina í kirkj- unni, og fannst það einna eftir- minnilegast. Okkur virðist heim- ur táninganna vera hávaðasam- ur og „græjurnar" alltaf á fullu. Ef til vill er það einmitt þess- vegna að þau kunna að meta kyrrðina í helgidóminum. Hún verður þeim ný reynsla. Margir minnast ef til vill fermingarundirbúningsins sem þreytandi tíma, þar sem maður varð að læra heilu romsurnar utanað, og þylja sálma og ritn- ingartexta. Nú er leitast við að hjálpa unglingunum að skilja það sem felst í orðunum, skilja innihald boðskaparins. Margir ofar skýjum, mynd sem þeir innst inni vita að fær ekki stað- ist. Hitt er þó aigengast að menn hugsa sér hann sem ópersónu- legan örlögavald. Engin hliðstæð könnun hefur verið gerð hér á Sonur ekkjunnar 16. sunnudagur eftir trinitatis Lúkas 7, 11—17 Guðspjallið í dag segir frá syni ekkjunnar í Nain, manninum sem Jesú vakti upp frá dauðum. Skyldi hann annars hafa verið dáinn? Nú skrifar fólk bækur um það hvernig það hefur dáið og horfið aftur til lífsins. Fólk skrifar líka bækur um látið fólk sem snýr að vísu ekki aftur til lífsins en getur samt haldið áfram að taka þátt í því, lækna og leiðbeina. Ef til vill má deila um það hvenær fólk er dáið frá læknis- fræðilegu sjónarmiði. En þann, sem er dáinn, getur enginn lífgað nema Jesús. Hann getur gefið aftur líf ef hann vill, því að lífið og dauðinn er í hendi hans. Og hann einn getur gefið líf eftir dauðann, hið eilífa líf, sem mun gefast á efsta degi í upprisunni þegar Jesús kemur aftur í skýjum himinsins. Við skulum styrkja trú okkar á upprisuna. Þegar dauðinn mætir okkur er upprisan huggun okkar. Ástvinir okkar deyja, fólk sem við þekkjum ekki lætur lífið af slysförum eða sjúk- dómum. Við heyrum um það, lesum um það í blöðunum. Hjörtu okkar bifast af samúð og trega. Ó, að Jesús vildi kalla það aftur til lífsins, gefa það aftur í umsjá þeirra, sem syrgja svo mikið. En Jesús kallar það ekki aftur til lífsins. Látum samt ekki hugfallast. Styrkjum hvert annað í sorginni, minn- um hvert annað á hið mikla fagnaðarerindi að Jesús er uppris- inn, hann lifir og hver sem trúir á hann, mun lifa þótt hann deyi. Orð Ritningarinnar um eilíft líf eru alvarleg. Þau segja okkur ekki að við munum af sjálfsdáðum eignast eilíft líf eftir dauðann. Við eignumst það fyrir trú á Jesúm sem gaf líf sitt til að kaupa það handa okkur. unglinganna lýsa því yfir í rit- gerðum sínum, að þau trúi ekki á Guð. En oftast kemur líka í ljós að hugmyndir þeirra um þann Guð sem þau hafna eru afar fjarlægar kristinni trú. í umfangsmikilli könnun, sem gerð var meðal unglinga í Sví- þjóð voru þeir beðnir að lýsa því hvernig þeir hugsuðu sér Guð. Ótrúlega margir gera sér hug- myndir um skeggjaðan mann landi, en margir prestar hafa komist að svipuðum niðurstöð- um er þeir hafa grennslast fyrir um það hvað fermingarbörn þeirra gera sér í hugarlund um Guð. Ljóst er að flestum ungl- ingum er örðugt að tengja sam- an það sem þau hafa lært í Biblíusögum og í sunnudagaskól- um við lifandi raunveruleika í þeirra eigin heimi. Þar skiptir raunar höfuðmáli hvaða reynslu þau hafa af trúarlífi hinna full- orðnu, ef hún er þá nokkur. Hér hefur kirkjan ómetanlegt tækifæri með fermingarfræðslu sinni. Henni býðst tækifæri til að hjálpa fermingarbörnunum að skilja hvað kirkjan á við er hún talar um Guð, biður til Guðs, treystir Guði og trúir á hann og orð hans. Sé því tæki- færi glatað, má búast við að við- komandi hafi alla ævi sína rang- ar hugmyndir um það hvað kristin trú kennir um Guð. Við berum ábyrgð Sérhvert fermingarbarn er einstaklingur. Það er engin leið að alhæfa um fermingarbörn nútímans. Þau hafa ólíkar skoð- anir, áhugamál, þarfir, þroska. Sumir eru trúhneigðir, aðrir fullir efasemda. En hver og einn er velkominn til fermingar- fræðslu kirkjunnar. Einn og sérhver fær að vera með sem einstaklingur, sem er tekinn al- varlega sem manneskja. Kirkjunni er fermingarfræðsl- an dýrmætt tækifæri til boðunar fagnaðarerindisins, tækifæri sem hún verður að nýta vel, því um framtíð hennar er að tefla. Einnig verður hún að reynast verð þess trúnaðar sem henni er sýndur. Sú von og bæn mætir hverju nýju fermingarbarni og fylgir því alla leið, að það verði lifandi meðlimur í samfélagi við Jesú Krist. Þessvegna berum við mikla ábyrgð, ekki prestarnir einir, heldur allt safnaðarfólk. Við skulum minnast að mörgum unglinganna er fermingar- fræðslan fyrsta meðvitaða snerting þeirra við kirkju Krists. Mætum þeim með skilningi og kærleika. alit sem hugurinn girnist Stœrsta póstverslun í Evrópu. f rá Quelle Quelle pöntunarlistinn með haust- og vetrartískunni 82/83 er nærri þús- und blaðsíður, uppfullar af vönduðum þýskum varningi. Úrvalsfatnaður á alla fjölskylduna, skór, töskur, skartgripir, húsbúnaður, heimilistæki, leik- föng, já allt sem hugurinn gimist. Allt gæðavörur á hagstæðu verði. Öruggur afgreiðslumáti. IVinsamlegast klippið þennan hluta auglýsingarinnar frá og sendið okkur eða hringiö — ef þér viljið kaupa Quelle pöntunarlistann. Verð listans er kr. 72 auk póstkröfugjaldsins. IQuelle-umboðið Pósthólf 39, 230 Njarðvík. Sími 92-3576. Afgreiðsla í Reykjavík Laugavegi 26, 2.h. Sími 21720. „ Nafn sendanda heimilisfang 1 sveitarfélag póstnúmer 1 . — r 1 L Quelle umboðið sími 21720

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.