Morgunblaðið - 05.10.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.10.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 39 Gísli Eiríksson trésmiöur — Minning og áveðra. Allir þeir, ásamt börn- um, áttu greiðan aðgang að hjarta hennar. Hún átti margháttaða trúarreynslu og ég held mikla trú- arvissu og styrk. Felix maður hennar dó 1. febrú- ar 1969. Sigríður bjó áfram á Laugavegi 132. Hún hélt um skeið eftir það góðri heilsu og fékk sér um tíma vinnu utan heimilis. En fyrir um það bil hálfu öðru ári var heilsa hennar svo á þrotum að hún var ekki einfær lengur. Fór hún þá á öldrunardeild Landspítalans að Hátúni lOb og þar andaðist hún sl. miðvikudag, 29. september. Börn Sigríðar og fyrra manns hennar eru: Jón rafvirkjameistari og flugmaður, framkvæmdastjóri hjá hernum á Keflavíkurflugvelli og Ingibjörg húsfreyja í Reykja- vík. Börn Sigríðar og seinna manns: Hörður loftskeytamaður í Gufunesi og Soffía húsfreyja í Reykjavík. Barnabörnin eru tutt- ugu. Nú að skilnaði vil ég þakka henni fórnarstarf í þágu góðs mál- efnis, og ég þakka bjarta kynningu við okkur hjónin sem aldrei féll á skuggi. Og ég flyt börnum hennar og barnabörnum og öllu skylduliði samúðarkveðjur frá okkur í And- vara. Þið finnið það gleggst að hér er góð kona gengin. Góð kona sem gott er að minnast. Indriði Indriðason I dag er kvödd hinstu kveðju Sigríður Jónsdóttir, Laugavegi 132 Reykjavík, eftir löng og erfið veik- indi. Sigríður hin hjartahreina og prúða manneskja, sem aldrei hef- ur sagt niðrandi orð um nokkurn mann, sá aðeins það góða í öllu. Hún var lífsglöð, elskaði lífið og dáðist að því, og sá það fallega og skemmtilega við allt, ekki síður hið smáa sem öðrum sést stundum yfir, blóm við veginn, eða lítinn kettling sem hún tók að sér og hlynnti að. Sigríður var vel gefin og listfeng og allt lék í höndum hennar sem hún snerti á. Hún var af góðu fólki komin og lífið blasti við henni ungri og fallegri. Samt mátti hún þola þungar raunir sem ég veit að fylgdu henni alla ævi, en Sigríður var gædd hetjulund og kvartaði ekki. Hún hugsaði um heimilið sitt fallega, börnin og barnabörnin. Hún hafði mörg heimboðin fyrir þau á hátíðum og tyllidögum og ef ekki var sérstakt boð var oft dekk- að langborð tilbúið ef ættingjarnir litu inn. Handavinnan hennar bar vott um fegurðarsmekk hennar og listfengi. Mér er minnisstætt að heyra þau hjónin syngja og hvað hún spilaði listavel á gítarinn. lH*gar sólin er .sij»in og sudrið er folt á kinn mér finnst sem einhver kalli inn um gluggann minn. Dreymir mig óræðna drauma er dagsólarljósið dvín. Kg get ekki leikið mér lengur í Ijósi við gullin mín. (Ókunnur höfundur). Mættu sem flestir afkomendur Sigríðar Jónsdóttur erfa hennar miklu og góðu mannkosti. Þökk fyrir allt. Vinkona Láttu smátt, en hyggðu hátt, hafðu lágt ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt, mæltu fátt en hlægðu lágt. Ef ég ætti að minnast Gísla Ei- ríkssonar í einni hendingu tæki ég þessi orð Einars Ben. þar fyrir. Ég held reyndar að minningu Gísla væri réttast og best haldið á lofti við að minnast þessara dyggða. Og er nær viss um að hann sjálfur kærði sig lítt um fjálgskrif af þessu tagi sem ég vona að mér fyrirgefist nú samt. Sambandi okkar Gísla er einnig best lýst með þessari hendingu. Án efa er hann vísnafróðasti meðreiðar- maður á minni leið. Við öll tæki- færi fór Gísli með vísur, allra teg- unda. Hann hefði getað haldið uppi samræðum í vísum. Og aldrei hefi ég fyrr séð nokkurn mann slá andmælendur sína jafn vel út af laginu með einni hendingu. Þá er lýstu bæði þeim og völtum mál- stað þeirra á stundum. En þetta heitir að vera gamaldags að nota mikið vísur nú á þessum síðustu og verstu hagvaxtartímum. Félagi Gísli trésmiður var ör maður. Fljótur að reiðast ef svo bar undir. En jafn fljótur að jafna allt slíkt. Og fáa hefi ég einnig hitt er mátu í raun lítillætið jafnmikið og Gísli. Þegar leiðir okkar lágu saman var ég rétt 16 vetra og fannst nú að varast bæri svona gamaldags karl og hann. Alveg kolvitlaus stundum. Ekkert nógu gott handa honum. Fyrir nú utan hversu stórhættulegur kommún- isti hann var. Þetta voru mín fyrstu kynni af nýja trésmiðnum er ég átti að aðstoða hér um sumarið er bygging Tollstöðvar- innar stóð sem hæst. En það álit var fljótt að breytast. Og sjaldan hefi ég lært eins mörg góð mann- lífslögmál og þá um sumarið og síðar með trésmiðnum frá Eyrar- bakka. Auðvitað var ég borgar- barnið fráneygt og þröngsýnt þá. En þegar einu sinni Gísli hamraði á því við mig í pólitískum stælum, að „allt væri betra en íhaldið" eins og Tryggvi Gunnarsson hefði sagt hér forðum, þá var mér öllum lok- ið. Þetta var nú hreinasta guðlast. Nú væri mælirinn fullur. Þetta var þegar vinstri stjórnin 1971 var í burðarliðnum og ég sem kom frá borgaralegasta heimilinu í Reykjavík, sá ekkert nema íhaldið, eins og Gísli sagði. En við sam- ræðurnar fór nú álitið að breytast meira og meira. Gísli var enginn „kommúnisti", einsog mér, sem mörgum, var svo gjarnt á að skilgreina menn, er voru á annarri skoðun. Hann hafði sínar skoðan- ir. Og hann þorði að segja þær. Hver sem í hlut átti. Það hafði ekki lítil áhrif á þennan borgara- lega dreng. Hreinskilni, lítillæti, hjálpsemi við minni máttar og heiðarleiki. En umfram allt sanngirni. Þessi röggsemi var al- veg ný stærð þá. Þetta eru mestu minningarnar um trésmiðinn, sumarið 1971, sem ég hefi í huga mínum. Það eitt segir meira en mörg orð. Gísli var afburða laghentur maður og þá að sjálfsögðu smiður einnig. Mér fannst þegar hann var að vinna með timbrið að hér væru hreinustu galdrar á ferð. Hvað þessi ómerkilegu verkfæri gátu þrátt fyrir allt hrækt út úr sér vandaðri vinnu. Ósjálfrátt ber maður einnig óttablandna virð- ingu fyrir galdramönnum. En auð- vitað voru þetta engir galdrar. Að- eins vönduð vinnubrögð, sem hétu einu sinni rétt vinnubrögð. Og Gísli hafði líka skoðun á því sem öðru í nútímanum. Hann var sem aðrir barn síns tíma. Sjaldan hafði hann reyndar orð á því en augljóst var við ýtarleg kynni að tilvera hans hafði verið meira og minna skuggatilvera síðan hann missti eiginkonu sína í baráttu við skæðan sjúkdóm seinni hluta sjöunda áratugarins. Það höfðu greinilega verið kaflaskipti hin mestu og erfiðustu. En það var ekki hljóðfæraslátturinn yfir því frekar en öðru sem taka þurfti. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, þeirra Gylfa og Kristínu, sem sá gamli hugsaði reyndar mikið um innra með sér. Og gætu og þyrftu margir að taka sér Gísla til fyrirmyndar með það hvernig skila eigi sínum þræði í vefstólinn sem vefur til eilífðar. Það er þó alltént þeir sem bera eiga menn- inguna til næstu kynslóða. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Gísla fyrir viðkynninguna hér sem entist raunar alla tíð. Veit ég að margir eru mér sam- mála er unnu með okkur hér um árið. Það er nú einu sinni svo að sumir eru alltaf eftirminnilegri en aðrir. Hvað sem veldur. Og þökk sé skaparanum að við erum ekki öll steypt í sama mótið. Afkom- endum Gísla óska ég alls velfarn- aðar og vona að eftir lifi eitthvað er hann kunni í okkur. Magnús H. Skarphéðinsson Eiríkur Hávarðs- son — Minningarorð Þriðjudaginn 5. október, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði Eiríkur Hávarðsson frá Eskifirði, fæddur 14. júní 1916, dáinn 27. september 1982. Eiríkur var mjög mikill fjöl- skylduvinur í minni fjölskyldu, minnist ég hans frá minni fyrstu tíð frá heimili ömmu minnar, hann var henni ómetanlegur vin- ur, en hún andaðist fyrir 10 mán- uðum. Ég bjó á heimili hennar sem barn, og var þar mikið eftir að ég flutti þaðan, en leið mín varð sú að ég flutti tií hennar aftur og þá með cigin fjölskyldu. Og ævinlega var I>álli þar, en það kallaði ég hann fram eftir öllum aldri, hann var einskonar afi minn, því engan átti ég á lífi. Og man ég sem barn er skipsfréttirnar voru, að alltaf hlustaði ég, til að vita hvar Kynd- ill væri, og vissum við þá líka hvenær Lalli kæmi í bæinn. Svo eftir að ég stofnaði eigin fjöl- skyldu, urðu Eiríkur og maðurinn minn mjög góðir vinir, þó ald- ursmunurinn væri þó nokkur og minnumst við raargra ánægju- og gleðistunda með honúm. Við vilj- um þakka Eiríki góð kynni og ýmsa aðstoð er hann veitti okkur, og elnnig þá ómetanlegu hjálp er hann veitti önnnp minni. Við vottum dóttur báns og fjöl- skyldu hennár okkar innilegustu samúð svo og systkinum og öðrum ættingjum. Kristín, Gunnar, Inga Dóra og Húbort Nói, Norðurbraut 23 + Stjúptaöir minn, GUÐMUNDUR G. GUDJÓNSSON, Álfhólsvegi 12S, Kópavogi, andaöist 1. október. Garðar Jóhannesson. Eiginkona mín og móöir okkar, HILDUR SIGRÚN HILMARSDÓTTIR, lést 3. október. Ólafur Jón Einarsson, Einar Ólafsson, Kolbrún Ólafsdóttir, Lovisa Guörún Ólafsdóttir. + Konan min elskuleg og móöir okkar, HERDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR, Hávallagötu 9, lézt í Hátúni 10 B aö kvöldi hins 3. október. Tryggvi Ófeigsson, Páll Asgeir Tryggvason, Jóhanna Tryggvadóttir, Rannveig Tryggvadóttir, Herdís Tryggvadóttir, Anna Tryggvadóttir. Móöursystir okkar, SIGRÍOUR FRIÐRIKSDÓTTIR, er andaöist 30. september sl. verður jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. október kl. 15. Sigurlaug Þ. Ottesen og systur. + Móöir mín, tengdamóöir, amma og langamma, GUDRÍDUR SIGURBJÖRNSDÓTTIR, lést á Elliheimilinu Grund fimmtudaginn 23. september. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Ólafur Ottósson, Guðríöur Guömundsdóttir, Ólöf Helga Gunnarsdóttir, Ólafur fsberg Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÍDUR JÓNSDÓTTIR, Laugavegi 132, veröur jarösungin í dag, þriöjudag 5. október, kl. 15.00 frá Foss- vogskapellu. Jón Guömundsson, Vigdís Tryggvadóttir, Ingibjörg Guömundsdóttir.Guöfinnur Sigfússon, Hörður M. Felixson, Ragnheiöur Hjálmarsdóttir, Soffía Felixdóttir, Jóhannes Pátursson og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGURDAR GUÐMUNDSSONAR, Grandavegi 39, Reykjavik, fer fram frá Fríkirkjunni mlövikudaglnn 6. október kl. 13.30. Guörún Eggertsdóttir, Siguröur E. Sigurösson, Lára Haraldsdóttir, Garöar Sigurösson, Asta Halldórsdóttir, Guömundur Slgurösson, 8igrún A. Haraldsdóttir, Sverrir Sigurósson, Sonja Berg Gunnar Sigurösson, og barnabörn + Einlægar þakkir færum vlö öllum þeim er auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför JÓNU ÞORBJARNARDÓTTUR, Langholtsvegi 67. Sverrir Jónsson, Páll Jónsaon, Sólveig Jónsdóttír, Gunnar Jónsson, Vibeke Jónsson, Guörún Ólafsdóttir, Jóhanna Þorbjarnardóttir, Páll Bjarnason, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Bergþóra Þorbjarnardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.