Morgunblaðið - 05.10.1982, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982
+ Móöir okkar og tengdamóöir.
HAFLfN björnsdóttir,
andaöist laugardaginn 2. október.
Regína Ingólfsdóttir, Egill Jónsson,
Níels Ingólfsson, Svanhvít Hafsteinsdóttir,
Björn Ingólfsson, Rósa Jónasdóttir,
Ásgrímur Ingólfsson, Unnur Sigtryggsdóttir.
+
Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
GUÐLAUG BJÖRNSDÓTTIR OLSEN,
andaðist aö Hrafnistu aðfaranótt 3. október.
Anna Olsen, Halldór Snorrason,
Borgþór Olsen, Þórunn Kristjánsdóttir,
Ásgeir Olsen, Unnur Ólafsdóttir,
Vigdís Daníelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eíginkona min, móðir, tengdamóöir og amma,
MARÍA BÁRA FRÍMANNSDÓTTIR,
til heímilis aó Holtsgötu 19, Njarövík,
lést sunnudaginn 3. október 1982.
Altreó Georg Alfreðsson,
Hervör Lúöviksdóttir, Óskar Guöjónsson,
Erna Lína Alfreösdóttir, Bjarni Kristjánsson,
Kristín Bára Alfreösdóttir, Þóröur Ólafsson,
Alfreö G. Alfreösson jr.,
barnabörn.
t
Útför fööur okkar,
gIsla EIRfKSSONAR,
Laugavegi 4,
fer fram frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 5. október kl. 13.30.
Kristín Gísladóttir,
Gylfi Gíslason.
+
Útför fööur okkar,
ÞORBJÖRNS KAPRASfUSSONAR,
fer fram frá Akureyrarkirkju miövikudaginn 6. október kl. 13.30.
Sigtryggur Þorbjörnsson,
Guöbjörg Þorbjörnsdóttir,
Haukur Þorbjörnsson.
Sonur okkar og bróöir,
EIRÍKUR VALBERG,
Kambsvegi 34,
sam andaöist 26. september veröur jarösunginn frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 6. október kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á líknarstofnanir.
Guöný og Samúel Valberg,
Aöalbjörg Valberg,
Lárus Valberg,
Kristmundur Valberg,
Ingibjörg Valberg.
+
Eiginmaöur minn,
GÍSLI FRÍMANNSSON,
Sólvallagötu 54,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 6. október
kl. 3 e.h.
Guörún Pótursdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur samúö og
hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengda-
fööur, sonar og afa,
HARÐAR HAFLIDASONAR,
Grundargeröi 22,
og heiöruöu minningu hans.
Ingibjörg Árnadóttir,
Auður Haröardóttir, Þorvaldur Árnason,
Guórún Haröardóttir, Axel Sölvi Axelsson,
Kristjána Haröardóttir,
Haftiöi Báróur Harðarson.
Björk Harðardóttir,
Kristjana Guöfinnsdóttir
og barnabörn.
Sigríður Jóns-
dóttir — Minning
Fædd 8. júní 1906
Dáin 29. september 1982
I dag kveðjum við í hinsta sinn
hana ömmu á Laugavegi, eins og
hún Sigríður amma okkar var
ævinlega kölluð. Hún er nú farin í
hið langþráða ferðalag yfir móð-
una miklu, þar sem hún hefur
fengið aftur þann kraft sem ávallt
í henni bjó.
Undanfarin ár átti amma við
mikil veikindi að stríða og því hef-
ur verið heldur hljótt á Laugaveg-
inum, þar sem við skemmtum
okkur svo vel áður. Sérstaklega
eru okkur minnisstæð jólaboðin
sem hún hélt okkur börnunum.
Þar var farið í leiki og spilað á spil
og alltaf tók amma þátt í þessu
með okkur. Henni var líka ýmis-
legt til lista lagt, hafði unun af
söng og var mikil handavinnu-
manneskja, auk þess sem hún
málaði hinar fallegustu landslags-
myndir, sem prýddu heimilið.
Það er ekki ætlun okkar að
rekja lífshlaup hennar hér, heldur
viljum við aðeins þakka fyrir allar
samverustundirnar. Það er sárt að
kveðja ástvin en þó getur dauðinn
verið líkn fyrir þá sem þurfa að
þjást. Við vitum að ömmu líður
betur nú og yfir því gleðjumst við.
Blessuð sé minning hennar.
Guðmundur og Tryggvi
í dag fer fram útför Sigríðar
Jónsdóttur, Laugavegi 132 hér í
borg, er andaðist 29. fyrra mánað-
ar í öldrunardeild Landspítalans
að Hátúni lOb.
Sigríður var fædd 8. júní 1906 í
Kalastaðakoti á Hvalfjarðar-
strönd. Foreldrar hennar voru Jón
Sigurðsson bóndi þar og hrepp-
stjóri og kona hans Soffía Pét-
ursdóttir.
Jón faðir Sigríðar var fæddur
1852 á Fiskilæk, sonur Sigurðar
Böðvarssonar smiðs og bónda þar,
f. 1813, og konu hans Halldóru, f.
1823 Jónsdóttur stúdents og dbrm.
á Leirá, f. 1798 d. 1862, Árnasonar.
Jón var vinsæll og hjálpsamur,
varð auðugur og kynsæll.
Böðvar faðir Sigurðar og afi
Jóns í Kalastaðakoti, var f. 1772 d.
1852 og var Sigurðsson. hann bjó á
Hofsstöðum í Hálsasveit og síðar
á Skáney í Reykholtsdal og var
járn- og koparsmiður. Hann þótti
sérstakur dugnaðar- og greiða-
maður og hálparhella þeirra er
bágt áttu. Kristleifur á Kroppi
segir frá honum í þáttum sínum.
Niðjar hans eru margir ög má
finna mikinn fróðleik um fólk
þetta í Borgfirskum æviskrám.
Jón faðir Sigríðar bjó fyrst í
Melkoti í Leirársveit áður en hann
fluttist að Kalastaðakoti. Þar bjó
hann í yfir þrjátíu ár. Jón bætti
mjögjörð sína að ræktun og bygg-
ingum og gekkst fyrir stofnun
búnaðarfélags i sveitinni. Hann
var hreppstjóri í áratugi, for-
svarsmaður sveitar sinnar og
hjálpsamur nágrönnum. Hann var
hagsýnn fjáraflamaður og komst í
góð efni.
Með ráðskonu sinni, Guðrúnu
Jóhannesdóttur, átti hann einn
son er upp komst, Halldór, f. 1892,
kaupmaður í Reykjavík, d. 1945.
Kona Jóns 1907 var Soffía Pét-
ursdóttir, fædd 1870. Foreldrar,
Pétur Guðmundsson og kona hans
Guðrún Jónsdóttir og voru á
Akranesi. Pétur drukknaði ofan
um ís á Skorradalsvatni í desem-
ber 1885. Ætt Soffíu er rakin í
Fremra-Hálsætt II bindi. Soffía
var áður gift Narfa Narfasyni, þau
bjuggu á Heynesi. Skildu. Þau
áttu fjögur börn er upp komust.
Elst þeirra, og sú eina af hálf-
systkinum Sigríðar sem enn er á
lífi, er Petrína Narfadóttir sem
verður níræð í næsta mánuði, f.
13. nóv. 1892.
Jón og Soffía bjuggu í Kala-
staðakoti til 1919 að þau fluttust
til Reykjavíkur með bðrn sín tvö,
Sigríði og Stefán 10 ára. Jón og
Soffía dóu sumarið 1936, Jón d. 18.
júlí og Soffía 16. ágúst. Stefán,
eina alsystkini Sigríðar, er kaup-
maður í Hafnarfirði, var lengi í
bæjarstjórn.
Á fermingaraldri fluttist Sig-
ríður til Reykjavíkur og þar átti
hún heima æ síðan. Hún giftist
vorið 1923, tæplega sautján ára
Guðmundi búfr. Jóhannssyni frá
Sveinatungu, kaupmanni og bæj-
arfulltrúa. Hann var sonur Jó-
hanns Eyjólfssonar bónda og al-
þingismanns, þess er byggði 1895
fyrsta íbúðarhús úr steinsteypu í
sveit á íslandi, í Sveinatungu.
Guðmundur fórst í bifreiðarslysi
1. september 1931, þrjátíu og átta
ára. —Hálfþrítug varð Sigríður
ekkja með tvö ung börn, Jón sex
ára og Ingibjörgu tæpra fimm ára.
Sigríður giftist öðru sinni í des-
ember 1934 Felix Ottó Sigur-
bjarnasyni sjómanni og síðar
verkstjóra hjá Reykjavíkurborg.
Felix var fæddur í Reykjavík, son-
ur Sigurbjarna Guðnasonar vél-
stjóra er lézt haustið 1918 í Eng-
landi úr spönsku veikinni frá sjö
börnum og það elsta 16 ára, en
Felix þá 10 ára. Hann varð því
snemma að fara að sjá fyrir sér,
því ekki var auður í búi alþýðu-
fólks í þá daga. — Það var ekki
heldur um mikinn auð að ræða er
þau Sigríður og Felix hófu búskap,
mitt á kreppuárunum, nema börn-
in hennar tvö, — óskabörnin. En
Sigríður hafði bakhjarl sem var
betri en ekki, þar sem voru for-
eldrar hennar. Þau Felix og Sig-
ríður eignuðust einnig sín óska-
börn. Hörð og Soffíu og tíminn
gekk sinn gang.
Vorið 1940 fluttust þau að
Laugavegi 132 og þar var síðan
heimili þeirra. — Börnin stofnuðu
eigin heimili í fyllingu tímans og
fluttust á brott, — en einn var sá
staður er oft var leitað til og heim-
sóttur, Laugavegur 132. Þar komu
barnabörnin og áttu sitt athvarf
og áningarstað.
Sigríður hafði við komu sína til
Reykjavíkur, unglingurinn, gengið
í Góðtemplararegluna, fyrst í
barnastúku, og verið virkur og
áhugasamur félagi ætið síðan. Ég
sem þetta rita, kynntist þeim Fel-
ix og Sigríði haustið 1939 er ég
gekk í Góðtemplararegluna. Þau
voru í þeim systkinahópi er bauð
mig þar velkominn. Þá hófst sú
kynning okkar í milli, sem varaði
síðan óslitið meðan við máttum
njóta samvista, án þess að þar
bæri á nokkurn skugga. Þau voru
einlæg og fórnfús í áhugastarfi og
óspör á tíma sinn og frístundir í
þágu reglustarfsins, en hún var
starfandi á ýmsum stigum Regl-
unnar. Þau voru bæði gefin fyrir
hljómlist og höfðu góðar söng-
raddir, sérstaklega þó Felix er
hafði geysimikla og fallega rödd,
en ótamda. Sigríður hafði gaman
af leiklist og lék í smáleikjum á
vegum Reglunnar, fyrr og síðar á
árum m.a. í Leikfélagi templara er
starfaði um árabil. Hún hafði yndi
af ljóðum og las oft upp á fundum
af góðum skilningi.
Sigríður var viðkvæm í lund,
með hneigð til angurværðar, sem
hún þó duldi að jafnaði. Það sagði
hún mér, að ekkert hefði verið sér
meiri gleðigjafi í einrúmi en þaf
að hafa yfir í huganum eða i hál.
um hljóðum uppáhaldsljóð sín ug
erindi úr þeim, en hún kunni
fjölda ljóða og kvæðabrota. Sú er
sameiginleg reynsla ljóðelskra
manna og kvenna fyrr og síðar, og
afsannar kenningu atómskálda, að
ljóð séu ekki til að læra þau, held-
ur til að lesa. Upprifjun ljóða og
kvæða fluttu henni birtu í hugar-
heim sinn og gáfu hlýrri gleði byr
undir báða vængi og aukinn kraft
til starfa. Sigríður var heiðursfé-
lagi Stórstúkunnar og stúkunnar
okkar, Andvara.
Sigríður var listræn að upplagi,
með sterka löngun til tjáningar á
því er henni þótti fagurt. A efri
árum þegar um hægðist, greip hún
til þess um skeið, að fara að mála
landslagsmyndir, til þess að flytja
svolitla ögn af fegurð landsins inn
til sín, og fékk til þess ofurlitla
tilsögn.
— En fyrst og fremst var Sig-
ríður góð kona, er vildi ætíð koma
til hjálpar þeim er minna máttu
sín og fóru halloka, eða stóðu einir
Patricia McFate heiðursgestur á haust-
fagnaði Íslenzk-ameríska félagsins
HAUSTFAGNAÐUR íslensk-
ameríska félagsins verður að
þessu sinni haldinn á Hótel Loft-
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. f
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu linubili.
leiðum laugardaginn 9. október
nk. Fiðlarinn Graham Smith verð-
um meðai skemmtikrafta, en
klarinettuleikarinn Finnur Eydal,
Helena og Alli, koma að norðan til
að leika fyrir dansi.
í ár á degi Leifs Eiríkssonar
verður Patricia McFate sérstak-
ur getur félagsins á haustfagn-
aði. McFate er nýkjörinn fram-
kvæmdastjóri The American
Scandinavian Foundation í New
York. ASF stofnunin gegnir
þýðingarmiklu hlutverki í
menningarsamskiptum Banda-
ríkjanna og Norðurlandanna.
Sem framkvæmdastjóri ASF
hefur Ms. McFate hönd í bagga
með hinum fjölmörgu námsferð-
um, námsstyrkjum og nám-
skeiðum, sem náms- og mennta-
menn njóta góðs af í sérskólum
og háskólum Bandaríkjanna.
Aðgöngumiðasala verður að
Hótel Loftleiðum, fimmtudag-
inn 7. október og föstudaginn 8.
október kl. 18—19 báða dagana.
Þar verður einnig tekið við
borðapöntunum.
Leiðrétting
Á LAUGARDAGINN birtust hér í
blaðinu minningarorð um Jónínu
Kr. Eyvindsdóttur Dal í Borgarnesi.
Þau mistök urðu að nafn hennar
misritaðist. I fyrirsögninni stóð
Eyjólfsdóttir. Biður blaðið að-
standendur afsökunar á mistökun-
um.