Morgunblaðið - 06.10.1982, Qupperneq 1
Miðvikudagur 6. október — Bls. 33 — 56
RIÐUVEIKI
Riðuveiki i sauðfé hér á landi hef-
ur verið nokkuð til umræðu að und-
anfornu. Komið hefur m.a. fram í
fréttum, að Sovétmenn eru tregir til
að kaupa héðan kindakjöt vegna
veikinnar og einnig kemur það til að
ríkisstjórnin hefur nýlega séð
ástæðu til þess að gefa út sérstaka
reglugerð til varnar þessum sjúk-
dómi og einnig gert um það sam-
þykkt í ríkisstjórninni að fé á
riðuveikisvæðum skuli ganga fyrir
þegar sauðfé verði fækkað nú í
haust. í þessu sambandi vakna þær
spurningar hvað þessi veiki sé út-
breidd hér á landi og hvernig gangi
að halda henni í skefjum. Til þess
að fá svör við þessum spurningum
og almennt um þessa veiki leitaði
Mbl. nýlega til Sigurðar Sigurðsson-
ar, dýralæknis á Keldum, en hann
er sérfræðingur sauðfjársjúkdóma-
nefndar.
— Hvenær barst riðuveiki hingað
til lands og hversu útbreidd er hún
hér?
„Talið er að riðuveiki hafi borist
hingað með innfluttum enskum
hrút sem var fluttur til Skaga-
fjarðar frá Danmörku árið 1878.
Þaðan barst veikin síðan með af-
kvæmum hans um Norðurland,
Mið-Norðurland þ.e. svæðið frá
Eyjafirði til Húnavatnssýslu hef-
ur lengst af verið aðal riðuveiki-
svæðið. Þaðan hefur veikin breiðst
út, aðallega á seinni árum. Fyrst
barst hún til Vestfjarða, þar kom
hún upp í Barðastrandahreppi
1953. Síðan barst hún til suðvest-
urlands, kom upp á Akranesi 1958,
í Reykjavík 1968 og í vestanverðri
Árnessýslu 1977. Hún kom upp á
einum bæ í Rangárvallasýslu árið
1981 og nú síðast á einum bæ í
Mýrdal á þessu ári. Hún kom upp
á Austfjörðum, Borgarfirði eystra
og Norðfirði árið 1969 og breiddist
út um Austurland, að líkindum frá
þessum stöðum. 1972 barst hún til
Þingeyjarsýslna vestan Jökulsár á
Fjöllum og hefur breiðst þar
talsvert út.
Á seinni árum virðist breyting
hafa orðið á veikinni. Þar sem hún
hefur stungið sér niður hin síðari
ár hefur hún breiðst mjög hratt
út. Dæmi eru til að hún hafi farið
um heila sveit á áratug en hafði
áður lítið breiðst út á Mið-Norð-
urlandi í nálægt heila öld, þrátt
fyrir mikinn samgang sauðfjár
fyrr á árum.“
20 nýjar hjarðir sýktar
— llefur veikin fundist á nýjum
svæðum á þessu ári?
„Á þessu ári hefur veikin verið
staðfest í 20 nýjum hjörðum.
Sumar eru á áður þekktum riðu-
veikisvæðum en á árinu hefur hún
fundist í 7 hreppum sem hún hef-
ur ekki verið kunn í áður og auk
þess einum hreppi sem hún hefur
ekki fundist í í 25 ár. Þetta eru
Reykdælahreppur í S-Þingeyjar-
sýslu, Fljótdals- og Seyðisfjarð-
arhreppur í N-Múlasýslu, Valla-
og Reyðarfjarðarhreppur í
S-Múlasýslu, Saurbæjarhrepppur
í Eyjafjarðarsýslu, Patrekshrepp-
ur í V-Barðastrandasýslu og
Hvammshreppur í V-Skaftafells-
sýslu.
Núna gerir riðuveiki vart við sig
í 180—190 fjárbúum í 47 sveitar-
félögum í 12 sýslum á landinu."
— Hvernig lýsir þessi sjúkdómur
sér og hvað veldur hann miklu tjóni?
„Þetta er heila- og taugasjúk-
dómur, að miklu leyti óþekktur,
smitefnið lífseigt og sjúkdómur-
inn langvinnur, lúmskur og kvala-
fullur. Kindin þrífst ekki, er
óörugg með sig eða hrædd, gangur
hennar verður skjögrandi, hún
titrar, kláði er áberandi á sumum
stöðum en á öðrum alls ekki. Eng-
in læknislyf eru þekkt og engin
próf eru til að leita að smituðum
skepnum.
Tjónið er mjög mismunandi eft-
ir bæjum þar sem veikin kemur
upp. Allt frá 1% eða jafnvel
minna upp í 30—40% árlega.
Augljóst er að einstakar ættir
sauðfjár verða mjög misjafnt úti.
Mikill munur er á því milli lands-
hluta hvernig veikin hegðar sér
sem gefur til kynna að mismun-
andi stofnar séu til af smitefninu
hér á landi. Veikin leggst ein-
göngu á sauðfé og geitur en hugs-
anlega geta aðrar skepnur borið
hana, þó þær veikist ekki sjálfar.
Riðuveikina er erfitt að berjast
við því hún er bæði smitandi og
ættgeng.
SauAburðurinn vara-
samasti tíminn
— Hvað er gert til að útrýma
sjúkdómnum eða hefta útbreiðslu
hans?
„Það hefur hindrað aðgerðir að
veikin er ekki nægilega þekkt.
Sýkillinn er óvenjulega lífsseigur
og veikin lengi að koma í ljós eftir
að hún berst á nýjan stað. Menn
hafa getað haldið veikinni í skefj-
um hver hjá sér með því að fylgj-
ast mjög náið með ættum fjárins
og setja einungis á það fé sem er
mótstöðumikið en jafnframt stór-
auka hreinlæti og aila nákvæmni
við hirðingu fjárins, einkum hvað
varðar heyið og drykkjarvatnið.
Langvarasamasti tíminn er um
sauðburðinn, þá er mest hætta á
smitun unglambanna því að fóst-
urvatn og hildir eru ákaflega
menguð af smitefninu.
Þar sem menn eru með við-
kvæman fjárstofn og óhæga að-
stöðu er þessi barátta við veikina
erfið, enda hafa margir neyðst til
að farga öllu sínu fé og fá sér nýj-
an stofn eða hætta alveg með fé,
því að veikin hefur oft komið aftur
á bæjum þar sem skipti hafa verið
gerð. Þar sem veikin er ekki hafa
menn oft verið seinir til að taka
upp varnir, hafa vonað að veikin
kæmi ekki til þeirra. Þar sem
veikin er á byrjunarstigi eða í litl-
um mæli hefur verið reynt eftir
föngum að draga úr samgangi fjár
og stöðva verslun með fé því að
með þeim leiðum breiðist veikin út
fyrst og fremst. Þá er einnig hætt
við að allt sem hefur óhreinkast af
sauðfé á sýktum bæ og af sýktum
svæðum geti verið hættulegt fyrir
ósýktan bæ og ósýkt svæði. Hér er
um að ræða fjölmörg atriði sem
erfitt er að fylgjast með fyrir aðra
en heimamenn. Því hefur verið
lögð á það áhersla að fá heima-
menn til virkrar þátttöku í vörn-
Rætt við
Sigurð
SigurÖarson
dýralækni
um þennan
versta sauð-
fjársjúkdóm
sem hér herjar
Sigurður Sigurðsson dýralæknir,
sérfræðingur sauðfjársjúkdóma-
nefndar, við vinnu sína i Tilrauna-
stöðinni, Keldum. Þarna er hann að
rannsaka haus af óskilakind, vet-
urgamalli, móflekkóttri, sém fannst
við Heklu. Markiö er stúfrifað
hægra og stig (vaglskora) eða biti
aftan vinstra. Ef til vill þekkir eig-
andinn gripinn en hann hefur
gleymt að nota litað eyrnamerki með
bæjarnúmeri. Með svona kindum
getur riðan borist á milli héraða.
MttrgunblaðiðKHH
unum. Gert er ráð fyrir því í
reglugerð sem nýlega hefur verið
gefin út. Sveitarstjórnir geta skip-
að riðunefnd eða búfjársjúkdóma-
nefnd til að fylgjast með þessum
málum fyrir hönd íbúa sveitarfé-
lagsins, standa á verði.
Niðurskurður
Árið 1978 ákvað sauðfjársjúk-
dómanefnd að hefja í tilrauna-
skyni viðnám gegn riðuveikinni í
landnámi Ingólfs og á Austurlandi
með niðurskurði, eftirliti með fé
og úrtíningi á sjúkum kindum
strax og þær finndust. Enn er of
skammt síðan byrjað var á þessu
til að hægt sé að draga af þessu
ályktanir en þó get ég sagt það að
í landnámi Ingólfs er riðuveiki nú
ekki þekkt lengur nema á einum
stað sem er afgirtur. Á norðaust-
urlandi á milli Jökulsánna hefur
einnig tekist að hamla gegn veik-
inni með niðurskurði á sýktum
hjörðum og þar er hún ekki þekkt
nú. En því miður hefur hún
breiðst mjög út niðri á fjörðum og
á Héraði. í Dalasýslu fannst hún á
einum bæ 1979, þar var öllu fénu
slátrað og veikin hefur ekki komið
þar upp síðan.
Niðurskurðurinn hefur oft
brugðist sem útrýmingaraðferð, ef
til vill vegna þess að menn hafa
tekið fé aftur of fljótt, jafnvel ver-
ið óheppnir og fengið í staðinn
sýkt fé eða þeir ekki hreinsað fjár-
SJÁ NÆSTU SÍÐU