Morgunblaðið - 06.10.1982, Page 13

Morgunblaðið - 06.10.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 45 þrótta- Þrír ferdafélagar á tröppum kirkjunnar í SeyAisfirði 1937. Talið frá vinstri: Stefán íslandi. Davíð Stefánsson og Páll ísólfsson. Else Brems og Stefán á söngferðalagi hér heima. I sviði Konunglega I Kaupmannahöfn. Don Carlos á sviði Konunglega I Kaupmannahöfn. þannig sjálfráðari um sína hætti við óperuna. Þeir sem voru fast- ráðnir fengu hins vegar greiðslu fyrir þau kvöld sem þeir voru for fallaðir vegna lasleika. En slíkt varðaði Stefán engu. Hann var stálhraustur og söng stundum þetta fjögur til fimm mismunandi hlutverk á viku að vetrinum og konserta á sumrin, þegar hann gat höndum undir komið. Einnig gat gefizt tími til hljómleikahalds að vetrinum, því auðvitað var bæði um að ræða leiksýningar og ball- ett í Konunglega leikhúsinu, sem hýsti fyrrgreindar þrjár greinar listarinnar. Hinn 9. apríl 1940 hertóku Þjóð- verja Danmörku. Sá atburður varð um margt örlagaríkur fyrir söngferil Stefáns. Dapurlegur tími fór í hönd, sem var hernám naz- ista. Þeir listamenn, er lentu hin- um megin við þá línu, sem hinar stríðandi þjóðir drógu á milli sín, hlutu meiri vegsemdir og skjótari frama á listabrautinni. Þetta átti sér ýmsar og eðlilegar orsakir. Bandaríkin stóðu enn um sinn utan við stríðið, og á þeim dundu aldrei neinar stríðshörmungar á borð við þær, sefn þjóðir í Evrópu urðu að þola. Listalíf í Bandaríkj- unum, þar á meðal tónlistarlíf, lagðist aldrei í neinn stríðsdróma, og þeir listamenn, sem náðu frægð og hylli þar í landi á stríðsárunum þáðu margir hverjir heimsfrægð að launum að stríði loknu. Það var því engu líkara en þeir listamenn, sem lentu Möndulveldamegin í stríðinu, hefðu lokazt inni en þeir sem lentu á áhrifasvæðum Engil- saxa hefðu frjálsari hendur, og nytu þess síðar, í krafti fjölmiðla og upplýsinga, að þeir höfðu verið listflytjendur á svæðum sigurveg- aranna. Auk þess eru fimm ár langur tími í lífi margra lista- manna, einkum söngvara. Þeirra beztu ár eru ekki mörg. Þótt Stefán yndi hag sínum vel við Konunglega leikhúsið, þá hafði það fram að þessu aðeins verið gott óperuhús, þar sem hægt var að læra ýmislegt og nota sem stökkpall til meiri orðstírs á sviði söngsins. Einræðisstjórnirnar á Ítalíu og í Þýzkalandi voru ekki beint fyrirheit ungum listamönn- um um vegsemdir á heimsmæli- kvarða. Augu manna beindust því í stöðugt ríkara mæli til Banda- ríkjanna á árunum fyrir stríð, en áfangar á þeirri leið fyrir söngv- ara voru hljómplötur, sem bárust vítt og án skuldbindinga. Áður en styrjöldin lokaði öllum samskipt- um milli Kaupmannahafnar og London hafði Stefán sungið inn á plötu fyrir His Master’s Voice í London, þá aðra í röðinni. Á þess- ari plötu voru tólf ítölsk lög, en í þeim lögum naut rödd Stefáns sín bezt. Þar stóð allt sem hann hafði lært hjá Ernesto Caronna í fullum blóma, og það hafði margsinnis sannazt á áheyrendum, að hin ít- alska raddbeiting Stefáns og ít- ölsku söngvarnir voru alveg r ómótstæðilegir. Þessi tólf lög hefðu kannski aukið hróður hans meðal Engilsaxa. Um það getur enginn sagt úr þessu. Frumplatan úr málmi, sem síðan átti að taka afsteypur af, sprakk í loft upp, þegar lagerinn hjá His Master’s Voice eyðilagðist í einni af loft- árásum nazista á London. í stríði, þar sem landamæri tóku stöðug- um breytingum eins og iðukast í straumi, hafði þessi frumplata með ítölsku lögunum tólf verið eins og sendibréf og vitnisburður um fagra rödd mikils söngvara. Það bréf komst aldrei á leiðar- enda. Stefán Islandi sat fastur í Kaupmannahöfn í fimm löng og dimm ár, og deildi kjörum með þjóð, sem hafði tekið honum opnum örmum frá því hún heyrði fyrst til hans í fylgd með Karlakór Reykjavíkur í Tívolí árið 1935. Stefán taldi sig að vissu leyti heppinn. Hann söng fyrir þakk- láta áheyrendur við eina af fremstu óperum Evrópu. Þegar honum varð hugsað til þess, að hann hefði allt eins getað lokazt inni á Ítalíu, þá fann hann bezt hvað hann var á góðum stað. Á stríðsárunum dró hann heldur ekki af sér við að stytta fólki stundir langrar og hættulegrar og þrúgandi hersetu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.