Morgunblaðið - 06.10.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.10.1982, Qupperneq 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 Vinsælustu lögin Bretland: 1. The Bitterest pill/THE JAM 2. Private investigations/ DIRE STRAITS 3. Walkin’ on sunshine/ ROCKERS REVENGE 4. There it is/SHALAMAR 5. Eye of the tiger/ SURVIVIOR 6. Zoom/FAT LARRY'S BAND 7. Pass the dutchie/ MUSICAL YOUTH 8. The message/GRAND MASTER FLASH AND THE FURIOUS FIVE 9. Friend or foe/ADAM ANT 10. All of my heart/ABC Bandaríkin: 1. Jack and Diane/JOHN COUGAR 2. Abracadabara/STEVE MILLER BAND 3. Hard to say l’m sorry/ CHICAGO 4. You should hear how she talks about you/MELISSA MANCHESTER 5. Eye in the sky/ALAN PARSONS PROJECT 6. Eye of the tiger/ SURVIVOR 7. I keep forgettin’/MICHAEL McDONALD 8. Somebody’s baby/ JACKSON BROWNE 9. Who can it be now/MEN AT WORK 10. Blue eyes/ELTON JOHN Vinsælustu plöturnar Bretland: 1. The kids from Fame/ YMSIR 2. Chart beat, chart heat/ ÝMSIR 3. The dreaming/KATE BUSH 4. Upstairs at Eric's/YAZOO 5. The lexicon of love/ABC 6. New gold dream/SIMPLE MINDS 7. In the heat of the night/ IMAGINATION 8. Rio/DURAN DURAN 9. Breakout/ÝMSIR 10. Signals/RUSH Bandaríkin: 1. American fool/JOHN COUGAR 2. Mirage/FLEETWOOD MAC 3. Abracadabra/STEVE MILLER BAND 4. Asia/ASIA 5. Emotions in motion/BILLY SQUIRE 6. If that’s what it takes/ MICHAEL McDONALD 7. Good trouble/REO SPEEDWAGON 8. Vacation/GO GO’S 9. Chicago 16/CHICAGO 10. Eye in the sky/ALAN PARSONS PROJECT nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plotur... nýjar plötur... nýjar plöt Trio/Trio: Lieber Gott, was fiir ein Meisterwerk ★ ★ ★ ★ ★ Þegar ég fékk plötuna með Trio í hendurnar var mér sagt aö móttökur þeirra, sem hlustaó heföu á hana, væru nær einvörö- ungu á tvo vegu. Annaöhvort „fíluðu“ menn hana í botn eöa þá þeir þyldu hana ekki. Eölilega gerði þetta þaö aö verkum aö maður smellti plötunni á fóninn meö vissri tortryggni. Það tók hins vegar ekki nema nokkur lög til þess aö komast að þeirri niðurstööu í hvorum hópnum maður var. Þessi plata var sko „fíluð“ í botn og gott betur. Þeir, sem áhuga hafa á aö heyra eitthvaö nýtt og skemmtilega fram sett, ættu aö smella sér á þessa plötu. Hún býr yfir afskaplega mörgum kostum og ókostirnir eru aö sama skapi einkar takmarkaöir. „Deutsche bundesrock im erste klasse." Martin Fry, höfuöpaur ABC sveitarinnar. ABC/Lexicon of Love: ÓTTALEGT POPP Tekiö er á móti manni meö því óborganlega lagi Da, Da, da, og síöan fylgir hvert lagiö á fætur ööru. Sum þeirra eru aö mati und- irritaös frábær, önnur ekki alveg eins frábær, en í heildina er platan meö því besta og frumlegasta, sem ég hefi heyrt lengi. Eftir aö hafa heyrt í Spliff og nú Trio er ég sannfæröur um aö eitthvaö meira en lítiö er aö gerast i þýska popp- inu. Þaö er best að vera ekkert aö skafa utan af hlutunum, en ég veit nákvæmlega ekkert um Trio. Nafn- ið bendir þó til þess aö hér sé tríó á ferö og þaö gera lögin einnig. í flestum tilvikum er aðeins um gítar og trommur aö ræöa og stundum gægist bassinn upp á yfirborðið, en sjaldnast áberandi. Trommu- leikurinn einkennist af mikilli sner- ilnotkun svo og sterkum bassa- trommubarningi. Da, da, da gefur í raun alls ekki rétta mynd af þeirri tónlist, sem Trio flytur. Á plötunni er aö finna margskonar áhrif, allt frá pönki og niöur í Harry Belafonte. Platan endar einmitt á örstuttri útsetningu Trio á lagi hans „Deio“. Frá mínum sjónarhóli er enginn veikur punktur á plötu þessari. Lögin eru eölilega misjafnlega sterk, en þau bestu eru hreint glæsileg. Má þar nefna Da, da, da, Broken hearts, Nasty Sabine, Ya, Ya og Danger is. Sabine flytur okkur t.d. gamalt form á símtali elskenda á allt annan máta en maöur er vanur aö heyra og aö auki á þýsku. Þá má heyra reggae flutt á jafnvel enn frumlegri hátt, en Spliff gerir á sinni plötu, í laginu Energie. ★ ★ ABC er ein sú sveita, sem Bret- ar hafa tekiö ástfóstri vió aö und- anförnu. Hvers vegna er auðvelt að skilja. Undir stjórn Martin Fry kallar hljómsveitin fram einkar áheyrilegt en um leið innihalds- laust alþýðupopp, sem náö hefur að taka sér bólfestu á vinsælda- listunum svo um munar. Breiöskífan Lexicon of love er í sjálfu sér ekkert annaö en óttalegt popp. Ekki vantar aö lögin eru vel flutt, sem slík, en diskó/strengja- lyktin af sumum laganna er illþefj- andi og illþolanleg. Það veröur bara aö hafa þaö, aö ABC flytur tónlist sem fellur mér engan veginn í geö, hvernig svo sem reynt er. Þetta er innihalds- laus tónlist, laus viö allan frum- leika, og á köflum hreint og beint afturhvarf til diskótímabilsins, sem viö öll fögnum aö nú er liöiö undir lok aö mestu. Þaö er þá ekki nema fyrir tilstilli sveita á borö við ABC, aö slík alda ríöur yfir oss á ný og megi almáttugur guö foröa okkur frá slíku. Á þessari plötu eru nokkur lög, sem vafalítiö eiga eftir aö ná vin- sældum, en það er líka allt og sumt. Jonee Jonee/Svonatorrek: Meistarataktar í sumum laganna ★ ★ ★ ★ Þaö er míkil dirfska hjá þeim Garðbæingum í Jonee Jonee að ráðast í það aö senda frá sér stóra plötu. Dirfska að því leytinu til, að þaö er ekki svo auðvelt aö gefa út plötu meö einungis tveimur hljóðfærum og saxófóni viö og við, ásamt raddböndum. Jonee Jonee hefur þó tekist þetta og það með miklum ágætum. Ef til kæmi skýrari söngur á köflum væri þetta enn sterkari plata fyrir vikið. Þeim þremenningum Þorvari Hafsteinssyni söngvara, Bergsteini Björgvinssyni, trommara og Heimi Baröasyni, bassaleikara tekst á köflum meistaralega upp. Reyndar Þorvar Hafsteinsson er platan aö meginhluta til þræl- góö. Örfá lög, 2 eöa 3, draga hana aðeins niöur og þaö er ekki svo slæmt þegar þess er gætt aö hér er um unga hljómsveit aö ræöa og hennar fyrstu plötu. Flestir hafa hafiö ferilinn á iakari plötum en þetta. Tónlistin hjá Jonee Jonee líkist á stundum Purrkinum, sérstaklega söngurinn hjá Þorvari. Hins vegar er trommuleikur Bergsteins til mik- illar fyrirmyndar, en bassaleikur Heimis vekur ekki síður athygli. Hann er sagöur til þess aö gera nýliöi á hljóöfærið, en meöhöndlar þaö af mikilli færni. Leikur stund- um á bassann eins og um gítar væri aö ræöa til þess aö kalla fram öðruvísi „sánd“. Ekki veitir af fjöl- breytileikanum þegar hljóöfærin eru svona fá. Textar sveitarinnar eru eins og gerist og gengur misjafnir, en sum- ir þeirra eru hárbeittir. Má þar t.d. nefna textann í Skyggni og Mann- oröið’ans Sigurðar. Þá er texti Ragnheiöar Jónsdóttur, móöur Þorvars, stuttur en nokkuö bein- skeyttur. Bestu lögin á plötunni er erfitt aö velja út en Haust, Af hverju óg, Textinn minn og Abstrakt standa upp úr svona eftir á. Þá er söngur Þorvars í „Textinn minn“ sérlega skemmtilegur og öskrin hans slaga svei mér þá hátt í Einar Örn þegar vel liggur á honum. Á Svonatorreki er einnig aö finna örstutta útgáfu á laginu Af því aö pabbi vildi þaö. „Strákar, viö veröum aö sleppa pabbanum aö þessu sinni. Viö eig- um bara ekki teip,“ og þar meö er skorið á þetta lag, sem skapaö hefur Jonee Jonee talsveröar vin- sældir Snyrtilega komist frá því aö festa það í plast aftur, en ekki heföi sakaö aö hafa þaö meö í fullri lengd og skýrari útgáfu en á Rokki í Reykjavík. í heildina séö er þetta góö plata. Hún er þó kannski dálítiö einhæf til lengdar, en vissulega er aö finna á henni mikil og góö frumleikamerki. Hins vegar er hætt viö aö of stór skammtur af þessari tegund tón- listar riði mörgum aö fullu og þaö taka þeir félagar meö i reikninginn. Lögin eru stutt og hnitmiðuö og tónleikaprógrammiö einnig. A meöan svo er, er ekkert, sem stendur í vegi fyrir fekari frama tríósins, nema e.t.v. blendnar viö- tökur hlustenda. Heimir Barðason nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.