Morgunblaðið - 06.10.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982
51
fclk í
fréttum
Ruth Dayan
segir frá
+ Ruth Dayan, eiginkona israelska
utanríkis- og varnarmálaráöherrans
Moshe Dayan, segir aö hinn látni eig-
inmaður hennar hafi oft á tíðum verið
ruddalegur við fólk, en hún hafi fyrir-
gefið honum allt.
í viðtali við blaðiö Daily Maariv,
sem áöur haföi birt gömul ástarbréf
frá Moshe til Ruth, segir hún að hh
áliti aö ást hans á landi og þjóð hafi
bætt upp fyrir ruddaleg samskipti við
fólk. Hins vegar hafi gegnt sama máli
um hana: „Hann kom hræöilega fram
við mig. Ég gerði mistök. . . Ég hefði
átt aö yfirgefa hann löngu áöur en ég
loksins kom því i verk. Hann var harð-
ur i mannlegum samskiptum, en hann
elskaöi israel, sem var eins og hluti af
honum... og ég fyrirgaf honum
all . . .
Moshe Dayan og Ruth skildu áriö
1971 eftir þrjátiu og þriggja ára
hjónaband. Hann kvæntist að nýju
tveimur árum síðar, en Ruth hefur
ekki gifst að nýju, heldur helgaö lif sitt
bættum samskiptum milli Gyöinga og
Araba.
Moshe Dayan lést af hjartaslagi 66
ára að aldri i október á siöastliönu
ári, og haföi þá háö langa baráttu viö
krabbamein.
Moshe Dayan tyrrum varnarmála-
og utanríkisráðherra ísrael.
Anna og Mark vekja umtal
+ Birtar hafa veriö opinberar
myndir af Önnu prinsessu og eig-
inmanni hennar Mark Philips í til-
efni þrjátíu og fjögurra ára af-
mælis hans.
Miklar sögusagnir hafa verið á
kreiki þess eðlis aö samband
þeirra hjóna væri í einhverju
ábótavant og hefur mörgum þótt
áberandi hversu Mark hefur eytt
miklum hluta tíma síns meö öðru
kvenfólki en eiginkonunni og
aðrir hafa bent á aö einkennilegt
megi þykja hversu sjaldan Mark
fylgir konu sinni á opinberum
ferðum hennar um heiminn.
Einnig hefur veriö til þess tekið
hversu prinsessan þykir stutt í
spuna varðandi sig og sína.
Þessar myndatökur nú veröa
áreiöanlega ekki til að þagga
niður í þeim er spá hjónabandi
þessu skammlifi og þykir aug-
Ijóst að með þeim sé veriö aö
reyna að kveöa kjaftæðiö í kút-
inn, en Buckinghamhöll hefur
þvertekiö fyrir að ekki sé allt meö
felldu hjá þeim hjónum. . .
En sem sagt opinber mynd at
Önnu prinsessu og Mark Philips í
tilefni afmælis hans þann 22.
september síðastliðinn. Kannski
allt sé bara í himnalagi?
Emmy-verðlaun til
Ingrid Bergman...
+ Þremur vikum eftir dauða henn-
ar var tilkynnt að Ingrid Bergman
heföi hlotiö Emmy-verðlaunin í ár
fyrir leik sinn í sjónvarpsmyndinni
um Goldu Meir, hinn látna forsæt-
isráðherra ísrael.
Dóttir hennar, Pia Lindström,
tók við verölaununum, sem höfðu
verið ákveöin átta dögum fyrir lát
leikkonunnar og innsigluö af dóm-
nefndinni.
Hápunktur verölaunaafhend-
ingar kvöldsins var ávarp Piu, sem
eftir aö hafa getiö þess aö móöir
hennar þjáöist af krabbameini á
háu stigi er hún lék hlutverk Goldu
Meir, sagöi: „Ég held aö hún hafi
átt þessi verðlaun fyllilega skilið —
ekki einungis fyrir störf sín fyrir
framan kvikmyndavélina, heldur
einnig fyrir störf sín þar fyrir utan.
Ég held aö hún hafi sýnt sama
hugrekki og einbeitni og Golda
Meir á sínum tíma.“
Pia Lindström með verölaunin aö
afhendingunni lokinni.
COSPER
— Svona, flýttu þér. Viö höfum nógan tíma til þess að njóta úLsýnisins
á myndinni, þegar heim kemur.
Janet Gaynor
úr lífshættu
+ Leikkonan Janet Gaynor, sem
lenti í bilslysi þann 5. september
síðastliðinn, var i gær færö af
gjörgæsludeild og er ekki taliö aö
hún sé i lífshættu lengur.
Janet Gaynor, sem er 75 ára aö
aldri, hefur legiö mikiö slösuð frá
því slysiö varð og mun veröa und-
ir stööugu eftirliti aö minnsta
kosti næstu tvær vikurnar.
Hún var sú fyrsta til aö vinna til
Óskarsverölauna sem besta
leikkona áriö 1928. Er hún slasaö-
ist var hún á ferö ásamt Broad-
way-stjörnunni Mary Martin sem
er 68 ára aö aldri, umboösmanni
hennar, Ben Washer, og eigin-
manni, Gaynor, framleiöandanum
Paul Gregory, 62 ára aö aldri.
Washer lét lífið í slysinu, og hin
þrjú slösuöust öll mikiö.
Hagsveifluspár
Fræöslufundur um hagsveifluspár í fyrir-
tækjum veröur haldinn fimmtudaginn 7.
okt. kl. 10—12 f.h. aö Hótel Esju. Flytj-
andi veröur Verner Puggaard frá danska
lönrekendafélaginu og mun hann kynna
helstu leiöir og aöferöir hagsveifluspáa og
fara yfir raunhæf dæmi.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í
síma 82930.
▲ SHÓRNUNARFÉIAG ISIANDS
SlOUMUlA 23 105 RCYKJAVfK SÍMI 82930
FÉLAGS ÍSLENSKRA
IÐNREKENDA
Hverfisteinar
Rafdrifnir hverfisteinar 220 volt. Steinninn snýst 120
snúninga á mín. í báöar áttir. Verö kr. 1.728 meö
söluskatti. Sendum hvert á land sem er.
r r
hYiK VÉLAVERSLUN ___ 7
Ármúli 8 — 105 Reykjavík — Sími 85840.
^Bauknecht
Frystiskápar
og kistur
Fljót og örugg frysting.
Örugg og ódýr í rekstri.
Sérstakt hraðfrystihólf.
Einangrað að innan með áli.
Eru með inniljósi og læsingu.
3 öryggisljós sem sýna
ástand tækisins.
Greiðsluskilmálar eða
staðgreiðsluafsláttur.
ötsölustaóir DOMUS
og kaupfélögin um land allt
Véladeild
Sambandsins
Ármúta 3 Reykjavik Simi 38900