Morgunblaðið - 06.10.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982
55
Fræðingur þetta
og tæknir hitt
Erla Bjarnadóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — A
föstudaginn rakst ég á alveg nýtt
orð í dagblaði, a.m.k. er það nýtt
fyrir mér: áfengistæknir. Er nú
ekki kominn tími til að athuga
sinn gang í öllu þessu titlatogi, áð-
ur en í óefni verður komið; fræð-
ingur þetta og tæknir hitt, mér
finnst einhver fánýtisbragur yfir
þessu skrauti.
Sjúkranuddstofan Hverfisgötu 39
auglýsir:
Leirbakstrar — hitalampi — partanudd — heilnudd.
Stakir tímar eöa 10 tíma afsláttarkúrar. Sólarhiminn.
Uppl. í síma 13680 kl. 14—18.
Hilke Hubert
félagi í Sjúkranuddarafélagi islands.
LEIRKERASMIÐIR
TAKIÐ EFTIR
I. Guðmundsson & Co hf heldur í samvinnu við
Podmore & Sons Ltd, námskeið í leirkeragerö að
Þverholti 18, Reykjavík, dagana 23. og 24. október
nk. Andrew Holden leirkerasmiður sýnir notkun
„Alsager" rennibekks, mótar og skreytir krukkur og
skálar úr Podmore leir og svarar fyrirspurnum um
leirgeragerð. D.W.PIant flytur fyrirlestur um
Podmore og svarar fyrirspurnum. Við hvetjum alla
leirkerasmiði til að taka þátt í þessu námskeiði.
Þátttökugjaldið er mjög í hóf stillt.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hið allra fyrsta í síma
24020.
Lítið heyrst
frá Samtök-
um aldraðra 1
Reykjavík
Ellilífeyrisþegi hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Eins og
frá hefur verið skýrt í útvarpi og
sjónvarpi voru í síðustu viku
stofnuð samtök aldraðra á Akur-
eyri og var það gert með mynd-
arskap, eins og Akureyringa var
von og vísa. Hins vegar var það
ekki rétt sem fram kom hjá einum
af forsvarsmönnum þessara akur-
eyrsku samtaka, að þetta væri í
fyrsta sinn sem stofnað væri til
slíks félagsskapar hér á landi.
Fyrir nokkrum árum voru stofnuð
sambærileg samtök hér í Reykja-
vik og var Súlnasalur Hótels Sögu
troðfullur á stofnfundinum. Hins
vegar hefur ósköp lítið heyrst frá
þessum samtökum. Þó kom fram í
útvarpsviðtali við formanninn
fyrir ekki löngu síðan, að samtök-
in hefðu hlotið styrk frá Alþingi.
Nú langar mig að frétta eitthvað
af félagsstarfinu: Hvað hefur ver-
ið gert í þágu aldraðra almennt?
Hvað líður byggingu aldraðra í
Fossvogi og fyrir hverja er verið
að byggja þar? Hvernig hefur rík-
isstyrknum verið varið?
Hver á myndir
frá Vind-
heimamelum
og Hólum?
Anna Sæmundsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Ég
var að gera mér vonir um að þú
gætir hjálpað mér við að greiða úr
smávanda. Svoleiðis var að ég fékk
sendar rangar myndir frá Gíró-
myndum, en filman, sem ég sendi í
framköllun og var aðallega af
börnum og e.t.v. fleirum hér
heima á Siglufirði, finnst hins
vegar hvergi. Myndirnar sem ég
fékk eru úr Skagafirði, frá Vind-
heimamelum og sennilega frá
prestastefnu á Hólum. Ef einhver
kannast við að eiga þessar myndir
getur hann hringt til mín í síma
96-71754. Einnig væri vel þegið, ef
einhver vissi hvað orðið hefur af
mínum myndum, að sá hinn sami
léti mig vinsamlegast vita.
Þessi brjálæðislegi
akstur hefur ekkert
jákvætt í för með sér
I. GUÐMUNDSSON & C0. HF
Þverholti 18, Reykjavík. Sími 24020
F. skrifar:
Heill og sæll Velvakandi.
í þáttum þínum þann 29. sept-
ember skrifar Jón Guðmundsson á
Selfossi ágæta grein um ógæti-
legan akstur í umferð, ógnvald er
hefur oft með sér slys og dauða.
Þetta voru sannarlega orð í tíma
skrifuð, en því miður virðist lítið
vera farið eftir skynsamlegum
ábendingum, þrátt fyrir endur-
teknar hörmungar og sorgir sak-
lauss fólks sem verður fyrir áföll-
unum. Það er ekki ætlun manna
að limlesta og drepa vegfarendur,
en kæruleysið og hrottaskapurinn
er fyrir neðan allar hellur í mörg-
um tilvikum.
Fyrir nokkru átti ég sem oftar
leið yfir Lækjargötu á horninu við
torgið, og beið að sjálfsögðu eftir
grænu ljósi. Tveir bílar höfðu
numið staðar, og stjórnendur
þeirra voru ekkert nema kurteisin.
Ég hraðaði ferð minni út á götuna
og er komin út á hana miðja, þeg-
ar bifreið kemur á langt yfir leyfi-
legum hraða og geysist áfram
þarna rétt við tærnar á mér, ég
hafði aðeins tíma til þess að hopa
örlitið til baka, það bjargaði lífi
mínu og limum. Þetta er ekki rétt
skýrt frá. Ég átti heldur að segja:
Það var eins og mér væri kippt til
baka. Líklega vernarengillinn
minn. Því miður náði ég ekki núm-
eri bílsins, mér varð svo mikið um,
og var lengi að átta mig á þessum
fruntaskap. Þarna munaði mjóu
og mun svo oft vera. Því miður eru
ekki allir gangandi vegfarendur
gætnir í umferðinni, og grunur
minn er sá, að mörgum bílstjóran-
um sé kennt um það sem hann á
enga sök á, þegar vegfarandinn
gengur út á götuna á rauðu ljósi.
Æðið og stressið yfirgengur öll
lagaboð og bönn. Fyrstu árin sem
ég dvaldi í höfðuborginni voru
löggæslumenn á götuhornum við
mestu umferðargöturnar. Nú sjást
þeir varla, hvað sem veldur. Lík-
lega útþensla borgarinnar. En er
ekki lögreglumönnum fjölgað eftir
því sem borgin stækkar?
Það ætti að taka hart á öllum
lögbrotum. Hvernig getur nokkurt
þjóðfélag þrifist án lagalegs eftir-
lits? Það vantar alla samvinnu í
þessum efnum. Við ættum að vera
eins og bræður og systur, en þar er
mikill misbrestur á á fjölmörgum
sviðum. Góð systkin vilja ekki
verða hvert öðru til tjóns.
Jón Guðmundsson segir í grein
sinni: „Eitt er það fyrirbæri sem
ég rek augun í og hefur á undan-
förnum árum þróast hér á landi og
náð geysimiklum undirtektum.
Það er svonefndur rallakstur af
ýmsu tagi, sem ég nánast kann
ekki nöfn á. Þess konar akstur er
einkum stundaður af ungu fólki og
er ákaflega vel tekið af fjölmiðlum
sem eytt hafa í þessa starfsemi
verulegri umfjöllun. Þetta þarf
ekki lengri skýringa við því ekki
þarf annað en að líta í ferskar
fregnir af hinum ýmsu afrekum
Péturs eða Páls á þessu sviði."
I seinni hluta greinar sinnar
skýrir hann álit sitt á þessum
rnálum og kemur það saman við
mitt álit og ábyggilega margra
annarra. Ég hefi minnt á þetta í
þáttum Velvakanda fyrir nokkru
og er ég Jóni Guðmundssyni
þakklát fyrir skynsamlea túlkun
hans á málinu. Mér finnst þetta
vera brjálæðislegt hátterni. Eg er
ekki á moti keppni í íþróttum.
Fimleikar geta verið mannbæt-
andi, en þessi brjálæðislegi bíla-
akstur hefur ekkert jákvætt í för
með sér. Mér þykir líklegt að
margir ungir drengir teldu það sér
til ávinnings að leika þetta eftir.
„Það ungur nemur sér gamall
temur." Satt að segja finnst mér
fyrir neðan virðingu sjónvarpsins
að gera þetta efni að skemmti-
þætti fyrir almenning hvort sem
fyrirbærið er innlent eða útlent.“
BRC6TU!
Vikuskammtur af skellihlátri
GÆTUM TUNGUNNAR
Oft er sagt og ritað: að skrifa niður. Það þykir ýmsum
útlenskulegt að þarflausu.
Oftast nægir: að skrifa. (Stundum er jafnvel íslenskulegra:
að skrifa upp.)
LITGREINING MEÐ
CROSFIELD
540
LASER
LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN
MYNDAMÓT HF.