Tíminn - 29.07.1965, Blaðsíða 1
i m :
! l;:f '1
HANDBÖK
VERZLUNARMANNA
ÁSKRtFTARSÍMI
t6686 16688 16688
HANDBÖK
VERZLUNARMANNA
XSKRIFTARSÍMI
16608 16688 18688
BERJUMST ÞAR TIL YflR lÝKUR, EF NAUÐSYN KREFUR”, SAGÐIJOHNSON I GÆR
Þessí atriði komu m. a. fram
í greinargerð, sem forsetinn
birti fyrir blaðamannafund i
Washington í kvöld, en útvarp
að og sjónvarpað var frá fund-
inum.
Bandaríkin hafa lœrt það af
reynslunni, að undanhald veit-
ir ekki öryggi. Fimmtán sínn-
um hefur verið reynt af hálfu
Bandarikjanna að koma af stað
samningaviðræðum við gagnað-
ila í stríðinu í Vietnam, um
friðsamlega lausn deilunnar,
en öUum tilboðum hefur verið
hafnað eða Þeim ekki anzað,
sagði forsetinn við blaðamenn.
Og við munum berjast þar
til yfir lýkur, ef nauðsynlegt
er, bætti forsetinn við. Hins
vegar stendur tílboð okkar enn
um samningaviðræður, án fyrir
fram settra skilyrða.
Þá sagði forsetinn, að á
grundvelli viðræðna við sér-
fræðinga, sem stóðu í heila
viku, teldi hann að svo komnu
máli ekki nauðsynlegt að kalla
til aðstoðar deildir úr þjóð-
Framhald á bls. 2
Herfíð Bandaríkjanna \
Vietnam aukið um 5 0 þús.
NTB—-Washington, 28. júlí.
Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir
í dag, að herlið Bandaríkjamanna í Suður-Víetnam
yrði aukið um 50-000 hermenn, úr 75.000 í 125.000
eins fljótt og auðið yrði, og herstyrkur yrði sendur
enn til viðbótar, ef nauðsyn krefði.
Þá sagði forsetinn, að nú myndi innköllun herskyldra
manna í herinn verða aukin um helming, úr 17.000
á mánuði í 35.000, og ef nauðsyn krefði, yrði varalið
úr þjóðvarnarliðinu sent til Víetnam, en slík ákvörð-
un þyrfti gaumgæfilegan undirbúning.
Myndirnar eru teknar á blaSamannafundinum, þegar Johnson
minnfist fyrst á, að aukinna hernaðaraðgerða vaeri þörf í Vietnam.
BYGSING NORRÆNA HUSSINSNU
STOPP VÍGNA VERÐHÆKKANA
Aðils-Kaupmannahöfn, miðvikud.
Undirbúningsvinnan að bygg-
Ingu Norræna hússins í Reykjavík
liggur niðri í bili vegna mikilla
verðhækkana, og nefnd sú, sem á
að sjá um bygginguna, hefur leit-
að til ríkisstjórna viðkomandi
landa um auknar fjárveitingar og
að mega hefja verkið, þótt fyrir-
sjáanlegt sé að kostnaður fari
fram úr áætlun. Ríkisstjórn Sví-
þjóðar hefur þegar gefið sam-
þykki sitt til þess.
Berlingske Aftenavis skýrir frá
því í dag, að Hans Sölvhöj mennta
málaráðherra hafi í dág sótt til
fjárhagsnefndar um leyfi til þess
að auka danska framlagið til nor-
ræna hússins úr nálega 3,9 millj.
íslenzkra króna í rúmlega 5,1
milljón, eftir að síðustu kostnað-
arútreikningar voru gerðir.
Byggingarnefnd hússins hefur
nú farið fram á það við stjórnir
Norðurlandanna að mega hefja
vinnu við byggingu hússins, og
verði það byggt þótt sýnilegt megi
telja, að kostnaður fari talsvert
fram úr þeirri upphæð, sem fyrir-
heit liggja fyrir um frá rikisstjórn
unum, og þær verði síðan að auka
framlög sín eftir því.
Sölvhöj, menntamálaráðherra,
skýrir svo frá, að sænska ríkis-
stjórnin hafi þegar fallizt á þessa
skipan mála og hann vænti þess,
að ríkisstjórnir Noregs og Finn-
lands muni einnig gera það.
Sölvhöj menntamálaráðherra
hefur tekið afstöðu með óskum
byggingarnefndarinnar vegna þess
að hann telur að áætlun og teikn-
ingar finnska arkitektsins Aalto
séu í fullu samræmi við óskirnar
um hús, sem i senn væri listræn
Framhald á bls 2
BULLANDI HVER KOM UPP I
MIÐJUM HÚSGRUNNINUM!
TE-Hveragerði, miðvikudag.
Fyrir nokkrum dögum var
verið að grafa fyrir gmnni nýs
húss skammt austan við Ham-
arinn hér í Hveragerði. Var
notuð til þess vélskófla að
venju, og er gröfturinn stóð
sem hæst sá vélskóflustjórinn
hvar bullandi hver kom allt i
einu upp í miðjum grunninum
og sjóðandi vatnið spýttist um
allan grunninn.
Vitanlega var ekki um annað
að ræða en velja húsinu nýjan
stað. Það er fremur fátítt að
hverir komi upp svona við
grunngröft, en þó ekkert eins-
dæmi, því jarðvegurinn hér er
ákaflega þunnur yfir heita
vatninu. í þessu tilfelli hafði
vélskóflustjórinn hitt á heita-
vatnsæð, sem liggur mjög ofar
lega og er vatn hennar mjög
heitt. Haukur í Lindarbrekku
notar vatn úr þessari æð og er
vatnið svo heitt, að hann verð
ur að steypa undir beðin, ti)
þess að einangra jarðveginn
frá hitanum.
í Hveragerði eru nú um 20
hús í smíðum, misjafnlega
langt á veg komin. Þá hefur
heilsuhæli N.L.F.Í. aukið mjög
húsakost sinn á síðastliðnu
vori, svo að þar er nú hægt að
veita á annað hundrað gestum
móttöku til dvalar. Á síðast
liðnu vori tók hinn kunni lækn
ir Björn L. Jónsson við læknis-
störfum á hælinu.
Myndina hér a'ð ofan tók GE, l|ós-
myndari Tímans inni á Laugardals-
velli j fyrrakvöld, er hinn góð-
kunni söngvari, laganemi og íþrótta
maður Ómar Ragnarsson kom ann-
ar í mark í 400 metra hlaupinu. Elns
og sjá má er kappinn einbelttur á
svip og léttur á fæti.
SJA ÍÞRÓTTA-
FRÉTTIR BLS. 12
i