Tíminn - 29.07.1965, Side 16

Tíminn - 29.07.1965, Side 16
Ágætur síldarafli við Hrollaugseyjar Eins og frá hefur verið skýrt í blaðinu er skipið Suzanne Reith fyrir nokkru bomið hing að suður eftir sögulegt strand og margítrekaðar björgunartil- raunir á RaufarhÖfn. í morgun var skipið tekíð upp í Slipp- inn í Reykjavík til viðgerðar, og þá tók ljósmyndari Tímans, Guðjón Einarsson þessar mynd ir af skipinu. Á minrni mynd- inni má glöggt sjá skemmdim- ar á stýrí og skrúfu skipsíhs, en á hlið skipsins vai mlkil rifa og botn þess er illa far- inn, eins og eðlilegt er. MB—Reykjavík, miðvikudag. Síldaraflinn er að glæðast. Blað inu er kunnugt um að frá því klukkan sjö á þriðjudagsmorgun til klukkan sjö á miðvikudags- kvöld höfðu 25 bátar fengið alls um 34 þúsund mál á miðunum í nánd við Hrollaugseyjar. Auk þess fengu. nokkrir bátar ágæt köst á miðunum undan Jökli í nótt sem leið og reitingur hefur ver ið á miðunum út af Langanesi. Ekki hafa borizt nánari fréttir af miðunum við Hjaltland. Seinni partinn í gær og nótt og einkum í dag hefur verið ágætur afli við Tvísker og Hrollaugseyj ar og hafa .sumir bátarnir landað tvisvar á þessum tíma, nokkrir lönduðu í gær og nótt í síldarflutn ingaskipið GuUu og voru búnir að fá veiði aftur seinni partinn í dag. Alls var síldarleitínni á Dala- tanga í kvöld kunnugt um afla 24 skipa, sem höfðu fengið alls um 34 þúsund mál á þessum slóðum frá því klukkan 7 í gærmorgun til klukkan sjö í kvöld, eða á hálfum öðrum sólarhring. Síldin sem þarna veiðist fer öll í bræðslu. Bátamir, sem voru við Vest- xnannaeyjar, munu yfirleitt fam ir austur til veiða. , Erfitt er sem fyrr að eiga við síldina djúpt út af Langanesi, þó hafa bátar fengið Þar nokkurn reiting, en munu yfirleitt ekki Framhald á bls. 2 Fyrrí aflakóngar halda ean velli MB-Reykjavík, miðvikudag. Af síldarskýrslu Fiskifélags fs- lands, sem birtist í blaðinu í gær, má sjá að hinir gömlu, góðu afla- kóngar halda velli, en margir þeirra em nú á nýjum skipum. Hæstu bátarnir nú eru mun lægri en á sama tíma í fyrra. Til dæmis er aðeins einn bátur með yfir 15 þúsund mál og tunnur, en í fyrra voru þeir f jórir, og nú eru 25 bát- ar með ýfir tíu þúsund mál og tunnur, en voru í fyrra 44. Aflahæsta skipið nú er Jón Kjartansson með slétt 17 þúsund mál og tunnur. Á sama tíma í fyrra var sama skip aflahæst með 21,259 mál og tunnur. Skipstjóri bæði árin er Þorsteinn Gíslason. Annað skipið í röðinni nú er nýtt skip á sumarsíldveiðum, Þorsteinn frá Reykjavík, en skipstjóri á hon um er Guðbjörn Þorsteinsson, sem í fyrra var með Áma Magnússon. Þorsteinn er nú kominn méð 14. 958 mál og tunnur, en um þetta Framhald á bJs. 2 Samningar umHval fjarðarfram- kvæmdir SKIPSTJORA BANNAÐ AÐ FL YTJA FÁRSJÚKAN MANN TIL LÆKNIS MB-Reykjavík, miðvikudag. Furðuleg stirfni varð þess vald- andi í síðustu viku, að fársjúkur maður komst ekki undir læknis- hendi fyrr en nokkrum klukku- stundum síðar en unnt hefði verið. Skipstjóra á áætlunarbát var mein að að breyta áætlun sinni til þess að færa hinn sjúka mann til hafn- ar, en hins vegar skipað að halda áfram og taka hann í bakaleið. Mánudaginn í fyrri viku var póstbáturinn Guðmundur góði í venjulegri ferð sinni yfir Breiða- fjörð, frá Stykkishólmi til Flat- eyjar og Brjánslækjar og sömu leið til baka. Er báturinn kom við í Flatey á útleið fóra þar í land tveir farþegar. Skömmu eftir að farþegarnir komu í land fékk annar þeirra mikið kvalakast fyr- ir hjartað og hneig niður. Var þá þegar leitað til skipstjórans á bátn jmorgun sendur suður til Reykja- um um að snúa við og flytja hinn I vikur með sjúkraflugvél, þar eð veika mann strax til Stykkishólms. veikindi hans voru mjög alvarlegs eðlis. TK-Reykjavík, miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum Ilarðar Helgasonar, deildarstjóra í varnar máladelld utanríkisráðuneytisins, eru nú að hefjast samningar milli fulltrúa vamarliðsins og fslenzkra aðalverktaka um ný hernaðarmann virki í Hvalfirði. Sagði Hörður að mannvirki þessi yrðu reist í á- föngum og myndu Aðalverktakar annast framkvæmdir, en efni til mannvirkjanna yrði boðið út í öllum Nato-ríkjunum. , Hann tók strax við hinum sjúka manni um borð, en taldi rétt að afla sér formlegrar heimildar yf- irmanna sinna í landi til að mega breyta áætlun bátsins. Er sam- bandið fékkst var hann kominn nokkuð frá eyjunni og eftir nokkra bið kom það svar frá Stykk ishólmi, að hann mætti ekki breyta áætlun sinni heldur yrði hann að fara til Brjánslækjar, þar eð með bátnum væru menn, sem þyrftu að komast í vinnu! Varð skipstjórinn því að flytja hinn sjúka mann fyrst til Brjánslækj- ar og svo þaðan til Stykkishólms. Þangað kom báturinn seint um kvöld og var maðurinn lagður inn á spítalann þar og snemma næsta LA VID STORSLYSI MB-Reykjavík, miðvikudag. Á fjórða tímanum í dag krækt- ist lítill fólksbíll á stuðara vöru- bíls á Strandgötunni í Hafnarfirði og hentist langa leið á hliðinni. Furðu lítil slys urðu á fólki því, sem í bílnum var, og var því leyft að fara heim að lokinni skoðun á Slysavarðstofunni. Atburður þessi varð klukkan fimmtán mínútur yfir þrjú í dag. Vörubíl var ekið eftir Strandgöt- unni og er hann kom að gatnamót- unum við Hvaleyrarbraut, ætlaði Framhald á bls. 2 KEMST CHRYSLER EKKI JEPPA TOLLFLOKKINN? Æ / MB-Reykjavík, þriðjudag Eins og sagt var frá í Tím anum fyrir nokkru eru ný- ir „jeppar" komnir á markað inn. Eru þeir framleiddir af Chrysler-verksmiðjum í Grikk landi, en eru enn sem komið er ekki með drifi á framhjól- um. Nokkrir slíkir bílar eru komnir hlngað til lands, en vegna þess að drifið vantar á framhjólin komast þeir ekki í þann tollflokk, sem jeppar eru í, og mun umboðsmaðurinn því bíða með um sinn að leysa þá úr tolli. Bílar þessir eru taldir mjög hentugir' til landbúnaðarstarfa, enda sérstaklega byggðir fyrir þau, fremur en sportferðalög og má geta þess, að til dæmis i Vestur-Þýzkalandi fást þeir flokkaðir sem traktorar. Sam kvæmt islenzkum tolllögum fást Þeir hins vegar ekki einu sinni flokkaðir undir jeppa, þar eð ekki er drif á framhjólun- um Önnur jeppategund, sem ný lega er komin á markaðinn, fell ur heldur ekki undir jeppatoll- inn, vegna þess að of langt er milli hjóla hennar. Það er fyrirtækið Jón Lofts- son h. f, sem flytur bíla þessa inn og er við spurðum Loft Jónsson í dag um, hvað liði kaupum á þeim hérlendis sagði hann að tíu bílar væru komnir hingað tíl lands. En vegna áð- urnefndra ákvæða um toll- flokka kosta þeir hér um 170 þúsund krónur í stað tæpra 100 þúsund króna, ef þeir féllu undir jeppatollflokkinn. Munu bílar þessir ekki verða leystir úr tolli fyrst um sinn af þessum sökum og taldi Loft ur senndegast að beðið yrði þar til þing kemur saman, í von um að ákvæðum þessum yrði breytt. Hann kvað auðvelt fyrir umboðið að losna við bíl ana, bæði hér heima og svo auð vitað með því að senda þá út, þar sem eftirspurn væri mikil eftir þeim, t. d. í Finnlandi, en samt yrði reynt að bíða. Loftur kvað innan skamms væntanlega á markaðinn landbúnaðarbíla frá þessum verksmiðjum, sem yrðu með framhjóladrifi, og yrðu engin vandkvæði með inn flutning þeirra, þar eð Þeir féllu að öllu leyti undír nú- gildandi ákvæði um jeppatoll.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.