Tíminn - 29.07.1965, Qupperneq 9
9
FTMMTUDAGUR 29. júlí 1965
TÍMIWW
Aldarafmælis fyrstu göngunnar á Matterhorn var minnst nú í mánuðinum fyrir neðan fjallið, og
meðal gesta voru þessir tveir frægu leiðangursstjórar í Himalayafjöllum, Norman Dyrenfurth farar-
stjóri bandaríska Mount Everest leiðangursins og Sir John Hunt, sem stjórnaði brezka leiðangrinum.
gamli hafði með sér Joseph son
sinn sem aukaburðarmann
Þann dag. Þeir voru klæddir
eins og í sveitagöngu: í hvers
dagsbuxum, jakka og með
flibba. Þá var ekki.völ á þess
um léttu víndheldu anorak-úlp
um og stuttbuxum, sem síðar
voru sérstáklega framleiddar
handa fjallklifurmönnum, og
þó var Croz í blárri úlpu, sem
féll nokkurn veginn utan yfir
jakkann hans. Hann og Whym
per höfðu sams konar barða
stóra hatta á höfði, Douglas var
í lágskóm, hinir í stígvélum.
Þau voru stungin nöglum með
flötum haus, en stígvél Had-
ows með sljóa járntinda kring
um hælana.
Klukkan hálfátta höfðu þeir
klifið þrjú þúsund fet og
komust að litla bænahúsinu, er
hlaðið hefur verið úr bjálkum
og grjóti hjá Schwarzsee, vatn-
inu við rætur Horn'ii-tmdinn
litla, sem er áfangi upp á
svíssneska hrygg fjallsin?. Á
leiðinni frá Breuil til Zermatt
daginn áður höfðu Whymper
og Douglas lagt af sér farangur
Whympers hjá bænahúsinu:
Tjald, værðarvoðir, 200 feta kað
al úr manilahampi, 150 feta
kaðal enn gildari og sterkari
og 200 fet af snæri, einna
líkustu gluggalínu.
Þessu bættu þeir við farang
urinn, sem þeir héldu nú á
og var aðallega matarkyns,
Whymper hélt t. d. á minnst
tveim geitaskinnsbelgjum með
víni í, og tuttugu mínútum yf-
ir átta héldu þeir aftur af
stað, þá eftir hryggnum, sem
tenglr Hornli við Matterhorn.
Þessi franska kona, Madame Yvette Vaucher, sést þarna nýkomin
ofan af Matterhorn úr aldarafmælisgöngu. Hún er fimmta konan,
sem klífur tindinn eftir norðurhryggnum.
Enn áðu þeir klukkan hálf-
tíu og lögðu næst af stað fimm
mínútum fyrir hálfellefu.
Allar fyrri tilraunir til að
klífa tindinn gerði Whymper
Ítalíumegin, því flestir töldu'
ekki aðra leið koma til mála.
Þó höfðu þrír bræður frá Liv-
erpool gert tilraun við tindinu
austan megin árið 1860 og
aftur árið eftir, í bæði skiptin
án leiðsögumanns en komust
ekki öllu hærra en tólf þúsund
fet Þessir piltar létu sér ekki
allt fyrir brjósti brenna, og
þessar ferðir þeirra töldu ailir
fífldirfskufyrirtækí.
Whymper reyndi fyrst við
fjallið 1861 en varð frá að
hverfa í rösklega tólf þúsund
feta hæð, þegar leiðsögumaður
hans þvertók fyrir að halda
lengra áfram. Whymper hafði
mestu skömm á öllum mót-
sögnum og gat ekki sætt sig við
ósigur. Árið eftir gerði hann
fjórar tilraunir við tindinn,
tvisvar með Carrel, eina sinni
einsamall, og þá hrapaði hann
200 fet, missti meðvitund
við höggið, en raknaði úr rot-
inu og dróst mjög særður á
höfði 5000 fet niður til Rreuil.
Þorpsbúar græddu sár hans
með því að nugga þau úr heitu
víni og salti. Árið 1863 uröu
hann, Carrel og aðrir að hætta
við tilraun, þegar þrumuveður
ætlaði allt um koll að keyra.
Og í júní 1865 reyndi han oa
Croz að veita lækjarsprænu af
ítölsku hlíðina á þá uustari
Þetta varð eins konar sam
komulagsráðagerð tekin af pví
að Croz og annar leiðsógumað
ur, Christian Almer, vildu alls
ekki fallast á þá sannfæringa
Whympers, sem nú er almenni
viðurkennd, að um austurhrygg
inn mundi liggja leiðin upp á
tindinn.
Whymper hafði veitt því at-
hygli, að snjór hélzt i austm
hlíðum fjallsins allan ársins
hring og það þykkur, ,tð etla
mætti, að austanmegin væri
ekki eins þverhnipt og íýndist
i fljótu bragði. Könnuðir ’■> und
an Whymper höfðu ttomið aaga
á það, að jarðlögin í fjallinu
Framhaid a hls ^
Avarp forseta Islands:
Starfsfræðsludag-
ar eru mikilwægt
sjálfboiastarf...
Starfsfræðslumálin hafa ver
ið mjög á dagskrá að undan-
förnu. í tilefni af því þykir Tím
anum rétt að birta ræðu þá,
sem forsetí íslands, herra Ás-
geir Ásgeirsson flutti við setn-
ingu 10. starfsfræðsludags
Reykjavíkur 21. marz s. 1.
Góðir áheyrendur!
í dag hefst hinn tíundi starfs
fræðsludagur Reykjavíkur. Á
þessum tímamótum er vissulega
tilefni til að þakka forgöngu-
mönnum og sjálfboðaliðum hið
míkla starf, sem þeir hafa lagt
að mörkum fyrir hina upprenn
andi kynslóð og framtíð Þjóðar
innar. Ykkar góða starf hefir
svarað ríkri þörf á þessari
miklu umbreytingaöld í atvinnu
lífi íslenzku þjóðarinnar.
Það er ekki ýkjalangt síðan
ísland var nánast borgarlaust
land, og bændabýlin að míklu
leyti sjálfu sér nóg. Þar voru
ailar starfsgreinar svo að segja
undir einu þaki, heyskapur á
sumrum, heimilisiðnaður á vetr
um og farið í verið á vertíð. Þá
lærðust öll störf í uppvextin
um.
En svo hefst verkaskiptíngin
með vaxandi tækni. Róðrarbát-
arnir falla úr sögunni, þilskip
og vélskip draga fólkstrauminn
til þorpa og bæja. Heimilisiðn
aðurinn fellur niður áður en
hinum nýja vélaiðnaði vex fisk
ur um hrygg. En nú má telja
að komið sé á nokkum veginn
jafnvægi í hinni nýju verka-
skiptingu. Starfsgreinum hefur
fjölgað ótrúlega, eins og þessí
tíundi starfsfræðsludagur ber
skýrastan vott um. Hann sann
ar sjálfur nauðsyn sína og til-
verurétt.
Þegar vel er að gáð, verður
það ljóst, að leikir bamsins eru
að mestu leyti eftirlíking af
lífi og starfi hins fullorðna
manns. Af leikjum barnanna
geta nærfærnir foreldrar oft-
lega gert sér grein fyrir upp-
lagi þeirra, því snemma beygist
krókurinn tii þess. sem verða
vill.
Þegar á skólaaldurinn kemur,
segir upplagið og til sín. En
sá galli er á, að okkar almennu
skólar eru enn of miklir bók-
námsskólar. Námsefnið er að
mörgu leytí orðið á eftir hinni
öm Þróun þjóðfélagsins. Að-
lögun kennslunnar eftir þörfum
nútíma tækni og verkaskipting
ar. hefir í för með sér stór-
aukinn kostnað um húsnæði og
áhöld, og hefir það valdið mikl
um töfurr á því að fullnægt sé
uppeldiskröfum framtíðarinn-
ar. En skilningur er nú ört vax
andi á því. að hjá auknum út-
gjöldum verður ekki komizt.
Gagnfræða- og stúdentsmennt
un er nú undirstaða allrar sér
menntunar. Áður blasri fátt ann
að við stúdentinum en prests-
læknis- eða sýslumannsembætti
Hr. Ásgeir Ásgeirsson
Þannig var það jafnvel á mín
um námsárum. Eg minnist
bekkjarbróður míns, sem sótti
ráð tíl eins kennara okkar um
það, hvað hann skyldi takast
fyrir að loknu stúdentsprófi.
„Þú skalt fara í Stýrimanna-
skólann," var heilræði kennar
ans, og þótti ýmsum það harð
ur dómur um gáfnafar jiltsins.
Nú er sá hugsunarháttur, sem
betur fer, breyttur. og liggja
leiðirnar frá prófborðinu í all
ar áttir. Eg samfagna æsku
mönnum yfirstandandi tíma um
alla þá fjölbreytni. sem fram
undan er i starfsvali
Unglingar geta að sjálfsögðu
haft mikla stoð í foreldrum sín
um og kennurum um það að
kynnast sjálfum sér, hæfileik
um og upplagi. En sjálfir verða
þeir að finna sjálfa sig. Það
er eingöngu handieiðsla. sem
aðrir geta veitt Starfsfræðsla
sú. sem hér er haldið uppi og
hefir farið vaxandi ár frá ári
er hin Þarfasta handieiðsla um
salakynni hinna margbreyttu
möguleika. sem nú blasa við
ungu fólki Þeir. sem komnir
eru á hæfilegt þroskastig
skyggnast hér inn f hið fyrir-
heitna land framtíðarinnar
Starfsfræðsla mun fara vax
andi í skólum landsins En þar
fvrir getum við ekki verið án
ykkar sjálboðastarfs. sem er-
uð lifandi fulltrúar allra at-
vinnugreina þjóðarinnar Þið
takið ekki önur laun en þakk-
læti unglinganna og aðstand
enda þeirra. að meðtöldum
þeim mikla árangri sem fram
Mðin ber í skauti sínu.
Eg endurtek að lokum, i
nafn5 höfuðstaðarins og allrar
b.ióðarinnar: Innileg þökk fyr
ir ágætt starf.