Tíminn - 29.07.1965, Qupperneq 14

Tíminn - 29.07.1965, Qupperneq 14
14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 29. júlí 1965 Sigríður Guðmundsdóttir frá EfrhBrú Kæra vina mín! Ég veit að þú fyrirgefur mér, þótt ég fylgdi þér ekki síðasta spölinn. Ég var víðs fjarri og gat ekki breytt ferð minni, sem ákveð in var alllöngu áður en þú komst suður. Þegar ég var hjá þér í sjúkra- húsinu bjóst ég ekki við að þú mundir leggja upp svona fljótt. Fregnin um burtför þína kom mér á óvart. En árin eru undar- lega fljót að færast yfir, og við vorum báðar orðnar gamlar kon- ur. Margt rifjast upp í huga mér, og mörg ár eru liðin síðan fund- um okkar bar fyrst saman á Kvennaskólanum á Blönduósi, þá komnar þar til veru og lærdóms að búa okkur undir lífsstarfið. Margt hefur borið við síðan. En áreiðanlega óraði hvoruga fyrir því, er við kvöddumst um vorið, að við ættum eftir að hittast afiur og endurnýja vináttuna, sem lek- izt hafði með okkur. Þú kynntir þig þannig á skólanum að allar námssystur þínar báru|virðingu fyr ir þér og vinarhug til þín. Við söknuðum þín. Eftir að leiðir skildu spurðu skólasystur okkar eftir stúlkunni með mikla hárið. En undir því nafni gekkstu í skól anum. Ég hef aldrei augum litið hárprúðari konu. Flétturnar náðu niður fyrir hnésbætur, þykkt var það og lifandi jarpt að lit, en á það sló aðeins gullflum blæ. Eftir skólaverúna hélztu heim að Efri-Brú í Grímsnesi, og árin liðu. Ég frétti ekkert af þér, en ég mundi þig vel og svo atvíkað- ist að fundum okkar bar aftur saman. Ég tel það lán mitt að þú varst húsfreyja á Ormsstöðum í Grímsnesi, er við hjónin fluttumst að Mosfelli. Ég man að séra Þor- steinn Briem spurði mig, en mað- urinn minn tók við brauðinu af honum, hvort ég þekkti nokKurn þar í sveit. — Jú, ég sagðist þekkja Sigrjöi Guðmundsdóttir á Ormsstöðum. Hann brosti og sagði. — Það er þá ekki lakasta konan í Gríms- nesinu. Þessi orð prestsins komu mér ekki á óvart. Ég vissi það þá, að þú varst að andlegum þroska uaf- in yfir fjöldann. Að þú varst góð og göfug vissum við skólasystur þínar bezt. Prúð framkoma og hlé- drægni var þér í blóð borin. Hóf kunnir þú á tungutaki þínu. Ég heyrði þig aldrei hvorki þá né síðar segja hnjóðsyrði um neinn, svo grandvör varstu og var þó vinátta þín ekki öllum föl. Það var ekki lítill fengur að eiga þig að, er ég kom obekkt í Grímsnesið, enda reyndist þú mér ávallt sem bezta systir. Með okkur urðu fagnaðarfundir. Þú hafði ekki gleymí skólanum og einhvern veginn fannst mér að þú hefðir viljað koma aftur næsta .-et ur, en eitthvað hamlaði því, að svo gæti orðið. Þó mun ekki hafa verið um fjárskort að ræða. Faðir þinn Guðmundur á Efri-Brú var talinn vel efnum búinn og góður búhöidur. Við tókum upp þann sið að koma hvor til annarar einu sinni á ári og vera nætursakir. Þú komst ávallt að haustinu að afstaðinni sláturtíð. Ég kom vor hvert. Það var gott að sækja þig heim. Við áttum skemmtilegar stundir í litla herberginu þínu. Þú kunnir mörgum öðrum fremur þá list að láta gesti þína finna að þeir væru velkomnir. Um kvöldið er þú varst setzt inn röbbuðum við um bókmenntir. Þar var þinn annar heimur. Þú áttir góðar bæk- ur og allt eftir úrvalshöfunda. Þegar hér var komið hafðir þú orðið fyrir þeim harmi að missa unnusta þinn á bezta aldri og efn- ismann að dómi þeirra, sem þekktu hann. Við ræddum aldrei um 'þann missi. Harmur þinn var hljóður. Enginn vissi hve nærri þér var þá gengið. Það sýnir bezt hve kær hann var þér, að meðan hann stóð uppi svafstu inni hjá honum liðnum, þar til hann var lagður til hinztu hvílu. Þannig var tryggð þinni farið til vina og ást- vina. Þú varst búkona í bezta lagi en jafnfram veitul. Munu fáir hafa vitað hve mörgum þú gerðir gott. Það var ekki um það rætt. En einhvern veginn kvisaðist, að hús- freyjan á Ormsstöðum léti eng an synjandi frá sér fara og rnarg ir leituðu til þín ef þröngt var í búi eða vandkvæði báru að hönd- um. Bú þitt var blómlegt og efni góð, enda hafðir þú ágætan ráðs- mann, uppeldisbróður unnusta þíns sem flutzt hafði með ykkur að Ormsstöðum, er þú og unnusti þinn höfðu búskap. Svo var þér einkar kært að hafa tvo albræður þína á heimilinu á hverju sumri. Það varð þér mikið áfall að sjá þeim á bak með 'stuttu millibili. Þegar það gerðist var ég flutt suður, en fundum okkar bar oft saman, því' að með okkur hafð tekizt ævarandi vjBáita, liöfti ald: e bar skugga á. :Þiu .fyrsicvar jié: efst í huga, að bregða búi og það varð úr. Ég tók það svo að þú yndir ekki lengur á Ormsstöðum. Mér varð þetta að sumu leyti fagnaðar efni, taldi að er þú værir laus við búskap og allt, sem honum fylgir, gæti þú átt náðuga daga og þá sinnt hugðarefnum þínum, handavinnu, flosi og útsaumi. Þú flosaðir heil gólfteppi og notaðir aðeins sauðarlitina og band, sem þú hafði sjálf spunnið. Niðurröð- un lita var listaverk sem og vinna og frágangur allur. Þú unnir öllu fögru og áttir augu og næmleika listamannsins. En annir dagsins og aðkallandi störf sátu í fyrirrúmi. Þú fluttir ekki suður eins og ég bjóst við. Eg gætti þess elcki, að þú hafðif alla ævi lifað með skepnum, sem þú unnir af alhug- Þú dáðir náttúruna og sást þar myndir og heyrðir hljóm, sem að- eins augu og eyru listamannsins nefna. Manstu, hvfe oft þú'’minrit- ist á Slauku og Ljósafoss. Þú harmaðir. það að búið vár að virkja Ljósafoss., . . ., — Hljómurinn hans er, tildrei sá sami og áður, sagði þú,' hrygg í huga. Vinnan var þér i blóð borin. Þú settist ekki í helgan stein, en hélzt áfram að vinna, annast um aðra, þjóna öðrum, án tillits til heilsu þinnar. í því kom fram þín mikla fórnarlund og sjálfs- gleymska. í minni tíð varst þú einhver mikilhæfasta konan í Grímsnesinu og' þótt víðar væri leitað. En mér líður nærri hjarta er ég hugsa um, hve einmana þú varst. Þú varst dul i skapi og einræn og átt- ir ekki samleið með öllum og fáir voru það, sem þú taldir vini þina. En ég held að þú hafir átt fleiri vini, en þú vissir um. Börnin, sem dvöldust hjá þér á Ormsstöðum, — sum langdvölum, og allir, sem þú gerðir gott og réttir hjálpar- hönd munu ávallt. blessa þig og tjá þér einlæga þökk. Kæra vina mín! Þú fyrirgefur- 4 VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3 ekkert sérstakt ráðuneyti, hef- ur honum verið ætlað að hafa eins konar yfirumsjón með ráðuneptunum öllum, og bar honum því ásamt fjármálaráð- herra að fylgjast með því, að fyrirmælum fjárlaga væri fylgt. Þetta mun Ólafur Thors hafa gert nokkuð, en hjá núv. forsætisráðherra mun þetta eftirlit hafa fallið niður með öllu. Athyglisvert er líka, að hinn mikli greiðsluhalli verður á fyrsta heila árinu,. sem hanra er forsætisráðherra. Sök hans er því ekki mitnni en Gunn ars, heldur jafnvel meiri, því að hann mun á ráðuneytisfund um hafa lagt oftar til en Gunn ar, að vikið væri frá ákvæðum Hann hefur hins vegar kom- ið því svo fyrir, að öll gagn- rýnin bitnar á Gunnari. MATTERHORN Framhald af bls. 9 hölluðu frá austri til vesturs, en það kom í hlut Whympers að draga ályktun af þessu, sem fjallklifurmönnum kæmi í þarf ir að kunna skil á: Úr því klett urinn Ítalíumegin hallaðist út á við, væri þessu líklegast öfugt varið hinum megin, og væri sú hliðin trúlegast líkust stiga, þar sem þrepin hölluðust inn á við. „Þessi hversdagslega álykt- un var lykillinn að því að klífa Matterhorn", skrifaði Whymper síðar. En á hádegi 13. júlí 1865 var alls ekki búið að sanha kemi- ingu hans. Hópurinn var kom- inn í ellefu þúsund feta hæð og slógu þar upp tjaldi. Croz|og Peter ^yngri klifu enn hærra oe j^omu til baka þrem klukkú- ‘trniúm síðar harðánægðir og mikið upp með sér. Leiðin væri leikur einn, sögðu beir. Þeir hefðu getað komizt á tindinn, ef þeir hefðu kært sig um að halda áfram. Hópurinn matað- ist og horfði á sólina brenna út við sjóndeildarhringinn, vöfðu sig síðan tekkjuvoðun- um. Þegar myrkrið var að síga yfir, sögðu þeir sögur af fjalia- klifrurum hver annarri betri. Leiðsögumennirnir sungu söngva fjallahéraðanna. Whymper minntist þessarar stundar síðar: „Við vorum sæl ir og glaðir í tjaldinu þetta kvöld, við bárum ekki kvíð- boga fyrir neinu“. Niðurlag á morgun. KIRKJUFUNDUR Framhald af bls. 3 ir Kr. Þórðarson. Einnig mun verða drepið á leikmannsstarf í heild innan kirkjunnar. Annars verðúr dagskráin í einstökum at- riðum auglýst síðar, 'Þeir, sem kynnu að hafa í huga mál, sem þeir óska tekin fyrir á kirkjufundinum, eru beðnir að senda tillögur sínar til undirrit- aðs fyrir lok ágústmánaðar. Heimilisfangið er Öldugötu 34. Reykjavík, júlí 1965. I undirbúningsnefnd almenns kirkjufundar. Arni Árnason. þessi fátæklegu orð. Mér er vel ljóst að um starf þitt — fjöl- hæfni og listhneigð mætti rita langt mál, svo sérstæð varstu og mikill persónuleiki. En mér er sem þú standir hjá mér og segir með þinni venjulegu hógværð: — Nú er nóg komið. Já, ég bjóst við þvi. En þú verður þó að viðurkenna að það, sem drepið er á hér er allt satt. Það getur ekki orðið mjög langt til endurfunda Hafðu bökk fyrii alllt og allt. Elínborg Lárusdóttir. FERÐIR í VIKU BEINA LEIÐ TIL ^ LONDON FLUGFELAG JON eysteinsson IsgfræSingur ögfræðiskrifstof-a Laugavegi 11. simi 21516 EYJAFLUG með HELGAFELLI njótið þér ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120 WIPAC Rafmagnsvörur í bíla Éramlugtarspeglar i brezka bíla, háspermukefli, stefnu- Ijósalugtir og blikkarar WIPAC-hleSslutæki, hand- ftæg og ódýr. SMYRILL LAUGAVEGI 170 Sími 1-22-60 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 86., 88. og 93. tbl. Lögbirtinga- blaðs 1964 á v.s- Braga SK 74, verður að kröfu Fiskveiðasjóðs íslands, Páls S. Pálssonar hrl o.fl. sett í skrifstofu minni að Víðigrund 5 á Sauðár- króki, miðvikudaginn 4. ágúst n.k. kl. 14, og síðan framhaidið við skipið sjálft, sem þá verður væntanlega í Sauðárkrókshöfn. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki. Eiginmaður minn, Loftur Torfason V|k, Kaldrananeshreppi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 26. iúlí. — Jarðsett verður frá Drangsnesi. Fyrir mína hönd, barna minna og tengdabarna. Hildur Gestsdóttir. Hjartans þakkir sendum við frændfólki og vinum, sem vottuðu okk- | ur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdasonar, sonar og bróður, Gísla Kr. Guðjónssonar Ennfremur þökkum við sérstaklega læknum og starfsfólkt Sjúkra- húss Akraness. — Guð blessl ykkur öll. Unnur Rögnvaldsdóttir, , Rögnvaldur Gíslason, Magnús Gíslason, Valur Gíslason, Valgerður Lýðsdóttir, foreldrar og systkini. Minningarathöfn um móður okkar og tengdamóður, Hólmfríði Imsland sem andaðist í Landspítalanum 26. þ. ' m„ fer fram j Hallgríms- kirkju, fimmtudaginn 29. júlí kl. 3 e. h. Jarðað verður frá Seyðis- fjarðarkirkju. . Ásta og Albert Imsland, Ina og Börge Bildsöe-Hansen, Svava og Haraldur Jóhannsson, Kristján Steingrímsson. Hjartans þakkir til allra, nær og fjær er sýndu okkur snmúð við andlát og jarðarför Sigríðar Síreksdóttur frá Ártúni, Hellisandi. Guð blessi ykkur ö]l. Börn, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.