Tíminn - 29.07.1965, Síða 11
11
FIMMTUDAGUR 2' jú?i 1965
32
yfirvofandi eldgosa. Skeytin,garleysi þeirra vegna getu Heklu
fær mann til þess að halda, að elSgos séu ekkert, sem máli
skiptir. Hén spýtir aðeins hraunbráðinni upp úr sér og yfir
sveitirnar í kring, drepur búfénað, eyðileggur uppskeru, legg
ur heimili í rúst og drepur fjöldann af íbúunum — það er
allt og sumt, og ekki mikilsvert. Þegar spurt er að því, hvað
koma myndi fyrir Reýkjavík og nágrannabæi, ef eldsumbrot
byrjuðu, yppta hinir innfæddu aðeins öxlum, brosa og láta
sér það í léttu rúmi liggja: þeir snúast gegn þeim vanda,
þegar þar að kemur.
Sum eldfjöllin eru þakin þykku snjólagi og eldgos í
þeim eru stórhættuleg. í einu slíku eldgosi tóku flóðbylgja,
hraunstraumur og ís með sér hvern einasta íbúa af fjörutíu
bæjum — allan búsmalann og allt, sem fyrir varð — og
fleytti því öllu á haf út. í kjölfar hinna ótalmörgu eldgosa,
sem átt hafa sér stað á íslandi, hafði komið hungursneyð og
farsóttir. Samt heldur fslendingurinn áfram að búa við hlið-
ina á þessum brugghúsum djöfulsins.
Við sáum fjöldamörg hraun, og virtust engin tvö þeirra
vera sams konar. Sum voru þannig, að heitt hraunið hlaut
að hafa kólnað og harnað, á meðan það streymdi hægt fram,
líkast steinrunninni á. Aðrir hraunstraumar höfðu farið yfir
víðáttumikil landsvæði, og á meðan höfðu þeir brotnað og
risið upp í síendurteknum jarðskjálftum, sem oft fylgja eld-
gosum. Afleiðingin hefur orðið mikið af sprungum og rifum
í yfirborðinu.
Þegar þurrt er úti rýkur fínt ryk úr hraununum og fell-
ur alls staðar. Augu, nef og háls þjást í slíkum þurrktímum,
hár og fatnaður þarfnast endurtekinnar burstunar og oftar
en ella og vegna. þess hve þetta. hraunryk er snárpt og
hve þáÖ rífur, endast skór illa, og skósmiðir hafa alltaf mjög
mikið að gera allan ársins hring.
ísland er vatnaland. Flest vatnanna eru gamlir eldgígir,
sem 1 renna jökulár. Ferðalangar, hvort sem þeir eru á bíl-
um eða hjólum reisa tjöld sín meðfram þessum vötnum eins
og gert er í Bandaríkjunum. Samt er lítið um siglingar á
bátum eða sundiðkanir. Við komumst að raun um, að fslend-
ingar vilja heldur synda í heitum laugum, sem hitaðar
eru með vatni frá hverunum. Þessir hverir eru dreifðir um
alla eyjuna. Þeir sjóða á yfirborðinu, og vatnið, sem rennur
frá þeim, er hættulega heitt þó nokkurn veg frá þeim sjálf-
um.
Það er mesta furða, að nokkur gróður skuli vera á íslandi
með öllum þessum hryllilegu náttúrufyrirbrigðum, sem þar
er að finna, en íslendingurinn getur ræktað hin fegurstu
blóm, þann stutta tíma, sem sumarið varir. Það er gert í
gróðurhúsum, sem hituð eru upp með heitu vatni frá hver-
unum. Rósir og draumsóleyjar eru vinsælustu tegundirnar,
en mikil úrval blóma er á boðstólum. Á sama hátt er ræktað
grænmeti, og ber einna mest á löngum og mjóum agúrxum
og frekar litlum tómötum. Stærð þeirra og bragð standast
þó ekki þær kröfur, sem við gerum til þeirra.
Alls staðar má sjá hesta —tryggasta og áreiðanlegasta
flutningatækið yfir hina frumstæðu vegi íslands. Auðvitað
eru þarna bæði flutningabílar og fólksbílar, en mestur hluti
flutninganna fer fram á hestunum. Þeir eru sterklegar, vel-
byggðar skepnur. Vinnuhesturinn líkist einna mest vasaút-
gáfu af bandaríska vagnhestinum. Á Norðurlandi eru rcið-
hestarnir svo velættaðir, að þeir líkjast helzt litlum 'veð- H
hlaupahestum, og þeir eru reyndar líka notaðir til kappreiða.
Á skeiðvellinum í nánd við Reykjavík má heyra og sjá menn
veðja og haga sér á allan máta á sama hátt og við á kapp-
reiðar í Bandaríkjunum.
Óteljandi frídagar og langar helgar gera íslendingum
kleift að njóta allra þeirra íþrótta og tónstundiðju, sem
litla landið þeirra hefur upp á að bjóða. Hann notfærir sér
hina óendanlegu sumardaga til þess að veiiða í ánum og
ganga yfir hraunbreiðurnar eða á fjöllin. Á veturnar, þegar
nægilega kalt er í veðri, fara menn á skíðum og skautum.
íslendingar eru hæfilega áhugasamir um íþróttir og eyða
ekki allt of miklum tíma í neina sérstaka íþróttagrein. Þeir
hafa ánægju af því að fara í útreiðar, leika golf, synda og
ar klæðast síðum hvítum Sikfimisfötuhi, eru úíeð^^Öurbelti
um mitti og mjaðmir og á andlitinu er harður og ákveðinn
svipur. Þeir gretta sig ekki óhuggulega, rymja eða :etja á
svip sýningarleik, þeir sýna aðeins krafta sína og ieikni.
Ég ætti einnig að bæta því við, að hér er um að ræða að
sýna þolinmæði, því hugmyndin er í raun og veru að varpa K
andstæðingi sínum í gólfið. Hann er ekki þvingaður niður |
hægt og hægt, hann er þvert á móti hafinn á loft með því |
að taka hraustlega í leðurólar hans, og sé hann ekki nægi- 1
lega liðugur til þess að komast undan, er honum varpað í p
MAYSIE GREIG
15
inum. — Hún veit eflaust talsvert,
en hún hefur ekki melt það, sem
hún veit ennþá, sagði hann. Hún
er svo full af alls konar nýtízku-
hugmyndum, að hún hefur fengið
andlegan magaverk. Hún verður
að eignast meiri reynslu áður en
hún getur melt það, sem hún hef-
ur troðið í sig.
Ray spennti greipar undir hnakk
anum og horfði upp í bláan him-
ininn. — Það liggur við, að ég
sé hrædd við hana, sagði hún hugs
andi. — Ég veit ekki hversvegna,
en mér finnst það bara. Ég held,
að það geti verið skaðlegt að
læra mjög mikið, án þess að hafa
skilning til að láta það koma að
gagni.
Druce hló dátt. — Þegar maður
hlustar á þig, gæti maður hald-
ið, að þú værir komin á settan
aldur. En þú ert nú litlu eldri
en hún er — og óendanlega miklu
fallegri, . . . hann stamaði síð-
ustu orðin. Það var líkast og þau
I höfðu ruðzt upp úr honum að hon-
; um óviljandi. Hann starði á hana
! þar sem hún lá í sandinm, grönn
j og spengileg í sægrænum sundbol.
— Þökk fyrir gullhamrana,
I sagði Ray og hló. En þó röddin
! væri létt, var Ray íeimin og hik-
andi. Hún fann alltaf til nektar
; sinnar, þegar hann starði svona á
hana, og óskaði að hún væri kom-
in í baðsloppinn sinn. Hún fann
sjálf, að þetta var hlægilegt, en j
; hún gat ekki að því gert. Lík- j
j lega vegna þess, að Druce er svo :
karlmannlegur, hugsaði hún með!
j sér.
! Fingur Druce krepptust að úln-
i liði hennar. Snertingin var ofur1
! laus, en fór eins og logandi eldur
um allan líkamann. Hvað gengur
að mér, hugsaði hún uppvæg. Var
líkt ástatt um hana og um Ma-
j földu, sem virtist heilluð af þokka
^ hans? Hún kippti hendinni að sér.
! Hún var reið — bæði sjálfri sér
og honum. Tilfinningar hennar til
Druce voru ekki ást. Það var
Monty, sem hún elskaði. Þessar
nýju, annarlegu tilfinningar, sem
Druce vakti hjá henni, hræddu
hana og æstu. Hún mátti ekki
láta þær yfirbuga sig, hún mátti
ekki gefa honum undir fótinn, því
að hún elskaði hann ekki.
Hún gat ekki gert sér grein
fyrir, hvernig þetta hafði byrjað.
Fyrst í stað hafði hún verið hreyk-
in af honum, af glæsilegu útliti
hans og sundafrekunum. Síðar
hafði henni orðið órótt, er hún
sannfærðist um, að hann væri
óvenjulega aðlaðandi maður.
Hann hafði aðdráttarafl, sem fyllti
hana bæði andúð og löngun eftir
að láta undan tilfinningum sínum.
— Er þér farið að líka betur
við mig? sagði bruce lágt.
— Við erum orðin góðir vinir,
en það er líka allt og sumt. sagði
hún hálf afundin og óþarflega
hvasst. Hún var dauðhrædd um,
að hann mundi renna grun í sann-
leikann.
— Þú ert kona, sem erfitt er
að sigra, sagði hann mjúklega.
— Þú lofaðir . . . byrjaði hún
með ákefð.
— Já, ég veit það. Þú þarft
ekki að óttast, að ég gleymi samn-
ingnum okkar . . . Annars dreymdi
mig einkennilega í nótt, Ray.
Hann lækkaði róminn. — Mig
dreymdi, að þú komst til mín af
frjálsum vilja og baðst mig um
að elska þig.
— Nei, Druce, þú mátt ekki . .
sagði hún eymdarlega.
Það var líkast og eitthvað
slokknaði í augnaráði hans og
hann andvarpaði. — Ekki annað
en óskadraumur, vitanlega, sagði
hann með beiskju.
Hún lokaði augunum. Hana
sveið í þau, eins og þau hefðu
fengið of mikið af sól og seltu,
en hún vissi að sú var ekki ástæð-
an. Nú var mókið horfið af henni.
Lífið var aftur orðið erfitt og bald-
ið. Hún óskaði að Druce hefði
ekki elskað hana svona heitt. Og
að hún hefði ekki elskað Monty!
— Druce! sagði hún allt í einu
þreytulega. — Finnst þér nokkurt
Rest best koddar
Endurnýjum gömlu sængurnar.
Eigum dún- og fiðurbeld ver,
æðardúns- og gæsadúnssængnr
og kodda af ýmsum stærðum.
— PÓSTSENDUM —
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstíg 3 — Simi 18740
(Örfá skref frá Laugavegi)
vit í, að við höldum þessu áfram
svona? Væri okkur báðum ekki
fyrir beztu, að við játuðum hrein-
skilnislega, að þetta gervihjóna-
band hlýtur að fara út um þúfur?
— Ég fellst aldrei á það, sagði
hann fastmæltur. — Nei, Ray, ég
gefst ekki upp. Ég neita að viður-
kenna að ég hafi tapað leiknum
. . . þetta er stærsta fyrirtækið,
sem ég hef nokkurn tíma ráðizt í.
Brún augun í Ray ljómuðu af
aðdáun. Þegar hún heyrði hann
tala svona, fann hún bezt hve
sterkur og ójnótstæðilegur hann
var. En uni: lóið fánn hún hve
erfitt þetta var. Hún stóð upp,
dustaði sandinn af baðsloppnum
og fleygði honum yfir heitar, sól-
brenndar herðarnar. — Eigum við
ekki að ganga upp í gistihúsið?
Það fer að líða að hádegisverð-
inum
Hann féllst á það, en var hljóð-
ur og þegjandalegur á leiðinni
Hann fann, að hann hafði verið
of bráðlátur — að hann átti ekki
að reyna að nálgast hana ennþá.
Það var ekki til annars en hræða
hana frá sér En það var vandi
að sýna varkárni
Ray gekk þegjandi við hliðina
á honum Hann grunaði ekkert,
hugsaði hún með sér Ekki í þetta
skiptið. En ef hann skilur hvernig
mér er innanbrjósts, þá . . . Það
fór hrollur um hana, bæði af
kvíða og einhverju öðru, sem hún
vildi.ekki viðurkenna Ég skil ekki
sjálfa mig lengur, hugsaði hún
með sér og reyndi að bægja þess-
um hugsunum frá sér
Mafalda sat á svölunum fyrir ut-
an herbergisgluggann sinn og
sleikti sólskinið og beið eftir, að
eitthvað söglegt gerðist Hún var
alltaf að bíða eftir því Með orð-
inu „eitthvað“ meinti han eigin-
lega „einhver", og þessi einhver
átti helzt að vera landi hennar,
sem kæmi brunandi upp að gisti-
húsdyrunum í gljáandi lúxusbíl.
Og síðan átti það að gerast, að
hann reyndist eitthvað bilaður í
heilabúinu, og að enginn gæti veitt
honum meinabót, nema hún ein,
með sálfræðilærdómi sínum og
kvenlegum skilningi
Hún var í hvítum stuttbuxum
og hvítri blússu sem fóru vel við
sólbrennt hörundið hún sat í
handriðinu og dinglaði fótunum
! letilega fram af brúninni.
Mafalda var barn sinnar tíðar.
Bláu, forvitnu augun voru alltaf
að skima eftir einhverju nýju og
spennandi. Hún vissi að alltaf var
eitthvað að gerast í námunda við
hana, og þótti þunnt, að hún skyld’
ekki fá að upplifa neitt sjálf.
Hún hélt, að hún vissi allt, og