Tíminn - 29.07.1965, Side 2

Tíminn - 29.07.1965, Side 2
FIMMTUDAGUR 29. jlðfí 1965 2 TIIVINN Loftá rasir en nokkru Miðvikudagur 28. júlí. NTB—Aþeuu. í dag gaf Konstantin Grlkk- landskonungur út tilskipun, þar sem þjóðþing Grikkja er kallað saman til áríðandi fund- ar á föstudag. Þingmenn voru famir í sumarfrí, en konungur telur nauðsynlegt að þingið komi þegar í stað saman vegna stjórnarskiptanna og mun Nov- as forsætisráðherra fara fram á traustsyfirlýsingu þingsins. Konungurinn kom óvænt frá Korfu til Aþenu í dag og ræddi þar við stjórnmálaleiðtoga og ráðgjafa sína. Enn er ekki komin ró á meðal almennings í Grikklandi. í dag var allsherj- arverkfall í Heraklíon, stærstu borg Krítar, en á Krít er eitt sterkasta vígi Papandreous, fyrrverandi forsætisráðherra. Verkfallið var mjög almennt og lamaði samgöngur og viðskipta- líf borgarinnar. í Saloniki höfðu andstæðingar stjórnar- innar áformað að fara í kröfu- göngu í dag, en yfirvöldin hafa bannnað þeim að standa fyrir mótmælaaðgerðum á almanna- færi. Forsprakkarnir hafa engu að síður látið á sér skilj- ast að þcir hygðust samt fara í kröfugöngu. Fylgismenn hinn- ar nýju ríkisstjórnar í verka- lýðssamtökunum í Aþenu boð- uðu einnig í dag útifundi. Eiga þeir að vera Novasi til stuðn- ings og vega á móti mótmæla- aðgerðum annars staðar. NTB-London. — Hinn nýi leiðtogi stjórnarandstöðunnar í h Englandi, Edward Heath, tók í dag formlega við hlutverki sínu. Þess voru ljós merki á miðvikudag að mikill órói var innan brezka verkamanna- flokksins vegna hinna nýju efnahagsráðstafanna ríkisstjórn arinnar. Er búizt við því, að Heath muni fljótlega hefja sterka gagnrýni á efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar. NTB-Genf. — Afvopnunar- sérfræðingar frá Bretlandi, Kanada, Ítalíu og Bandaríkjun um unnu að því á miðvikudag að reyna að samræma kanadísk ar og brezkar tillögur um hvernig hindra megi frekari út- ® breiðslu kjarnorkuvopna. Þeir || vonast til að hljóta stuðning 1 hlutlausra ríkja við þá áætlun, | sem þeir hyggjast vinna upp 1 úr áðurnefndum tillögum, en þeir munu leggja niðurstöður sinar fyrir afvopnunarráðstefn- una, sem hófst í Genf á þriðju daginn eftir tíu mánaða starfs- hlé. NTB-Kairo. — Vestur-Þjóð- verjinn Wolfgang Lotz, sem nú er fyrir hæstarétti Egypta- lands, ákærður fyrir njósnir, sagði við réttarhöldin í dag, að ísraelskir njósnarar hefðu beð ið hann að senda hótunarbréf til þýzkra eldflauga- og flug- vélasérfræðinga, sem nú vinna í þjónustu Arabíska sambands- lýðveldisins. Sagði hann einnig, að hann hefði fengið sem svarar rúm 1 lega 3 milljónum íslenzkra K króna fyrir störf sín á vegum I ísraelskrar njósnahreyfingar, 1 og auk þess öll útgjöld sín !’■ greidd. ■Mmammmm NTB—Saigon, 28. júlí. Bandarískar herþotur hafa gert árásir á skotmörk nær höfuðborg Norður-Víetaam, Hanoi, en nokkru sinni fyrr. Skömmu eftir að bandarískar sprengjuþotur gerðu heiftarlega árás á tvær eld flaugastöðvar í Víetnam í gær, hófu 11 þotur sig á loft og réð- ust á hernaðarmannvirki aðeins 48 kílómetra norð-vestur af Hanoi. í báðum þessum árásum fórust fimm bandarískar þotur, þrjár voru skotnar niður í gær, en tvær SÍLDARAFLI Framhald af 16. síðu. halda til hafnar strax, þar eð sígl- ing er mjög löng. Þó mun a. m. k. einn bátur, Heiðrún, hafa verið á leið þaðan með um 500 tunnur til Seyðisfjarðar í kvöld. Síldin sem þarna veiðist er stór og góð, en of langt undan til þess að hún komist óskemmd til söltunar með venjulegrí flutningsaðferð Nokkur síldveiði var undan Jökli í nótt Þar er einnig vont að eiga við síldina og fengu flest ir bátarnir aðeins smáslatta, en 1 þó munu nokkrir hafa fengíð af-1 bragðsgóð köst, um og yfir þús-' undf'tunnurutíÞeiia jgr aUkærhileg síld, enda mpn eitthv,afMfhenni hafadariðfJíi frystingu cJáæi <n: Bátar þeir, sem síldarleitinni á Dalatanga var í kvöld kunnugt um að fengið hefðu síld á svæðinu kringum Hrollaugseyjar frá því klukkan sjö á þríðjudagsmorgni til klukkan 7 á miðvikudagskvöld voru þessir (afli talinn í málum): Sólfari 900, Gissur hvíti 750, Gull toppur 850, Guðrún Þorkelsdóttir 1300, Guðbjörg GK 1500, Eldborg 900, Elliði 1200, Óskar Halldórsson “ 2250, Gullberg 1300, Björn Jóns son 900, Skírnir 1800, Jón á Stapa 1000, Faxi 1900, HafÞór 1400, Sig urborg 1800, Guðrún Jónsdóttir 1200, Haraldur 2350, Sunnutindur 1000, Engey 1250, ísleifur IV 1100, Árni Magnússon 1500, Hólmanes 1500, Guðrún Guðleifsdóttir 1800, Sigurpáll 2250 LÁ VIÐ SLYSI Framhald af 16. síðu. bílstjórinn að beygja til hægri og gaf stefnuljós. En í-sama mund kom þar að fólksbíll af Renault Daulphin gerð og var honum ekið í sömu átt. Bílstjórinn á fólksbíln- um ætlaði að taka fram úr vöru- bílnum á gatnamótunum, en veitti stefnuljósum hans ekki eftirtekt. Þá tókst svo illa til að stuðari vöru bílsins kræktist í litla bílinn við afturhurð hans. Við það fór fólks- bíllinn á hliðina og hentist þannig góðan spöl. Renault-bíllinn var frá Akureyri og voru í honum hjón með tvö börn. Er að var komið hengu börnin út um afturglugga bílsins, en þau voru furðu lítið meidd. Ökumaðurinn og kona hans voru hins vegar meira meidd, en þó ekki meira en svo, að þeim var leyft að fara heim ásamt börnum sínum að lokinni rannsókn á Slysa varðstofunni. Nokkru áður, eða klukkan 14,15, varð bílvelta á Krísuvíkurvegi skammt austan við Krísuvíkur- búið. Þar fór fólksbíll úr Reykja- vík út af veginum og á hvolí, en ekki urðu alvarleg slys á fólki. Ein kona var þó flutt á Slysavarð- stofuna. rákust saman í dag, er þær voru á leið til baka úr árásarferðinni. Næst-æðsti maður við flugstöð- ina í S-Víetnam, Gilbert L. Meyers sagði á blaðamannafundi í dag, að líklega væru fleiri eldflauga- stöðvar kringum Hanoi en þær sjö, sem hingað til hafa verið merktar inn á kort af hálfu Banda ríkjamanna. Samkvæmt fréttum AFP hafa yfirvöld í N-Víetnam sent mót- mælaorðsendingu til alþjóðlegu eftirlitsnefndarinnar vegna þess, að bandarískir hermenn beittu napalm-sprengjum gegn óbreytt- um borgurum í tveim héruðum í N-Víetnam í gær. f opinberri yf- irlýsingu frá Hanoi segir, að bandarískar herþotur hafi varpað sprengjunum niður yfir héruðum Samningafundir ígær TK—Reykjavík, miðvikudag. Sáttasemjari sat á fundi með fulltrúum verkalýðsfélagsins í Vestm.eyjum í Alþingishúsinu í dag. Þá hófst nýr sáttafundur með hðflíim að deilú farmanna kl. 9' í' tvÖíff.’ Éngar fréttir höfttó'.bor 'izt áf árangri viðræðnanna ér blað ið fór til prentuinar í nótt. NORRÆNA HÚSIÐ Framhald af bls. 1 bygging og heppilegt til þeirra afnota, sem það er ætlað. Blaðið segir að lokum, að tek- izt hafi að spara nokkuð fé á kostn aðaráætluninni með því að ákveð- ið hafi verið að fresta því um sinn að innrétta kjallara hússins sem verzlunarhúsnæði. AFLAKÓNGAR Framhald af 16. síðu. leyti í fyrra var Árni Magnússon með 16.134 mál og tunnur og var þá sjötti í röðinni. Þriðji í röð- inni nú er Reykjaborg úr Reykja- vík með 14.665 mál og tunnur. Skipstjóri _ á Reykjaborginni er Haraldur Ágústsson, sem lengi var með Guðmund Þórðarson RE, en Haraldur var fyrsti skipstjór- inn hérlendis sem reyndi síldveið ar með kraftblökk, sem síðar olli algerri byltingu í síldveiðum okk- ar sem kunnugt er. Reykjaborgin er nýtt skip og fór Haraldur utan á síldarvertíðinni í fyrra til að líta eftir smíði þess. Fjórði afla- hæsti báturinn er Sigurður Bjarna son EA, en skipstjóri á honum er nú eins og í fyrra Tryggvi Gunnarsson. Skipið er nú komið með 14.537 mál og tunnur, en í fyrra var það einnig fjórða í röð- inni og þá með 18.472 mál og tunn ur. Fimmti aflahæsti báturinn er svo Heimir frá Stöðvarfirði en sá bátur var ekki ýkja ofarlega á listanum í fyrra. Skipstjórinn var samt aflahár að venju, því að hann er enginn annar en Eggert Gísla- son, sennilegasta frægasta og mesta aflakló síldarflotans um ára bil. Hann var með Sigurpál í fyrra og þá með 16.407 mál og tunnur og sjötti í röðinni þá. Af þessu má sjá, að „gömlu" afla- kóngarnir. sem eru raunar allt ungir menn. halda sætum sínum. þó skipti um skip, þótt nokkrar tilfærslur verði í röð. Phu To og Na Tay. Segir og í yfirlýsingunni, að 8 af þotunum sem að árásinni stóðu hafi verið skotnar inður og margar aðrar stórskemmdar. Þá bar það til tíðinda í Saigon í dag, að Maxwell Taylor, fyrr- verandi sendiherra Bandaríkjanna í S-Víetnam var sæmdur æðsta heiðursmerki S-Víetnam við há- tíðlega athöfn. Hefur aðeins einn maður áður fengið þessa viður- kenningu, Len Van Thy eini fimm stjömu-hershöfðingi S-Víetnam. Samkvæmt nýbirtum skýrslum var mannfall í liði S-Víetnam í síðustu viku 285, 315 teknir til Rithöfundastyrkir Rithöfundasamband fslands hef- ur útlilutað dvalarstyrkjum frá Menntamálaráði íslands til rit- höfunda. Styrki hlutu að þessu sinni rit- höfundamir Friðjón Stefánsson og Ingimar Erlendur Sigurðsson, kr. 10.000,00 hvor. fanga, og 15 er saknað. Úr liði Bandaríkjamanna hafa á sama tíma fallið 12 menn og 70 hafa særzt. Á sama tíma féllu 682 Víetcong menn og 109 vom teknir til fanga, að því er segir í skýrslun- um. 10 FLEIRIHVALIR ENí FYRRA MB—Reykjavík, miðvikudag. Hvalvertíðin í ár hefur geng- ið ágætlega, og hafa nú veiðzt tíu hvölum fleira en á sama tíma í fyrra, eða 265, að því er Loftur Bjarnason tjáði blaðinu í dag. Loftur kvað einmuna góða tíð eiga mikinn þátt í því, hve ver- tíðin hefur gengið vel, en í fyrra var talin góð meðalvertíð um þetta leyti. Hvalvertíðin stendur þar til fram um 20. september og fer eftir veðri og veiðum, hve lengi hún stendur. FUNDUR JOHNSONS Framhald af bls. 1 vamarliðinu nú, en ef það yrði síðar nauðsynlegt, myndi hann athuga málið gaumgæfilega og gera þjóð sinni grein fyrir því með góðum fyrirvara. Forsetinn sagði, að hinn nýi aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Arthur Goldberg, yrði sendur á fund U Thant, framkvæmdastjóra S, þ. með bréf, þar sem skorað er á allar þjóðir samtakanna að beita áhrifum sínum tfl þess að bundinn verði endi á stríð ið í Vietnam og friðsamleg lausn náist. Við viljum ekki ógna neinum með veldi okkar, en við látum heldur ekki kné setja okkur. Aðalmarkmið okk ar í Vietnam er að sýna komm únistum fram á, að við verðum ekki sigraðir með vopnum, sagði Johnson. Þá sagði forsetinn, að stríð ið í Vietnam krefðist sérstakr ar aukafjárveitíngar og myndi McNamara, varnarmálaráðherra bráðlega leggja fx-umvarp þess efnis fyrir Þingið. Ekki nefndi forsetinn neinar tölur í þessu samþandi. Nokkru fyrir blaða- mannafundinn hafði híns veg ar formaður fjárveitinganefnd ar þingsins sagt, að forsetinn myndi fara fram á einn millj- arð dollara í aukafjárveitingu til stríðsrekstursins í Vietnam. í þrem styrjöldum hefur okk ur Bandaríkjamönnum lærzt, að undanhald veitir ekki öryggi og veikleiki ekki grið. Það er þessi staðreynd, sem hefur leitt okkur til Vletnam. Það þýðir ekki að loka augun um fyrir því, að raunverulegt stríð geisar, stríð, sem rekið er af Norður-Vietnam og stutt af Kína Tilgangur þessara að- ila er að leggja Suður-Vietnam undir sig, buga veldi Banda- ríkjanna og útbreiða yfirráð kommúnisrnans í Asíu sagði Johnson i yfirlýsingu sinni. Hann lauk greinargerð sinni með þeim orðum, að svo lengi sem til eru þjóðir, sem hata og eyðileggja, verði Bandaríkja menn að hafa kjark til að veita mótspyrnu. Að öðrum kosti myndu allir draumar um frelsi renna brott í flóðbylgju yfirráðastefnunnar, eins og for setinn komst að orði. Víð verð um að koma í veg fyrir, að þessi verði staðreyndin. Við verðum að standa fastir fyrir í Vietnam. Aðspurður á blaðamannafund inum í dag sagði forsetinn, að ekki væri ástæða til að lýsa yfir hreinu hernaðarástandi í Bandaríkjunum, vegna stríðs- ins í Vietnam. Forsetinn var að því spurður, hvort hann væri sammála Þeim, sem héldu því fram, að stríðið í Vietnam gæti staðið í 5—7 ár. Forsetinn svaraði: Já, ég veit, að banda- ríska þjóðin hlýtur að skilja, að ekki er til nein skjót lausn á þessu vandamáli. Ekki vildi hann nefna neitt árabil í þessu sambandi, en sagði, að svo lengí sem hann væri forseti myndi hann sjá til þess, að Bandarík in væru nógu öflug til að verj ast árásum. , í greinargerð sinni sagði for setinn, að ekkert andkommún- ístískt ríki í Asíu væri nógu öflugt til þess eitt að standast ágang kommúnismans. Um leið og sú ógn hvílir yfir Asíu að verða kommúnismanum að bráð, er öryggi Bandaríkjanna í hættu. Við óskum ekki eftir því sjálf ir að vera varðmenn þar, en það er bara enginn annar, sem getur veríð það. Við getum ekki gengið á bak orða okkar að fallið frá skuldbindingum okkar og yfirgefið þá, sem hafa treyst á okkur. Það er af Þess um ástæðum,'samlandar minir, sem við erum í Vietnam, sagði forsetinn að loknum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.