Tíminn - 29.07.1965, Síða 13
FIMMTUDAGUR 29. júlí 1965
ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
Miktar umhætur ú sund-
lauginni í Laugaskarii
Undanfarið hafa verið gerð
ar miklar umbætur á sundlaug-
inni í Hveragerði. Allir gömlu
búningsklefarnir voru rifnir
og byggt vandað steinhús í stað
inn. Byggingunni er ekki að
fullu lokið, en búið er að opna
laugina aftur. Niðri eru bún-
ingsklefar og baðklefar. Efri
hæðin verður notuð fyrir gagn
fræðaskóla næsta vetur, en
síðar er ætlunin að koma þar
upp ýmiss konar böðum.
Sundlaugin sjálf er 50 metra
löng og 12 metra breið, og var
oft farið frá Reykjavík til þess
að keppa þar, vegna þess að á
lengri sundum eru styttri laug
ar ekki reglum samkvæmt.
Framan við bygginguna er
afar vinsæl smálaug, þar sem
hægt er að liggja í.
Að austanverðu við laugar-
húsið steypist mikið af 30—40
stiga heitu vatni út úr berginu
og er ætlunin að byggja þar
heita smálaug.
Hjörtur Jóhannsson, laugar-
vörður sem búsettur er í Hvera
gerði, gaf mér áðurnefndar
upplýsingar. Þegar sundlaugin
er opin, er hann í glerklefa
við enda laugarinnar, og getur
því fylgzt vel með öllu, sem
fram fer í lauginni.
Sundlaugin er opin sem hér
segir: i
Mánudaga 9--12 og 2—9V2
Þriðjudaga 9—12 og 2—9%
Miðvikudaga 9—12 og 2—7
Fimmtud. lokað v. hreinsunar
Föstudaga 9—12 og 2—10 <
Laugardaga 9—12 og 2—7
Sunnudaga 10—12 og 1—6.
Aðgangseyrir er fyrir full-
orðna á virkum dögum kr. 10
og börn kr. 5, en helga daga
kr. 15 fyrir fullorðna og kr.
8 fyrir börn.
Öllum ber saman um, að
sundlaugin og umhverfið sé
•mjög skemmtilegt. S.N.
Valur sigraöi á ís-
landsmóti á Akureyri
íslandsmótið í útihandknattleik
kvenna var háð á Akureyri um
síðustu helgi, og báru Valsstúlk-
urnar sigur úr býtum, eins og áð-
ur hefur verið skýrt frá hér á
síðunni. Þær sigruðu Akureyrar-
stúlkurnar í úrslitaleiknum með
9:3. í 2. flokki sigraði Fram.
Urslit í einstökum leikjum á
mótinu urðu sem hér segir:
Valur—Völsungur (meist.)
ÍBK—KR (2. fl.)
ÍBA—ÍBK (2. fl.)
Valur—KR (2. fl.)
Völsungur—Fram (2. fl.)
ÍBA—Valur (meistarafl.)
9:2
6:3
1:3
5:4
1:4
3:9
Mótsstjóri var Svavar Ottesen,
en dómarar þeir Karl Jóhannsson,
Pétur Bjarnason og Frímann
Gunnlaugsson.
Föstudagur:
KR—ÍBA (meistarafl.)
Fram—ÍBK (2. fl. )
Völsungur—Valur (2. fl.)
Valur—FH (meistarafl.)
KR—ÍBA (2. fl.)
KR-FRAM
2:0
*1 annað kvöld
Laugardagur:
Fram—ÍBA (2. fl.) 5:5
Völsungar—FH (meistarafl) 3:11
2:4
3:6
4:4
4:2
1:3
1:4
Völsungar—KR (2. fl.)
Ármann—ÍBA (meistarafl.)
Valur—ÍBK (2. fl.)
Fram—KR (2. fl.)
Valur—ÍBA (2. fl.)
Völsungur—ÍBK (2. fl.)
Sunnudagur:
Völsungur—ÍBA (2. fl.) 2:3
Ármann—KR (meist.) . 4:4
Valur—Fram (2. fl.) 0;3,
Islandsmótið í knattspymu, 1.
deild, heldur áfram á morgun á
Laugardalsvellinum, og leika þá
KR og Fram síðari leik sinn í mót
inu. Leikurinn hefst kl. 8.30. Fram
er nú í alvaríegri fallhættu, og
ef liðið tapar fyrir KR má telja
nær öruggt, að Fram falli úr deild
inni. Leikurinn er einnig mjög
þýðingarmikill fyrir KR, efsta
liðið í mótinu, og ætli KR-ingar
sér fslandsmeistaratitilinn, mega
þeir varla við því að tapa stigi
gegn Fram. Þá má geta þess, að
í liði Fram munu leika að minnsta
kosti tveir leikmenn, sem léku
í unglingalandáiðinu á dögunum; -:
í kvöld fer fram leikur í 2.
deild í Hafnarfirði. FH mætir
þar Vestmannaeyingum, sem þftg-
ar hafa tryggt ser sigur í riðftn-
um, og munu þeir leika við Þrótt
um sætið í 1. deild næsta sumai'.
Á frjálsíþróttamóti í Kiev á
sunnudaginn setti Amin Tujakov
nýtt sovézkt met í 200 metra
hlaupi, hljóp á 20.6 sek. Eldra
metið var 20.9 sek. sett fyrir 10
árum af Boris Tokarev.
Clasgow Rangers kaupir sænskan leikmann
Forráðamenn Glasgow Rangers
— frægasta liðs Skotlands — hafa
mikinn hug á því, að liðið standi
sig vel á næsta keppnistímabili,
og bæti þar með upp hinn slappa
árangur s.l. vetur, en þá náði fé-
lagið lakari árangri en oftast áð-
ur í sögu þess. Og ráð þeirra
Glasgow-manna virðist að fá Norð
urlandabúa í lið sitt, því á mánu-
daginn skrifaði það samning við
Svíann Ove Grahn — sænskan
landsliðsmann —og mun hann
leika með félaginu næsta keppnis
tímabil.
Talið er, að Grahn hafi fengið
um tíu þúsund pund fyrir að
undirrita samninginn við Rangers
og er það óvenju há upphæð.
Framkvæmdastjóri Rangers, Scot
Symon, sá Grahn, sem leikur inn-
herja, í landsleik Svíþjóðar og
Brasilíu (1:2) á dögunum, og átti
Grahn þá ágætan leik, sem varð
til þess, að Symon ákvað að fá
hann i lið sitt.
Svíinn var þriðji Norðurlanda
búinn, sem nú er hjá Rangers.
Þórólfur Beck var keyptur frá
St. Mirren fyrir um átta mánuðum
og nýlega Daninn Kaj Johansen
frá Morton, hvor fyrir 20 þúsund
pund. Johansen er bakvörður, og
var síðasta keppnistímabil talinn
bezti bakvörðurinn í Skotlandi.
Greinilegt er, að það verður
erfitt að komast í Rangers-liðið
í vetur, og það hefur fjölmörgum
frábærum leikmönnum á að skipa.
Nýlega hafa endurnýjað samninga
sína við félagið þeir Ralph Br;:nd,
Jimmy Millar og markakónguriiin
Jim Forrest — og munu þetssir
þrír menn að öllum líkindum bít-
ast um „tríó-stöðurnar,’i ásacrtt Þór
ólfi og Grahn.