Tíminn - 29.07.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.07.1965, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 29. júlí 19fi5 TVMflMN I I t vl u u ? FræðsBuþáttur GarðyrkJuféBags íslands Sjúkdómar í Garðyrkjufélag íslands hef- ur ákveðið að fá birta 5—7 stutta fræðsluþætti í dagblöð- unum á tímabilinu ágúst— október n.k. Þetta er í samræmi við ákvörðun félagsins nýlega um að auka fræðslustarfsemi fél- agsins til almennings. Reynt verður að haga svo til, að efni þáttanna komi á þeim tíma, sem mest þörf er á við komandi efni. Fyrsti þátturinn, sem hér birtist, er um sjúkdóma í mat- jurtum, en nú fer einmitt i hönd rétti tíminn til að vera á verði og meðhöndla vágest þennan á réttan hátt, Er svo ætlunin að birta nokkra þætti, sem vonandi koma að góðu gagni, og enda á þætti sem fjallar um frágang skrúðgarða undir veturinn. Margir af okk ar hæfustu mönnum á þessu sviði munu skrifa þessa þætti. Til að fyrirbyggja misskilln ing, skal það tekið fram, að Garðyrkjufél. íslands er ekki atvinnumannafélag heldur áhugamannafélag opið öllum, sem áhuga hafa á garðyrkju. Kristinn Helgason v. form. 1. Kartöflumyglu verður vart á hverju sumri í lágsveitum sunnanlands, en tíðarfar ræð- ur úrslitum hvort sýkin gerir mikinn eða lítinn skaða. Ef veður er rakt og hlýtt seinni hluta júlí og í ágústmánuði, má búast við mikilli kartöflu- myglu. Fyrstu einkenni eru grágrænir blettir á blaðjöðrum og sést Ijós myglurönd í rönd- um blettanna neðan á blöðun- um, ef veður er rakt. Geta þá blettirnir dökknað og breiðzt ört út, unz mikið af blöðunum verður svart og visið og leggur af rotnunarlykt. Regn ber gró myglusveppsins niður að kart- öflunum, sem geta smitazt og fengið blýgráa bletti er eta sig inn í þær í garðinum eða síð- ar í geymslu. Skemmdirnar geta komið fram í geymslu, þótt ekki sjái á kartöflunum við upptöku. Varnir. Úðun með varnar- lyfjum um mánaðamótin júlí- ágúst er hagkværn vátrygging gegn myglunni. Úða skal í þurru veðri vel og vandlega og má nota koparlyf, zineblyf o. fl. lyf, er fást í Sölufélagi garð yrkjumanna. Úðunarvökvinn læknar ekki sýki, sem þegar er komin, en myndar varnar- himnu gegn smitun. í öðru lagi er mikilsvert að tekið sé upp í þurru veðri. Stöngulsýki er varasamur kartöflusjúkdómur, er oft veld ur miklum skemmdum á kart- öflum í geymslu. Stönglar kart öflugrasanna verða svartir, blautir og linir niðri við mold- ina, þegar líður á sumarið. Oft krypplast blöðin í toppinn. Gerlar valda veikinni, sem er bráðsmitandi og fylgir útsæð- inu. Kartöflurnar blotna og rotna. í hlýrri geymslu getur veikin breiðzt ört út og skemmt miklar birgðir á skömmum tíma. Varnir. Lítið eftir í görðun- um, grafið stöngulsjúk grös upp og flytjið burt áður en tekið er upp, svo að smitaðar kartöflur lendi ekki saman við uppskeruna. Ef tekið er upp með vélum, særast jafnan margar kartöflur og getur þá orðið mikil smitun, ef ekki er búið að fjarlægja sjúku jurt- irnar. 3. Tiglaveiki, (Virus), er al geng í gullaugakartöflum og finnst í fleiri tegundum. Blöð kartöflugrasanna fá gulleita, oft upphleypta díla, en á milli eru þau eðlilega græn. Þetta sést bezt ef blaðinu er haldið upp á móti birtunni. Stundum verða blöðin ennfremur hrukk ótt og oft mjög rýr. Veikin fylgir útsæði, en smitun getur og farið fram, ef sár koma á jurtina, t.d. af verkfærum, eða ef blöðin slást saman í stormi. Mikið getur dregið úr upp- skeru, en ekkert sér á kartöfl- unum. Varnir. Notkun heilbrigðs útsæðis og að gæta þess, að kartöflur undan sýktum grös- um lendi ekki saman við út- sæði. Er rétt að taka tiglasjúk grös upp í tíma eins og stöng- ulsjúk grös. 4. Kartöfluhnúðormar mynda örsmáa en þó vel sýnilega ljósa hnúða, sem festir eru á stilk á rætur kartöflugrasanna. Þessir hnúðar eru bakhluti kvenormanna fullir af eggjum. Hnúðormarnir geta dregið mik ið úr uppskeru. Ef sýking er mikil verða kartöflugrösin gui- leit og rýrðarleg. Athugið ræt- urnar til að sjá hvort orma- hnúðar eru á þeim, fljótlegast er að finna þá með stækkup- argleri. Skal grafa grösin var- lega upp ella geta ormarnir hrunið af svo erfiðara er að finna þá. Grunuð grös með mold og rótum má senda At- vihnudeild háskólans til skoð- unar. Hnúðormarnir ber- ast með kartöflum og mold, verkfærum og kartöflupokum. Garðurinn er sýktur í mórg ár. Ætti að leggja alla „orma- garða“ niður og hefur svo víð- ast verið gert, en þó er vitað um sýkt garðlönd einkum á Eyrabakka og Akranesi. Er mjög hæpið að taka kartöfl ur úr hnúðormasmituðum görð um til verzlunarmeðferðar. Bannaður er innflutningur kartaflna frá sýktum svæðum erlendis og gildir sama regla í öllum helztu viðskiptalöndum vorum. Enginn vill kaupa kart öflur frá hnúðormasmituðum stöðum. 5. Æxlaveiki á rótum káls og á rófum er illræmdur sveppa- sjúkdómur, sem veldur ljótum, vörtukenndum æxlum og upp- skerubresti. Veikin getur lifað mörg ár í moldinni og ber að leggja smitaða garða og upp- eldisreiti niður. Pest þessi berst aðallega með jurtum til gróðursetningar úr smituðum reitum. Getur og borist með búfjáráburði, ef gripirnir eta sjúkt kál eða rófur. 6. Flestir þekkja kálmaðka og skemmdir af þeirra völdum í káli og rófum og kunna ráð gegn þeim. Síðustu árin hefur einnig orðið vart í Reykjavik a.m.k. ormaskemmda í gulrót- um. Veldur því önnur flugu- lirfa, gulrótarmaðkur. Gætið vel að, þegar þið takið upp gulrætur og . ef þær reynast ormsmognar er mjög óráðlegt að rækta aftur gulrætur í sama garði eða í grennd. Betra er að leggja garðinn niður eða rækta þar eitthvað annað en gulrætur til að svelta ormana til útrýmingar, en það ætti enn að vera fært. Gulrót- armaðkurinn leggst aðeins á jurtir af sveipjurtaætt, en kál maðkurinn heldur sig að kross blómaættinni. Ingólfur Davíðsson. Hinn almenni kirkjufundur i. Einhvern tíma las ég blaðagrein, sem fjallaði um Hinn almenna kirkjufund, og var um það kvart- að, að lítil vitneskja væri gefin um fundi þessa, markmið þeirra og starfshætti, enda bar greinin vott um skort á þekkingu á þess- um efnum. Trúlega á það einnig við um marga aðra en áminnztan greinarhöfund, að þeir þekkja lítið til hinna almennu kirkju- funda. Eftirfarandi orð eru rituð til að bæta úr þeirri vanþekkingu og til að minna á Hinn almenna kirkjufund, sem haldinn verður nú á hausti komanda, ef verða mætti að hann yrði betur sóttur af lærðum og leikum en verið hef- ur oft á undanfórnum árum. Það munu vera um 40 ár síðan byrjað var á fundum þessum. Upp haflega voru engar formlegar sam þykktir um tilhögun þeirra, en árið 1949 voru samþykktir „Frum- drættir að samþykktum fyrir hinn almenna kirkjufund". Þessum sam þykktum hefur eigi verið breytt síðan, en aðalatriði þeirra eru þessi: Hinn almenni kirkjufundur er frjáls og óháður samfundur presta og leikmanna innan hinnar evangelisk-lúthersku kirkju. Rétt ; til fundarsetu hafa allir, sem starfa i þjónustu kirkjunnar, biskup, guðfræðikennarar, prestar, sóknarnefndarmenn, safnaðarfull- trúar og tveir fulltrúar frá hverju kristilegu félagi innan kirkjunnar. Hafa þeir allir atkvæðisrétt, en allir meðlimir kirkjunnar hafa málfrelsi og tillögurétt. Almenn- an kirkjufund skal halda annað hvort ár. Tilgangur kirkjufundar er að efla og glæða trúarlíf og kristnihald með þjóðinni. Tilgangi sínum reynir alm. kirkjuf. að ná m. a. með sameiginlegri uppbygg- ingu í guðsorði, söng og bæn, evangeliskri fræðslu og umræðum um einstök mál, er varða kristni- hald á íslandi. Undirbúning og stjórn kirkjufunda annast nefnd sjö manna, sem kosin er til fjög- urra ára í senn. Þegar kirkjuþing tók til starfa árið 1958, var ákveð- ið, samkvæmt tillögu undirbúnings nefndar, að kirkjufundur skyldi haldinn það árið, sem kirkjuþing kemur ekki saman, en það er, þegar ártalið er oddatala. II. Það var góð réttarbót, er kirk) an fékk sitt þing, og það er spor í áttina til sjálfstæðis hinnar ís- lenzku kirkju. Þessari umbót var og fagnað og það svo, að til munu hafa verið þeir menn, sem töldu kirkjufundi nú ef til vill orðna óþarfa. Skal nú vikið að því nokkr um orðum, en tekið skal fram, að hér ræðir um eigin skoðanir und- irritaðs. Allt starf kirkjunnar, eins og þjóðlífsins, má greina í tvo aðalþætti, þótt þeir fléttist oft og víða saman. Þessir þættir eru stjórn og almennt, daglegt starf. Alþingi setur lög og reglur um alla stjórn og tilhögun þjóðmál- anna, en það gefur ekki reglur um hið hversdagslega starf. Það kennir ekki bóndanum, útgerðar- manninum, skipstjóranum eða iðnaðarmanninum, hvaða aðferð- ir þeir skuli hafa við starfsemi sína. Svipuðu máli gegnir um kirkjuþing. Það hefur fyrst og fremst afskipti af stiórn kirkju- mála, samþykkir áki. 'i um ýmis félagsmál kirkjunnai stjórn, fyr- irkomulag og framkvæmdir hinna ýmsu málaflokka, en það hefur ekki á, hendi hið kristilega og kirkjulega safnaðarstarf. Það gef- ur ekki prestum, æskulýðsleiðtog um og kristilegum félögum reglur og leiðbeiningar um, hvernig þau skuli starfa og það gefur ekki leið beiningar um, hvernig haga skuli að öðru leyti hinu áríðandi. en víða vanrækta, almenna leik- mannastarfi hinnar íslenzku kirkju. Þetta starf allt verða prest- arnir og söfnuðirnir sjálfir að inna af höndum. Þeir þurfa að ræða saman um, hvernig starfinu skuli hagað og bera saman ráð sín um, hvaða úrræði séu tiltæki- legust og gefi von um árangur. Hinir almennu kirkjufundir eru sameiginlegur vettvangur til um- ræðu og leiðbeiningar um öll þessi mál, þótt í smáu sé, og í aug um þess, er þetta ritar, hefur aldrei verið meiri þörf á áhuga og samstarfi uni bessi mál en ein- mitt nú. Enn er á pi.ð að líta, að eins og tíðkast ■ þjóðmálum getur kirkjufundur athugað gerðir kirkjuþings og rætt og gert álykt- anir um þau mál, sem hann vill koma á framfæri við kirkjuþiijg og Alþingi. Næsti almenni kirkjufundur verður haldinn í haust í sambandi við 150 ára afmæli Hins íslenzka biblíufélags, en þess verður minnzt hinn 15. október. Aðalmál kirkju- fundarins verður hjálp við gamla fólkið og verða framsögumenn þeir Gísli Sigurbjörnsson, for- stöðumaður elliheimilisins Grund og í Hveragerði, og prófessor Þór Framhaid á bls. 14 Á VÍÐÁVÁNGÍ Minnisstæð deila. í seinasta tölublaði Sjó. mannablaðsins Víkingur birt- ist grein eftir Örn Steinsson um lausn síldarskattsdeilunnar Þar segir svo. „Það eru sannkölluð gleðl- tíðindi, að einhver alvarlecasta deilan, síldveiðideilan, sem Iengi hefur risið með þjóð okk ar, skuli nú leyst eftir 6 daga stöðvun síldveiðiflotans. Vonaaidi verður þessi deila lengi minnisstæð og öruggt leiðarljós við að fara með gát í lagasetningu og fremur reyna að leysa vandamálin í sam- vinnu við þjóðfélagsborgarana. Eintn aðalhornsteinn lýð- veldisríkis er einmht sá, að borgararnir kjósa tíl þings á- kveðinn hóp manna, sem hafa að hlutverki að setja þegnun- um lög. Með nægiiegum þing manmafjölda mismunandi þjóð félagsstétta, á að vera tryggt að lögin séu réttlát og komí sem jafnast yfir fólkið í heild. Að vísu má segja, að íslenzka þingið megi vera betur skipað fleiri þjóðfélagsstéttum og jafnari tölu innan þeirra en nú er. Þetta satnnast því miður stutndum við sumar lagasetning ar, sem bera keim af vanþekk- ingu á málefnum, eða lögin endurspegla of sterk áhrif sumra þjóðfélagsstétta innan þingsins. Með þetta í huga er það þeim mun fráleitara, að fá- menn ríkisstjórn geri mikið af því að setja lög milli þinga. Með þessu er þó ekki sagt, að komizt verði algerlega hjá slíkri lagasetningu, en hættan er þá alltaf fyrir hendi, að ráð herrarnir verði fyrir stundar- áhrifum utanaðkomandi afla. Svo virðist því miður vera I setningu bráðabirgðalaganna frá 24. júní s.l., en þau komu mjög óvænt — samtökum sjó- manna algerlega að óvörum. Gg nú hafa gárungarnir í flimtingum, að einn valdamesti maður landsins í sjávarútvegs- málum, sé upphafsmaður bráða birgðalaganna. Er sagt, að liann hafi gengið svo fast eftir að fá lögin sam- þykkt, að lagafrumvarpið, sem tilbúið var fyrir nokkru, liafi verið sent sjávarútvegsmátaráð herra út til Danmerkur til at- hugunar, meðan ráðherrann var þar á ferð fyrir skömmu. Ef þessi orðrómur er sannur Iiggur beinast við, að sá maður fái sér nokkra hvíld frá störf um í stjórn síldarverksmiðj- anna og verðlagsráði, því að tjónið, sem lögin ollu, er til- finnanlegt“. Gunnar og Bjarni. Innan Sjálfstæðisflokksins er nú rekinn mjög sá áróður, að greiðsluhalli ríkissjóðs á síðastliðnu ári sé einkum Gunn ari Thoroddsen að kenna. Þótt Tíminn hafi enga sérstaka á- stæðu til að taka upp hanzk- ann fyrir Gunnar, þykir rétt að benda á, að það er fjarri lagi að sakfella Gunnar einan. Greiðsluhallinn stafar fyrst og fremst af ýmsum ákvörðunum er ríkisstjórnin tók sem heild, t.d. stórauknar niðurgreiðslur, og af umfram útgjöldum hjá öðrum ráðuneytum en fjár- málaráðuneytinu. Síðan sá háttur var tekinn upp 1959, að forsætisráðherramn hefði Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.