Tíminn - 29.07.1965, Side 8

Tíminn - 29.07.1965, Side 8
8 $ FIMMTUDAGUR 29. júlí 1965 TÍMSNN Nú í mánuðinum er Þess minnzt á ýmsan hátt að eitt hundrað ár eru líðin síðan tind urinn Matterhorn í Alpafjöllum var fyrst klifinn, en hann hafði þá árum saman verið keppi- kefli fjallklifurmanna frá ýms um löndum, ekki ólíkt keppni heimskautafara hálfri öid síðar um að verða fyrstur að komast á pólinn eða loks fullhuganna, sem um míðja þessa öld freist uðu þess að klífa hæsta tind heims, Mount Everest í Himal- aya-fjöllum. Þeir eru alls orðnir nokkuð margir, sem komizt hafa upp á Hattenhorn á Þessum hundrað árum, að meðaltali freista þess um sextíu manns á sumri hverju seinni árin, en hitt er nærri því eins árlegt, að ekki skili sér allir heilu og höldnu til toaka. Nú um miðjan mánuð inn lögðu allmargir á brattann í minningu um sigurinn fyrir hundrað árum, þ. á. m. kona, og var hún sú fimmta, sem klífur tindinn að norðan. En einna belzt varð það til tlðinda við þessa afmælísfjallgöngu á Matterhorn, að einn í hópnum var blindur Hollendingur, sem var að hressa upp á eftirlætis- íþrótt sína, því hann var áður fyrr Þaulvanur fjallgöngumað- ur. Ekki verður greint nánar frá því að sinni, en hér fer á eftir frásögn af fyrstu göngunni á tindínn fyrir hundrað árum og hörmulegum örlögum nokk urra þátttakenda tæpri klukku stund eftir að sigurinn var unninn. Það var 13. júlí 1865 að séra Charles Hudson, aðstoðarprest- ur frá Skillington í Englandi, var að leggja upp í þessa frægð arför á Mattérhorn ásamt Ed- ward Whymper vatnslitamálara og myndskera. Hann sendi kollega sínum, vini og fjall- göngufélaga, séra Josep M'Cor mick, bréf, stutt og laggott: „Kæri M‘C. Við og Whymper erum nú komnir á fremsta hlunn að gera atrennu að Matt erhorn. Þú getur fengið fréttir af hreyfingum okkar frá hús Matterhorn, Alpafjalltindurinn á landamærum Sviss og Ítalíu, 4505 metra hár, fyrst klifinn í júlí 1865 eftir tilraunir ár eftir ár, fyrir réttum hundrað árum. Loks tókst það norðan megin frá, sem þessi mynd er tekin, upp eftir Hörnii-hryggnum fyrir miðri mynd. Nú orðið klífa margir árlega tindinn þessa leiðina. bóndanum í Monte Rosa Hóteli. Þú getur líka komið á eftir okkur, ef þig lystir. Við búumst við að sofa úri í nótt, því við leggjum í hann á morgun. Máske sofum við úti aðra nótt, en líklega ekki. Ætið sæll og blessaður. Þinn einlægur C. Hudson." Þessar blýantslínur þykja lýsa vel hinu rólega hrifnæmi, sem einkenndi slíka karla á Viktoríutímabilínu, prestana, fræði- og vísindamennina, sem uppgötvuðu fjallgöngusportið. En ekki voru allir þeir félagar sama sinnis. Það var af hálf gerðri slysni og skyndíráðstöf un, að þeir slógust í för sam- an, en ekki af sams konar lífs reynslu, hæfileikum eða tungu. Edward Whymper var reynd ar búinn að kasta eign sinni á Matterhorn og þó alls ekki í eins miklu hugarfarsjafnvægí og séra Hudson þegar hann kom til Zermatt 12. júlí. Hann var áður búinn að vera í Brauil, Ítalíu megin við fjallið, trúði því statt og stöðugt, að nú er hann gerði áttundu tilraunina að klífa tindinn, fengi hann til fylgdar Þann leiðsögumann, sem hann nefndi „bezta kletta klifurfugl sem ég hef séð“, Jean Antoine Carrel. En Carrel lágði af stað án þess að minn- ast á það við Whymper og hafði með sér fimm aðra beztu leiðsögumennina í dalnum, en það voru nokkrir Ítalír, sem stofnuðu til þeirrar farar og báru ábyrgðina. Allt í einu hljóp Whymper kapp í kinn. Þetta var eins og oiía á metnaðareld hans. Það lá í augum uppi, að þessi ítalska tilraun hlaut að vera sprottin af þjóðarstolti. Quint- íno Sella, þá einn af kunnustu stjórnmálamönnum ítala, hvatti leiðangurinn, svo ekki var um að villast, að þetta var sam- særi gegn Whymper. Felice Giodano jarðfræðingur, >sem var leiðangursráðgjafi ítalanna, skrifaði til Sella 11. júlí: „Eg er í stökustu vandræð- um, og er ýmist um að kenna veðrinu, f járútlátum eða Whym per. Allt hef ég reynt til að halda áformum okkar leyndum. en þessi náungi, sem virðist eiga allan sinn heiður, líf og limi, undir Matterhorn, er hér með nefið ofan í hvers manns koppi, snuðrandi um hvert okkar fótmál. Eg er búinn að taka frá honum alla þá menn, sem nokkuð kunna fyrir sér, og samt er hann með allan hugann við þetta fjall, svo alveg eins trúlegt er að hann leggi af stað upp með einhverja aðra og setji allt á annan endann." Whymper, sá sterki, stifi og einmanalegi maður, stakk líka niður penna um Þetta, þó með uppgei'ðri en lítt trúlegri ró: „Þetta var svívirðilegt bragð. Eg dró mig í hlé inn í hótelherbergið mitt, kveikti í pípunni og tók að endursemja áætlanír mínar . .“ Og þar sem hann reykti pípu sína og hafði miklar áhyggjur, komu tveir ungir menn inn í þorp- ið, Francis Douglas lávarður, 18 ára, yngri bróðir markgreif ans af Queensberry. var létt ur á fæti á öðru fjallgönguferða lagi sínu i Alpafjöllunum, en í fylgd með honum Joseph Taugwalder, sonur „gamla“ Peter Taugwalder leíðsögu- manns í Zermatt. Fjórum ár- um áður, þegar Whymper og Carrel höfðu enn ekki hitzt, hafði Peter gamli boðizt til að fylgja Whymper og reyna við Matterhorn, en hann setti upp 200 franka, sem Whymper þótti of mikið (og það er jafnvel hærra en leiðsögumenn setja upp nú á dögum). Daginn eftír fóru Whymper og Douglas yfir Theodule-skarð ið á leið til Zermatt með Jos FYRRI HLUTI eph sem burðarmann. Whymp er hryllti enn við þá tilhugsun að ítalir yrðu honum fyrri til að komast á tindinn og eín sagan hermir meira að segja. að „hann gréti af gremju FJALL- GANGA FYI ilR ÍOC ) ÁRI JM og kvíða, þegar hann lagði af stað í þessa ferð.“ Hann ákvað að biðja Peter gamla Taugwald er að klífa tindinn með sér. Douglas kvaðst fús tíl að slást í för með þeim, hafði ver ið í fjallgöngum með Taug- walder þetta sumar, og Whym- per féllst á það. í Zermatt varð Taugwalder við beiðni Whympers og kvaðst ætla að finna annan leiðsögu mann. En í Zermatt varð enn eitt til að koma Whymper á óvart. Þar sá hann sitjandi úti fyrri Monte Rosa hótelinu Michael Croz, leiðsögumanninn frá Chamonix, sem hann virtí og bar mest traust til allra fjallamanna. Og hann var ráð inn hjá séra Charles Hudson. í fylgd með prestinum var og ráðinn Douglas Hadow, 19 ára nýsloppinn út úr Harrow og í fyrsta sinn í Alpafjöllum. Hud son, Hadow og Croz voru líka að búa sig undir að klífa Matter horn. Whymper stakk upp á að Þeir sameinuðust þar eð ,,það væri óæskilegt að tveir óháðir hóp- ar væru á fjallinu samtímis með sama markmið“, eins og hann komst að orði, Og úr varð að þeir rugluðu saman reitum sínum, úr varð sjö manna fjalla klifurhópur, sem tryggt hefur sér sæti í sögunni, þótt sundur leitur væri innbyrðis og hver gáleysislega hættulegur hver öðrum: Whymper 25 ára, ríg- bundinn við eitt einasta tak mark og sífellt ásóttur af svikum. Hudson 36 ára gáfaður fjallgöngumaður, sem gekk á fjöll sér til gamans og til að þóknast Guði. Croz 35 ára ákaf lega snar og sterkur fjallgöngu maður. Peter ,,gamli“ Taug- walder 45 ára atvinnuleíðsögu maður, sem Whymper kallaði „þolmikinn kjarnakari". Hadow köttur liðugur íþróttamaður en allsendis óvanur snjó. Douglas yngstur, lítt reyndur en ótví- rætt efni í góðan fjallgöngu mann. Peter „ungi“ Taugwald er, rösklega tvítugur, annar son ur leiðsögumannsins, hafði aðal lega verið burðarmaður á fjöll um en var smám saman að læra að klífa fjöll. , Whymper var nokkuð til efs um Hadow. Hudson sagði að hann hefði komizt óvenjulega fljótt á tindinn á Mont Blanc og áleit hann „nógu góðan til að fara með okkur. Og skoðun Hudsons bar að virða, því hann var talinn færasti fjallklifur- maður í hópi áhugamanna á þeim tímum. „Hadow var tek inn með athugasemdalaust" skrífaði Whymper Hópurinn lagði af stað og gengu tveir og tveir saman, voru fyrst átta þar eð Peter

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.