Morgunblaðið - 29.10.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 37
•kki að þér nein verkefni á
meöan?
já 83% nei 17%
Æskilegt er auövitað að taka sér
frí annað slagið, þó þaö sé kannski
ekki lífsnauösynlegt. Sumir þeirra
sem spuröir voru töldu reyndar að
áhugamélin sem þeir stunduöu í
fríum sinum væru oft meiri vinna
en leikur!
22. Tekurðu fjölvítamíntöflur
daglega?
já 14% nei 86%
í flestum tilfellum er engin þörf
fyrir sérstakar vítamíninntökur ef
mataræðiö er nægilega fjölbreytt
og næringarríkt.
23. Verslar þú stundum í verslun-
um sem versla eingöngu með
svokallaö heilsufæöi?
já 25% nei 75%
Mörg heilsufæöan er seld dýrt
miöaö viö næringarinnihald, en
þetta á sérstaklega viö um Banda-
ríkin. Hinu er þó ekki aö leyna aö
slík kaup stuöla oft aö andlegri
vellíöan.
24. Tekuröu inn c-vítamín til að
koma í veg fyrir kvef?
já 14% nei 86%
Fáir viröast líta svo á aö c-víta-
mín komi aö gagni, eöa þeim finnst
ef til vill meiri fyrirhöfn aö taka inn
töflu á dag, en aö hnerra og hósta
í nokkra daga.
25. Tekurðu inn hægðalyf eða
eitthvað þessháttar ef þú hef-
ur ekki haft hægðir í tvo
daga?
já 3% nei 97%
Hægöavenjur manna eru mis-
jafnar og fáir þeirra sem svara
viröast hafa trú á meöulum til aö
hægðirnar veröi „reglulegar".
Þórskabarett hefur enn á ný verið sattur
A svið í veitingahúsinu Þórscafó og er
fyrsta kabarettkvöldið i kvöid, föstu-
dagskvöld. Þetta er fjðrði veturinn sem
Þórscaté býður gestum sínum upp á létta
skemmtídagskrá yfir vetrarmánuðina, en
kabarettinn er að þessu sinni með tals-
vert breyttu formi frá þvi sem verið hefur
undanfarin ár, bteði hvað varðar efnistök
og uppsetningu. Sýningar verða nú á
föstudags-, laugardags- og sunnudags-
kvöldum og er sérstök skemmtidagskrá
fyrir hvert kvöld.
Þeir skemmtikraftar sem koma fram í
kabarettnum eru Jörundur Guömundsson,
Þórhallur Sigurösson og Júlíus Brjánsson,
sem skipaö hafa „Kabaretttríóið" undanfar-
in ár, en auk þess hefur þeim bæst góöur
liösauki þar sem Saga Jónsdóttir leikkona
er. Dansatriöum er nú sleppt og að sögn
aöstandenda kabarettsins byggjast
skemmtanirnar nú upp á „stanslausum
farsa í rúma klukkustund meö snöggum
skiptingum á milli atriöa." Tónlistarflutning
i kabarettnum annast hljómsveit hússins,
Dansbandiö, ásamt Þorleifi Gíslasyni saxó-
fónleikara og Árna Scheving, en hann er
höfundur tónlistar og annast hljómsveitar-
stjórn í kabarettnum.
Gert er ráö fyrir aö matargestir í Þórs-
café sitji fyrir meö boröapantanir á þessi
skemmtikvöld, en kabarettinn hefst um
klukkan 22.00 og lýkur um klukkan 23.00.
Aö loknum kabarettnum veröur stiginn
dans fram eftir nóttu við undirleik Dans-
bandsins og söngkonunnar Önnu Vilhjálms,
en hljómsveitln hefur veriö fastráöin i
Þórscafé í vetur.
Kínverjar losa
nú rúmlega
milljard
Peking, 27. október. AP.
ÞRIDJA formlega manntali Kínverja
•r nú nýlokið og kom ekki á óvart að
þar fer fjölmennasta þjóð jarðarinn-
ar. Samkvæmt niðurstöðum taln-
ingarinnar voru Kínverjar í gær
1.008.175.288 talsins, eða rúmlega
milljarður.
Síöast efndu Kínverjar til manntals
árið 1964 og hefur þeim fjölgaö um
313.593.529 siöan. Samkvæmt tölum
þessum hefur Kínverjum fjölgaö um
2,1 prósent á ári.
Erlendir mannfjölgunarsérfræðingar
hafa gefiö i skyn aö þeir séu ekkert
undrandi, tölurnar sýni aö Kínverjar
séu að vísu 5 milljónum fleiri en reikn-
að var meö, en þegar svona tölur sóu
annars vegar þyki 5 milljónir til eöa frá
ekkert tiltökumál. Einn sérfræðingur
lét hafa eftir sér aö tölurnar bentu til
þess aö Kínverjum heföi orðið vel á-
gengt í aö hægja á fólksfjölguninni og
mun betur en flestum þróunarlöndun-
um.
Inn i tölur þessar tóku Kínverjar ekki
aöeins ibúa meginlandsins, heldur
einnig ibúa Taiwan, Hong Kong,
Quemoy- og Matsu-eyja og Macao, en
Pekir g-stjórnin gerir tilkall til þessara
eyja. Alls búa þar 23.707.223 manns.
Alls reyndust konur vera 48,5% af
mannhafinu, karlmenn 51,5%.
Sjálfstætt I6I
les Þjóðviljann
Enda óþarf i að aðrir segi þér hvernig við erum. Best er að
kynnast hlutunum af eigin raun. Eins og sá heppni í
ASKRIFENDAGETRAUN OKTÓBERMÁNAÐAR.
Hann getur bráðlega stuðst við eigin reynslu hvað Holland
varðar því vinningurinn er ferð til Amsterdam með Arnarflugi.
Spurningaseðlarnir birtust í síðustu sunnudagsblöðum og
lokaseðillinn kernur á morgun. Það er því ekki of seint að vera
með. Jafnvel til Amsterdam.
ÐJÓDDU ÞJÓÐVILJANUM í BÆINN
DJÚDVIUINN
OM/SSAND/ / UMRÆÐUNN/
Áskriftarsimi 81333
ÆriNGASTOÐIN
ENGIHJALLA 8 * «46900
Burt með slenið!
Þreytuna og aukakílóin!
Taktu af skarið og gerðu líkamsrækt
að þinni tómstundaiðju núna strax!
15 daga æfinganámskeið fyrir byrjendur eru að hefjast.
Fjölbreyttar æfingar undir stjórn þjálfara - og um leið getur
þú kynnst notkun og möguleikum nýjustu líkamsræktartækja
Fyrstu námskeiðin byrja mánudaginn 1. nóv. kl. 9 og 10, 14, 15 og 16
ALMENNIR TÍMAR ALLA VIRKA DAGA KL. 8 - 22 Á KVÖLDIN
NÝTTU ÞÉR NÝJUSTU TÆKNI í LÍKAMSRÆKT SEM
HEFUR FARIÐ SIGURFÖR UM ALLAN HEIM!
INNRITUN
ER
HAFIN
ISÍMA 46900
Nuddtímar allan daginn - Einnig kvöld-
tímar - Tímapantanir í síma 46900