Morgunblaðið - 29.10.1982, Side 7

Morgunblaðið - 29.10.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 39 Föt fyrir stórvaxid fólk Meðalhæö manna á Veatur- löndum heur hækkaö mikiö frá þeim tíma að gerðir voru staðl- ar um stærðir tilbúins fatnaðar. í blaðinu „King Size News” er sagt frá því, aö áttunda hver kona eigi í erfiöleikum meö aö fá á sig tilbúinn fatnaö, en þaö eru konur sem eru yfir 1,80 á hæö. Sömu sögu er aö segja af karl- mönnum, sem eru yfir 1,90 á hæö, þeir eiga viö sama vanda- mál aö stríöa. Þarna er því á ferðinni enn einn hópurinn meö sérþarfir, og reynt er aö hafa áhrif í þá átt aö fatastæröar- staöallinn veröi tekinn til endur- skoðunar, enda víst veriö svo til óbreyttur lengi. Þaö gefur auga leiö, aö ekki er þægilegt fyrir stórt og þrekið fólk aö troöa sér í alltof litlar flíkur og reyndar ill mögulegt. Erlendis eru víöa verslanir, sem selja fatnaö fyrir mjög hávaxiö fólk, einrig fyrir þá þrekvöxnu, en ekki er vitað til aö slíkar sérverslanir séu hér hjá okkur, en veitti sjálfsagt ekki af. Það er óskemmti legt aö fá ekki nógu stór tilbúin föt. meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er22480 Skúffa fyrir saumadótid Ef til vill hafa margir haft þá fyrirhyggju, þegar heimiliö var innréttaö, aö hafa horn þar sem hægt er aö láta saumavélina standa til taks. Þaö er einhvern veginn svo mikil fyrirhöfn aö draga vélina upp úr kassa og koma henni fyrir, ef gera þarf viö eitthvaö smáræöi, segjum t.d. sauma eina litla saumsprettu. Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir En auðvitað er ekki alls staðar hægt að koma slíku saumahorni við, né aö hafa heilan skáp undir allt þaö, sem viðvíkur saumum. Á myndinni, sem hér birtist með, er sauma- vélin sett á gamalt borð, þegar þarf aö nota hana. En í skúffu undir borðinu er búið að útbúa góða geymslu undir tvinnakefli, tölur, málband o.fl. með þeim hætti að ofan í skúff- una eru settar smáhillur, sem áður voru uppi á vegg í barnaherbergi með smá- dóti á. Hillurnar hafa nú fengið nýtt hlutverk. Að sjálfsögöu geta þeir hand- lögnu sett svona skilrúm í skúffu og þurfa ekki að notast við tilbúna hillu, hugmyndin er ætluð þeim, sem ekki hafa smið á heimilinu. Það er hægt að fá bflaleigubfl í London í 3 daga jfyiir 1300 kafl. Helgarfargjaldið er aðeins 4.405 kr! MARGIR HALDA AÐ BÍLALEIGU- BÍLAR SÉU SVO DÝRIR að bað sé venjulegum ferðamanni ómögulegt að nota þá í Bretlandi. Þetta er mikill misskilningur. FORD FIESTA ágætis 4ra manna bíll kostar aðeins um 1.300 krónur í 3 daga, og þó er innifalinn ótak- markaður akstur, VAT-skatturinn og tryggingarnar. Ef 4 eru um bílinn kostar hann aðeins um 110 krónur á mann á dag. VOLVO 345 vandaður 5 manna bíll, er annað dæmi. Hann fæst fyrir um 2000 krónur í 3 daga með sömu skilmálum en það gerir rúmar 130 krónur á mann á dag ef 5 eru saman um bílinn. HELGARFARGJÓLD FLUGLEIÐA 3 til áfangastaða í Evrópu gefa fólki ótakmarkaða möguleika til ódýrra skemmtiferða í skammdeginu og ferðaskrifstofurnar aðstoða við út- vegun hótelgistingar og annars sem til barf. HÓTELIN eru líka ódýr í London t.d. kostar 5 nátta helgarferð með gistingu á Hotel Y, rétt við verslanirnar í Oxfordstræti að- eins 5.840 krónur og 3ja nátta ferð þar sem gist er á úrvals- hótelinu London Penta aðeins 5.581 krónu. JA HELGARFARGJÖLDIN til London, Osló, Stokkhólms, Kaupmannahafnar, Luxemborgar og Glasgow gefa ýmsa mögu- löika KANNAÐU MÁLIÐ FYRIR NÆSTU HELGI. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.