Morgunblaðið - 31.10.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 JWínripii Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö. Álmálið og iðnaðarráðherra Enn var það staðfest í um- ræðum á Alþingi sl. fimmtudaíí um þingsályktun- artillöfíu sjálfstæðismanna, þar sem lafít er til að Alþingi kjósi nefnd til viðræðna við Alu- suisse, að Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra, hef- ur hindrað eðlilejr samskipti við hina svissnesku ei«endur ál- versins í Straumsvík og þar með fjenfíið þvert á hafísmuni íslend- infía. Enfíum þarf að koma á óvart, að Hjörleifur Guttorms- son hafi haldið einkennilefía á álmálinu. Flokkur hans, Al- þýðubandalafíið, vill álverið feifít eins of{ ráðherrann saffðist raunar sjálfur vilja í yfirlýs- infju á Alþinffi í byrjun desem- ber 1980. Það er borin von hjá ráðherranum og flokksbræðrum hans, að þeir fíeti myndað ein- hverja þjóðarsamstöðu um stefnu sína í álmálinu. í fyrsta laf{i byfífíist stefnan á annarleg- um forsendum og í öðru lagi er ógjörningur að sýna fram á að markmið stefnunnar sé í sam- ræmi við íslenska hagsmuni. í henni felst ekki heiðarleg varðstaða um íslenska hags- muni, leiðarljósið virðist vera það eitt að koma höggi á Alu- suisse. Hvað svo sem kommún- istar hamast tekst þeim aldrei að sanna, að það hafi verið ís- lendingum óhagkvæmt að gera samningana við Alusuisse 1966. Þessum samningi frá 1966 var breytt 1975 og eins og Birgir ís- leifur Gunnarsson, fyrsti flutn- ingsmaður tillögu sjálfstæð- ismanna, benti á í umræðum á Aiþingi á fimmtudaginn lá það fyrir þegar á árinu 1979, að for- sendur samningsins frá 1975 höfðu breyst, þar sem orkuverð í heiminum hafði þá enn hækk- að verulega. 1979 var Hjörleifur Guttormsson orðinn iðnaðar- ráðherra en hann lét hjá líða að hefja þá þegar endurskoðun samninganna við Alusuisse. Birgir Isleifur Gunnarsson rakti í ræðu sinni með vísan til dagsetninga og orðsendinga milli iðnaðarráðherra og Alu- suisse allt frá í desember 1980 hvaða axarsköft ráðherrann hefur gert í þessu máli. Þessum samskiptum lyktaði formlega hinn 6. maí 1982 og þann sama dag lét iðnaðarráðherra undir höfuð leggjast að skýra Alþingi frá hinu lága 9,5 mills tilboði sínu en gaf hins vegar til kynna, að hann hefði krafist þess að raforkuverð til álversins hækk- aði úr 6,45 mills í 15 til 20 mills. Birgir Isleifur Gunnarsson sagði réttilega að iðnaðarráð- herra hefði verið í „stöðugum bófahasar" við Alusuisse síðan í desember 1980 út af súráli og skattamálum en ráðherrann hefði „týnt aðalatriðinu, sem er hærra rafmagnsverð og endur- skoðun samninga að öðru leyti". „Bófahasar" iðnaðarráðherra kann að lykta með því, að hugs- anlega eigi íslenska ríkið 1,8 milljónir dollara hjá álverinu. Hins vegar hefur Alusuisse uppi lögfræðilegan ágreining vegna skattauppgjörsins, þann- ig enginn veit, hvort öll kurl eru komin til grafar í því máli. En Birgir ísleifur Gunnarsson benti á það, hvernig fjárhagsleg samskipti við Alusuisse myndu líta út, ef rafmagnsverð hefði verið hækkað í 12,5 mills á ár- inu 1981. Það hefði á einu ári leitt til hærri tekna af raf- magnssölu, sem nemur 7,2 milljónum dollara. Er sú upp- hæð mun hærri en nemur þeim kröfum sem iðnaðarráðherra hefur uppi. Samhliða samning- um um nýtt raforkuverð hefði að sjálfsögðu farið fram sú endurskoðun á skattamálum sem ráðgjafalið iðnaðarráð- herra hefur setið yfir samhliða því sem hann hefur komið í veg fyrir samninga um hækkað raf- orkuverð. Það er skylda ís- lenskra stjórnvalda að sinna slíkri endurskoðun á ári hverju Lýðræðissinnum hefur verið mikið fagnaðarefni að fylgjast með þróuninni á Spáni síðan tekið var til við að vinda ofan af einræði Francos. Þing- kosningarnar á fimmtudaginn festa lýðræðislega stjórnar- hætti enn í sessi. Afdráttarlaus sigur Sósíalistaflokksins undir forystu Felipe Gonzalez á að tryggja Spánverjum samhenta stjórn. Sundurlaus hópur mið- flokkamanna sem stjórnað hef- ur síðan 1979 splundraðist og nú ríkir tveggja flokka kerfi á Spáni, því að samhliða því sem sósíalistar hlutu meirihluta í spænska þir.ginu, Cortes, mynd- aðist öflugur hægri sinnaður stjórnarandstöðuflokkur undir forystu Manuel Farga. Tiltölu- lega mikil þátttaka Spánverja í kosningunum sýnir jafnframt, að þjóðin hefur trú á hinu lýð- ræðislega stjórnkerfi og hafnar valdabrölti óprúttinna herfor- ingja. Þróunin á Spáni er í hróplegri andstöðu við allt það sem hefur verið að gerast í ein- ræðislöndum kommúnismans og þurfa menn ekki annað en líta til Póllands til að átta sig á því. og til þess hafa þau allan rétt samkvæmt samningnum frá 1966. I tillögu þeirri sem sjálfstæð- ismenn hafa lagt fram á Al- þingi er lagt til að forræði ál- málsins verði tekið úr höndum Hjörleifs Guttormssonar. Þessi tillaga er rökrétt afleiðing af því hve óhönduglega ráðherr- ann hefur farið með málið. Samhliða lýðræðisþróuninni hefur þátttaka Spánverja í al- þjóðlegu samstarfi aukist. Á þessu ári varð Spánn sextánda aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins. Eðlilegt er að það taki sinn tíma fyrir Spánverja eins og aðrar þjóðir að fóta sig í nýju hlutverki á alþjóðavettvangi en virðing þeirra fyrir lýðræðinu gefur góðar vonir um að þeir muni verða virkir þátttakendur í varnarsamstarfi lýðræðisþjóð- anna. Þróunin í stjórnmálum Evr- ópu hefur verið mjög athyglis- verð á undanförnum misserum. í norðurhluta álfunnar hafa hægri flokkar komist til auk- inna áhrifa — Bretlandi, ír- landi, Belgíu, Hollandi, Vestur- Þýskalandi, Danmörku og Nor- egi. Jafnaðarmenn sækja hins vegar í sig veðrið í Suður- Evrópu — Frakklandi, Grikk- landi og Spáni. Á þessu er engin einföld skýring, en athyglisvert er, að Felipe Gonzales lét þau boð út ganga að hann væri hægra megin við Frnacois Mitt- errand í Frakklandi svo að ekki sé minnst á Olof Palme í Sví- þjóð. Sigur lýðræðisins á Spáni | Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦ Laugardagur 30. október♦♦♦♦♦♦♦♦’< Nóbelsverd- laun og fangelsi Gabriel Garcia Marquez var vel að bókmenntaverðlaunum Nóbels kominn og Guðbergur Bergsson á þakkir skildar fyrir að hafa kynnt þennan rithöfund hér á landi með þýðingum sínum. í umsögnum sænskra blaða um veitingu verð- launanna kom fram, að nokkrar deilur hefðu orðið um valið í nefndinni, sem ráðstafar þessum hluta af sjóði Alfred Nóbels. Auk sigurvegarans hefðu Octavio Paz, skáld frá Mexíkó, Marguerite Yourcenar, fyrsta konan í frönsku akademíunni, og Nadine Gordim- er, rithöfundur frá Suður-Afríku, komið sterklega til álita. Dagens Nyheter skýrði frá því að heims- kunnir höfundar, sem oft hafa verið nefndir í sambandi við Nób- elsverðlaunin, Graham Greene, Norman Mailer og Alberto Mora- viao komi alls ekki til álita vegna andúðar einstaklinga í verðlauna- nefndinni á þeim. í útvarpsviðtali taldi Guðbergur Bergsson það ekki rétt að Marquez gæti ekki búið í heimalandi sínu, Kólombíu, hann hefði kosið að búa annars staðar eins og algengt væri um rithöfunda sem hefðu auðgast mjög á ritstörfum. Komst Guð- bergur svo að orði, að Marquez væri í hópi þeirra, sem ættu helst „heima í þotum“ — væru alltaf á þeytingi úr einum stað í annan. Að sögn The Times í London sagði Marquez í útvarpsviðtali, að hann ætlaði að nota verðlaunin til að stofna dagblað í Kólombíu á næsta ári þegar hann sneri aftur tii heimalands síns. 1 Þjóðviljanum var á dögunum birtur útdráttur úr viðtali við Marquez. Þar kemur fram, að hann hafi sérstakan áhuga á að berjast fyrir frelsi pólitískra fanga og hafi meðal annars gengið árangurslaust á fund páfans í Róm og Spánarkonungs til að tala máli slikra fanga. Jafnframt kem- ur fram, að Marquez sé einkavinur Fídel Castró á Kúbu og harðneiti því, að Kúba sé leppríki Kreml- verja, sem þó dæla nokkrum millj- ónum dollara á degi hverjum inn í kúbanskt þjóðlíf til að forða ein- ræðisríkinu frá hruni. Nokkrum dögum eftir að Garcia Marquez fékk Nóbelsverðlaunin var kúbönsku Ijóðskáldi, Armando Valladeres, sleppt úr fangelsi á Kúbu eftir að hafa setið inni í 22 ár án þess að bornar væru á hann nokkrar sakir. Hvergi kom fram, að það væri nýi Nóbelshafinn sem stuðlaði að frelsi hans, það var Francois Mitterrand, Frakklands- forseti, sem beitti sér í málinu. Uppgjöf komm- únismans „Ég er framar öðru kristinn. Það er í rauninni ástæðan fyrir þvr, að ég er andvígur kommún- isma,“ sagði Armando Valladeres eftir að hann var laus úr prísund- inni og bætti við: „Það var trú mín, sem gaf mér styrk til þess að þola 22 ára fangelsisvist." Kristin trú og frelsi til orðs og æðis, frum- kvæði í menningu, sjálfstæð listsköpun og listræn ádeila á við- teknar skoðanir eru eitur í beinum Kremlverja. Menntamönnum á Vesturlöndum er þetta ljóst, enda lætur ekkert stórskáld, enginn stórbrotinn andans maður Kreml- verja lengur hafa sig að leiksoppi. Það er þó dæmigert fyrir þá sem enn hafa einhvers konar barnatrú á gildi kommúnismans, að Garcia Marquez skuli lýsa því yfir um leið og hann vottar kúbanska einræð- isherranum virðingu sína, að hann fordæmi þátt Kremlverja í blóð- baðinu í Ungverjalandi, innrás Varsjárbandalagslanda í Tékkó- slóvakíu og herlögin í Póllandi. Því hefur verið spáð, að ekki líði á löngu þar til Kúbu verði einnig kastað fyrir róða í slíku tvískinn- ungstali, enda standa Kúbumenp að blóðbaði hvar sem Kremlverjar óska, og þá sé ekkert „óflekkað" kommúnistaland eftir nema Alb- anía. Til Albaníu muni kommún- istar á Vesturlöndum að lokum skírskota þegar þeir tala um þús- und ára ríkið! En áróðursmeistarar Kreml- verja eru iðnir við að koma ár sinni fyrir borð. Og þeir ættu að huga að orðum Valladeres „ég er framar öðru kristinn", sem telja sér sæma að ganga fram í skjóli kirkjunnar á Vesturlöndum og krefjast aðgæslu- og andvaraleys- is í vörnum Vesturlanda gegn herveldinu í austri — uppgjöf kommúnismans er því miður ekki algjör, því að í hernaði eru Kremlverjar að ná langþráðum yf- irburðum á öllum sviðum. Á meðan katólska kirkjan starf- ar enn í Póllandi má segja, að þar sé enn von. Hins vegar var Danuta Walesa, eiginkona Lech Walesa, verkalýðshetjunnar pólsku, von- dauf þegar hún heyrði, að maður sinn hefði ekki fengið friðarverð- laun Nóbels. Hún taldi að heimur- inn væri að gleyma hörmulegum örlögum Pólverja. Víst hefði Wal- esa verið betur að friðarverðlaun- unum kominn en þau sem fyrir valinu urðu. Vidskiptin vid Sovétríkin. Frá því var skýrt í vikunni, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.