Morgunblaðið - 31.10.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.10.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 41 litsferðir eftir lokun og um helgar óbeðinn. Hörður giftist eftirlifandi konu sinni, Guðmundu Guðmundsdótt- ur, 1. maí 1937. Þau eignuðust eina dóttur, Áshildi, sem nú er 43 ára gömul. Líf þeirra hjóna hefur gengið sinn vanagang þótt dóttir þeirra sé þroskaheft, en þau kusu alla tíð að hafa hana heima, þótt erfitt væri. Vegna dótturinnar voru hans áhugamál m.a. Styrktarfélag vangefinna, enda var hann þar í stjórn í fjölda ára. Psoriasis þjáði Hörð allt frá því árið 1939, en seinna kom hjarta- bilun eða kransæðastífla. Hann hafði mikinn áhuga fyrir bættu heilsufari psoriasis-sjúklinga og var því frumkvöðull að stofnun fé- lagsskapar eða Samtaka psoriasis- og exem-sjúklinga. Hann fékk son minn, Ásgeir, til að taka að sér formennsku og mun þetta félag hafa bætt ýmislegt fyrir psorias- is-sjúklinga. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég þakka fyrir allt það sem Hörður hefur fyrir okkur gert. Ég bið góðan Guð að halda verndarhendi yfir Mummu mág- konu og Áshildi dóttur þeirra. Gunnar Ásgeirsson Okkur setur hljóð, þegar okkur er sagt að náinn ættingi eða vinur sé fallinn frá. Þannig var það með Hörð frænda minn, jafnvel þó kallið gæti komið hvenær sem væri. Okkur fannst öllum að hans væri svo mikil þörf hér meðal okkar og hlutverki hans væri langt frá því að vera lokið. Hörður frændi var föðurbróðir minn, og man ég svo vel sem barn, að það var ávallt mikið tilhlökk- unarefni, ef Hörður var væntan- legur í bæinn. Hann var ávallt kátur, sterkur og mikil barnagæla. Við bárum alltaf alveg sérstaka virðingu fyrir honum og okkur þótti ákaflega vænt um hann, því hann talaði mikið við okkur. Börn okkar hjóna hafa notið þess í seinni tíð, þar sem hann fann ávallt tíma til þess að tala við þau. Sonur minn sem nú er 14 ára minnist þess oft, að hans fyrsta launaða vinna hafi verið hjá Herði frænda, er hann fékk það hlutverk að stimpla blöð „frammi hjá Herði" eins og við orðuðum það daglega. Hörður átti alveg sérlega gott með að fá ungt fólk til að vinna fyrir sig. Andlit drengsins ljómaði allt þegar hann kom fram í búð til mín, og sýndi mér krón- urnar sem hann hafði fengið, en mest þótti honum um vert, að Hörður hafði hælt honum og sýnt honum hlýhug. Þetta, hlýja og hól, er lykillinn að gleðinni og það vissi Hörður vel. Ég átti því láni að fagna að starfa með Herði og Guðmundu konu hans í nær 15 ár hjá Gunnari Ásgeirssyni hf. Það þótti mér eft- irtektarvert öll þessi ár, að Hörð- ur var ávallt fyrstur að spyrja hvernig gengi, ef eitthvað var ekki í lagi, og gaf sér tíma til að ræða og ráðleggja. Ég og fjölskylda mín viljum þakka Herði allt gamalt og gott. Hann kenndi okkur margt, þá sér- staklega að meta lífið eins og það kemur fyrir, þrátt fyrir ýmsa hnökra hér og þar. Við sendum Mummu og Áshildi okkar innilegustu ^samúðarkveðj- ur. Þórhildur Gunnarsdóttir Kveðja frá starfsmönnum og nemendum Lækjaráss Okkur langar að þakka vini okkar Herði Ásgeirssyni sam- fylgdina sem var alltof stutt. Þakka alla hlýjuna og hvað hann var óspar á hvatningarorðin. Öll samtölin, bæði þau gamansömu og alvarlegu. Eftir þau vorum við oftast fróðari en ella um öll hugs- anleg málefni. Nemendurnir sakna þess manns sem alltaf var reiðubúinn að tala við þau þótt okkur þessum „heil- brigðu" hefði ekki þótt umræðu- efnið merkilegt. Eins var alltaf tími fyrir klapp á herðarnar á þeim sem ekki hafa mál, og fylgdu þá venjulega nokkur hlý orð í leið- inni, þó ekki væri neins svars að vænta. Fyrir þetta og allt annað þökkum við. Elsku Mumma og Ása, við send- um ykkur okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, því ykkar er missir- inn mestur. A.A. Kveðja frá Samtökum psori- asis- og exemsjúklingum Þótt fregnin um andlát Harðar Ásgeirssonar kæmi okkur félögum hans í Samtökum psoriasis- og ex- emsjúklinga eins og þruma úr heiðskíru lofti, kom hún okkur þó ekki alveg á óvart, því við höfðum fylgst með heilsu hans hin síðari ár og vissum að hann var búinn að búa við verulegan heilsubrest, sem hann bar af karlmennsku og þol- gæði. Hörður var einn aðalhvata- maður að stofnun samtakanna fyrir réttum 10 árum og var fyrsti formaður þeirra og sat í stjórn þeirra í nokkur ár. Hann var á meðan heilsa hans entist mikil driffjöður í öllum málum okkar og er víst að ekki er á nokkurn hallað, þegar sagt er, að án hans hefðu ýmis mál okkar, sem í höfn eru komin, ekki náð fram að ganga svo giftusamlega, ef hans og hans góðu ráða hefði ekki notið við. Hjá okkur er því skarð fyrir skildi, sem seint mun fyllast. Alveg fram á hinsta dag var hann fullur áhuga á málefnum samtakanna og hvatti okkur með ráðum og dáð. Við vottum hans nánustu samúð okkar og hluttekningu, en minn- um á að orðstír góðra manna og framsýnna, mun seint fyrnast og mun þáttur Harðar Ásgeirssonar í sögu Samtaka psoriasis- og ex- emsjúklinga ávallt vera í minnum hafður. ViÖsjáumum innpökkun ogsendingu (kosta)(boda) Bankastræti 10 *Þessa þjoniistn hjiKliiin viö til 1. desember v&rtíðina Toyota lyftarar, sterkir, liprir og sparneytnir. Rafmagns og diesel, 2Vi tonna með snúningsútbúnaði. Opið mastur bætir útsýni og eykur vinnuöryggi. Lyftihæð í 3,50 — 4,30 m. Á pumpuðum dekkjum. Til afgreiðslu strax. TOYOTA LYFTARAR TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 SÍMI 44144 KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.