Morgunblaðið - 31.10.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 Norskur prestur sýnir í Norræna húsinu: Námskeið í matreiðslu endurtekið Vegna mikillar eftirspurnar endurtökum viö námskeiö um matreiöslu í örbylgjuofnum og meöferö þeirra. Námskeiöiö veröur haldiö í verslun okkar aö Hverfisgötu 103 á morgun, mánudag, og fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20—22. Stjórnandi námskeiðanna veröur Ólöf Guðnadóttir, hússtjórnarkennari. Þátttaka tilkynnist í síma 17244 frá kl. 10—12 á morgun og næstu daga. HUOMBÆR HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999-17244 Réttir dagsins sunnudaginn 31. október Hádegi Kvöld Rjómalöguð sveppasúpa. Hreindýrakjötseyði „Diana Smjörsteikt síldarflök Gufusoðin smálúðuflök með fylltum bökuðum gratineruð með humarsósu. eplum. eða eða Heilsteiktar grísalundir Rauðvínsmarineraður lambahryggjarvöðvi með með koníaksrjómasósu. hvítlaukssósu. Nougat fromage. Rjómaís með ferskum ávöxtum. KAFFIHLAÐBORÐ ALLA SUNNUDAGA Auk þess eru á boðstólum fjölbreyttar og gómsœtar veitingar alla daga frá kl. 8.30 til 23.30. Við bjóðum sérstakan morgunverð og glœsilegt kaffihlaðborð síðdegis alla sunnudaga. VÖNDUÐ VEISLUFÖNG Vinsamlegast athugið að vegna sívaxandi eftirspurnar eftir veisluföngum frá okkur í veislur í heimahúsum og félagsheimilum er nauðsynlegt að panta með góðum fyrirvara. Upplýsingar eru gefnar í veitingahúsinu sjálfu og í síma 10622. i/ Bankastræti 2 Borðapantanir í síma 14430. Myndskreyt- ingar við helgi- kvæðið Geisla Norski listamaðurinn Bjern Bjorncboc, sem er aðstoðarprestur við dómkirkjuna í Niðarósi (Þrándheimi) kemur til íslands um næstu helgi og ætlar að sýna í anddyri Norræna hússins mynd- skreytingar, sem hann hefur gert við norsku útgáfuna á helgi- kvæðinu Geisla eftir sr. Einar Skúlason, sem var eitt merkasta skáld 12. aldar. Geisli er með elstu helgikvæðum sem varðveist hafa. Bjorn Bjorneboe hefur, auk starfa sinna innan kirkjunnar, fengist við myndlist og er kunnur fyrir myndskreytingar sínar og teikningar. M.a. hefur hann myndskreytt Lilju Eysteins Ás- grímssonar, sem Almenna bókafé- lagið ætlar að gefa út. Á sýningunni í Norræna húsinu sýnir Bjerneboe 28 tússteikningar gerðar við Geisla og 20 nýjar kol- teikningar. Sýningin verður opnuð miðviku- daginn 3. nóv. kl. 19.00 og stendur til 17. nóvember. Miðvikudagskvöldið 3. nóv. kl. 20.30 verður dagskrá í Norræna húsinu helguð Geisla. Gunnar Eyjólfsson leikari les upp, Knut 0degaard skáld heldur fyrirlestur um kvæðið og blásarar flytja tón- list frá miðöldum. Laugardaginn 6. nóv. kl. 13.30 verður haldið málþing í Norræna húsinu undir heitinu List og kirkja. Fundarstjóri verður dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor. Þar' flytur Bjorn Bjorneboe erindi og svarar fyrirspurnum og síðan verða al- mennar umræður. Fulltrúum kirkjunnar, arkitektum, myndlist- armönnum og öðrum úr röðum listamanna er sérstaklega boðin þátttaka, en annars er málþingið öllum opið. Þann 10. nóvember verður „Liljukvöld" í Hallgrímskirkju, en meðal þeirra er þar koma fram er Bjorn Bjorneboe. (KrétUtilkynninx.) Kirkjudagur Rangæinga- félagsins Kangæingafélagið i Keykjavík gengst fyrir kirkjudegi fyrir eldri borgara í Bústaðakirkju í dag klukk- an 14. Hefst hann með guðsþjónustu, þar sem séra Ólafur Skúlason, dómprófastur, predikar. I»á flytur formaöur félagsins, Dóra Ingvars- dóttir ávarp og kór Rangæingafé- lagsins syngur. Þá verða kaffiveit- ingar. SHA styðja smáþjóðir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Reykjavík 9. og 10. október 1982, lýsir yfir stuðningi við baráttu Palestínumanna og líbanskra samherja þeirra gegn hamslausri árásar- og útþenslustefnu stjórn- valda Ísraelsríkis, og fordæmir af- skipti Bandaríkjamanna af mál- um þeirra, sem m.a. fólust í því að skilja almenning í Vestur-Beirút eftir varnarlausan sem byssufóður fyrir hægrisinnaða ofbeldismenn. SHA skorar á íslensk stjórnvöld að veita frelsissamtökum Palest- ínumanna, PLO, pólitiska viður- kenningu og stuðning. Samtökin árétta þá stefnu sína að styðja smáþjóðir og alþýðu víða um haim, sem eiga í hatrammri baráttu fyrir lífi og frelsi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.