Morgunblaðið - 31.10.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 SVIPMYND Fyrir átta árum var ungur lög- fra-öingur frá St'villa ráöinn fram- kva-mda.stjóri spa-nska Sósíalista- flokksins scm á þeim tíma haföi vcriö skipulagöur og rekinn úr fjarlægö frá því í borgarastyrjöld- inni. Starfscmin var sveipuö hulu og á fundinum scm skar úr um ráöningu hins nýja framkvæmda- stjóra gckk sá undir dulncfninu „Isidoro“. I»cgar fundinum, sem haldinn var i París, lauk voru blaðamcnn cngu nær um hiö raunverulcga nafn hans. í Madrid var hcldur cnginn scm vissi hver hinn dularfulli lögfræöingur var. Nú vita þaö allir því aö fyrir þing- kosningarnar á Spáni á fimmtu- daginn var, var þaö löngu orðiö deginum Ijósara aö Felipc (íonzál- cz yrði sigurvcgari og næsti for- sætisráöherra landsins. Felipe González Márquez, eins og hann heitir fullu nafni, er fertugur að aldri, annar í röð- inni af fjórum systkinum, sonur mjólkurhúseiganda. Á meðan hann var við laganám í Sevilla tók hann þátt í starfi kristilegra demókrata, sem í byrjun sjöunda áratugarins voru það afl í stjórnmálífi landsins sem Felipe González — næsti forsætisráðherra Spánar eftir Aslaugu Ragnars helzt gat talizt framfarasinnað. Þess var þó skammt að bíða að hann drægist að róttækari hreyfingu, samtökum sósíalista þar sem helzti forvígismaðurinn var Alfonso Guerra. Allar götur síðan hafa þeir González verið samspyrtir og spænski Sósíál- istaflokkurinn í núverandi mynd er öðru fremur árangur- inn af þessu samstarfi. Guerra er sagður hafa eir.staka skipu- lagshæfileika. Hann hefur átt mikinn þátt í því að skapa Gon- zález sem stjórnmálaleiðtoga og er hans nánasti aðstoðarmaður. Felipe González hefur verið virkur í hreyfingu spænskra sósíalista frá 1969. Hann og fé- lagar hans gerðu sér fljótlega grein fyrir því að mikilla breyt- inga var þörf ætti þetta stjórn- málaafl að ná fótfestu og brýn- asta verkefni í upphafi var að ná stjórninni úr höndum gömlu sósíalistanna, sem frá því í borgarastyrjöldinni höfðu haft bækistöðvar sínar í Frakklandi, svo unnt væri að taka hug- myndafræði flokksins til endur- skoðunar rog endurskipuleggja hann og undirbúa þannig endur- reisn stjórnmálaflokkanna í landinu. Réttilega spáðu þessir ungu menn því að eðlilegt stórn- málastarfsemi hæfist á ný um miðjan áttunda áratuginn. González, Guerra og félagar þeirra urðu smám saman þekkt- ir undir nafninu „Sevillamafí- an“. Hún jók áhrif áhrif sín jafnt og þétt og innsiglaði völd sín í flokknum með kosningu Gonzáles í framkvæmdastjóra- starfið 1974. Þegar Franco einræðisherra safnaðist til feðra sinna ári síð- ar var González í hinni beztu aðstöðu til að halda áfram að festa sig í sessi innan flokksins. Út á við gætti hann þess vand- lega að láta hvorki ginnast af gyíliboðum frá hægri né vinstri. Þannig skapaði hann sér ákjós- anlega miðjuaðstöðu sem skilaði sér í þingkosningunum 1977 en þá fengu sósíalistar 118 þing- menn af 350 í Cortez, spænska þinginu, og urðu þannig stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. í þingkosningunum ári síðar biðu sósíalistar ósigur sem dró ágreining í röðum þeirra upp á yfirborðið, en deilur snerust einkum um það hvort flokkur- inn væri marxískur eða ekki. Þegar upp var staðið kom Felipe González öllum á óvat með því að lýsa því yfir að hann segði af sér sem leiðtogi flokksins frem- ur en að veita forystu flokki sem kenndi sig við marxisma. Þessi ákvörðun kom honum til góða sex mánuðum síðar, en þá var han endurkjörinn flokksleiðtogi með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og síðan hefur ekki leikið vafi á því að stefna flokks- ins er hófsöm jafnaðarstefna en ckki marxísk. Felipe Conzález er sagður al- vörugefinn og í eðli sínu ófram- færinn. I samtölum sínum við blaðamenn að undanförnu hefur hann látið þess getið, að eftir því sem hann nálgaðist takm- arkið — stjórn landsins — hafi persónuleiki hans verið að hreytast. Hann er umkringdur lífvörðum hvar sem hann fer og að því geðjast honum ekki, og hann segist eiga bágt með að sætta sig við þá staðreynd að hann hafi ekki lengur tíma til að búa til eggjaköku með kartöfl- um handa vinum sínum, en sú eggjakaka er sögð sérlega Ijúf- feng. „Þetta herðir mann,“ segir hann. „Ég reyndi að vera sam- kvæmur sjálfum mér. Ég held að ég sé í eðli mínu opinskár, en ég er kominn með skráp.“ En það er ekki aðeins hið innra sem Felipe González hefur verið að breytast. Framan af sást hann ekki öðruvísi en með úfið hár og í ópressuðum fötum. Nú er hann kominn í snyrtileg jakkaföt og með hálsknýti og snyrtilega greitt hár. Carmen Romero heitir kona hans og eiga þau þrjú börn; tíu, níu og fjögurra ára. Carmen er kennari og hefur lengi verið virk í samtökum sósíalista. Þegar hún var að því spurð nýlega hvernig henni litist á að verða æðsta frú landsins kvaðst hún ekki vita annað en að Soffía drottning skipaði þann sess og það með prýði. í kosningabaráttunni hefur González þeyst um landið þvert og endilagt og á tímabili hafði hann látið reyna svo mikið á röddina að hann var orðinn rámur og fékk þau fyrirmæli frá lækni að mæla helzt ekki orð af vörum nema þegar hann yrði að halda ræðu. hann reykir hav- anna-vindla, sem hann fær senda frá Castro á Kúbu, í tíma og ótíma. í málflutningi fyrir kosningar hefur González mjög gætt hófs í yfirlýsingum. Eftir því sem kosningarnar hafa nálgazt og útlitið fyrir sig- ur González og flokks hans farið vaxandi hefur umræða um póli- tískan grundvöll og stefnu flokksins aukizt. Flokkurinn á aðild að alþjóðasamtökum jafn- aðarmanna og frá 1976 hefur González verið þar varaforseti. Kosningabaráttan hefur verið háð undir merki hinnar rauðu rósar jafnaðarmanna. Þeir stjórnmálamenn erlendir sem González og félagar hans telja til vináttu við eru menn eins og Willy Brandt, Bruno Kreisky og Olof Palme, sem allir eru sósí- al-demókratar, þ.e. jafnaðar- menn, og eftir það uppgjör sem átti sér stað í flokki González árið 1979, þegar hann sagði af sér og var síðan endurkosinn flokksleiðtogi sex mánuðum sið- ar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, virðist liggja beint við að telja flokkinn jafnaðar- mannaflokk. Um þetta efni segir hann sjálfur í viðtali við bandaríska tímaritið Time nýlega og leggur til grundvallar samanburð við Mitterand Frakklandsforseta og stefnu hans: „Pólitískur, efna- hagslegur og félagslegut raun- veruleiki er allur ann&r í Hpáni en hann er í Frakklandi. Við mundum ckki framfylgia sams- konar þjóðnýtingarstefnu og þeir af því að Spánverjar hafa ófullnægjandi forsendur til að fara slíka leið. Þar fyrir utan hef ég ekki mikla trú á þjóðnýt- ingu.“ Það hefur raunar kom ð fram að eina þjóðnýí<ngin s-m González hefur hug á eð iáta fara fram á Spáni er þjóðnyting rafveitna. González hefur látiö I ljós áhuga á að Spánverjtr gegni mikilvægara hlutverki á al- þjóðavettvangi en þeir gera nu. Hann telur að Spánverjar hafi vanrækt samskipti við róm- önsku Ameríku, þjóðirnar fyrir botni Miðjarðarhafs og Araba- ríkin. Afstaða hans til aðildar að Atlantshafsbandalaginu er sú, að Spánverjar hafi enga þörf fyrir að ganga í bandalagið. „Við höfum aldrei verið and- vígir Atlantshafsbandalaginu,“ segir hann um stefnu flokks síns að þessu leyti. „Það sem við er- um á móti er að Spánn gangi í Atlantshafsbandalagið, og það er annað mál. Það eru ekki ein- ungis við heldur allir sem eiga aðild að Alþjóðasambandi jafn- aðarmanna sem vilja að hernað- arbandalög verði afnumin. En fyrst hernaðarbandalög eru nú einu sinni til þá höfum við ekki gert neina hugmyndafræðilega atlögu að tilveru Atlantshafs- bandalagsins. Með tilliti til fyrirkomulags varna og örygg- ishagmsmuna er engin þörf á því fyrir Spánverja að ganga í Atlantshafsbandalagið. Flokkur okkar vill efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðild að Atl- antshafsbandalaginu. Við höf- um ekki tiltekið neinn tima fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Við munum fylgjast með framvind- unni af ýtrustu varfærni og at- hygli. Okkur liggur ekkert á.“ Sá samningur um varnir og bandarískar herstöðvar í land- inu sem Spánverjar hafa gert við Bandaríkin tengist að sjálf- sögðu spurningunni um NATO- aðild. í samningnum eru ákvæói um gagnkvæman uppsagnar- rétt, en samningur þessi héfur ekki verið staðfestur af spænska þinginu. „Við höfum alltaf sagt að við mundum framfylgja stað- feitum samningi, en þennnn samning á eftir að staðfestí í I spánska þinginu. Það er mögu- r leiki á því að samningurinn I verði ekki staðfestur. Ég seg: möguloiki Það sem við höfuui jj áhyggjur af í sambandi við samningirn er að hann er sni.-' inn að varnakerfi Atlantshai; bandalagsins en ekki að þörfurn , Spánverja fyrir varnir. Ef þetiU j er gagnkræmur samningur, - samningur um sameiginleg. r varnir, þá þyrfti ég að taka af- stöðu til þess hvort hann þjórií r L öryggishagtmunum Spánar.“ (Heim. The Observer, | Time og AP). i Mikil lista- verk flutt til New York Feneyjar, 29. október. AP. HIÐ víðfræga listasafn Peggy heit- innar Guggenheim verður að mestu leyti flutt til Bandaríkjanna á næst- unni þar sem haldin verður sýning á mörgum stórkostlegum listaverkum í New York í nóvember og fram í desember. „Þetta verður mikill listaviðburður þar í borg,“ sagði Philip Rylands, framkvæmdastjóri safnsins. Meðal listaverka sem til sýnis verða í Nýju Jórvík eru þekkt verk eftir snillingana Dali, Picasso, Chagall og Miro. Sýningin verður í Solomon R. Guggenheim lista- safninu. Eigendur Guggenheim-safnsins í Feneyjum munu nota tækifærið meðan á sýningunni í New York stendur og gera umfangsmiklar endurbætur á húsakynnum safns- ins. Þau hafa löngum þótt óviðeig- andi, bæði var húsið mikla aldrei fullklárað, auk þess sem það hefur verið grátt leikið af loftmengun Feneyja og hitastigsbreytingum. Þá hefur jafnan flóðahætta vofað yfir safninu, en aðstandendur safnsins vonast til að ganga nú svo frá, að listaverkunum verði óhætt er heim til Feneyja kemur á ný- Fengu 3—4 ára fangelsisdóma ^ lU rlín, 28. október. AP. ÁTTA Pólverjar, þar af fimm með- limir Samstöðu, voru í dag dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi fyrir að ræna farþegaþotu frá pólska flug- félaginu LOT er hún var í áætlunar- flugi á milli Wroclaw og Varsjár og beina henni til Vestur-Berlínar í apr- il á þessu ári. Þeir Jerzy Zelichowski, sem skipulagði ránið, og Lech Rom- anski, sem gefið er að sök að hafa skotið á tvo verði er til átaka kom á milli þeirra og ræningjanna, voru dæmdir í fjögurra ára fang- elsi. Fjórir fengu þriggja og hálfs árs fangelsi og sjöundi maðurinn hlaut þriggja ára dóm. Áttundi maðurinn, sem einnig kom við sögu í ráninu, fékk tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Krafist hafði verið fimm til sjö ára fang- elsisvistar yfir flugræningjunum. Flugrán þetta hafði í för með sér að 28 hinna 52 farþega, sem í vélinni voru, og fimm úr áhöfninni kusu að vera um kyrrt í V-Þýska- landi. Margir í vélinni voru ætt- ingjar flugræningjanna. Róm: Arás á synagógu Kómaborg, 29. október. AP. TVEIR átján ára gamlir ítalskir pilt- ar voru handteknir á fimmtudags- kvöldið eftir að hópur ungmenna kastaði eldsprengjum að litlu bæna- húsi Gyðinga i Rómaborg. Enginn slasaðist í atlögu þess- ari, sem varð nú um þremur vik- um eftir að hryðjuverkamenn réð- ust með vélbyssum og sprengjum að hópi Gyðinga sem voru að koma út úr stærsta bænahúsi þeirra í borginni. Lítill drengur lézt og 37 manns slösuðust þá. X-Xöfóar til 11 fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.