Morgunblaðið - 09.11.1982, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER 1982
Símamynd AP.
Begin forsætisráðherra (annar frá hægri) fyrir framan þrjá dómara sem rannsaka fjöldamorðin í Beirút.
Páfínn fer aftur
til Póllands í júní
\ arsjá, S. nóvember. Al*.
JARUZELSKI hershöfdingi og Jozef Glemp erkibiskup tilkynntu í dag eftir
leynifund í Varsjá að Jóhannes Páll páfi II kæmi aftur til Póllands í júní nk.
Tilgangur pólskra yfirvalda er bersýnilega sá að reyna að kveða niður ný
mótmæli, sem óháða verkalýðshreyfingin Samstaða hefur á prjónunum.
250. tbl. fi9. árg.________
Hóta sókn
til Bagdad
Teheran, 8. nóvember. Al*.
ALI KHAMENEI forseti sagöi í dag
að innrásarlið írana, sem hefur land-
ræmu í Austur-írak á valdi sínu, muni
sækja til Bagdad ef nauðsynlegt reyn-
ist.
Forsetinn tók fram að það væri
ófrávikjanleg krafa írana að stjórn
Saddam Husseins íraksforseta yrði
steypt af stóli. Hann ítrekaði skil-
yrði írana fyrir friði: að írakar
hörfi frá írönsku yfirráðasvæði, að
þeir greiði 150 milljarða dollara í
skaðabætur og að Hussein verði
„refsað" fyrir innrásina.
Manntjón
A í* /■ • X •
i farviðri
Toulou.se, 8. nóvember. Al*.
ELLEFU manns að minnsta kosti
hafa farizt og rúmlega 20 slasazt í
fárviðri, sem hefur gengið yfir Suð-
vestur-Frakkland síöan um helg-
ina.
A.m.k. 10 manns hafa farizt og
eins margra er saknað eftir
tveggja daga úrhellisrigningu á
nokkrum stöðum á Spáni. Tugir
þorpa eru einangruð, hundruð
manna hafa verið fluttir frá
heimilum sínum og truflanir
hafa orðið á samgöngum og
símasambandi.
Mestu flóðin urðu i Katalóníu
á Norðaustur-Spáni, en nokkrir
hafa farizt í Huelva og Malaga.
Miklar skemmdir urðu í gær
og í dag af völdum fárviðris í
Sviss, þótt slys hafi ekki orðið á
mönnum. Vindhraðinn mældist
185 km á klst.
Viðræður
1 Madrid
Madrid, 8. nóvember. Al*.
ÖRYGGISRÁÐSTEFNA Evrópu verð-
ur aftur sett á morgun eftir átta
mánaða hlé og búizt er við nýjum
þrætum austurs og vesturs.
Ráðstefnan hófst fyrir tæpum tveim-
ur árum, en hlé var gert á henni 12.
marz vegna Póllandsmálsins. Vegna
fyrirhugaðs vcrkfalls Sámstöðu er bú-
izt við að vestrænir / fulltrúar leggi
áherzlu á Pólland á ráðstcfnunni.
I Washington sagði varnarmála-
ráðherra Vestur-Þýzkalands,
Manfred Wörner, að hann væri til-
tölulega vongóður um að Rússar
væru fúsir til alvarlegra viðræðna
um fækkun meðaldrægra kjarn-
orkueldflauga í Vestur-Evrópu ef
stjórn Helmut Kohls héldi velli í
marz.
Hann hvatti til lausnar á deilunni
um Síberiu-olíuleiðsluna og sagði að
Vestur-Evrópuríki ættu að gæta sín
betur á því að útvega Rússum
tæknilegar upplýsingar og veita
þeim Ián. Hann sagði að afstaða
Vestur-Evrópuríkja til gasleiðsl-
unnar þyrfti að breytast að vissu
marki, en um leið þyrftu Banda-
ríkjamenn að slaka á refsiaaðgerð-
um vegna málsins. Verzlunarráð-
herra Breta, Peter Rees, gagnrýndi
refsiaðgerðirnar enn á þingi í dag og
boðaði harða andstöðu gegn þeim.
Ronald Reagan forseti vísaði á
bug í dag nýlegum yfirlýsingum
Leonid Brezhnevs forseta, þar sem
Bandaríkjastjórn er sökuð um að
magna spennu i heiminum, koma i
veg fyrir að áfram miði í viðræðum
um kjarnorkumál og jafnvel undir-
búa heimsstyrjöld. Reagan sagði að
enginn fótur væri fyrir þessum
ásökunum.
Samkomulagið um heimsóknina
náðist rétt áður en öryggisráð-
stefna Evrópu kemur aftur saman
í Madrid, en þar verður Pólland
ofarlega á baugi. Samkomulagið
gæti dregið úr áhuga á fyrirhug-
uðum verkföllum og mótmæla-
göngum á miðvikudaginn og bætt
stöðu Pólverja á öryggisráðstefn-
unni.
Samstaða varð fyrir nýju áfalli í
dag þegar Piotr Bednaraz úr
stjórn hreyfingarinnar og 12
verkamenn voru handteknir í
Wroclaw í Slésíu. Fjögurra manna
nefnd, sem Bednaraz er í, skipu-
leggur verkföllin. Fyrirrennari
hans í nefndinni, Wladyslaw Fras-
yniuk, var handtekinn ð.október.
Heimsókn páfa hefst 18. júní.
Talsmaður páfa staðfesti fréttina,
en sagði að leysa þyrfti margt áð-
ur en páfi færi í aðra Póllands-
ferð.
Talsmaður kirkjunnar sagði að
undirbúningur heimsóknarinnar
hæfist strax. Glemp vildi ekkert
segja um fund sinn með Jaruzelski
hershöfðingja, hinn þriðja síðan
herlög voru sett, en lýsti því yfir
að kirkjan væri andvíg ofbeldi
þótt hún hefði samúð með rétti
„auðmýktrar" þjóðar til að mót-
mæla.
Samkomulagið gefur til kynna
að yfirvöld óttist ekki lengur að
heimsókn páfa verði eins mikil
sigurganga og fyrri heimsóknin
1979, sem er talin hafa undirbúið
jarðveginn fyrir verkföllin er
leiddu til stofnunar Samstöðu
1980. Yfirvöld virðast vongóð um
að þau hafi þreytt hreyfinguna og
þau þurfi ekki að afturkalla heim-
boðið.
Almenningur tók fréttinni með
vantrú, tortryggni en von um að af
henni gæti orðið. Einkennilegt
þótti að fréttin væri kunngerð á
mánudegi og ekki í kirkjum.
Margir telja ótrúlegt að rólegt
verði orðið í landinu næsta sumar.
fyrir forseta. Allt mun ganga að
óskum," sagði þjónn nokkur.
Þegar opinber úrslit liggja fyrir
seinna í vikunni gengur nýja
stjórnarskráin í gildi. Þar með
verða æðstu leiðtogar stjórnmála-
flokkanna, þeirra á meðal Suley-
man Demirel og Bulent Ecevit,
sviptir öllum pólitískum réttind-
um næstu tíu ár. Borgaralegri
stjórn verður aftur komið á lagg-
irnar eftir kosningar til nýs þings,
en ráðgert er að þær fari fram
næsta haust.
Þangað til verður Evren sem
fyrr forseti herráðsins og forseti
Þjóðaröryggisráðsins, sem er skip-
að fjórum æðstu mönnum herafl-
ans. Forsetaráð, skipað herfor-
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Begin átti
ekki von á
blóðbaði
Jerúsalem, 8. nóvember. Al*.
MENACHEM Begin forsætis-
ráðherra sagði í dag í vitnisburði
að hann hcfði óttazt nijög hefnd-
arárásir kristinna manna á Mú-
hameðstrúarmenn í Beirút í kjöl-
far morðsins á Bashir Gemayel í
Líbanon, en aldrei gert sér í hug-
arlund að hundruð Palestínu-
manna yrðu myrtir.
Begin sagði nefndinni, sem
rannsakar fjöldamorðin í Beir-
út, að honum hefði ekki verið
sagt fyrirfram frá þeirri
ákvörðun Ariel Sharons land-
varnaráðherra og Rafael Eyt-
ans hershöfðingja, forseta her-
ráðsins, að senda vopnaða
kristna menn inn í flótta-
mannabúðirnar Sabra og Chat-
illa.
Hvað eftir annað var Begin
spurður að því hvers vegna rík-
isstjórnin hefði samþykkt að
kristnir menn yrðu sendir inn í
búðirnar, ef óttazt hefði verið
að þeir mundu reyna að koma
fram hefndum.
Fram komu nýjar sannanir
fyrir því að a.m.k. einn maður í
Israel, Eytan hershöfðingi, sá
fyrir blóðbað. Nefndarfulltrú-
inn Yona Efrat skýrði frá því að
Eytan hefði sagt stjórninni um
einni klukkustund áður en að-
gerðirnar í búðunum hófust að
kristnir menn mundu reyna að
svala hefndarþorsta sínum og
allt, sem áður hefði gerzt,
mundi hverfa í skugga þeirrar
hefndar, sem reynt yrði að ná
fram.
Begin var einnig spurður ít-
arlega um viðvörun Davíðs Lev-
ys aðstoðarforsætisráðherra á
ríkisstjórnarfundi um blóðbað.
Begin sagði að Levy hefði ekki
krafizt umræðna um málið og
kvaðst ekki hafa fengið upplýs-
ingar frá leyniþjónustunni um
hugsanlegt blóðbað. Begin gaf
ekki skýr svör við því hvort
Sharon hefði átt af vara hann
við.
ingjunum, gegnir störfum unz
kjörtímabili Evrens lýkur í nóv-
ember 1989, frá því nýtt þing kem-
ur saman.
Bollalagt er hvort breytingar
verði gerðar á ríkisstjórn Bulend
Ulusu fyrrverandi aðmíráls þegar
Evren vinnur embættiseið sinn.
Nýja stjórnmálaflokka verður
að stofna fyrir kosningarnar 1983
og finna verður nýja stjórnmála-
leiðtoga í stað 100 stjórnmála-
manna, sem hefur verið bannað að
starfa. Ulusu er einn hugsanlegra
flokksleiðtoga framtíðarinnar,
ásamt Turgut Ozal fyrrum vara-
forsætisráðherra, sem á heiðurinn
af velheppnaðri áætlun um við-
reisn í efnahagsmálum.
Tyrkir styðja Evrin og
samþykkja stjórnarskrá
Ankara, 8. nóvember. Al*.
TYRKIR samþykktu nýja stjórnarskrá með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðar-
atkvæði i gær og kusu Kenan Evren hershöfðingja forseta til næstu sjö ára.
Þegar 90 af hundraði atkvæða höfðu verið talin höfðu 91,5% samþykkt
stjórnarskrána. Kjörsókn var um 90 af hundraði, ein mesta í sögu Tyrklands.
Ef Tyrkir hefðu setið heima áttu þeir á hættu að missa kosningarétt í fimm
Flestir höfðu búizt við að
stjórnarskráin yrði samþykkt, en
ekki með eins miklum meirihluta
atkvæða. „Þetta er furðulegt. Eg
er enn að reyna að skilja hvernig
þetta gat gerzt og hvað það tákn-
ar,“ sagöi tyrkneskur útgefandi.
Með því að samþykkja stjórn-
arskrána voru Tyrkir í raun og
veru að greiða atkvæði gegn
hryðjuverkastarfsemi, lýsa yfir
stuðningi við Evren og greiða at-
kvæði með rólegri aðlögun að
þingræðislegri og lýðræðislegri
stjórn. „Eg var aldrei í nokkrum
vafa um að þjóðin mundi greiða
atkvæði með lögum og reglu og
pólitísku jafnvægi, sem herfor-
ingjarnir tryggja," sagði Sala-
haddin Erturer, fyrrverandi emb-
ættismaður.
Málið var enn einfaldara í aug-
um annarra kjósenda. „Við kusum
Pasha Baba (viðurnefni sem
merkir landsfaðir og herforingi)