Morgunblaðið - 09.11.1982, Síða 5

Morgunblaðið - 09.11.1982, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982 5 Seltjarnarnes: Forseti bæjarstjórnar sýknaður af áburði vinstri manna 1978 GIJÐMUNDUR L. Jóhannesson, héraðsdómari kvað nýlega upp dóm í máli, sem ákæruvaldið höfðaði gegn ábyrgðarmanni blaðs vinstri manna á Seltjarnarnesi við bæjarstjórnar- kosningarnar 1978, en i blaðinu voru meiðandi ummæli í garð Magnúsar Erlendssonar, forseta bæjarstjórnar. í niðurstöðu dómsins eru þau dæmd dauð og ómerk og ábyrgðarmanni blaðsins gert að greiða allan máls- kostnað. Málsatvik voru þau að fyrir bæjarstjórnarkosningar 1978 kom upp kosningamál, þar sem vinstri menn í sameiginlegu kosninga- blaði H-listans báru á Magnús Er- lendsson, forseta bæjarstjórnar, að hann hefði gert sig sekan um alvarlegt misferli í meðferð opin- berra fjármála. Málið snérist um húseign í eigu gjafasjóðs Sigur- geirs Einarssonar, en samkvæmt skipulagsskrá er forseti bæjar- stjórnar hverju sinni formaður sjóðsstjórnar og hafði þáverandi sjóðsstjórn selt honum húseign. Magnús Erlendsson vildi ekki una þessum alvarlega áburði og óskaði eftir við saksóknara, að málið yrði rannsakað og hann hreinsaður af þessum alvarlegu ásökunum. Við yfirheyrslu hjá rannsóknar- lögreglu víðurkenndi bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, Guð- rún L. Þorbergsdóttir, að hafa skrifað þessar greinar ásamt öðr- um. Samkvæmt lögum var höfðað opinbert mál á hendur ábyrgð- armanni blaðs vinstri manna, Njáli Ingjaldssyni, en hann hafði upplýst, að skrif þessi hefðu verið án hans vitundar, þótt hann gegndi stöðu ábyrgðarmanns blaðsins. Bóndinn í Purkey látinn Stykkishólmi, 8. nóvember. JÓN Jónsson frá Purkey lézt í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi á sunnudag, 81 árs að aldri. Með láti Jóns má gera ráð fyrir að Purkey bætist í hóp þeirra eyja á Breiðafirði, sem komnar eru í eyði. Jón Jónsson tók við búi í Purkey af föður sínum, ásamt tveimur systrum sínum, sem látnar eru fyrir nokkrum árum. Hann bjó því einn síðustu árin, en hafði vetur- setu í Stykkishólmi yfir blávetur- inn. Jón Jónsson var dugnaðarmað- ur og stöndugur vel. — Fréttaritari Skuldbreytingar vegna erfiðleika í rekstri Búlandstinds: Samvinnuhreyfingin á nú 73,4% hlutabréfa SAMBANDIÐ og dótturfyrirtæki þess, Olíufélagið hf., keyptu á síð- asta ári meirihluta í Búlandstindi á Djúpavogi og á nú SÍS með Kaupfé- lagi Berufjarðar 23,6% hlutabréfa í fyrirtækinu, Olíufélagið hf. 36,7%. Þá eiga Samvinnutryggingar 13,1% hlutafjár, sveitarfélagið 21% og um 70 einstaklingar 5,6%, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Gunnlaugi Ingvarssyni, kvæmdastjóra Búlandstinds. fram- o INNLENT Gunnlaugur sagði að á síðasta ári hefðu farið fram skuldbreyt- ingar og þannig hefði samvinnu- hreyfingin aukið meirihluta sinn í fyrirtækinu. Sagði hann að áður hefði Kaupfélagið átt meirihluta í Búlandstindi, en fyrirtækið hefði verið illa statt. Framkvæmdir við frystihúsbyggingu hefðu legið niðri um nokkurra ára skeið og allir bátar hefðu verið seldir frá Djúpavogi árið 1979 og hefðu menn séð fram á fólksflótta. Þeg- ar séð varð hvert stefndi, hefðu skuldbreytingar farið fram, en fram til þess tíma hefðu sam- vinnufyrirtæki staðið undir rekstrinum með lánum, en þeim hefði síðan verið breytt í hluta- bréf, þegar fyrir lá að fyrirtækið myndi ella verða gjaldþrota. Tvær milljónir hefðu þá verið lagðar í fyrirtækið, en lánastofn- anir hefðu lýst því yfir að ekki yrði um lán til fyrirtækisins að ræða nema hlutafé yrði aukið. Lán hefði fengist og þá verið keyptur skuttogari, Sunnutindur SU 59. Einnig sagði Gunnlaugur að sjáv- arafurðadeild Sambandsins hefði sett peninga inn í fyrirtækið, og væri hlutafé nú 9 milljónir alls. Hins vegar dygði það ekki til, því fyrirtækið væri enn illa statt. Til umræðu hefði komið á síðasta að- alfundi að auka hlutafé um 6 milljónir króna og hefði það verið samþykkt, væri það mál nú til frekari athugunar. „Mánasilfur“ fjórða bindi komið út IIT ER komið á vegum IÐUNNAR fjórða bindi ritsafnsins Mánasilfurs, cn það er úrval úr íslcnskum endur- minningum og sjálfsævisögum. Gils Guðmundsson valdi efnið og sá um útgáfuna. — I þessu bindi eru þa'ttir eftir 32 höfunda, og eru þar með höf- undar sem efni eiga í Mánasilfri orðnir 118 talsins. Fyrirhugað er að af þessu rit- safni komi út eitt bindi í viðbót. — Líkt og í fyrri bindum er hér að finna þætti frá ýmsum tímum. Elsti kaflinn er úr Píslarsögu Jóns Magnússonar, en yngsti höfundur- inn er Jón Óskar. Níu höfundar eru á lífi. Efni bindisins er kynnt svo á kápubaki: „Hér er leitt fram á sjón- arsviðið fólk úr ýmsum stéttum: bændur, sjómenn, húsfreyjur, prestar, læknar, fræðimenn, lista- menn. Hér segir meðal annars frá bernskudögum í sveit og kaupstað, mannraunum, svaðilförum og sál- arháska og fyrstu sporum á hálli listamannsbraut. — Mánasilfur er skuggsjá íslensks mannlífs fyrri tíðar, ritverk sem jafnt ungir sem aldnir munu lesa sér til óblandinn- ar ánægju." — Mánasilfur, fjórða bindi, er 280 blaðsíður að stærð. Oddi prentaði. Þú kemur með þinn DAIHATSU og keyrir burt á nýjum DAMATSU CHARMANT Verð frá 154.200 kr. með öllu -r þinn bíll Mismunur samningsatriði TAFT 4x4 Verð frá 220.900 kr. með öllu t þinn bíll Mismunur samningsatriði Daihatsuumboðið, Armúla 23, — sími 85870- CHARADE Verð frá 124.700 kr. með öllu -f þinn bíll Mismunur samningsatriði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.