Morgunblaðið - 09.11.1982, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982
TSíQamatkadulinn
^f}iattif<fctu 12 - 1S
Nýr bíll
Lada 1600 1982
Hvítur, ekinn 6 þús. km. Verö kr. 110
þus
Lancer1400 GL 1980
Blásans, ekinn 26. þús. km.^Ýmsir
aukahlutir. Verö 105 þús. (Skipti mögu-
leg á odyrari).
Toyota Cressita Coupé
Rauöur. 2ja dyra. Ekinn 44 þús. km.
Sjálfskiplur. snjó- og vefrardekk.
Mazda 626 2000 1980
Brúnsans., 5 gira. Ekinn 33 þús. km.
Verö 115 þús. (Ath. skipti á sendibíl).
Ford Fairmont 1978
Grásans., 2ja dyra, 4 cyl Beinsklptur (4
gíra), aflstýri. Ekinn 60 pús. km. VerO 90
pús
Honda Qunted 1981
Qrásans., 5 gira, ekinn 9 þús. km. Verö
155 þús.
Mazda 929 Station 1981
Blásans., sjálfskiptur. aflstýri. ekinn 32
þús km. Verö 156 þús.
M. Benz 250 1979
Ljósblár (metalic). Ekinn 52 þús. km. 6
cyl. m/öllu. Vökvalæsingar Level-
control, nýleg. Endurriövarinn. Verö
330 þús.
Volvo 244 GL 1980
Blár, ekinn 23 þús. km. Beinskiptur
m/aflstýri, sílsalistar og grjótgrind. Verö
185 þús.
Bang&Olufeen
bað er
unun að eiga
Bang & Olufsen
Þegar gæöi, hönnun og verö
haldast jafn vel í hendur og í
Beocenter 7002 hljómtækja-
samstæðunni, þá er valið
auðvelt.
Komdu og leyfðu okkur að
sýna þér þessi frábæru
hljómtæki, sem fá lof tónlist-
ar- og listunnenda.
Verð 39.980 — með hátölurum.
Greiðslukjör.
Beovox S 55
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir WILLIAM SAFIRE
vildu Bandaríkjamenn í Víet-
nam.
Vesturlönd samþykkja þetta
auðvitað ekki, fulltrúar þeirra
vilja okkar menn í Kabúl á bak
o(? burt. Þessu svarar Brezhnev-
Chernenko-klíkan neitandi, hún
vill að við berjumst áfram án
þess að auka liðsstyrk okkar,
Grishin-klíkan segir einnig nei,
en hún vill að við sendum hálfa
milljón manna á vettvang og
brjótum alla andstöðu á bak aft-
ur.
Mér finnst skynsamlegast að
reyna að bjarga andlitinu með
því að finna einhvern þriðja að-
ila, sem gæti tryggt það, að ný
ríkisstjórn í Afganistan sé ekki
and-sovésk og síðan kölluðum
við her okkar heim.
Veröldin með augum
Yuri Andropovs
LKONII) Brezhnev er 75 ára og sagt að hann sé ekki við störf i Kreml
nema um tvær stundir á degi hverjum. Hann er þó enn forseti Sovétríkj-
anna og leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins. Miklar vangaveltur hafa
verið um það undanfarna mánuði, hvort Brezhnev sé í raun sá sem
úrslitum ræður i Kreml. Það kom til dæmis fram í skrifum vestrænna
blaða um ræðu þá til dýrðar sovéska hernum sem Brezhnev flutti mið-
vikudaginn 27. október og endurtekin bliðuhót hans í garð Kínverja, að
þessa afstöðu megi rekja til þess að menn eins og Yuri V. Andropov,
fyrrum yfirmaður KGB, og Konstantín U. ('hernenko séu farnir að móta
stefnuna. í þeirri grein sem hér birtist setur William Safire, dálkahöfund-
ur hjá The New York Times, sig í spor Andropovs og litur á veröldina.
essi laglega kona á Krím-
skaga sem segist búa yfir
yfirnáttúrulegum lækn-
ingarmætti kann að hafa gert fé-
laga Brezhnev lífið bærilegra, en
slíkur kraftur dugar ekki lengi.
Valdabaráttan er hafin í Moskvu
og ég, Yuri Andropov, er fulltrúi
Jæirrar stefnu sem mun sigra.
Fylgismenn Brezhnevs vilja
hlut Konstantín Chernenkos
(eða Kirilenko um stuttan um-
þóttunartíma) sem mestan. Þeir
vilja óbreytt ástand — efna-
hagslegan samdrátt, ævintýra-
mennsku í Afganistan, uppgjöf
fyrir Israelsmönnum, vonlaus
friðmæli við Kínverja og árang-
urslausa tilburði til að flækja
Bandaríkjamenn í slökunar-
stefnunni og SALT.
Sumir hershöfðingjanna
standa á bak við Viktor Grishin.
Vestrænir sérfræðingar í mál-
efnum okkar hafa ekki áttað sig
á því, að hann er Ariel Sharon
Sovétríkjanna. Viktor vill endur-
taka Svínaflóa-ævintýrið með
öfugum formerkjum — stór-
velda-árekstur í íran og Júgó-
slavíu, sem kynni að snúa fram-
tíðarstöðunni við okkur í hag ef
vanmáttugur forseti tekur við af
Reagan.
Miðstjórnin þarf að taka af-
stöðu til þessara mála: Hvaða
leið er best til að lokka Banda-
ríkjamenn og Vestur-Evrópu-
þjóðir til að láta okkur í té þann
gjaldeyri, þá tækni og þau mat-
væli sem við þörfnumst á sama
tíma sem við berjum niður allar
tilraunir til frjálsræðis hjá Pól-
verjum og Úkraínumönnum? Og
hvernig eigum við að brjótast út
úr einangruninni gagnvart
Kína?
Að mínu mati felst fyrsta
skrefið í persónudýrkun. Ég yrði
eins ólíkur Brezhnev og hann
Krúsjeff og Krúsjeff Stalín.
Sérhver breyting verður að hafa
það yfirbragð að um gjörbreyt-
ingu sé að ræða. Þótt ég hafi ver-
ið yfirmaður KGB í 15 ár og hafi
verið sendur til Búdapest til að
berja niður byltinguna í Ung-
verjalandi 1956, nýt ég vinsam-
legs álits á Vesturlöndum. Ég
kann ensku og er vel til fara.
Skjólstæðingur minn Arbatov
(yfirmaður Stofnunar um
Bandaríkin og Kanada í Moskvu,
innsk. þýð.) hefur talið kunn-
ingjum sínum í Washington trú
um að ég sé þannig gerður að ég
taki rökum.
Það mál sem ég mun nota til
að hefja mig til æðstu valda er
þetta: Eina leiðin til að njóta
ávaxta slökunarstefnunnar án
þess að opna hina minnstu frels-
isglufu í Austur-Evrópu er að ná
samkomulagi um Afganistan.
Bröltið þar hefur mistekist.
6% af herafla okkar hafa verið
bundin þar og hershöfðingjarnir
segja að þeir þurfi 25% af hern-
um til að berja alla andspyrnu
niður. Vegna átakanna hafa 116
þjóðir fordæmt okkur á allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna og
slík andúð meðal þjóða þriðja
heimsins grefur undan áliti á
okkur meðal araba og írana.
Afganistan-ævintýrið hefur
skapað vanda innan okkar eigin
landamæra vegna andmæla mú-
hammeðstrúarmanna.
Við vanmátum þessa bölvuðu
afgönsku fjallamenn og töldum
þá eins meðfærilega og Ungverja
og Pólverja, en þeir eru til þess
búnir að fórna gífurlegum fjölda
mannslifa fyrir málstaðinn. Hitt
er þó verra að þeir hafa búið um
sig í Pakistan og stundað hernað
þaðan með opinberum stuðningi
Bandaríkjamanna og leynilegri
aðstoð Kínverja og ísraels-
manna.
Af þessum sökum hef ég lagt
til við miðstjórnina, að við drög-
um saman seglin og leitum sam-
komulags. Nýíega létum við afg-
anska leppa okkar færa Pakist-
önum þau boð fyrir milligöngu
Sameinuðu þjóðanna, að sovésk-
ar hersveitir yrðu kallaðar á
brott, ef ekki yrði hróflað við
stjórn okkar í Afganistan. Þetta
Hinar klíkurnar í miðstjórn-
inni segja, að með þessu yrði
stjórn kommúnista í fyrsta sinn
steypt af stóli — ef við lítum
fram hjá Allende í Chile. Þær
segja einnig að með þessu yrði
ýtt undir Pólverja og bandaríska
harðlínumenn. Ég svara þessu
með því að segja, að samkomu-
lag um Afganistan geti orðið
upphafið að sigurgöngu okkar
um alla jarðarkringluna.
Eftir að hafa samið um Afg-
anistan yrði miklu auðveldara
fyrir okkur að ná undirtökunum
í nýrri ríkisstjórn í íran eftir
fráfall Khomeinis. Reyni Sam-
staða á ný í Póllandi getum við
barið hana niður með hörku án
þess að fórna gasleiðslunni til
Evrópu. Þegar Bandaríkjamenn
reyna að ná sínu fram í Mið-
Austurlöndum getum við sam-
einað múhammeðstrúarmenn
gegn þeim og séð til þess að
Hussein, Jórdaníukonungur,
ræði ekki við Menachem Begin.
Mikilvægara væri þó að næði
Kabúl-Iausn mín fram að ganga
gætum við hafið nýja friðarsókn
í því skyni að neyða Bandaríkja-
menn til vopnasamninga, sem
staðfesta yfirburði okkar án þess
að skuldbinda okkur til að lúta
eftirliti útlendinga á yfirráða-
svæði okkar. Mikilvægast yrði,
að með Kabúl-lausninni næðum
við aftur sambandi við ráða-
menn í Peking. Allir vita, að
Kínverjar vilja að við verðum
við þremur kröfum: Fjarlægjum
Víetnama frá Kampútseu, sem
við getum ekki; köllum heim ein-
hverjar af þeim 46 herdeildum
sem við höfum við kínversku
landamærin, sem við getum sagt
að við ætlum einhvern tíma að
gera; og hættum ofbeldi gagn-
vart þriðja heiminum og helsta
bandamanni Kína, Pakistan,
með því að hverfa á brott frá
Afganistan, en það vil ég að við
gerum enda verði að nýju sam-
band milli Kína og Sovétríkj-
anna eftir það.
Næsti foringi í Kreml verður
sá sem er fulltrúi sigurstrang-
legustu stefnunnar. Brezhnev-
Chernenko-klíkan vill engar
breytingar, hún kann að fara
með völdin í skamman umþótt-
unartíma. Síðan verður slagur-
inn milli Grishin og mín. Lykill
minn að völdunum er í Kabúi, en
ég má ekki leika of djarft.
(Þýð. Bj.Bj.)